Breiðablik
1
0
KR
Oliver Sigurjónsson '5 1-0
Arnór Sveinn Aðalsteinsson '68
Elfar Freyr Helgason '98
30.05.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Bongó!
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Oliver Sigurjónsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Jonathan Hendrickx ('83)
8. Arnþór Ari Atlason
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('92)
21. Viktor Örn Margeirsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('69)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
9. Hrvoje Tokic
11. Aron Bjarnason ('83)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('92)
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('69)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('28)

Rauð spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('98)
98. mín Rautt spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Mér skilst að Elfar Freyr hafi fengið rautt spjald að leik loknum fyrir einhver læti en ég veit ekki fyrir hvað, virðist enginn vera með það alveg á hreinu.
Leik lokið!
Breiðablik áfram!
97. mín Gult spjald: André Bjerregaard (KR)
Bjerregaard hraunar yfir línuvörðinn því hann vildi víti sem var aldrei víti og fær gult spjald.
95. mín
Nú er það Gísli sem skýtur en það fer rétt yfir.
94. mín
Oliver næstum því með alveg eins mark en núna ver Beitir í horn, sá hefur verið að verja hérna!
93. mín
Blikar eru að ná góðum skotum hérna, nú er það Sveinn Aron en Beitir ver aftur.
92. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Breiðablik) Út:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Gummi Bö kemur hérna inná í lokin.
91. mín
7 mínútum bætt við vegna meiðslana hjá Hendrickx og Sindra.
90. mín
Aron Bjarna með skot sem Beitir slær frá.
89. mín
Allt að sjóða uppúr! Atli fær geggjaða sendingu innfyrir frá Pablo en skýtur framhjá, Elfar var í honum og Atli vildi víti en það hefði verið rangur dómur að mínu mati, Elli og Atli lenda síðan saman í kjölfarið, ná KR að jafna þetta?
88. mín
Gísli er að bossa miðjuna, tekur hérna skot sem Beitir er nálægt því að missa inn en í horn fer boltinn.
87. mín
Aron Bjarna dettur hérna í gegn vinstra megin og á gott skot en það sleikir stöngina á leiðinni framhjá.
85. mín
Vert er að taka fram að Blikar stilltu upp nýju kerfi hérna í dag, þeir spila með 5 manna vörn þar sem Damir, Viktor og Elfar eru í hafsentalínunni.
84. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
83. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Hendrickx er borinn af velli og vallarþulurinn tilkynnir að hann sé með fulla meðvitund og það er sjúkrabíll á leiðinni, vonum að það verði í lagi með hann, þetta leit mjög illa út fyrst.
80. mín
Hendrickx hneig hérna niður uppúr þurru og heldur um brjóstið á sér og það er kallað eftir lækni hérna, þetta lýtur skelfilega út. Það er búið að setja teppi fyrir svo ekki sjáist svo þetta virðist verulega alvarlegt. Hann hneig bara niður aleinn, það er algjör þögn hérna.
79. mín
Gísli með enn einn frábæra sprett sinn upp völlinn, kemur honum á Svein Aron sem sendir hann á Kolbein, Kolbeinn tekur skæri og skýtur svo í KR-ing og í horn.
74. mín
Dauðafæri hjá Sveini sem færir sig á vinstri og tekur skotið en Beitir ver mjög vel frá honum.
72. mín
Vá hvað þetta var lélegt! Geggjaður bolti í gegn á Bjerregaard sem er ekki rangstæður en hann rennur í skotinu og það drífur ekki að marki.
69. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
Sveinn Aron kemur inn í strikerinn fyrir Arnór Gauta.
68. mín Rautt spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Rautt! Fyrrum fyrirliði Blika, Arnór Sveinn tekur Gísla niður og fær sitt annað gula spjald, þetta er brekka fyrir KR núna!
67. mín
Lítið markvert að gerast, engin marktækifæri og leikurinn eiginlega steindauður, það þarf eitthvað að gerast til að hressa líðin við.
61. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Björgvin Stefánsson (KR)
Vonandi hleypir Atli líf í leikinn.
60. mín
Bjerregaard með fínan sprett og leggur hann út á Bjögga sem fer í skotið, leit vel út en Gulli grípur hann auðveldlega.
56. mín
Gísli í kapphlaupi við Watson og hann vinnur það auðvitað og Watson neyðist til að brjóta á honum úti í horni.
54. mín
Váa, Gísli með geggjan bolta fyrir á Damir sem er aleinn en hann sýnir hafsenta takta og tekur skelfilegt touch og klúðrar þessu alveg, daaauðafæri!
53. mín
Gísli með skot í varnarmann og Blikar fá horn.
50. mín
Þessi seinni hálfleikur byrjar illa, ég kalla eftir að bæði lið fari að bjóða uppá einhverja smá skemmtun hérna.
46. mín
Leikur hafinn
KR byrja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Eftir tíðindalítinn leik þá var allt að gerast síðustu sekúndur leiksins en Blikar fara með 1-0 forrystu í hálfleikinn.
45. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Neglir Kolbein niður á miðjunni, klárt gult.
45. mín
Inn:Beitir Ólafsson (KR) Út:Sindri Snær Jensson (KR)
Beitir kemur inná í stað Sindra, óska Sindra skjóts bata.
45. mín
Sindri er ekki að fara halda leik áfram, hann er að fara útaf á börum hérna, ömurlegt að sjá og vonandi jafnar hann sig sem allra fyrst.
45. mín
Þvílíkar vörslur hérna! Fyrst er Kolbeinn kominn í færi en Sindri ver virkilega vel, svo berst boltinn út á Arnþór sem skýtur og aftur ver Sindri vel, stökk síðan á eftir boltanum og vann aukaspyrnu en liggur eftir á vellinum.
45. mín
Álitleg sókn KR endar með hörmungar fyrirgjöf Beck í markspyrnu.
40. mín
Watson úti á túni hérna og spilar Arnór réttstæðan þegar öll línan er einhverjum 15 metrum ofar, stálheppinn að Arnór tekur slakt skot sem Sindri ver vel, algjör dauðafæri!
36. mín
Arnþór Ari með fínan sprett og skýtur svo á markið en skotið hans er gripið af Sindra, það segir sitt um þennan leik að þetta er markverðasta færið í langan tíma.
32. mín
Það er kominn hiti í menn og menn eru að fara í návígi af fullum krafti sem er jákvætt. Uppspil beggja liða er hins vegar hægt og fyrirsjáanlegt.
28. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Óskar Örn hendir sér niður með algjörum tilþrifum hérna og lætur eins og Davíð hafi slegið sig í andlitið en ég er nokkuð viss um að hann fékk boltann laust í andlitið og þessi tilþrif eru Óskari til skammar.
26. mín
Enn og aftur lítið að gerast í þessum leik, KR verða að hressa sig við til að koma sér inn í þennan leik, ekkert að frétta hjá þeim.
20. mín
Arnþór Ari með skot sem Sindri ver meistaralega í horn!
19. mín
Morten Beck með sendingu á Óskar sem keyrir á og skýtur en hann hittir hann illa.
18. mín
Það er komin læti hérna, Ívar þarf að skilja Pálma og Arnþór af sem virtust ætla í einhverjar stympingar en Ívar drap það í fæðingu.
17. mín
Lítið gerst eftir markið eiginlega, leikurinn verið rosalega rólegur.
10. mín
Óskar með hornspyrnu inná teiginn sem Bjerregaard rett nær ekki að skalla, var aleinn.
8. mín
Gísla langar að skora í dag, tekur hérna fínan sprett og skýtur svo fyrir utan en framhjá fer boltinn.
7. mín
Arnþór chippar nettri sendingu inná teiginn sem Gísli nær ekki að stýra á markið.
5. mín MARK!
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Það er komið mark! Góð hröð sókn Blika endar með fyrirgjöf Davíðs sem KR hreinsa út en þar mætir Oliver og setur hann fast í hornið, spurning hvort Sindri eigi ekki að verja þetta samt.
4. mín
Gísli sendir boltann í hnakkann á Ívari Orra dómara sem stoppar leikinn, virðist hafa farið beint í eyrað á honum en Ívar heldur áfram. Sérstakt atvik en gott að er í lagi með Ívar.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann hérna og sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Það er frábært veður hérna í kvöld, búinn að vera mjög góður dagur og það er enn glampandi sól á grænan Kópavogsvöllinn sem lýtur frábærlega út. Líklega besta veðrið í sumar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn, hjá Blikum fá Kolbeinn og Arnór Gauti sénsinn í byrjunarliðinu á meðan KR-ingar gefa Sindra Snæ tækifæri í markinu í dag.
Fyrir leik
Blikarnir töpuðu gegn Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn í hörku leik sem endaði með 2-1 sigri Valsara, þeir sitja þó enn í toppsætinu með 11 stig. KR vann góðan 2-0 heimasigur á KA mönnum og eru í 4.sætinu með 9 stig.
Fyrir leik
Jökull Ingason Elísabetarson, spilandi þjálfari Augnabliks er spámaður dagsins. Jökull hefur spilað með bæði Blikum og KR og er því tilvalið að hann spái í þennan leik.
,,Þetta verður leikur tveggja þéttra varna, 0-0 eftir framlengingu þar sem Gulli verður hetjan í vító"
Fyrir leik
Breiðablik fór góða ferð í Breiðholtið og vann 3-1 sigur í síðustu umferð bikarsins a meðan KR valtaði yfir Aftureldingu i Mosfellsbæ, 7-1.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í stórleik í Mjólkurbikar karla, Breiðablik tekur á móti KR hér á Kópavogsvelli.
Byrjunarlið:
13. Sindri Snær Jensson (m) ('45)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
4. Albert Watson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson ('61)
11. Kennie Chopart (f) ('84)
15. André Bjerregaard
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m) ('45)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Stefán Árni Geirsson
16. Pablo Punyed ('84)
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson ('61)
27. Tryggvi Snær Geirsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('45)
André Bjerregaard ('97)

Rauð spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('68)