Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
69' 1
1
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
HK
1
1
Víkingur Ó.
Kári Pétursson '32 1-0
1-1 Gonzalo Zamorano '40
Bjarni Gunnarsson '68 , misnotað víti 1-1
12.05.2018  -  14:00
Kórinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Toppnæs logn enda inni og teppið flott.
Dómari: Bjarni Hrannar Héðinsson
Áhorfendur: 250
Maður leiksins: Ingiberg Ólafur Jónsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Hafsteinn Briem
Bjarni Gunnarsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson ('88)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
17. Kári Pétursson ('84)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
8. Ingimar Elí Hlynsson
17. Eiður Gauti Sæbjörnsson
18. Hákon Þór Sófusson ('88)
19. Arian Ari Morina ('84)
20. Árni Arnarson
24. Aron Elí Sævarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Viktor Bjarki Arnarsson

Gul spjöld:
Kári Pétursson ('54)
Hjörvar Hafliðason ('70)
Ásgeir Marteinsson ('79)
Arnar Freyr Ólafsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lýkur með jafntefli. Tek á mig sökina á því fyrir að Jinxa það með tölfræðinni fyrir leikinn.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Enn aukaspyrna nú fær HK eina á hægri vængnum í ágætri stöðu. Síðasti séns?
90. mín
Sasha reynir skotið en það er laust og Arnar handsamar knöttinn.
90. mín
Kwame sækir aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra meginn.
90. mín
HK á hér aukaspyrnu á vinstri vængnum í ágætri stöðu, Francisco missir af boltanum en ekkert verður úr því. Víkingar sækja.
90. mín
Víkingar fara sér hægt í sínum aðgerðum og virðast sáttir við stigið.
90. mín
HK á hér aukuspyrnu á miðlínunni.
89. mín
Harkan heldur áfram. Mikil barátta en minna um færi og fallegan fótbolta.
88. mín
Inn:Hákon Þór Sófusson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
84. mín
Inn:Arian Ari Morina (HK) Út:Kári Pétursson (HK)
84. mín Gult spjald: Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Fær gult fyrir að rjúka að leikmanni Víkings eftir brot út við hornfána. Heimskulegt spjald.
83. mín
Fáum við sigurmark í þennan leik? Lítið að fræetta nema barátta og harka eins og er.
80. mín
Inn:Sasha Litwin (Víkingur Ó.) Út:Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Argentínumaðurinn kemur hér inn fyrir markaskorara Víkinga.
79. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (HK)
Reyndi að stöðva skyndisókn. Bar ekki árangur en fær spjaldið þegar leikurinn er stopp
77. mín Gult spjald: Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
Faðmar hér Brynjar og uppsker gult spjald.
76. mín
Ásgeir gerir vel fyrir HK leikur með boltann á vallarhelmingi Víkinga og kemur boltanum á Brynjar en hann var fyrir innan.
74. mín
Töluverður hraði í leiknum þessa stundina og kannski meiri en þreyttir leikmenn ráða við á þessum tímapunkti. Dómarinn hér með varnartilburði og stöðvar skyndisókn Víkinga. Eða fær boltann í sig öllu heldur.
72. mín
Það er mikill hiti í leiknum og pirringur í leikmönnum og í stúkunni.
70. mín Gult spjald: Ejub Purisevic (Víkingur Ó.)
Raðspjöldun á bekkina fyrir einhver læti.
70. mín Gult spjald: Hjörvar Hafliðason (HK)
68. mín Misnotað víti!
Bjarni Gunnarsson (HK)
Vítaspyrnan alveg útvið stöng fer í innanverða stöngina og snýst svo afturfyrir. Francisco var svo ekki langt frá honum.
67. mín Gult spjald: Fran Marmolejo (Víkingur Ó.)
Gult fyrir mótmæli
67. mín
HK fær víti!

Er nú kannski frekar soft menn hlaupa saman í teignum í baráttu um sendingu.
Má alveg dæma á þetta en má líka sleppa því. Ég hefði liklega valið það seinna.
66. mín
Úr horninu verður ekkert. HK hreinsar og vinnur svo aukaspyrnu á eiginn vallarhelmingi.
65. mín
Víkingar sækja svo og vinna horn.
65. mín
Í næstu sókn á eftir á Ásgeir aðra fyrirgjöf öllu betri en Brynjar skallar framhjá.
64. mín
Lélegt!

Hk sækir hratt og kemst i fína stöðu á hægri vængnum en Birkir Valur á hrútlélega fyrirgjöf!
61. mín
Hk að auka pressuna og víkingar sitja aftar fyrir vikið
59. mín
Eigum í smá tækni vandamálum leysum úr því vonandi.
59. mín
Víkingar bjarga á linu! Skalli eftir horn
54. mín Gult spjald: Kári Pétursson (HK)
Groddaratækling
52. mín
Lítið um að vera hér í upphafi seinni hálfleiks annað en barrátta og það nóg af henni. töluverð harka
47. mín
Leikurinn er hér stopp. Aukaspyrna tekinn á miðju inn í teig og Francisco lendir í samstuði við eigin varnarmann og Hk-ing. Lá lengi en virðist vera í lagi.
46. mín
Þetta er farið af stað aftur. Víkingar hefja leik í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Um leið og boltinn fer svo afturfyrir flautar Bjarni til hálfleiks.
45. mín
Vá þvílík varsla!

Langt innkast hjá HK boltinn berst útfyrir teig á Ólaf Örn sem á firnafast skot sem Francisco ver glæsilega aftur á Ólaf sem reynir aftur en framhjá úr kjörstöðu. Þarna voru Víkingar stálheppnir!
45. mín
Víkingar eru vaknaðir.

Gott spil á vallarhelmingi HK boltinn berst á Ívar á vængnum sem á fyrirgjöf en aðeins of háa og boltinn svífur yfir alla í teignum.
44. mín
Hk í stórsókn. Koma boltanum í teiginn en ná ekki að gera sér mat úr álitlegri stöðu.
43. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
40. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Víkingar hafa jafnað! Pressa þeirra ber árangur. Kwame vinnur boltann á miðjum vallarhelmingi HK og dansar framhjá 3 HK mönnum kemur sér í skotstöðu og hamrar hann á markið. Arnar ver út í teiginn en þar er Gonzalo mættur og leggur boltann í tómt markið! Þetta er leikur.
38. mín
Ungu mennirnir að reyna hjá Vikingum. Ívar reynir með fínan bolta innfyrir sem Ingibergur skallar í átt að marki en skallinn er laus og hafnar í fanginu á Arnari
37. mín
Rólegt eftir markið. HK hefur dottið aðeins aftar á völlinn og leyft Víkingum að vera með boltann en lítið komið úr þeirra aðgerðum ennþá.
32. mín MARK!
Kári Pétursson (HK)
Stoðsending: Brynjar Jónasson
Eftir hornið brunar HK upp í sókn Ásgeir fær boltann á hægri vængnum og á frábæra fyrirgjöf sem Brynjar skallar fyrir Kára sem skallar boltann inn af markteig.

Verðskuldað satt að segja.
31. mín
Frábær varsla. Ásgeir Marteins sleppur inn í teiginn hægra meginn og á skot úr þröngri stöðu sem Francisco ver vel. Víkingar bruna í sókn og vinna horn.
28. mín
Beint af æfingasvæðinu. boltinn fastur með jörðinni Kwame stígur yfir hann og Ingibergur reynir skotið en í varnarmann og aftur fyrir. Hættulegt! Úr seinna horninu verður svo ekkert
28. mín
Víkingur á horn.
26. mín
HK hefur verið líklegra þessar fyrstu 26 mínútur án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Sóknarleikur Víkinga hefur á sama tíma verið frekar taktlaus en þeir virðast vera vinna sig hægt og bítandi inní leikinn.
25. mín
HK heimtar hér hendi og víti. Brynjar á skot sem ferðast svona 10 cm og virðist fara í handlegg Ibrahim sem heldur höndunum að líkamanum. Hefði verið mjög mjög hart
23. mín
Ibrahim nær skoti eftir hraða sókn en boltinn af varnarmanni og í horn.
22. mín
Newberry bjargar! Nacho með hörmulega tilraun til að kassa boltann til baka á Francisco í markinu. Ásgeir Martins gerir sig líklegan til að ná boltanum en Newberry kemst á milli.
20. mín
Duttum hér úr netsambandi í stutta stund en það er komið aftur og lítið markvert gerst á meðan En HK fær hér sem horn sem var afar dapurt og Víkingar komast á milli
12. mín
Það er bara töluverð harka í leiknum og Bjarni er með flautunna í yfirvinnu.
9. mín
Víkingar mikið að reyna sendingar yfir varnarlínu HK hér í byrjun en það hefur verið auðvelt viðureignar fyrir Guðmund og Ingiberg miðverði HK
8. mín
Það er töluverður barningur hér í byrjun og menn að fara af fullum krafti í allar tæklingar. Engin færi þó enn sem liðin eru að skapa.
6. mín
Langur bolti yfir á Bjarna sem er sloppinn inn fyrir vörn Víkinga. Var reyndar grunsamlega einn en nær ekki að koma boltanum fyrir sig og færið rennur út í sandinn.
5. mín
Töluvert klafs við teiginn eftir hornið en Víkingsmenn hreinsa.
4. mín
Mjög hátt tempó hér í byrjun. HK fær horn
3. mín
Ekki sammála þessu Brynar í framlínu HK vinnur boltann af Newberry inn í teig en er dæmdur brotlegur. Frekar soft.
1. mín
HK stillir upp í 4-2-3-1 en Víkingar í 4-3-3 fljótt á litið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. HK byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þetta eru alvöru menn sem koma að vestan. Mæta hér með fána sem þeir festa á stúkuna. Nett Meadow Lane stemming i Kórnum.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Meadow Lane heimavöllur Notts County sem spilar í dag í League two.
Fyrir leik
Styttist í þetta vallarþulurinn hefur upp raust sína og kynnir liðin til leiks undir dynjandi tónum Herra Hnetusmjörs.
Fyrir leik
Skemmtileg staðreynd um lagavalið hér fyrir leik en það er enginn annar en fyrirliði HK Leifur Andri Leifsson sem setur saman playlistann fyrir leik. Stórt hrós á drenginn fyrir það.
Fyrir leik
Það er íslenskt þema hjá vallarþul HK í dag. Síðasta Sumar með stórsveitinni Nylon hljómar hér í hljóðkerfinu undirrituðum til mikillar ánægju.
Fyrir leik
Bæði lið að ljúka sinni upphitun með reitabolta á mjög háu tempói, styttist í fjörið og bæði lið virðast vera klár í slaginn.
Fyrir leik
Áhorfendur eru að byrja að tínast á svæðið þótt enn sé nú fámennt í stúkunni. Nokkrir hressir Ólsarar sitja fyrir utan og sóla sig í góða veðrinu fyrir leik. Ungir HK drengir í fullum herklæðum halda svo uppi stuðinu í stúkunni of æfa spretti af miklum móð.
Fyrir leik
Eins og sagði fyrr í upphituninni er liðunum spá sætum 2-3 í deildinni og megum við því vonandi búast við hörkuleik, mörkum og flottum bolta.
Í það minnsta eru aðstæður allar til fyrirmyndar í Kórnum eins og venjulega.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl eða inn á völl reyndar og eru að hita upp af krafti.

Byrjunarliðin eru klár HK stillir upp óbreyttu liði frá sigrinum á Magna í fyrstu umferð.

Hjá Víkingum er ein breyting frá sigrinum á ÍR Ragnar Smári Guðmundsson dettur út og fyrrum Newcastle maðurinn Michael Newberry kemur inn í liðið. Argentínumaðurinn Sasha Uriel Litwin Romero sem kom til Víkinga í gær situr svo á bekknum.
Fyrir leik
Fyrirliðar og þjálfarar allra liða spáðu í spilin fyrir Fótbolta.net fyrir mót eins og venja er og eru liðunum spáð mjög svipuðu gengi í sumar.

Þeir spá HK 3.sæti deildarinnar en fyrir áhugasama má nálgast spá Fótbolta.net fyrir þá HÉR

Víkingum er svo spá 2.sæti og þar með sæti í Pepsi 2019 en spá þeirra má sjá HÉR
Fyrir leik
Liðin sem mætast hér í dag hafa mæst alls 21 sinni í mótum á vegum KSÍ samkvæmt tölfræði KSÍ og hefur HK farið með sigur af hólmi tólf sinnum en Víkingar átta, aðeins einum leik hefur svo lokið með jafntefli svo að jafntefli verða að teljast ólíkleg úrslit hér í dag.
Fyrir leik
Bæði lið unnu nokkuð þægilega sigra í fyrstu umferð mótsins.
HK fékk Magna í heimsókn hingað í Kórinn og vann nokkuð sannfærandi 3-0 sigur með mörkum frá Kára Péturssyni,Ingiberg Ólafi Jónssyni og austfirðingnum knáa Brynjari Jónassyni.

Víkingar fóru svo í heimsókn á Hertz völlinn þar sem þeir lögðu ÍR-inga 0-2 en um markaskorun þar sáu Ibrahim Sorie Barrie og Gonzalo Zamorano Leon.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik HK og Víkings Ó í annari umferð Inkasso deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
Kristinn Magnús Pétursson
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
7. Ívar Reynir Antonsson
10. Kwame Quee
10. Sorie Barrie
19. Gonzalo Zamorano ('80)
22. Vignir Snær Stefánsson
28. Ingibergur Kort Sigurðsson

Varamenn:
7. Sasha Litwin ('80)
15. Sumarliði Kristmundsson
17. Brynjar Vilhjálmsson
18. Leó Örn Þrastarson
20. Hilmar Björnsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
23. Sigurjón Kristinsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:
Vignir Snær Stefánsson ('43)
Fran Marmolejo ('67)
Ejub Purisevic ('70)
Emmanuel Eli Keke ('77)

Rauð spjöld: