Valur
3
2
ÍBV
Sigurður Egill Lárusson
'6
1-0
1-1
Kaj Leo í Bartalsstovu
'46
1-2
Sigurður Grétar Benónýsson
'71
Sindri Björnsson
'84
2-2
Sindri Snær Magnússon
'86
Tobias Thomsen
'101
3-2
30.05.2018 - 17:30
Origo völlurinn
16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Rennislétt gervigras, smá vindur og sól á köflum. Tveggja stafa hitatölur og allt hið besta mál.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 458
Maður leiksins: Sindri Björnsson
Origo völlurinn
16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Rennislétt gervigras, smá vindur og sól á köflum. Tveggja stafa hitatölur og allt hið besta mál.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 458
Maður leiksins: Sindri Björnsson
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
('62)
5. Sindri Björnsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
('75)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
('75)
17. Andri Adolphsson
19. Tobias Thomsen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
('98)
23. Andri Fannar Stefánsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
('98)
4. Einar Karl Ingvarsson
('62)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen
('75)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
('75)
71. Ólafur Karl Finsen
Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur slær ÍBV út úr bikarnum í leik sem hafði ótrúlega mikið! Það var lítill afgangur af þessu og fengum við rautt, fullt af mörkum, glæsimark o.fl. Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
120. mín
Shahab dæmdur réttilega rangstæður. Þarna átti hann að vera kominn í betri stöðu. Þetta er að fjara út fyrir bikarmeistarana.
118. mín
Pedersen vann þarna fínan tíma fyrir Val. Hélt boltanum vel upp kantinn en missti hann svo í markspyrnu.
113. mín
Guy með skalla eftir langt innkast og smaug boltinn framhjá marki Vals! Stórhætta. ÍBV fær hér horn.
110. mín
VÁÁÁÁ!!! Valur bjargar á línu!!! Sóknarmaður ÍBV skallar úr pakkanum og Sigurður Egill var vel staðsettur og bjargaði marki! Þetta er svo sannarlega leikur!
108. mín
Andri Adolphs með skot í utanverða stöngina! Kom inn á völlinn frá hægri og lét vaða en var óheppinn. Halldór Páll virtist algerlega sigraður en allt kom fyrir ekki.
106. mín
Það fór rautt spjald á bekkinn hjá ÍBV áður en framlenging fór af stað á nýju og sýndist mér Fredriksen fá spjaldið.
101. mín
MARK!
Tobias Thomsen (Valur)
Stoðsending: Sindri Björnsson
Stoðsending: Sindri Björnsson
Maaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaark! Gott spil hjá Val og auðvitað skorar Tobias Thomsen! Dúkkar upp á réttum tíma og kemur Val yfir.
96. mín
Thomsen með enn eitt færið sem hann vannýtir. Ég verð bara að segja að frammistaða hans hér í dag er sorgleg.
94. mín
Erichot með góða tæklingu sem bjargaði mögulega marki en liggur eftir. Hann virðist þjáður en gæti verið klókur.
90. mín
+4 Framlenging!!! Það er framlengt í þessum fjöruga leik! Valur verður að teljast líklegra, manni fleira.
90. mín
+1 Valur að senda á milli og Thomsen skallar yfir. Við fengum ekki að vita viðbótatímann
87. mín
Það eru 458 áhorfendur hér í kvöld. Það er ekki til eftirbreytni en leiktíminn spilar inn í.
86. mín
Rautt spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Fær í Sindra og fær annað gult og rautt. Erfitt að andmæla þessu.
84. mín
MARK!
Sindri Björnsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Frábært mark! Einar Karl með gullsendingu inn á Kidda sem lagði hann laglega fyrir Sindra sem gat ekki annað en skorað! Fáum við framlengingu?
82. mín
Pétur með ræpu þarna. Valur átti að fá aukaspyrnu en ekkert dæmt. Pirringur kominn í heimamenn og slök ákvörðun ekki að hjálpa. Annars hefur leikurinn verið vel dæmdur, svo það komi fram.
81. mín
Gult spjald: Shahab Zahedi (ÍBV)
Olnbogi hjá Shahab. Klaufalega gert og verðskuldaði klárlega gult.
77. mín
Pedersen klúðrar hér DAUÐAFÆRI!!! Fékk vippu á fjær, tók geggjað vel við boltanum og skaut honum síðan framhjá.
71. mín
MARK!
Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
GEEEEEGGJAÐ MARK!!! Eitruð sending inn fyrir og móttakan, maður minn. Vel gert hjá Sigga sem komst inn fyrir Bjarna Ólaf og hamraði svo boltann á nærsvæðið! 1-2 fyrir ÍBV!!!
69. mín
Sindri á skalla beint á Halldór Pál. Valur hefur verið sterkara síðustu mínútur en uppspilið þeirra er rooooosalega hægt. Sérstaklega á þeirra eigin mælikvarða.
67. mín
Siggi Ben fer hér groddaralega í Rasmus. Stúkan vill spjald en Pétur er ekki á þeim buxunum.
66. mín
Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Dæmigerður Sindri. Lætur til sín taka. Fer fyrir sínu liði. Fékk spjald fyrir tæklingu. Hárréttur dómur.
63. mín
Felix með fyrirgjöf sem Svenni nær að blaka aðeins, tæklar síðan boltann sjálfur áður en ÍBV nær að skapa meiri hættu.
62. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Bjarni Ólafur tekur við fyrirliðabandinu.
61. mín
Svenni grípur boltann og Siggi Ben liggur eftir. Pétur stoppar leikinn aðeins en hann er hafinn að nýju.
56. mín
Guðjón Pétur með ÞRUMUSKOT sem Halldór Páll blakar í horn. Valur sterkara. Ekkert kom úr horninu þó.
53. mín
Bjarni pantaði þarna aukaspyrnu og fékk. Guðjón Pétur á góðum stað til að gefa fyrir.
51. mín
Góð sókn hjá ÍBV sem hefði átt að gefa liðinu horn en markspyrna dæmd. ÍBV mikið betra en áður í leiknum!
47. mín
Skiptingin var gerð í hálfleik og var ég að færa þetta inn þegar þetta magnaða mark hjá Kaj Leo kom! Hann gersamlega negldi boltanum í netið af löngu færi!
46. mín
MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
Ja, hér! Tekur boltann og þrumar utan af velli og í netið!!!
45. mín
Hálfleikur
Flautuskot hjá Sigurði Agli sem hittir ekki á markið. Valur mikið betra hér í fyrri hálfleik en eitt mark heldur þessu galopnu. Fáum við Finsen, Gunnar Heiðar, Shahab eða Kidda Frey í seinni hálfleik? Fylgist með!
41. mín
Færeyingurinn með góða aukaspyrnu! Haukur var nálægt því að skapa hættu fyrir eigið lið en sleppti því að skalla á síðustu stundu og fór boltinn í hendur Sveins.
36. mín
Aftur hætta! Sigurður Egill tók núna hornið frá vinstri og átti Haukur Páll hörku skalla sem endaði út á bílaplani.
34. mín
Valur fékk horn sem ekkert kom úr. Það er galið að staðan sé 1-0 í þessum leik. Spurning hvort það sé eitthvað sem ÍBV mun færa sér í nyt þegar líður á.
32. mín
Dagur með GLÓRULAUSAN skalla út í teig og fékk Guðjón Pétur dauðafæri sem hann nýtti illa. Guðjón gæti verið kominn með þrennu hérna.
31. mín
Hætta! Haukur Páll með fínan sprett og fann Sigurð Egil sem skaut en Halldór Páll varði vel.
29. mín
Kómískur munur á klæðaburði þjálfaranna. Óli er í úlpu en Kristján er á stuttermabolnum.
GammósÃur undir góðum og þykkum buxum. Varmasokkar yfir sokkana. Bolur, peysa og regnjakki. Húfan til öryggis. Jebb, ég er reddà à að mæta á fótboltaleik à lok maà á Ãslandi. #fotboltinet
— Sindri Snær (@rostungur) May 30, 2018
22. mín
Gult spjald: Yvan Erichot (ÍBV)
Árekstur og hver liggur? Haukur Páll! Fór af alvöru í tæklingu og var Erichot of seinn og uppskar réttilega spjald. Dæmigert fyrir Hauk Pál að lenda í. Hann fær aðhlynningu en þarf ekki að fara útaf vegna nýju reglunnar = Ef spjald þarf meiddur maður ekki að fara af velli eftir aðhlynningu.
20. mín
HÆTTA!!! Sigurður Egill með fyrirgjöf og datt Guðjón Pétur og var boltinn dauður en hann náði ekki að koma sér í stöðu fyrir miðju marki. Klaufalegt hjá frambjóðandanum úr Garðabæ.
17. mín
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!! Eða nei. Gott spil hjá Val sem endar með því að Guðjón Pétur fær boltann og afgreiðir hann í vinkilinn. GPL var hins vegar rangstæður.
10. mín
Njáll Eiðsson er mættur með keppnis sólgleraugu í stúkuna en hann þjálfaði bæði þessi lið á sínum þjálfaraferli.
7. mín
Vávává. Hætta við mark ÍBV. Haukur Páll með skalla eftir horn og var klafs í teignum en Eyjamenn komu boltanum í burtu.
6. mín
MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!! Bjarni með einhverja Messi takta hérna og renndi boltanum út í teiginn þar sem Sigurður Egill skoraði auðveldlega með hnitmiðuðu skoti. 1-0!!!
Fyrir leik
Minni á myllumerkið #fotboltinet ef þið viljið tjá ykkur um leiki dagsins. Ég mun henda tístum hér inn.
Fyrir leik
Það er afar fátt í stúkunni sem stendur en það hlýtur að breytast. Leiktíminn vissulega á fyrra fallinu en veður gott. Já, ég er ennþá að tala um veðrið.
Fyrir leik
Atli Arnarson er ekki hóp hjá ÍBV í dag, frekar en Devon Már Griffin. Ég mun gera mitt besta að segja hvernig liðin stilla upp mannskapnum.
Fyrir leik
Eurovision spekingurinn Stefán Árni Pálsson spáir 3-0 fyrir Val! Ég ætla að búa til einhvern bardaga og spá 1-2 fyir ÍBV.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita. Ég hef trú á að þetta verði ljómandi skemmtilegur leikur.
Fyrir leik
Í starfsliði Vals er bekkjarbróðir minn úr barnaskóla, sjúkraþjálfarinn Einar Óli. Hjá ÍBV er Andri Ólafs, bekkjarbróðir konunnar. Svona er lífið stundum skrýtið og skemmtilegt.
Fyrir leik
Valsmenn eru að rennbleyta völlinn hér og lætur sólin sjá sig annað veifið. Það er smá vindur en viðrar vel.
Fyrir leik
Andri Adolphs kemur inn í lið Vals í stað Birkis Más sem má ekki leika út af HM. Siggi Ben byrjar hjá ÍBV og eru bæði Shahab og Guy á bekknum. Patrick Pedersen er á bekknum hjá Val.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og var breyting gerð eftir fyrstu fréttir. Anton Ari er á bekknum í dag og Sveinn Sigurður kemur inn í hans stað. Meiðsli eru skýringin og skilst mér að nárinn sé að stríða Antoni.
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson flautar í dag en honum til aðstoðar eru Oddur Helgi Guðmundsson og Adolf Þ. Andersen.
Fyrir leik
ÍBV hefur aðeins rétt úr kútnum eftir afleita byrjun og er með 4 stig úr síðustu tveimur leikjum. Liðið er með 5 stig eftir 6 leiki og situr í fallsæti.
Fyrir leik
Valur hefur ekki farið vel af stað í Pepsi deildinni ef litið er til væntinga sem gerðar voru til liðsins. Liðið er með 9 stig eftir 6 leiki og situr í 6. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Liðin mættust í apríl í Meistarakeppni KSÍ, enda mætast hér Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar ÍBV. Valsmenn urðu meistarar meistaranna eftir 2-1 sigur en ÍBV voru sprækir í leiknum, sem var jafnari en margir bjuggust við.
Fyrir leik
Í síðustu umferð vann ÍBV Einherja frá Vopnafirði en Valur vann Keflavík. Þetta er því annar Pepsi slagurinn í röð hjá Valsmönnum.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
5. David Atkinson
6. Dagur Austmann
('46)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
8. Priestley Griffiths
11. Sindri Snær Magnússon
17. Sigurður Grétar Benónýsson
('75)
19. Yvan Erichot
('98)
77. Jonathan Franks
('46)
Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
10. Shahab Zahedi
('46)
17. Róbert Aron Eysteinsson
17. Ágúst Leó Björnsson
18. Alfreð Már Hjaltalín
('46)
25. Guy Gnabouyou
('75)
Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Thomas Fredriksen
Gul spjöld:
Yvan Erichot ('22)
Sindri Snær Magnússon ('66)
Shahab Zahedi ('81)
Rauð spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('86)