KR
0
2
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '20
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '84
29.05.2018  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Dágóður vindur og léttur úði
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 81
Maður leiksins: Agla María Albertsdottir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('86)
Mia Gunter ('42)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Shea Connors
10. Betsy Hassett
11. Gréta Stefánsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('70)
21. Tijana Krstic

Varamenn:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
8. Katrín Ómarsdóttir
15. Valgerður Helga Ísaksdóttir
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir ('42)
18. Hekla Kristín Birgisdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('86)
25. Freyja Viðarsdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Ingunn Haraldsdóttir ('18)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í Frostaskjóli þar sem að Breiðablik fer með góðan 2-0 sigur af hólmi.

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
90. mín
Bíddu er þetta ekki vítaspyrna Bríet Bragadóttir??? NEI segir hún og dæmir aukaspyrnu fyrir utan teig þegar brotið er á Áslaugu. Héðan úr blaðamannastúkunni virtist þetta vera inn í teig en erfitt að sjá.

Agla tekur aukaspyrnuna og hamrar á markið en Hrafnhildur slær hann frá. Mér finnst Hrafnhildur hafa átt flottan leik í marki KR í dag.
89. mín
KR fær hornspyrnu sem að Tijana Krstic tekur. Það skapast smá darraðardans í teignum hjá Blikum áður en KR-ingar eru dæmdar rangstæður.
87. mín
KR að gera sig líklegar. Lilja Dögg sendir boltann á Sheu Connors sem að reynir fyrirgjöf en Blikar ná að hreinsa.
86. mín
Inn:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR) Út:Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR)
85. mín
Inn:Guðrún Gyða Haralz (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Markið það seinasta sem að Berglind gerði í dag.
84. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Heiðdís Lillýardóttir
Þarna kom það! Blikar skora eftir hornspyrnuna sem að Agla tekur. Boltinn lendir hjá Heiðdísi sem að tekur hann niður og neglir í átt að markinu og Berglind stýrir boltanum í netið! 2-0 Blikar
83. mín
Breiðablik fær horn eftir að Ingunn Haralds tæklar boltann útaf í baráttu við Áslaugu.
82. mín
Ég verð að gefa KR stelpum mikið hrós þær hafa varist virkilega vel í dag.
80. mín
Stórhætta við mark KR!! Selma Sól kemur með geggjaðan bolta á milli markmanns og varnarmanna en enginn Bliki gerir atlögu á boltann. Þarna vil ég sjá þær éta hann!
80. mín
Jæja 10 mínútur eftir plús uppbótartími fáum við mark á loka mínútum leiksins?
75. mín
Agla María við það að komast í gott færi en missir aðeins jafnvægið fyrir skotið sem að fer af varnarmanni og í fangið á Hrafnhildi.
73. mín
BANGGGG boltinn smellur í þverslánni eftir skot frá Öglu Maríu. Hún fær boltann út á vinstri vængnum eftir flotta sendingu frá Bergindi keyrir á varnarmann KR og tekur bylmingsskot í þverslánna!
71. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Karólína átt virkilega flottan leik hérna. Vallarþulurinn kallaði hana Karólínu Pele rétt áðan eftir flott tilþrif
70. mín
Inn:Freyja Viðarsdóttir (KR) Út:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (KR)
69. mín
Það er lófatak í stúkunni eftir mjög gott skot frá Alexöndru af löngu færi en skot hennar fer yfir markið.
67. mín
Þá kemur fyrsta skot held ég bara KR á ramman í leiknum ef ekki fyrsta skotið bara í átt að marki og það á Betsy Hasset af 35 metrunum beint á Sonný í markinu.
66. mín
Lífleg umræða í blaðamannastúkunni sem snýst um hvort að Breaking Bad séu góðir eða slæmir þættir. Einn segir þetta sé topp 5 veit ekki alveg með það en lokaniðurstöður eru góðir: 2 og slæmir: 3
65. mín
Agla María reynir hér skot í varnarmann fremur dauft yfir þessu núna.
59. mín
Boltinn fer í hendina á varnarmanni KR inn í teig en það virðist enginn kipa sér mikið upp við það og Bríet dæmir ekki neitt.
56. mín
Góð sókn hjá Breiðablik. Agla María er við það að sleppa í gegn en gleymir aðeins boltanum hún tekur hann til hliðar framhjá varnarmönnum KR og setur hann út á Karólínu. Karolína tekur varnarmann KR á sem að liggur eftir áður en hún rennir boltanum út í teiginn en KR stelpur ná að bjarga.
52. mín
KR fær aukaspyrnu á hægri væng Breiðabliks sem að Hugrún Lilja tekur. Boltinn fellur fyrir framan Lilju í teignum en skot hennar fer í varnarmann.
51. mín
Þessi seinni hálfleikur fer fremur rólega af stað.
48. mín
Blikar við það að sleppa í gegn en Hrafnhildur er fljót út úr markinu og kemst í boltann á undan Berglindi.
46. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað byrja Blikar með boltann. Ég trúi ekki öðru en að við fáum fleiri mörk í þennan leik.
45. mín
Hálfleikur
Bríet hefur flautað til hálfleiks. Það er í raun ótrúlegt að staðan skuli bara vera 1-0 fyrir Breiðablik en þær hafa átt fjöldann allan af góðum færum en KR vörnin er ða spila vel og Hreffie er búinn að vera frábær í markinu.

Ég ætla dilla mér við ljúfa tóna vallarþulsins og jafnvel kasta mér í eina Slice af Dommara.
44. mín
Deja Vu! Núna á Selma Sól geggjaða sendingu inn fyrir á Berglindi en Hrafnhildur kemur vel út ur markinu og nær að verja frá Berglindi.

Sókn Blika er ekki búinn það kemur fyrirsending á Öglu Maríu sem að nær skotinu en ég sver það svona 6 KR-ingar fórnuðu sér fyrir skotið!
42. mín
Inn:Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR) Út:Mia Gunter (KR)
Gunter virðist vera meidd og inná kemur elsti leikmaður Pepsi í ár en samt með þeim yngri þegar litið er á form og hressleika!
41. mín
HREFFIEEE Með Geðsjúka markvörslu!! Berglind sýnir mikinn styrk og heldur tveimur varnamönnum frá sér áður en hún kemur boltanum á Karólínu sem er í dauðafæri og á mjög gott skot en Hrafnhildur með eins og ég segi geðsjúka markvörslu!
39. mín
Blikar hafa heldur betur aukið pressuna síðustu mínúturnar. Alexandra er að eiga flottan leik á miðjunni leggur boltann á Andreu sem að setur hann beint í lappirnar á Berglindi sem að kemur sér í skotið en það fer framhjá. Kæmi mér ekki á óvart ef að Berglind skorar hér í dag hún er búin að fá færinn til þess.
37. mín
Agla María er allt í öllu þessar mínúturnar og vinnur hér aðra hornspyrnu fyrir Breiðablik. Agla tekur sjálf spyrnuna beint á kollinn á Karólínu en hún nær ekki nógu góðum skalla og KR hreinsar frá.
35. mín
Breiðablik fær hornspyrnu sem að Agla og Selma taka stutt en spyrnan er illa tekinn og KR vörnin nær að loka á þetta áður en þær koma boltanum fyrir.
34. mín
usss Jóhanna Sigþórs með eina iðnaðar tæklingu á Öglu Maríu út á vinstri kantinum og Bríet getur ekki annað en dæmt aukaspyrnu.
32. mín
Blikar eru að auka pressuna. Agla María setur í 7 gír og keyrir á milli tveggja varnarmanna áður en hún tekur skotið á fjær en Hrafnhildur ver vel í markinu!
31. mín
BERGLIND BJÖRG þú verður að gera betur þarna. Alexandra með geggjaða snuddu sendingu í gegnum vörnina á Berglindi sem að skorar úr 9 af hverjum 10 svona færum!!
28. mín
Þvílík tilþrif! Karólína tekur boltann með hælnum yfir sig beint á Berglindi Björg sem að á skot en það fer framhjá markinu. Berglind gat gert betur þarna en Karólína sýndi Gylfa frænda sínum þarna hvernig á að gera þetta.
27. mín
Mikill darraðardans í teig KR boltinn fer fram og til baka áður en hann dettur út á kant til Karólínu. Hún á flottan bolta inn á teig en KR vörninn hreinsar frá
23. mín
Allt í einu kemur bara mark í þennan leik sem hefur verið fremur bragðdaufur hingað til. Hvernig bregðast KR stelpur við þessu þær þurfa að færa sig framar á völlinn núna núna gæti leikurinn opnast aðeins.
20. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Frábært mark hjá Öglu! Það kemur langur bolti inná teiginn Alexexandra kassar boltann niður með bakið í markið og leggur boltann út á Öglu sem að klárar frábærlega í hægra hornið uppi óverjandi fyrir Hrafnhildi í markinu! 1-0 Breiðablik
18. mín Gult spjald: Ingunn Haraldsdóttir (KR)
Braut á Berglindi sem var að sleppa í gegn
17. mín
KR allt í einu í ágætis skotfæri. Betsy Hasset á skot fyrir utan teig sem að Heiðdís kemst fyrir. Boltinn skoppar fyrir Shea Connors en hæun er alltof alltof lengi að athafna sig og Blikar ná boltanum.
16. mín
Hálffæri hjá Blikum.... Ásta Eir tekur sterkan sprett upp hægri vænginn og á fínan bolta fyrir á Karólínu en varnarmenn KR ná að komast fyrir hana aður en hún stillir miðið og skot hennar fer i varnarmann og i hana og utaf.
13. mín
Þetta eru ekki bestu 13 mínútur af fótbolta sem ég hef séð. Vonandi eykst tempóið og gæði aðeins þegar líður á leikinn.
10. mín
Agla svona hvað atkvæðamest fyrstu mínúturnar, Fær hér góða sendingu úr vörninni og skellir í eitt stykki langskot en boltinn fer framhjæa markinu. Hrafnhildur var með þetta allt á hreinu.
8. mín
KR eru að spila 4-5-1 með Shea Connors eina upp á topp á meðan Blikar eru að spila 4-3-3 með þær Öglu, Berglindi og Karólínu sem fremstu þrjár.
6. mín
Agla í færi! Frábær bolti fyrir markið frá Andreu Rán og Agla María er ein á auðum sjó en hún nær ekki að skalla boltann. Vantaði aðeins upp á hjá henni þarna.
6. mín
KR fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming gestanna. Spyrnan er hinsvegar slök og endar beint í fanginu hjá Sonný í markinu.
3. mín
Fyrsta sókninn endar með fyrirghöf frá Karólínu en sendinginn hennar er slök og fer aftur fyrir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru KR-ingar sem að byrja með boltann og sækja í átt að KR húsinu.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til leiks. Mikil vonbrigði að sjá hvergi stuðningsmenn KR Nr 1. Bóas eða Friðgeir Bergsteinsson í stúkunni en Stuðningsmaður Blika Nr 2. á eftir Gillzaranum og forsprakki Kópacabana Hilmar Jökull er mættur í grænu Blika treyjunni sinni.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og halda til búningsklefa. Það eru nokkrar hræður mættar í stúkuna en mætinginn mætti vera mun betri. Er ánægður að sjá reynsluna hjá eldra liðinu en margir hverjir eru með teppi til að halda á sér hlýju.
Fyrir leik
Alt mulig konan Katrín Ómars var að mæta og tengja græjurnar þar sem að vallarþulurinn átti í erfiðleikum með það. Það tók Katrínu um það bil 3,7 sekúndur að skrúfa bara upp í gainernum og þá datt tónlistinn inn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Twitter sensation-ið Hrafnhilur Agnarsdóttir heldur sæti sínu í byrjunarliðinu hjá KR eftir frábæra frammistöðu fyrir norðan á móti Þór/Ka í síðustu umferð. Lilja Dögg Valþórs sest á bekkinn og inn kemur Gréta Stefánsdóttir. Sú breyting kemur mér aðeins á óvart þar sem Lilja átti fanta góða leiki gegn ÍBV og Þór/KA þar sem hún var frakki á Cloe Lacasse og Söndru Mayor.

Blikar gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta leiken Fjolla Shala sest á tréverkið og inn kemur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Ég giska að Selma detti niður á miðjuna og Karólína út á hægri vænginn.
Fyrir leik
Ég er mættur í Frostskjólið og völlurinn lítur ágætlega út en hann hefur verið betri. Veðrið í dag er með fínasta móti það er dágóður vindur og úði inn á milli. Ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef ég fæ ekki eins og 3 mörk að minnsta kosti í þennan leik og jafnvel eins og 2-3 skrautlegar tæklingar.
Fyrir leik
Liðin hafa átt fremur ólíku gengi að fagna í fyrstu fjórum umferðunum.

KR sitja í 6.Sæti með 1 sigur og 3 töp og markatöluna 2:6 en eini sigur þeirra hingað til kom gegn Selfoss í annarri umferð en sá leikur endaði 0-1 fyrir KR.

Breiðablik eru hinsvegar í öðru sæti en gætu endurheimt fyrsta sætið með sigri og markatölu í dag. Þær hafa unnið alla 4 leiki sína með markatöluna 14:3 og hefur Berglind Björg verið á eldi í sumar og er markahæst í deildinni með 6 mörk ásamt Söndru Mayor sem að skoraði 2 gegn FH á sunnudaginn.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 5 umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn fer fram í Frostaskjóli og hefst han á slaginu 19:15
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir ('46)
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Samantha Jane Lofton
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('71)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('85)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
14. Guðrún Gyða Haralz ('85)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('46)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('71)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Atli Örn Gunnarsson
Aron Már Björnsson
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: