Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Breiðablik
0
0
Víkingur R.
23.05.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og 9 stiga hiti, Bongó!
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1364
Maður leiksins: Halldór Smári SIgurðsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx
9. Hrvoje Tokic ('61)
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('78)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson ('46)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Arnþór Ari Atlason ('46)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('61)
20. Kolbeinn Þórðarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('78)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('34)
Aron Bjarnason ('61)
Davíð Kristján Ólafsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust jafntefli, Blikar náðu ekki að henda inn winner!
97. mín
Inn:Aron Már Brynjarsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Logi tefur þetta á síðustu sek.
97. mín
VÁ. Síðasti séns Blika, Davið skallar hann í stöngina og út!
95. mín
Vá, dauðafæri! Sveinn Aron fær boltann inní markteig en skóflar honum uppí loftið, eftir það fer boltinn svo á Arnþór sem skýtur í varnarmann og í horn.
92. mín
Hendrickx í færi og á flott skot sem Larsen ver mjög vel, Blikar liggja á Víkingum hérna!
90. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma.
88. mín
Inn:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Gunnlaugur kemur inná, Víkingar þétta raðirnar.
86. mín
Gísli með frábæra takta og bombar honum í slánna og niður, boltinn var klárlega inni að mínu mati og allir í stúkunni Blikamegin brjálaðir yfir að fá ekki mark!
85. mín
Bjarni með sendingu í gegn á Hansen sem gefur hann aftur inn á Bjarna í dauðafæri en hann hittir boltann skelfilega og boltinn fer í innkast.
84. mín
Harður aðgangur inní teig Víkinga en boltinn endar í lúkunum á Larsen.
81. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
80. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Örvar kemur hérna inná fyrir Túfa.
80. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.)
Teikar Gísla í skyndisókn.
79. mín
Rikki T sendir út á Hansen sem skýtur fast en beint á Gulla í markinu.
78. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Arnór kemur hér inn fyrir Aron.
76. mín
Hendrickx með vinstri fótar skot í varnarmann og rétt framhjá markinu, menn héldu að þessi myndi leka inn en framhjá fór hann.
72. mín
Aron lætur vaða af 30 metrunum og er ekki fjarri því að skora, ekki galin tilraun!
70. mín
Gísli dansar með boltann fyrir utan, sýnir góða takta á móti Sölva sem virðist vera illt en hann klárar þennan leik held ég.
67. mín
Sölvi Geir er farinn að haltra hérna, Víkingar mega alls ekki við að missa hann útaf.
61. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) Út:Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Það sem Tokic var slakur í þessum leik, fær ekki byrjunarliðssæti á næstunni, hörmungar frammistaða.
61. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (Breiðablik)
Hangir í Alex og stoppar skyndisókn, tók á sig spjald fyrir liðið.
60. mín
Túfa tekur Davíð Kristján niður á vinstri kantinum, Gísli með góðan bolta sem dettur fyrir Ella sem tekur hælspyrnu tilbaka, skjóttu maður!
58. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Sparkar Gísla niður, klárt gult.
51. mín
Hendrickx með geggjaðan sprett og sendir á Aron í dauðafæri, hann mokar honum hins vegar yfir. Þarna á Aron að skora bara!
48. mín
Rétt framhjá! Sending upp í hornið sem Davíð missir innfyrir sig og Aron tekur Sölva á og sendir út á Arnþór sem skýtur honum rétt framhjá stönginni, ég sá þennann inni!
46. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Arnþór kom inná fyrir Willum í hálfleiknum.
46. mín
Leikur hafinn
Vikes byrja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Það gerðist svo lítið í lok hálfleiksins að ég steinsofnaði og gleymdi að flauta til hálfleiks hér í lýsingunni.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Leikurinn hefur svolítið fjarað út seinni hluta hálfleiksins, Blikar eru miklu meira með núna heldur en í byrjun leiks.
40. mín
Góð aukaspyrna frá Gísla inná teiginn en Tokic skallar hann framhjá.
34. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Sparkar Alex niður á miðjum vellinum og stoppar skyndisókn.
33. mín
Gott spil Blika núna og Willum í færi en Víkingar komast fyrir á síðustu stundu.
31. mín
Víkingar eru mun líklegri þennan fyrsta hálftíma, Alex Freyr er hér nálægt því að ná að skjóta á markið en Elfar kemst fyrir.
26. mín
Góður bolti inná teig Blika en skalli Willum er yfir markið.
23. mín
Sá ekki almennilega hvað gerðist núna en Víkingar fengu aukaspyrnu og tóku hana hratt meðan Blikar voru að mótmæla og Alex kom með fastan bolta fyrir en hann fór í markspyrnu. Blikar sofandi hingað til.
21. mín
Dauðafæri! Alex með geggjaða fyrirgjöf á Arnþór sem er aleinn og stangar hann í hornið en Gulli eins og köttur í markinu og ver stórkostlega í horn!
19. mín
Alex með hornspyrnu sem Hansen skallar í hornið en þar er Hendrickx og bjargar á línu!
15. mín
Hættuleg sending innfyrir hjá Blikum en Hendrickx nær ekki að kontrolla boltann og missir hann í markspyrnu.
11. mín
Mjög lítið að gerast í leiknum hingað til en í þessum töluðu orðum neglir Arnþór honum af 40 metra færi rétt framhjá!
5. mín
Víkingar fengu annað horn en það var slakt og Gulli greip boltann.
4. mín
Davíð með fyrirgjöf og Damir skallar í horn. Sjáum hvað kemur uppúr því.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja leikinn og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Gulli Gull fær hér viðurkenningu fyrir að spila 115 leiki í röð í efstu deild án þess að missa úr leik!
Fyrir leik
Kópavogsdjúsinn er slakur í dag, gef honum 3/10, ekkert bragð af honum. Hamborgarinn hins vegar góður og fær solid áttu í einkunn.
Fyrir leik
Blikar gera þrjár breytingar á liði sínu í dag, þeir setja Svein Aron og Arnþór Ara á bekkinn og Olíver Sigurjóns er meiddur. Tokic, Viktor Örn og Aron Bjarna koma inn í byrjunarliðið. Halldór Smári og Bjarni Páll koma inn fyrir Gunnlaug Fannar og Milos hjá Víkingum.
Fyrir leik
Umgjörðin í Pepsi-deildinni hefur verið mikið í umræðunni og mörg félög stigið vel upp í þeim efnum. Breiðablik er svo sannarlega í þeim flokki og hvet ég lesendur sem eru á leiðinni á völlinn að drífa sig!

Börrar á grillinu og einnig er í boði kjötsúpa. Kaldir drykkir í veitingatjaldi fullorðna fólksins og sparkvöllur fyrir unga fólkið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gunnar Jarl Jónsson spáir 1-0 sigri Blika:
Arnþór Ari kemur sér í góða stöðu í boxinu og tryggir þetta. Verður erfitt gegn vel skipulögðu liði Víkings.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Af blikar.is.
Breiðablik og Víkingur R. eiga 77 mótsleiki að baki í öllum keppnum inni og úti frá því að Breiðabliksmenn byrjuðu að sparka í bolta í Kópavoginum árið 1957, en það ár var fyrsti innbyrgðis keppnisleikur liðanna spilaður á gamla Melavellinum, sem þá var heimavöllur Víkingsliðsins, 17. júlí 1957.

Tölfræði úr leikjunum 1957
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er komið að leik Breiðabliks og Víkings í 5. umferð Pepsi-deildarinnar. Blikar eru á toppi deildarinnar með 10 stig, tvöfalt fleiri stig en Víkingar sem mæta til leiks eftir tap gegn Grindavík í síðustu umferð.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
Sölvi Ottesen
3. Jörgen Richardsen
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Rick Ten Voorde
12. Halldór Smári Sigurðsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('88)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Nikolaj Hansen ('97)
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic ('80)

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving
3. Logi Tómasson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('88)
18. Örvar Eggertsson ('80)
20. Aron Már Brynjarsson ('97)
77. Atli Hrafn Andrason

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Emil Karel Einarsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Hilmarsson ('58)
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('80)

Rauð spjöld: