Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Haukar
0
1
Víkingur Ó.
0-1 Ingibergur Kort Sigurðsson '76
25.05.2018  -  18:30
Ásvellir
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Vindur í allar áttir og léttur úði.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó)
Byrjunarlið:
1. Jökull Blængsson (m)
4. Ísak Atli Kristjánsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
10. Daði Snær Ingason
11. Arnar Aðalgeirsson
13. Aran Nganpanya
16. Birgir Magnús Birgisson ('71)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Davíð Ingvarsson ('54)
26. Álfgrímur Gunnar Guðmundsson ('45)

Varamenn:
5. Arnar Steinn Hansson ('71)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
8. Þórhallur Kári Knútsson ('45)
14. Birgir Þór Þorsteinsson
19. Baldvin Sturluson
21. Alexander Helgason ('54)
22. Alexander Freyr Sindrason

Liðsstjórn:
Kristján Ómar Björnsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Þórður Magnússon
Ríkarður Halldórsson
Sigurður Stefán Haraldsson
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:
Arnar Aðalgeirsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elías hefur flautað þennan leik af í veðurblíðunni á Ásvöllum eins og Vallarþulurinn kallar það.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
92. mín
pape við það að sleppa einn í gegn en Jökull í markinu gerir frábærlega og kemur út í markinu og vinnur þetta kapphlaup.
92. mín Gult spjald: Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Velkominn heim Pape
90. mín
Það eru 4 mínútur í uppbótartíma
88. mín Gult spjald: Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Haukar vilja víti og allir með tölu öskra á Elías sem að kallar Arnar til sín og spjaldar hann. Haukar fá horn
85. mín
Haukar að ráðast í loka atlögu hérna með þunga pressu á gestina og fá aukaspyrnu út á vinstri kantinum.

Spyrnan er tekinn fremur fljótt á fjær en er ekki nógu góð og Víkingar koma boltanum í burtu.
83. mín Gult spjald: Ejub Purisevic (Víkingur Ó.)
COMMON MAÐUR! Má maður ekki segja orð??? Heyrist í Ejub þegar að Elías spjaldar hann.

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en mér heyrðist Ejub kalla á Ella... "Ég hlustaði á Kiss FM" og það féll illa í Ella.
81. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó.)
Alexander verið flottur hér í dag.
80. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Lengsta skipting sem ég hef orðið vitni að eins og Ingibergur Kort rati ekki útaf. En Ívar sem allt reynir og engu gleymir er kominn inná. Föstudags 5-aurinn
78. mín
Hvernig svara Haukar þessu marki?? Það eru um það bil tíu mínútur eftir og Víkingar virðast hafa öll völd á vellinum þessa stundina.
76. mín MARK!
Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Loksins kom það! Ingibergur Kort setur boltann í mark Hauka eftir að boltinn fellur fyrir hann inn í teig og hann gat ekki annað en skorað. Víkingar alltaf verið líklegri til þess að skora í þessum leik og uppskera núna.
74. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó.)
Brýtur á Arnari Aðalgeirs og stoppar hraða sókn.
71. mín
Inn:Arnar Steinn Hansson (Haukar) Út:Birgir Magnús Birgisson (Haukar)
70. mín
Gonzalo tekur eina sunddýfu í tilefni veðursins en Elías lætur ekki blekkjast.
67. mín
Eli Keke í hörku skallafæri en skallinn hans fer framhjá markinu. Haukar þurfa að vakna aðeins í föstum leikatriðum.
66. mín
Ejub: Hvernig er þetta hægt ( Báðar hendur út ) af hverju fær hann ekki gult spjald?

Ejub ekki sáttur eftir að leikmaður hans er tekinn niður á hægri kantinum.
64. mín
Pape kominn einn í gegn en er dæmdur rangstæður. Vel dæmt hjá línuverðinum þarna.
62. mín
DAUÐAFÆRIIIIII!!! Kwame vinnur boltann af Alexander á miðjunni og Víkingar komast í þrír á tvo þar sem boltinn endar á Gonzalo en skotið hans fer hærra yfir en skot Sasha áðan.
60. mín
Sasha með eitt stykki eldflaugarskot hátt hátt hátt yfir mark Haukanna.
56. mín
Haukar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað með vindinn í bakið. Fyrirliðinn Gunnar Gnnars ætlar að taka hana.

Spyrnan er hinsvegar ekki nógu góð og fer yfir markið.
55. mín
Ekki mikið um færi á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks.
54. mín
Inn:Alexander Helgason (Haukar) Út:Davíð Ingvarsson (Haukar)
Davíð fer meiddur af velli.
50. mín
Davíð Ingvars liggur í grasinu eftir samskipti við Kwame. Víkingar hafa látið Davíð finna fyrir því í dag.
47. mín
Víkingar fá fyrstu hornspyrnu síðari hálfleiks.

Þeir taka spyrnuna stutt og koma með fyrirgjöf en þetta rennur út í sandinn.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað og reglum samkvæmt byrja Víkingur með boltann í síðari hálfleik.
45. mín
Inn:Þórhallur Kári Knútsson (Haukar) Út:Álfgrímur Gunnar Guðmundsson (Haukar)
Haukar gera breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Elías Ingi hefur flautað til hálfleiks á Ásvöllum þar sem Víkingar hafa verið talsvert líklegri til að skora en fyrri hálfleikur hefur einkennst af mikilli hörku og baráttu ásamt stökum rifrildum.

Maður fólksins Hafliði Breiðfjörð er mættur í fjölmiðlabásinn eftir að hafa setið úti við myndatökur.
45. mín
Það er allt að verða vitlaust hérna. Gonzalo virðist fara aðens með höndina framan í Davíð Ingvarsson og Kristjáni Ómari þjálfara Hauka er ekki skemmt.
45. mín
GONZALOOOOOO En neiii skotið hans með vinstri fer rétt framhjá markinu. Vindurinn hafði klárlega áhrif þarna.
42. mín
Ef að það eru starfsmenn í Leifstöð Leifs Eiríkssonar að lesa þessa textalýsingu þá átti Kwame skot yfir markið núna sem er líklegt til að enda á vellinum hjá ykkur á næstu sekúndum.
40. mín
Skyndisóknir Víkings eru stórhættulegar og þeir uppskera horn úr einni þeirra núna en lítil hætta skapast úr henni.

39. mín
Haukar taka aukaspyrnuna inn á teig þar sem þeir ná skallanum á markið en Fran með eina stórbrotna vörslu!
38. mín Gult spjald: Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Fyrsta gula spjaldið. EJUB ER BRJÁLAÐUR með stórum stöfum, en þessi tækling var alltof alltof sein og hann Emir er stálheppinn að meiða ekki Arna þarna.
36. mín
Alexander Helgi Sigurðarson..... Hvað varstu að gera þarna? Hann tekur massívt tilhlaup að boltanum og ætlar svoleiðis að þruma honum á markið úr aukaspyrnu en spyrnan hans fer í 90 gráður til vinstri og svona 6 metra upp í loftið. Arfaslök spyrna.
35. mín
Það er að færast gífurleg harka í þennan leik. Líða 2-3 mínutur á milli þess sem einstaklingar eru brjálaðir í sitthvoru liðinu og leikmaður liggur eftir.
32. mín
Víkingar brjálaðir eftir tæklingu varnarmann hauks hérna. Pape og Sasha sýnist mér fyrstir á vettvang og koma með smá stympingar en Elías róar menn bara niður. Fagmannlega gert hjá Ella
31. mín
Frábær vörn hjá Haukum. Víkingar eru að ógna af krafti síðustu mínutur og eiga núna fyrirgjöf sem að endar hjá Gonzalo en á síðustu stundu kemur varnarmaður Hauka og hendir sér fyrir skotið.
30. mín
Mikill harka núna 4-5 standandi tæklingar á milli liða á fullum krafti áður en Elías dæmir aukaspyrnu. Alvöru harka og barátta við kunnum að meta það.
27. mín
Ef að textalýsingu hættir snarlega þá er það líklegast af því að fjölmiðlaskúrinn heufr fokið burt. Ég á erfitt með að sjá útum glugga einnig vegna rigningarúða sem að skellur á undan með reglulegu millibili. Ég elska Ísland
24. mín
Kári vinur okkar allra síðastliðnu vikur hefur haft mikill áhrif á leikinn. Háir boltar og sendingar svoleiðis rjúka útaf vellinum þegar þær eru reyndar. Línuvörðurinn nær mér þarf að hafa sig allan við til að fjúka ekki yfir miðlínuna.
21. mín
Víkingar fá horn sem að Gonzalo tekur.

Spyrnan frá Gonzalo er slök en Víkingar halda boltanum og setja smá pressu á Haukanna áður en línuvörðurinn flaggar rangstöðu.
19. mín
Víkingar eru miklu líklegri þessa stundina. Kröftugur sprettur frá Kwame upp miðjuna áður en hann leggur boltann fyrir Pape sem að ætlaði svoleiðis að smyrja hann í hornið en skotið hans var himinhátt yfir markið.
18. mín
Víkingar fá hér aukaspyrnu á hættlegum stað hægra megin við teiginn. Alexander Helgi tekur spyrnuna fyrir markið en Haukar koma henni í burtu.
16. mín
Það er aðeins að rætast úr mætingu í stúkuna. Mikið hrós á þá einstaklinga
13. mín
Það færið sem að Víkingar fà hérna en skotið hans Sasha fer framhja markinu!
12. mín
Leikurinn fer af stað aftur og Fran virðist geta haldið leik fram
9. mín
Fran Marmolejo liggur hér eftir inn í teig eftir að hafa komið út i bolta og fallið illa í samstuði. Þetta lítur ekki vel út og Víkingsr hafa engan varamarkmann á bekknum

Haukar fengu gott færi útúr því en varnarmenn Víkings komast fyrir skotið.
7. mín
Víkingar eiga skot sem að Jökull í marki Hauka ver vel!

Víkingar fá horn sem að Gonzalo tekur stutt á Alexander en skot hans er slakt
6. mín
Vóóó! Þórður Jón með hörkuskot rétt framhjá markinu.
4. mín
DAUÐAFÆRIIIII!! Vikingar komast í dauðafæri þegar að Pape gerir vel og setur Gonzalo i gegn en skot hans fer i hliðarnetið!
2. mín
Víkingar fá fyrsta hálffærið í þessum leik þegar að ingibergur Kort kemst í gegn en á arfaslakt skot i hliðarnetið.
1. mín
Leikur hafinn
Haukar byrja með boltann
Fyrir leik
Vallarþulurinn rífur upp mækinn og notar sína yndisfögru rödd með styrk 11/10 mögulegum til að kynna liðinn. Leikmönnum virðist kalt en þeir verða fljótir að hlaupa það úr sér það styttist í þessa Inkasso VEISLU!
Fyrir leik
Ég var að enda við talningu áhorfenda í stúkunni og rosalegar tölur að berast kæri lesandi en það eru hvorki meira né minna en 10 manns mættir í stúkuna.

ENDURTALNING: 19 mættir þar af helmingurinn stuðningsmenn Víkings Ó.
Fyrir leik
Dómari leiksins er enginn annar en "ELLI FM" það er greinilega mikið að gera hjá honum þessa daganna en hann dæmdi einnig leik Breiðabliks og ÍBV kvenna í gærkvöldi.

Elli er fjölhæfur maður enda fyrrum markakóngur, útvarpskóngur og næstum því Herra Ísland. Núna hefur hann snúið sér að dómgæslunni og er ég ánægður með það!
Fyrir leik
Veðurspáin í kvöld: Mikill vindur í allar áttir og ringing á köflum. Mæli með góðri úlpu og góða skapinu í bland við húfu og vettlinga se mað Amma prjónaði!
Fyrir leik
Það vekur mikla athygli að Pape Mamadou Faye er bara mættur til landsins og beint í byrjunarliðið hjá Víkingi Ó í dag. Ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu Kórdrengina tilkynna hann sem leikmann sinn á lokadegi gluggans á Twitter. Kórdrengir hefðu orðið hax gott lið í 4 deild ef hann hefði bæst í þeirra sterka hóp
Fyrir leik
Liðin hafa byrjað mótið nákvæmlega eins eftir þrjár umferðir. Unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað einu. Þau deila því 5. - 6. sæti deildarinnar með fjögur stig. Ólsarar þó sætinu fyrir ofan því þeir hafa eitt mark í plús en Haukar standa á 0 í markatölunni.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Hauka og Víkingi Ólafsvík í Inkasso deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
5. Emmanuel Eli Keke
6. Pape Mamadou Faye
7. Sasha Litwin
10. Kwame Quee
11. Alexander Helgi Sigurðarson ('81)
13. Emir Dokara
19. Gonzalo Zamorano
22. Vignir Snær Stefánsson
28. Ingibergur Kort Sigurðsson ('80)

Varamenn:
3. Michael Newberry
4. Kristófer James Eggertsson
7. Ívar Reynir Antonsson ('80)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Pétur Steinar Jóhannsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic

Gul spjöld:
Emir Dokara ('38)
Alexander Helgi Sigurðarson ('74)
Ejub Purisevic ('83)
Pape Mamadou Faye ('92)

Rauð spjöld: