Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Víkingur R.
1
2
Fjölnir
0-1 Þórir Guðjónsson '7
0-2 Almarr Ormarsson '25
0-2 Þórir Guðjónsson '32 , misnotað víti
Alex Freyr Hilmarsson '86 1-2
27.05.2018  -  17:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Suðvestan gola, smá rigning og slæmur völlur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Almarr Ormarsson
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
Sölvi Ottesen ('38)
3. Jörgen Richardsen
7. Alex Freyr Hilmarsson
10. Rick Ten Voorde
12. Halldór Smári Sigurðsson ('53)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic ('64)

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving
3. Logi Tómasson
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('53)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('38)
18. Örvar Eggertsson ('64)
77. Atli Hrafn Andrason

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það var það síðasta sem gerðist í þessum leik og Vilhjálmur flautar leikinn af.
90. mín
Dauðafæri!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Bjarni Páll fær boltann einn á vítapunkti og nær skotinu sem sleikir þverslánna!
90. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Fjölnismenn virðast ætla að sigla þessu heim Örvar með en eina fyrirgjöf sem er skölluð í horn
90. mín
+1 Enn ógna Víkingar Örvar aftur út á vængnum með fyrirgjöf sem er aðeins of föst
90. mín
+4 er uppbótartíminn
89. mín
Víkingar eru að ógna en Þórður er að éta upp flesta þeirra krossa.
88. mín
Víkingar aftur í séns.Örvar kemst upp vænginn og á góða fyrirgjöf sem Þórður rétt nær til á undan Alex
86. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Eru Víkingar á lífi í þessum leik. Alex Freyr skallar knöttinn í netið eftir aukaspyrnu frá miðlínu eftir smá klafs í teignum
84. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Rick sem Hansen er í baráttu um en Þórður tekur boltann örugglega
83. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir) Út:Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Mjög góður dagur fyrir Almarr. Verið öflugur í liði Fjölnis með mark og fiskað víti.
82. mín
Enn er Birnir að reyna búa til fyrir Berisha en aftur er hann fyrir innan.
79. mín
Alex Freyr reynir skotið af 20 metrum en hittir boltann afar illa og hann fer vel framhjá
77. mín
Örvar gerir vel að ná fyrirgjöfinni eftir langan bolta frá Arnþóri en enginn Víkingur nálægt boltanum sem Þórður handsamar
74. mín
Fyrsta verk Hallvarðs er að rekja knöttinn upp allann völlinn nánast óáreittur ná skotinu sem Andreas ver. Hefði getað verið mögnuð innkoma
73. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Fyrsta breyting Fjölnis í dag. Þórir með mark og misnotað víti.
70. mín
Þórður heppinn líklega. Grípur sendingu fram á Hansen en var ansi tæpur að vera inní teignum
67. mín
Víkingar reyna hér af veikum mætti að sækja. Hansen tekur boltann vel niður við teiginn með mann í bakinu og reynir að koma boltanum út á hægri vænginn en sendinginn of föst og fer aftur fyrir
64. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Tufa kemur út af eftir annan mjög dapran leik
63. mín
Birnir klpbbar hér Davíð Atla og þræðir boltann á Berisha sem kemur honum í netið en var fyrir innan.
61. mín
Rick með sendingu inn á Tufa sem nær til boltans vinstra meginn í teignum en skóflar honum yfir með Bergsvein í sér
59. mín
Birnir Snær að fiska. Tufa mætir honum og Birnir fellur með tilþrifum. Vilhjálmur dæmir þó á Tufa
56. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.)
Fer hér mjög groddaralega aftan í Birni Snæ sem er að reyna að snúa. Uppsker gult spjald en Fjölnismenn í stúkunni vilja sjá rautt. Líklega rétt að gefa bara gult þó
53. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Halldór Smári verið haltrandi hér í seinni hálfleik og fer nú af velli. Ekki góðar fréttir fyrir Víkinga að báðir miðverðir þeirra séu úr leik. Gunnlaugur H kemur inn á miðjuna og Arnþór dettur niður í miðvörð við þessa breytingu.
51. mín
Þórir brýtur á Andreas í marki Víkinga og Andreas liggur eftir á vellinum. Virtist fara með takanna í kviðinn á honum. Ekkert fólskubrot
51. mín
Birnir aðgangsharður eftir fyrirgjöf frá Bersiha en Arnþór bjargar í horn
50. mín
Þórir pressar og sækir horn fyrir Fjölni
48. mín
Góð spyrna inní en skallinn frá Gunnlaugi fer yfir
47. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Tudda brot í góðri stöðu um 25 metra frá marki.
47. mín
Hvað eru varnarmenn Víkinga að gera? Bakka undan Birni sem kemst nánast inn að markteig áður en hann er stöðvaður. Lélegur varnarleikur og stálheppnir að vera ekki refsað
46. mín
Þetta er farið af stað á ný Fjölnismenn hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Ömurlegt horn og Vilhjálmur flautar til hálfleiks
45. mín
Berisha vinnur hér horn fyrir Fjölni
44. mín
Það verður að segjast eins og er að Víkingar hafa verið arfaslakir hér í fyrri hálfleik og þurfa að breyta ansi mörgu ef ekki á illa að fara hjá þeim hér í dag.
40. mín
Birnir Snær er að leika sér að varnarmönnum Víkings trekk í trekk og ráða þeir ekkert við hann. Kemur sér hér inn í teiginn vinstra meginn og á fyrirgjöf/skot sem Andreas á í vandræðum með en handsamar að lokum
38. mín
Inn:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Sölvi hlýtur að hafa verið tæpur fyrir þennan leik því hann hefur ekki átt góðar mínútur þann tíma sem hann hefur spilað. Gunnlaugur kemur inn í hans stað.
33. mín
Birnir með hörkuskot sem Andreas gerir vel að verja í horn.
32. mín Misnotað víti!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Andreas ver frá Þóri!

Spyrnan er ágætt með jörðinni í vinstra hornið en aðeins of laus og Andreas mætir og ver hana.
32. mín
Víti Fjölnir fær víti!

Enn gleyma miðjumenn Víkinga sér og Almarr fær að hlaupa óáreittur í teiginn þar sem Andreas tekur hann niður.
30. mín
Rick reynir skot en langt framhjá. Sóknarleikur Víkinga er afar dapur þessar mínútur
29. mín
Miðja Víkinga er að virka mjög illa í leiknum. Fellur alltof djúpt og er gríðarlega auðvelt fyrir Fjölnismenn að finna svæði á miðjum vellinum
27. mín
Davíð Örn með skot af 25 metrum sem er auðvelt viðureignar fyrir Þórð. Víkingar virka slegnir
25. mín MARK!
Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Þarna klikkar vörn Víkings illa. Sölvi rýkur út úr stöðu og reynir að vinna boltann. Almarr heldur boltanum og rekur hann óáreittur inn í teiginn og klárar vel yfir Andreas í markinu.
22. mín
Ekkert verður úr henni en Víkingar halda pressunni og eru líklegir til að jafna
21. mín
Enn fá Víkingar aukaspyrnu í góðri stöðu
20. mín
Birnir reynir fyrirgjöf frá vinstri en það er betra að hafa samherja í boxinu þegar slikt er reynt
18. mín
Víkingar eru stórhættulegir í föstum leikatriðum og eru bara klaufar að nýta það ekki
16. mín
Alex með spyrnuna sem Þórður missir af en Rick Ten hittir ekki boltann
15. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
Heimskuleg tækling á Davíð Örn sem er ekki að fara neitt en Mario tekur hann niður við vítateiginn og hættulegt tækifæri
13. mín
Guðmundur Karl stöðvar hér Alex í skyndisókn en sleppur við spjaldið. eftir aukaspyrnuna berst boltinn á hægri vænginn og nær Tufa fyrirgjöf sem Hansen nær til en Fjölnismenn bjarga.
11. mín
Langt innkast frá Davíð Erni berst inná teiginn en ekkert verður úr
10. mín
Víkingar virðast aðeins vera að vakna og eru að sækja
9. mín
Fjölnismenn skalla frá en beint á Bjarna Pál sem reynir skotið af 20 metrum með Þórð af línunni en hátt yfir.
8. mín
Eftir klafs koma Fjölnismenn boltanum frá en víkingar fá annað horn
8. mín
Víkingur fær horn
7. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
Birnir Snær fær að hlaupa með boltann frá vinstri væng alveg yfir á þann hægri og á skot í varnarmann sem berst inní teiginn þar sem Þórir lúrir og setur boltann í netið.
6. mín
Álitleg sókn Víkinga stöðvuð. Tufa rangstæður
5. mín
Mikil pressa Fjölnis hér í upphafi en hafa ekki skapað sér færi ennþá.
3. mín
Fjölnismenn byrja á háu tempói og virðast ætla að taka völdinn á vellinum hér í upphafi
1. mín
Bjarni Páll brýtur á Birni og Fjölnir fær aukaspyrnu sem Víkingar skalla frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Víkingar hefja leik og leika frá félagsheimilinu.
Fyrir leik
Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar komnar í gang í hljóðkerfinu. Það þýðir bara eitt hér á Heimavelli hamingjunar. Liðin ganga til vallar og þetta er að hefjast.
Fyrir leik
Liðin eru hér að ljúka upphitun og halda til búningsherbergja til skrafs og ráðagerða fyrir leik. Rétt um 10 mín í kick off svo það styttist.
Fyrir leik
Vallarþulur þeirra Víkinga slær á létta strengi með ástand vallarins og segir Víkinga fagna fjölbreytileikanum og því sé völlurinn ekki aðeins grænn heldur bara allskonar á litinn.

Vantar ekki húmorinn á Heimavelli hamingjunar
Fyrir leik
Ekki úr vegi að kynna ágæta dómara leiksins en þar er við stjórn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bjarki Óskarsson 4.dómari er svo Gunnþór Steinar Jónsson.
Fyrir leik
Ég hef ákveðið að henda mér á hamborgara hér í Víkinni og verð að vera ánægður með hann. Solid 8 með snakki ofaná í alvöru Brioche brauði. Hvet fólk til að mæta á völlinn og smakka.

Peppi er líka mættur á svæðið og heldur uppi stuðinu undir tónum Whitney Houston.
Fyrir leik
Eins og landsmenn og höfuðborgarbúar vita þá hefur rignt töluvert síðustu daga og er völlurinn vel blautur og háll eftir það. Það er þá vonandi að við fáum skemmtilegan leik á einhvern mælikvarða vegna þess.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús og geta áhugasamir séð þau hér til hliðar.

Lítið annað hægt að segja um þau en að þau eru óbreytt frá leikjum liðanna í 5.umferð
Fyrir leik
Í leikjum liðanna í fyrra náðu liðin í heimasigur hvort fyrir sig. Víkingar unnu 2-1 í Víkinni en Fjölnismenn svöruðu fyrir sig á Extravellinum og höfðu þar 3-1 sigur.

Annars hafa liðin mæst alls 28 sinnum frá aldamótum og hafa Víkingar haft sigur í 13 leikjum, Fjölnismenn í 12 og 3 leikir hafa endað með jafntefli.

Markatalan er svo 58-53 Víkingum í hag.
Fyrir leik
Hjá Fjölnismönnum snýst vandamálið svo við. Þeir hafa verið nokkuð öflugir fyrir framan mark andstæðingana í upphafi móts og sett 8 mörk en aðeins Stjarnan og Breiðablik hafa skorað meira. En þeir hafa ekki verið jafn öflugir til baka og þurft að hirða boltann 8 sinnum úr eigin neti sem viti menn gerir markahlutfallið einnig 0
Fyrir leik
Hjá Víkingum hefur sóknarleikurinn verið hausverkur í byrjun móts. Að loknum 5 umferðum er markauppskeran heldur léleg eða 4 mörk í 5 leikjum. Á hinn bóginn hafa Víkingar verið afar sterki varnarlega og hafa fengið á sig 4 mörk og eru því með markahlutfall í 0 eins og glöggir lesendur átta sig líklega á.
Fyrir leik
Liðin eru eins jöfn í deildinni og hugsast getur en bæði lið eru með sex stig eftir einn sigur, þrjú jafntefli og eitt tap hvort svo við eigum líklega von á hörkuleik hér í dag
Fyrir leik
Albert býst við jafntefli:


Það er enginn annar en Albert Guðmundsson landsliðsmaður sem er spámaður Fótbolta.net fyrir þessa 6 umferð en hann var ekki að flækja hlutina og spáir þessum leik 1-1 með eftirfarandi orðum

Þetta verður líka jafntefli.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið velkominn í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Víkings og Fjölnis í 6.umferð Pepsi deildar karla.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Þórir Guðjónsson ('73)
11. Almarr Ormarsson ('83)
20. Valmir Berisha
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('73)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
26. Ísak Óli Helgason
31. Jóhann Árni Gunnarsson ('83)

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Mario Tadejevic ('15)
Hans Viktor Guðmundsson ('47)

Rauð spjöld: