Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Þróttur R.
2
0
Fjölnir
Gabriela Maria Mencotti '29 1-0
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir '71 2-0
10.05.2018  -  14:00
Eimskipsvöllurinn
1. deild kvenna
Maður leiksins: Gabriela Mencotti (Þróttur)
Byrjunarlið:
1. Kori Butterfield (m)
Una Margrét Árnadóttir
Sóley María Steinarsdóttir
4. Hildur Egilsdóttir
5. Gabriela Maria Mencotti (f)
6. Gabríela Jónsdóttir
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('89)
10. Guðfinna Kristín Björnsdóttir
11. Elísabet Eir Hjálmarsdóttir
22. Rakel Sunna Hjartardóttir ('72)
25. Hafrún Sigurðardóttir ('46)

Varamenn:
31. Lovísa Halldórsdóttir (m)
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic ('89)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('46)
20. Friðrika Arnardóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Eva Þóra Hartmannsdóttir
Hrafnkatla Líf Gunnarsdóttir
Þórkatla María Halldórsdóttir
Jamie Brassington
Dagný Gunnarsdóttir
Dagmar Pálsdóttir
Egill Atlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Þróttara staðreynd!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
93. mín Gult spjald: Bertha María Óladóttir (Fjölnir)
Bertha fer í svakalega tæklingu á miðjunni og uppsker sanngjarnt gult spjald.
90. mín
Fjölnir fær hér skyndisókn sem rennur út í sandinn.
89. mín
Inn:Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Jelena inn, Andrea út eftir flottan leik!
87. mín
Inn:Lilja Nótt Lárusdóttir (Fjölnir) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Fjölnir)
Framlagi Rúnu er lokið, Lilja Nótt inn.
86. mín
Rúna reynir erfitt skot af löngu færi, auðvelt fyrir Kori.
82. mín
Inn:Stella Þóra Jóhannesdóttir (Fjölnir) Út:Eva Karen Sigurdórsdóttir (Fjölnir)
Stella kemur inn fyrir Evu.
77. mín
Margrét í ruglinu í marki Fjölnis, kemur boltanum ekki vel frá sér og rétt í þessu var hún að kixa boltann, Hrafnhildur kemur henni til bjargar.
76. mín
Álfhildur með skot í hliðarnetið, Þróttur með öll völd á vellinum.
75. mín
Þórkatla með skemmtilega tilraun fyrir utan teig en boltinn ofan á þaknetið.
73. mín
Boltinn berst í gegn á Nadíu sem er í fínu færi en lætur Kori verja frá sér!

Þarna átti Fjölnir að minnka muninn.
72. mín
Inn:Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Út:Rakel Sunna Hjartardóttir (Þróttur R.)
72. mín
Inn:Ásta Sigrún Friðriksdóttir (Fjölnir) Út:Rakel Marín Jónsdóttir (Fjölnir)
71. mín MARK!
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Guðfinna Kristín Björnsdóttir
Guðfinna með geggjaðan kross á Álfhildi sem á enn betri skalla í fjærhornið!

Brekka fyrir Fjölni núna.
69. mín
Mencotti leggur boltann út á Áldhildi í dauðafæri en hún setur hann yfir!
68. mín Gult spjald: Axel Örn Sæmundsson (Fjölnir)
Markmannsþjálfari Fjölnis fékk spjald fyrir að segja eitthvað, skil ekki kvartið í honum því Fjölnir fékk aukaspyrnuna sem þeir vildu.
65. mín
Eva Karen með flotta sendingu upp í hornið á Nadíu, en Sóley hreinlega pakkaði henni saman... Lítið að frétta hjá Fjölni þessa stundina.
61. mín
Fjölnir skallar hornspyrnuna burt af línunni!
60. mín Gult spjald: Eva Karen Sigurdórsdóttir (Fjölnir)
Annað soft spjald á Fjölni, Eva Karen stígur aðeins inní leikmann Þróttar og fær aukaspyrnu.

Andrea með góðan bolta og mikill atgangur í teignum, endar í hornspyrnu.
59. mín
Inn:Hrafnhildur Árnadóttir (Fjölnir) Út:Elísabet Guðmundsdóttir (Fjölnir)
Fyrsti meistaraflokksleikur Hrafnhildar! 15 ára og bráðefnileg.
59. mín
Inn:Harpa Lind Guðnadóttir (Fjölnir) Út:Rósa Pálsdóttir (Fjölnir)
58. mín
Þróttur fékk dauðafæri eftir að Þróttur komst 3 gegn 2 varnarmönnum Fjölnis, boltinn barst á Rakel sem var alein inní teginum en skaut framhjá!
56. mín
Andrea með skalla framhjá eftir flotta fyrirgjöf.
54. mín
Enn og aftur toga Þróttarar í Fjölnisstelpur og samkvæmt bókum Gunnars Odds stórdómara virðist það bara ekkert vera spjald.

Hildur reif Nadíu niður.
53. mín
Elísabet með flottan sprett upp vinstra megin og tekur fyrirgjöf sem Rakel nær til á nærstönginni en setur hann framhjá.
50. mín Gult spjald: Kristjana Ýr Þráinsdóttir (Fjölnir)
Elísabet tekur flottan sprett upp vinstra megin og Kristjana fellir hana, gróft spjald finnst mér miðað við að sleppa tveim peysutogum í skyndisókn í fyrri hálfleik.
48. mín
Boltinn berst út á Evu Karen fyrir framan teig Þróttara, með boltann skoppandi reynir Eva Karen skot en það er lélegt og langt framhjá.
46. mín
Inn:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.) Út:Hafrún Sigurðardóttir (Þróttur R.)
46. mín
Leikur hafinn
Leikurinn kominn af stað aftur!

Þróttur gerði breytingu í hálfleik, Hafrún kom útaf og Álfhildur inná.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur, hálf bragðdauft eitthvað en opnaðist þó í smá stund.
45. mín
Þróttur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Fjölnis, Hildur reynir skot en Margrét ver.
44. mín
Vala sendir skemmtilega sendingu til hægri á Nadíu sem nær fínu skoti á markið en Kori ver.
42. mín
Guðfinna setur hornspyrnuna í hliðarnetið. Þróttur setti þéttan pakka í kringum Margréti markmann Fjölnis.
41. mín
Andrea tekur gott skot fyrir utan teig en Margrét ver í horn.
40. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu úti hægra megin, Kristjana tekur og Mist nær að flikka boltanum en engin hætta, innkast hinumegin sem Fjölnir á.
37. mín
Eftir að hafa byrjað þokkalega vel þá hefur Fjölnisliðið verið í balsi síðustu mínútur og Þróttur tekið völdin á vellinum.
31. mín
Andrea gerir fáránlega vel!

Sólar þrjár, sendir Guðfinnu í gegn sem ákveður að vera gjafmild og leggur boltann á Rakel sem þarf bara að stýra boltanum á markið en á ótrúlegan hátt kemst Mist fyrir og Fjölnir hreinsar.

Þessi leikur er heldur betur að opnast!
29. mín MARK!
Gabriela Maria Mencotti (Þróttur R.)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Þróttur sækir hratt í skyndisókn, Mencotti kemur boltanum upp í vinstra hornið á Andreu, þaðan kemur fyrirgjöf sem fer af Mist og yfir pakkann á fjær þar sem Mencotti var mætt og smellti honum með vinstri í hornið!
26. mín
Bertha María með skelfilega sendingu heim á Margréti sem lendir í kapphlaupi við Andreu, Margrét kemur boltanum frá en Þróttarar sækja og fá horn.

Uppúr horninu er Hildur í góðu skotfæri en Fjölnisstelpur bjarga á línu!
26. mín
Darraðadans eftir hornið og Mist nær ekki að skjóta en boltinn berst á Rósu sem er rangstæð.
25. mín
Rúna fær boltann í vinstra horninu og keyrir innfyrir Unu sem togar í hana og sleppur á ótrúlegan hátt við spjald...

Boltinn inná teig, berst út til hægri á Kristjönu sem tekur aðra fyrirgjöf og Fjölnir fær horn.
24. mín
Vala og Mencotti renna sér saman í tæklingu og það er dæmt á Mencotti, undarlegur dómur að mínu mati.
23. mín
Bertha María er búin að taka tvær hörku tæklingar hérna, þetta er grjótharður leikmaður sem kallar ekki allt ömmu sína!
18. mín
Una fær boltann upp í hægra hornið og tekur fyrirgjöf sem smellur í slánni og afturfyrir!
16. mín
Elísabet vinnur boltann á miðjunni fyrir Fjölni, sendir á Nadíu sem keyrir á Gabríelu sem brýtur á henni og fær aukaspyrnu hættulegum stað.

Kristjana tekur spyrnuna, auðvelt fyrir Kori í markinu.
15. mín
Margrét markmaður Fjölnis kastar boltanum beint á Guðfinnu sem nær ekki að taka við boltanum enda kom hann óvænt, þetta hefði getað verið dýrt!
11. mín
Þróttur fær aukaspyrnu við miðjulínu, Kori markmaður skokkar til að taka hana, kemur með flottan bolta inná teig en ekkert verður úr því.
6. mín
Mikill barningur fyrstu mínúturnar, miðjumoð og innköst!

Núna á Þróttari slaka sendingu til baka á vörnina sem Rúna kemst inní, keyrir framhjá varnarmanni en á slakt skot framhjá.
2. mín
Fjölnir sækir upp hægri kantinn og Rósa kemur með fyrirgjöf sem fer ofan á þaknetið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað, Fjölnir byrjar með boltann og sækir í átt að miðbænum.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og Þróttarar spila Black Skinhead þegar þær labba inn á völlinn, grjóthart!

Vallarþulurinn er vel peppaður og býður fólk velkomið í hjartað í Reykjavík.
Fyrir leik
Liðin undirbúa sig fyrir það að ganga út á völl, Inkassodeild kvenna er að fara af stað!
Fyrir leik
Það er búið að vera rigning í allan dag svo að teppið hérna í Laugardalnum er rennandi blautt og býður upp á gott flæði á boltann, fáum vonandi gott tempo og skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Sveinn Óli vallarstarfsmaður Þróttara spáir leiknum 3-1 fyrir Þrótti.

María Sól Jósepsdóttir, ung stelpa í 6. flokki hjá Fjölni segir 2-0 fyrir Fjölni.

Sjálfur spái ég leiknum 3-1 fyrir Fjölni.
Fyrir leik
Þróttur spilar 4-4-2 með tígulmiðju.

Kori
Una - Sóley - Gabríela Jóns - Elísabet
Hildur
Guðfinna - Hafrún
Andrea
Rakel - Gabriela Mencotti

Fjölnir stillir upp í 4-3-3.

Margrét
Kristjana - Bertha - MIst - Rakel
Elísabet - Vala
Rósa - Eva Karen - Rúna Sif
Nadía Atla
Fyrir leik
Smá last á umgjörð Þróttara en núna eru 20 min í leik og liðin búin að vera að hita upp í korter og fyrst núna heyrist lag og smá stemmari á vellinum.

Svona stór klúbbur á að gera betur að mínu mati.
Fyrir leik
35 mín í leik og Fjölnisstelpur labba hér út til upphitunar, varamenn Þróttara eru komnar út í einhvern halda á lofti leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar!

Athygli vekur að Íris Ósk, lykilmaður og fyrirliði Fjölnis er ekki með. Eva Karen byrjar leikinn hjá Fjölni.

Andrea byrjar hjá Þrótti en Jelena er á bekknum.
Fyrir leik
Liðunum er spáð svipuðu gengi, Fjölni er spáð 5. sæti og Þrótti spáð 6. sæti.

Samkvæmt spám .net er fólki bent á að fylgjast vel með Andreu Bjarnadóttur, Jelenu Kujundzic og Evu Karen Sigurdórsdóttur. Jelena er hrikalega öflugur og spennandi varnarmaður en Andrea og Eva Karen eru sóknarsinnaðari.
Fyrir leik
Þróttur endaði síðasta tímabil í 3. sæti og missti af sæti í Pepsi deild vegna markatölu.

Þróttur hefur misst marga leikmenn frá því í fyrra og þar á meðal sterka útlendinga en fengið stelpur inn í staðinn og eina erlenda.

Þær eru svolítið spurningamerki og verður gaman að sjá þær hér á eftir.
Fyrir leik
Fjölnir kom upp úr 2. deildinni síðasta sumar en er þokkalega mikið breytt frá því í fyrra, Palli Árna tók við liðinu af Gunna Má og hefur fengið nokkra leikmenn til liðsins.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Fjölnis á Eimskipsvellinum í Inkasso deild kvenna!
Byrjunarlið:
1. Margrét Ingþórsdóttir (m)
Rósa Pálsdóttir ('59)
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
Eva Karen Sigurdórsdóttir ('82)
4. Bertha María Óladóttir (f)
4. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
8. Elísabet Guðmundsdóttir ('59)
13. Vala Kristín Theódórsdóttir
16. Rakel Marín Jónsdóttir ('72)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir ('87)
22. Nadía Atladóttir

Varamenn:
1. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir ('72)
5. Hrafnhildur Árnadóttir ('59)
21. Aníta Björk Bóasdóttir
27. Stella Þóra Jóhannesdóttir ('82)
29. Lilja Nótt Lárusdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Páll Árnason (Þ)
Hlín Heiðarsdóttir
Íris Ósk Valmundsdóttir
Katerina Baumruk
Harpa Lind Guðnadóttir
Axel Örn Sæmundsson
Þórir Karlsson
Erna Björk Þorsteinsdóttir
Hrefna Lára Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Kristjana Ýr Þráinsdóttir ('50)
Eva Karen Sigurdórsdóttir ('60)
Axel Örn Sæmundsson ('68)
Bertha María Óladóttir ('93)

Rauð spjöld: