HK
3
0
Magni
Kári Pétursson '2 1-0
Ingiberg Ólafur Jónsson '32 2-0
Brynjar Jónasson '43 3-0
05.05.2018  -  16:00
Kórinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Hafsteinn Briem
Bjarni Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
9. Brynjar Jónasson ('74)
10. Ásgeir Marteinsson ('78)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
17. Kári Pétursson ('66)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
18. Hákon Þór Sófusson ('78)
19. Arian Ari Morina ('66)
20. Árni Arnarson ('74)
24. Aron Elí Sævarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Viktor Bjarki Arnarsson

Gul spjöld:
Ásgeir Marteinsson ('33)
Ólafur Örn Eyjólfsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elías Ingi flautar af!

HK hirðir 3 stig í dag eftir flottan fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var heldur rólegri.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
93. mín
Arian Morina með flottan sprett, sendir á Bjarna sem kemur sér í skotfæri en Sveinn Óli með geggjaða tæklingu og bjargar í horn.
90. mín
Inn:Jakob Hafsteinsson (Magni) Út:Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni)
Besti leikmaður Magna í dag kemur útaf.
90. mín Gult spjald: Sigurður Marinó Kristjánsson (Magni)
Siggi tapar boltanum í skyndisókn og brýtur af sér.
88. mín
Hákon tekur hornspyrnu sem fer af Sigga Marinó og rétt framhjá stönginni.

Ekkert verður úr hinni spyrnunni.
87. mín
Kristján Atli með ömurlega sendingu til baka sem Bjarni Gunn kemst inní, tekur skot sem fer af varnarmanni og í horn.
82. mín
Hákon flikkar á Bjarna og Bjarni sækir horn, Óli Eyjólfs labbar út í horn þangað til að Hákon nennir þessu ekki lengur og hleypur út í horn til að taka það.

Óli búinn að vera gríðarlega duglegur á miðjunni og virðist eiga lítið eftir á tanknum.
80. mín
ÓTRÚLEG MISTÖK OG ÓTRÚLEGT KLÚÐUR!

Hákon Þór lætur strax til sín taka, ætlar að senda á Bjarna en sendi á mótherja sinn Brynjar í vörninni hjá Magna, Brynjar hinsvegar sendi Hákon bara einan í gegn en tekur svakalegan sprett og kemst sjálfur fyrir skotið hans sem fer í horn...
78. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
Síðasta skipting heimamanna, bræðurnir voru ekki inná saman nema í 8 mínútur...
74. mín
Inn:Árni Arnarson (HK) Út:Brynjar Jónasson (HK)
Flottur leikur hjá Brynjari, læknaneminn kemur inn!
70. mín
Inn:Kristján Atli Marteinsson (Magni) Út:Bergvin Jóhannsson (Magni)
Nú gerist það!

Bræður berjast og HK-ingurinn kemur inná í liði Magna.
69. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA!

Ásgeir Marteins með geggjaða hornspyrnu beint á kollinn á Inga Óla sem á fastan skalla af stuttu færi í gagnstætt horn en Hjörtur skildi höndina eftir á einhvern ótrúlegan hátt og varði þetta!
67. mín
Arian Morina með fasta fyrirgjöf niðri sem Hjörtur er í smá veseni með en grípur í annarri tilraun!
66. mín
Inn:Arian Ari Morina (HK) Út:Kári Pétursson (HK)
Kári hefur átt flottan leik!
63. mín
Bjarni tekur flotta aukaspyrnu fyrir Magna á miðjum vallarhelming heimamanna, þeir koma hættunni í innkast, Magni fær horn uppúr því og ná að setja pressu á HK, fyrirgjafir út í eitt þangað til að Arnar Freyr grípur boltann.

Allt annað að sjá gestina í seinni hálfleik eftir að þeir færðu Pedda fremstan á miðjuna til að tengja milli miðju og sóknar og halda boltanum aðeins innan liðsins.
61. mín Gult spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
Óli Eyjólfs setur stífa pressu á Magnamenn á miðjunni og brýtur svo af sér.
58. mín
Stöngin!

Ásgeir tekur skemmtilega við boltanum og leggur boltann með hælnum á Bjarna sem tekur skotið með vinstri og í stöngina!

Virkilega skemmtilegir taktar sem HK-ingar hafa sýnt í dag.
57. mín
Inn:Victor Lucien Da Costa (Magni) Út:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Fyrsta skipting leiksins!

Krissi Rós hefur spilað betur en þetta og í hans stað kemur Frakkinn litríki Victor Da Costa!
52. mín
Siggi Marinó með flotta fyrirgjöf inná teiginn en það gerir enginn árás á boltann og Arnar Freyr kýlir hann svo burt, Magni að ná flottum sóknaruppbyggingum en fremstu menn virðast ekki vilja skora.
50. mín
Magni nær góðu spili, boltinn berst á Pedda úti hægra megin sem kemur með flotta fyrirgjöf en Krissi Rós misreiknar boltann og nær ekki til hans, Krissi var einnig eini Magnamaðurinn inní vítateig HK-inga, þarna vantar fleiri menn ef það á að skora mörk!
48. mín
Flott sókn hjá HK þar sem Birkir Valur kemur með fyrirgjöf frá hægri og Ásgeir Marteins aleinn inní markteig kastar sér á boltann og skallar yfir, þarna átti Geiri að skora!
46. mín
Leikur hafinn
Jæja seinni hálfleikurinn er kominn af stað!

Ég vona að Magnamenn sýni okkur eitthvað annað í seinni hálfleik og geri eitthvað.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur!

Bakkelsi og bolli svo komum við aftur...
43. mín MARK!
Brynjar Jónasson (HK)
Stoðsending: Bjarni Gunnarsson
Markamínútan stendur fyrir sínu!

Birkir Valur keyrir upp kantinn og fær boltann, laumar honum á Bjarna sem er í þröngu færi og tekur skotsendingu ef svo má orða það og Brynjar Jónasar mætir á fjær og setur hann yfir línuna!
37. mín
Hafsteinn keyrir að vítateig Magna með boltann, svo fer boltinn að flækjast fyrir Haffa sem dettur um boltann en boltinn berst til Ásgeirs sem skýtur í varnarmann og í horn.

Hjörtur kýlir hornspyrnuna í burtu.
36. mín
Brynjar tekur geggjaðan snúning á miðjunni og skilur Pedda eftir! Sendir Ásgeir í gegn sem chippar í stöngina en er dæmdur rangstæður.
33. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (HK)
Ásgeir á í einhverjum kýtingum við Pedda og Peddi liggur eftir, Magnamenn vilja rautt en ég sá þetta ekki nógu vel.
32. mín MARK!
Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Stoðsending: Ásgeir Marteinsson
MARK!

Ásgeir Marteins tekur hornspyrnu sem Ingi Óli nær að skalla, boltinn varinn á línu en Ingi nær af miklu harðfylgi að henda sér á boltann og koma honum yfir línuna!
31. mín
Peddi vinnur boltann á miðjunni fyrir Magna, kemur með flottan bolta á Bergvin sem nær ekki nógu góðri móttöku og Arnar hirðir boltann.
26. mín
Leifur tekur aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Magna, flottur bolti sem Hafsteinn skallar rétt yfir!

Heimamenn mikið hættulegri.
24. mín
Hætta við mark gestanna!

Bjarni fær sendingu í gegn frá Kára, fer í kapphlaup við Svein Óla og Hjörtur kemur á móti, Sveinn sendir boltann framhjá Hirti en sem betur fer er Hjörtur snöggur og rétt kom sér í boltann á undan Bjarna.

Samskiptaleysi eða heyrnarleysi hjá gestunum!
22. mín
Geggjað spil HK-inga!

Óli Eyjólfs keyrir með boltann að teignum, finnur Brynjar Jónasar í lappir sem tíar boltann á Bjarna sem kemur hlaupandi í dauðafæri en Hjörtur tók sénsinn og skutlaði sér bara í hornið og varði!

Þetta hefði verið geggjað mark.
16. mín
Aftur tekur Kári svipaðan sprett og þegar hann skoraði, en núna renndi hann boltanum í gegn á Ásgeir sem tók skot í Svein Óla og í horn.

Magni kemur boltanum frá.
15. mín
Birkir Valur hleypur upp með boltann og Bjarni Gunn tekur frábært hlaup í gegnum vörnina, Birkir rennir boltanum í gegn á Bjarna sem lætur Hjört verja frá sér úr fínu færi, horn.

Ekkert kemur uppúr horninu.
12. mín
Liðin skiptast á að tapa boltanum hérna, innköst og misheppnaðar sendingar einkenna leikinn.

Það helsta sem ég sé kannski er að Gummi Júl er greinilega nýkominn frá Stebba Fade, áberandi best klippti leikmaðurinn á vellinum!
8. mín
Magnamenn með skemmtilegt spil við vítateig heimamanna sem endar með skoti Krissa Rós sem hefur viðkomu í varnarmanni og þaðan í höndina á öðrum varnarmanni og Magnamenn vilja víti, ég get verið sammála því en ekkert dæmt!
5. mín
Hafsteinn Briem og Kári með skemmtilegt samspil upp völlinn og Kári við það að komast í færi en Hjörtur í marki gestanna á tánum og kemur út og hirðir boltann.
2. mín MARK!
Kári Pétursson (HK)
Stoðsending: Birkir Valur Jónsson
ÞAÐ ER EKKERT ANNAÐ!

Birkir Valur sendir boltann upp á Kára á hægri kantinum, sem fær að rölta með boltann inn á miðjuna, að teignum og smellir honum svo bara með vinstri upp í samúel!

Þvílík byrjun hjá drengnum með HK.
1. mín
Magni er að spila 3-5-2 og HK byrjar í hinu klassíska 4-4-2!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað, Magni byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl.

HK spilar í sínum röndóttu rauðu og hvítu búningum, Magnamenn eru skærgulir og glæsilegir að mínu mati!
Skemmtileg kynning Magnamanna!


Fyrir leik
Fróðleiksmoli leiksins:

Það er uppalinn HK-ingur í leikmannahóp Magna, og ef hann kemur inná í dag mætir hann bróðir sínum, en Kristján Atli Marteinsson er á bekknum hjá Magna. Bróðir hans, Ásgeir Marteinsson byrjar inná hjá HK og er einn af lykilmönnum heimamanna.
Fyrir leik
Fyrsti maðurinn út hjá Magnamönnum er varamarkvörðurinn Steinþór Már, betur þekktur sem Stubbur!

Honum fylgir svo ellismellurinn og reynsluboltinn Peddi sem verður 36 ára í sumar.
Fyrir leik
HK-ingar eru mættir út að hita 40 mín fyrir leik, Palli Gísla þjálfari Magna labbar hér yfir völlinn með tvo boltapoka en enginn leikmaður Magna sjáanlegur enn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Kári Péturs fékk leikheimild með HK í dag og kemur beint inn í byrjunarliðið, hann er á láni frá Stjörnunni.

Dabbi Rú og Siggi Marinó byrja hjá Magna, Dabbi kom frá KA og Siggi frá Þór.

Fyrir leik
Bæði lið spiluðu sína síðustu leiki inni í Boganum.

HK tapaði 3-2 gegn Þór á Akureyri í Mjólkurbikarnum.

Magni tapaði 3-1 gegn Fjölni einnig í Mjólkurbikarnum.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur í sögu Magna í Inkasso deildinni og er þeim spáð 10. sæti af spekingum .net sem er jákvætt fyrir þá, væri flott fyrir Magna Grenivík að halda sæti sínu í deildinni.

HK er hinsvegar spáð 3. sæti af spekingum .net, þeir voru í toppbaráttu í fyrra og eru með lið til að vera þar aftur.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik HK og Magna.

Aðstæður eru með besta móti, logn og fínt hitastig enda spila HK-ingar sína heimaleiki inni í Kórnum.
Byrjunarlið:
Hjörtur Geir Heimisson
Baldvin Ólafsson
Bergvin Jóhannsson ('70)
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
7. Pétur Heiðar Kristjánsson ('90)
8. Arnar Geir Halldórsson
16. Davíð Rúnar Bjarnason
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('57)
20. Sigurður Marinó Kristjánsson
26. Brynjar Ingi Bjarnason
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
9. Gunnar Örvar Stefánsson
10. Lars Óli Jessen
18. Jakob Hafsteinsson ('90)
18. Ívar Sigurbjörnsson
19. Kristján Atli Marteinsson ('70)
21. Oddgeir Logi Gíslason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Andrés Vilhjálmsson
Victor Lucien Da Costa

Gul spjöld:
Sigurður Marinó Kristjánsson ('90)

Rauð spjöld: