Grindavíkurvöllur
þriðjudagur 15. maí 2018  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Sól og hæg sunnanátt. Fínn völlur
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Áhorfendur: 110
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Grindavík 0 - 3 Valur
0-1 Málfríður Erna Sigurðardóttir ('6)
0-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('14)
0-3 Elín Metta Jensen ('66, víti)
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
7. Elena Brynjarsdóttir
8. Guðný Eva Birgisdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('77)
25. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir ('70)
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('86)

Varamenn:
12. Dagbjört Ína Guðjónsdóttir (m)
10. Una Rós Unnarsdóttir ('77)
14. Ása Björg Einarsdóttir
15. Inga Rún Sigríðardóttir
19. Unnur Guðrún Þórarinsdóttir ('86)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('70)

Liðstjórn:
Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Nihad Hasecic
Sreten Karimanovic
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Katrín Lilja Ármannsdóttir

Gul spjöld:
Linda Eshun ('81)

Rauð spjöld:

@ Sverrir Örn Einarsson


90. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-3 sigri Valskvenna sem fara því í 6 stig en Grindavík situr enn stigalaust á botninum.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
Komið fram í uppbótartíma hér í Grindavík
Eyða Breyta
89. mín
Ásdís Karen komin í færi hægra meginn í teignum eftir sendingu frá Elínu en setur boltann í hliðarnetið.
Eyða Breyta
88. mín
Elín Metta að leika sér að eldinum. Fer aftan í Lindu án þess að eiga séns í boltann en Atli sér ekki ástæðu til þess að dæma svo hún sleppur.
Eyða Breyta
86. mín Unnur Guðrún Þórarinsdóttir (Grindavík) Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík)
Ray gerir sína síðustu skiptingu.
Eyða Breyta
85. mín
Elín Metta í dauðafæri ein gegn opnu marki en á ömurlegan skalla sem Viviane nær til baka eftir smá skógarhlaup.
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Linda Eshun (Grindavík)
Fer aftan í Crystal og fær gult fyrir það.
Eyða Breyta
79. mín Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Valur) Stefanía Ragnarsdóttir (Valur)
Síðasta skipting Vals
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Elín Metta Jensen (Valur)
Fyrsta spjaldið lítur dagsins ljós Elín Metta búin að brjóta svona átta sinnum af sér í leiknum og fær nú gult.
Eyða Breyta
77. mín
Valur fær horn, Hallbera tekur
Eyða Breyta
77. mín Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík) Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)

Eyða Breyta
76. mín
Leikurinn róast mjög eftur þriðja mark Vals og er eins og Grindavík hafi misst svolítið móðinn.
Eyða Breyta
74. mín Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Pétur gerir sína aðra breytingu.
Eyða Breyta
73. mín
Ásdís Karen reynir skot af 20 metrum en beint á Viviane sem grípur boltann.
Eyða Breyta
71. mín
Crystal reynir að hnoðast í gegn en má ekki við margnum og missir boltann aftur fyrir.
Eyða Breyta
70. mín Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík) Margrét Hulda Þorsteinsdóttir (Grindavík)
Fyrsta skipting Grindavíkur
Eyða Breyta
66. mín Mark - víti Elín Metta Jensen (Valur)
Úff Viviane óheppinn er í boltanum en hann lekur undir hana. Er þetta síðasti naglinn í kistu Grindavíkur?
Eyða Breyta
66. mín
Valur fær víti. Linda krækir klaufalega í Elínu þegar hún snýr í teignum og Atli dæmir víti. Réttur dómur.
Eyða Breyta
64. mín
Ætla að fá að hrósa leikmönnum Grindavíkur fyrir það hvernig þær eru að nálgast seinni hálfleikinn. Verið mikil barrátta í þeirra liði og þótt færin hafi látið á sér standa hefur leikurinn verið töluvert jafnari hér í seinni hálfleik en þeim fyrri.
Eyða Breyta
63. mín Ísabella Anna Húbertsdóttir (Valur) Teresa Noyola Bayardo (Valur)
Fyrsta skipting leiksins. Teresa átt fínan leik en víkur nú af velli fyrir Ísabellu
Eyða Breyta
59. mín
Einhver pirringur í Elínu Mettu eftir að Linda vinnur boltann af henni í teig Grindavíkur. Tekur pirringsbrot og bregst svo illa við flauti dómarans. Valur vinnur boltann aftur eftir aukaspyrnuna og Teresa fær frítt skot í teignum en yfir fer boltann.
Eyða Breyta
57. mín
Slök spyrna beint afturfyrir aftur.
Eyða Breyta
56. mín
Crystal hnoðast með boltann inn í teiginn missir hann of langt frá sér og Viviane nær til knattarins. Í næstu sókn vinnur Valur svo horn.
Eyða Breyta
55. mín
Stefanía með skotið fyrir Val eftir snarpa sókn en framhjá.
Eyða Breyta
53. mín
Þetta var illa gert hjá Val. Komast fjórar á eina en Hlín fer illa með frábæra stöðu og skýtur beint á Viviane sem lokar reyndar mjög vel.
Eyða Breyta
52. mín
Ekkert verður úr því Grindavík brunar upp og vinnur horn. þeirra fyrsta í leiknum en ekkert verður úr því
Eyða Breyta
52. mín
Elín Metta við að sleppa inn en Margrét Hulda bjargar í horn
Eyða Breyta
50. mín
Málfríður Anna með fyrirgjöf frá hægri en hún er döpur og endar í fangi Viviane
Eyða Breyta
47. mín
Hápressa frá Val hér í upphafi seinni hálfleiks líkt og í þeim fyrri og það skilar hornspyrnu þeirri níundu sem Valur vinnur. Grindavík skallar frá fyrir fætur Stefaníu sem á skotið en Viviana vandanum vaxinn og ver.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Farið af stað á ný. Valur hefur leik í seinni.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það var það síðast sem gerðist í þessum fyrri hálfleik. Atli flautar til hálfleiks.

Kaffi og með því og seinni hálfleikur að vörmu spori.
Eyða Breyta
45. mín
Rilany með boltann á hægri vængnum og á fínan bolta inn í teiginn en Sandra nær til boltans á undan Maríu Sól
Eyða Breyta
44. mín
Grindavík aðeins að hressast og héldu hér boltanum í dágóða stund en komast ekki í færi
Eyða Breyta
41. mín
Valur í sókn en spila illa úr hlutunum í stöðunni 4 á 3 kemur Hallbera boltanum á Hlín sem reynir að skalla hann á Elín Mettu en Viviane hirðir hann upp.
Eyða Breyta
39. mín
Hvað færi varðar er leikurinn afar rólegur eins og er en Valskonur eru enn með tögl og haldir á leiknum og sóknaraðgerðir Grindavíkur eru máttlitlar og auðveldar viðureignar fyrir vörn Vals.
Eyða Breyta
37. mín
Teresa í liði Vals er algjörlega að stjórna miðjunni og eiga gríðargóðan leik. Örugg á boltann og skilar honum vel frá sér.
Eyða Breyta
34. mín
Eftir samstuð á vængnum við miðlínu liggur Helga Guðrún í liði Grindavíkur óvíg eftir. Virðist hafa fengið högg á hnéð en rís á fætur eftir aðhlynningu og getur haldið áfram.
Eyða Breyta
32. mín
Grindavíkurkonur sækja eiga tvær góðar fyrirgjafir með stuttu millibili, Þá seinni á Elena á vinstri vængnum en engin samherji nær til boltans. Valur brunar upp og Hlín tekur lætur vaða á markið en Viviane ver vel í horn. Valskonur svo brotlegar í teignum og aukaspyrna dæmd.
Eyða Breyta
29. mín
Elín Metta að sleppa í gegn en Viviane vel á verði rýkur út úr markinu og nær boltanum
Eyða Breyta
28. mín
Lítið að gerast markvert í leiknum eins og er en Valur með fulla stjórn á leiknum og lítið í spilunum hjá heimakonum.
Eyða Breyta
25. mín
Aukaspyrna frá hægri væng sem Hallbera tekur. Spyrnan er góð en Viviane rís hæst í teignum og handsamar knöttinn.
Eyða Breyta
21. mín
Grindavíkurstúlkur komast fram og í ágætis stöðu við vítateig Vals en María Sól nær ekki valdi á boltanum og sóknin rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
20. mín
Grindavík kemst varla yfir miðju þessar mínúturnar og virðist tímaspursmál hvenær Valur bætir við. Vinna sitt sjötta horn en Grindavík hreinsar.
Eyða Breyta
18. mín
Hallbera tekur hornið stutt á Teresu sem labbar framhjá varnarmönnum Grindavíkur en er að lokum stöðvuð og annað horn sem Viviane grípur.
Eyða Breyta
17. mín
Valskonur eru með fullkomna stjórn á leiknum og ekkert annað í spilunum en að yfirburðir þeirra haldi áfram. Vinna horn.
Eyða Breyta
14. mín MARK! Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Frábært mark hjá Ásdísi. Fær boltann um 25 metra frá marki örlítið vinstra meginn og lætur bara vaða með fallegu finesse skoti sem fer alveg upp í markvinkilinn og í netið. Glæsilegt mark og brekkan brött fyrir heimakonur.
Eyða Breyta
12. mín
Grindavík kemst í skyndisókn 3 á 2 en spila ekki nógu vel úr þessu og vörn Vals kemst á milli.
Eyða Breyta
10. mín
Hlín í færi fyrir Val. Dansar með boltann í teignum hægra meginn og reynir skotið en Linda verður fyrir og boltinn í innkast.
Eyða Breyta
6. mín MARK! Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur), Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Hornspyna frá hægri, Hallbera tekur hana. Hún er ekkert sérstök en varnarvinna Grindavíkur var einfaldlega slæm og Málfríður skallar boltann inn úr markteignum vinstra meginn.
Eyða Breyta
3. mín
Hallbera reynir sendingu innfyrir á Elín Mettu en Linda Eshun kemst a milli og skýlir honum afturfyrir
Eyða Breyta
2. mín
Valskonur hefja leik á því að pressa mjög hátt á vellinum. Vinna annað horn en aftur kýlir Viviane frá.
Eyða Breyta
2. mín
Hættuleg spyrna sem Viviane kýlir frá.
Eyða Breyta
1. mín
Valur vinnur boltann strax kemur honum upp völlinn og vinnur horn.
Eyða Breyta
1. mín
Þetta er komið af stað. Grindavík hefur leik og sækir til sjávar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Styttist í þetta. Game of Thrones komið á fóninn og liðinn ganga til vallar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fréttir af félagaskiptamálum eru fyrirferðarmiklar í dag eins og búast má við á gluggadegi. Grindavík hefur beðið eftir leikheimild fyrir tvær bandarískar stúlkur sem koma frá Blackburn Rovers í Englandi en gengið hefur erfiðlega að fá pappírana kláraða á skrifstofum enska knattspyrnusambandsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rétt um hálftími í að Atli flauti til leiks og liðin hita upp af miklum móð úti á velli. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru eins góðar og þær gerast. Hægur vindur, sól og völlurinn bara nokkuð flottur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa mæst alls 14 sinnum í mótum á vegum KSÍ og hafa Valskonur haft sigur í 13 viðureignum en Grindavík í 1 en sá sigur leit dagsins ljós sumarið 2001 svo það verður að segjast að tölfræðin er ekki með Grindavík fyrir leikinn í dag.

Ekki lítur það betur út þegar markahlutfall liðanna er skoðað en þar hefur Valur betur 81 mark gegn 5
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valskonur mæta einnig særðar til leiks í dag en eftir stóran 8-0 sigur á liði Selfoss í fyrstu umferð var þeim kippt niður á jörðina af Stjörnustúlkum í 1-3 tapi á heimavelli í þeirri annari.

Valur mætir svo nýliðum HK/Víkings í næstu umferð
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grindvíkingar koma inn í þennan leik með tvö stór töp á bakinu.
Fyrst á heimavelli gegn Þór/KA 0-5 í fyrstu umferð og svo 4-0 tap á útivelli gegn Breiðablik, mæta svo liði Vals í dag og hafa því mætt liðum 1-3 í töflunni í fyrra í fyrstu þremur leikjum sínum. en .

Sagan endar reyndar ekki þar en í næstu umferð mæta þær Stjörnunni sem endaði mótið í fyrra í 4.sæti erfið byrjun á móti það.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heilir og sælir kæru lesendur og verið velkominn í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Vals í 3.umferð Pepsi deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir ('74)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Teresa Noyola Bayardo ('63)
21. Arianna Jeanette Romero
26. Stefanía Ragnarsdóttir ('79)

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('63)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('74)
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('79)

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Pétur Pétursson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Elín Metta Jensen ('78)

Rauð spjöld: