Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Grindavík
1
2
ÍA
0-1 Steinar Þorsteinsson '48
Aron Jóhannsson '79 1-1
1-2 Arnar Már Guðjónsson '88
30.05.2018  -  19:15
Grindavíkurvöllur
16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Arnar Már Guðjónsson
Byrjunarlið:
Maciej Majewski
4. Rodrigo Gomes Mateo
6. Sam Hewson
7. Will Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f) ('63)
17. Sito
18. Jón Ingason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('45)
24. Björn Berg Bryde
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('78)

Varamenn:
12. Ástþór Andri Valtýsson (m)
5. Nemanja Latinovic
11. Juanma Ortiz ('78)
13. Jóhann Helgi Hannesson
22. René Joensen ('45)
23. Aron Jóhannsson ('63)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Gul spjöld:
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('15)
Gunnar Þorsteinsson ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
90+3 Leik lokið hér í Grindavík! Skaginn fer með sigur af hólmi og er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðtöl og skýrsla næst á dagskrá
90. mín
90+3 Boltinn dettur fyrir Sito og hann neglir á markið en Árni ver vel!
90. mín
90+3 HOrnspyrna til Grindavíkur! Ná þeir að jafna leikinn undir lokinn?
90. mín
90+2 Skagamenn að ná í hornspyrnu. Eru bara að leyfa tímanum að klárast núna.
90. mín
90+1 Aron með fínasta skot fyrir utan teig en Árni ekki í miklum erfiðleikum með það
90. mín
90 mínútur komið á klukkuna. Þremur mínútum bætt við!
89. mín
Nú verður þetta erfitt fyrir heimamenn
88. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
ARNAR MÁR AÐ SKORA FYRIR SKAGANN! ERU ÞEIR AÐ STELA ÞESSU HÉRNA Í LOKINN? Kom fyrirgjöf inn í teig og Arnar Már snýr á varnarmann Grindavíkur og rennur boltanum í netið. Vel gert hjá honum!
87. mín
Inn:Hafþór Pétursson (ÍA) Út:Ástbjörn Þórðarson (ÍA)
Síðasta skiptingin í venjulegum leiktíma allavega. Fari leikurinn í framlengingu fá liðin að skipta einum leikmanni hvor inná
86. mín
Will reynir að skalla boltann fyrir en Árni grípur það
84. mín
Leikurinn róast aðeins eftir jöfnunarmarkið. Grindvíkingar virðast vera búnir að lifna aðeins við
79. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Stoðsending: Sam Hewson
Eins og ég er búinn að segja hvað Grindavík hafa verið ólíklegir til þess að skora þá henda þeir einu stykki í andlitið á mér! Hewson með geggjaða sendingu á Aron sem var einn inn í teig og skallar hann beint í netið. Virkilega góður skalli hjá Aroni!
78. mín
Inn:Hilmar Halldórsson (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Skagamenn gera líka breytingu á sínu liði
78. mín
Inn:Juanma Ortiz (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Alexander útaf. Finnst hann ekki hafa átt góðan leik í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik
76. mín
Skrýtin spilamennska hjá Grindavík í seinni hálfleik. Annaðhvort eru alltof margir í vörn þegar þeir þurfa að vera frammi, eða öfugt. Eru bara alls ekki líklegir til þess að jafna leikinn
74. mín
Arnór með skalla úr horninu og lak það framúr
73. mín
Stefán með hörku skot en vel varið hjá Maja í horn!
71. mín
Rúmar 20 mínútur til leiksloka og Grindvíkingar ekkert svakalega líklegir til þess að skora þessa stundina
70. mín
Hewson nálægt því að ná frábærri stungusendingu á Aron. Árni vel á verðinum á neglir boltanum á kollega sinn í hinu markinu
70. mín
Hewson með skot í stöng!
66. mín
ÍA komið í fimm manna vörn. Ætla að halda fengnum hlut
65. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu. Hafa bara verið betri í seinni hálfleik
63. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Grindavík) Út:Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Fyrirliðinn kemur útaf. Á spjaldi og engir sénsar teknir
61. mín
ÞÞÞ með skot af löngu færi en það fór vel yfir markið
60. mín
Gunnar brýtur á Viktori og aukaspyrna dæmd. Stuðningsmenn ÍA vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Gunnar er á spjaldið, er reyndar líka með snúð í hárinu
56. mín
Stefán í DAUÐAFÆRI! ÞÞÞ með flotta fyrirgjöf inn í teiginn og eina sem Stefán þurfti að gera var að ná í snertingu á boltann en það klikkaði. Grindvíkingar nokkuð týndir hér í seinni hálfleik
54. mín
ÞÞÞ með góð fyrirgjöf en BBB skallar hann í burtu. Þægilegar þessar skammstafanir
53. mín
Will í góðu færi! Leikur vel á Ástbjörn en skot hans var alls ekki gott og hátt yfir
51. mín
Vek athygli á því að Rene er að leika í hægri vængbakverði. Man ekki eftir því að hafa séð hann þar hjá Grindavík í sumar
51. mín
Maja grípur hornið örugglega
50. mín
Skagamenn komast í skyndisókn og vinna hornspyrnu. Skaginn að byrja sterkt hérna í seinni hálfleik
48. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Bjarki Steinn Bjarkason
JÁ SKAGINN ER KOMINN YFIR! Bjarki keyrir upp vinstri kantinn og rennir honum fyrir markið. Þar var Steinar réttur maður á réttum stað og kemur Skagamönnum yfir! Núna þurfa Grindvíkingar að sækja meira, gæti hleypt lífi í þetta!
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Bæði lið gera breytingu á sínum liðum.
45. mín
Inn:René Joensen (Grindavík) Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík)
45. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Út:Ragnar Leósson (ÍA)
45. mín
Hálfleikur
Einar flautar til hálfleiks. Enn markalaust. Grindvíkingar verið heilt yfir betri í leiknum en þeir hafa ekkert verið að vaða í færunum.
43. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Gunnar fer að því virðist full hátt með olnbogann í skallaeinvígi. Arnar Már lá eftir einvígið. Sá ekki hvort olnboginn fór í hausinn á honum eða hvort höfuð þeirra hafi skollið saman
42. mín
BBB skallar hornspyrnuna í burtu
41. mín
Skagamenn næla sér í hornspyrnu
39. mín
Lítið í gangi þessa stundina. Grindvíkingar halda boltanum meira en Skagamenn en eru lítið að skapa sér færi
37. mín
Skagamenn hreinsa boltann í innkast, beint á Óla Stefán sem tekur hann niður. Móttakan hefur verið betri hjá honum. Siggi Jóns setti eitthvað út á þessa móttöku hjá Óla.
34. mín
Steinar kominn einn í gegn en dæmdur rangstæður
31. mín
Ragnar nálægt því að missa boltann aftur á miðjum vellinum, verður að passa sig á þessu
29. mín
Aftur missa Skagamenn boltann á vondum stað og Grindvíkingar nálægt því að refsa. Hafsentapar ÍA náði þó að stöðva Alexander í tæka tíð
26. mín
BBB flýgur í teignum og fellur á mallakútinn. Þegar svona stórir strákar detta, þá tekur það oft sinn tíma. Var nokkrar sekúndur að því virðist að detta
25. mín
Grindvíkingar vinna hornspyrnu
23. mín
Spilamennska Grindavíkur í aðdraganda marksins sem var dæmt af var geggjuð. Skagamenn verða hins vegar að passa sig að missa ekki boltann á sínum vallarhelming. Lið eins og Grindavík geta verið fljót að refsa
22. mín
Sito skorar en dæmdur rangstæður! Ragnar tapar boltanum á skelfilegum stað og Grindvíkingar leika sér að vörn ÍA. Hewson rennur honum fyrir á Sito sem leggur hann í netið en dæmdur rangstæður. Líklega rétt flaggað þarna, verður gaman að sjá þetta aftur hins vegar
20. mín
Jonni Inga vinnur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA
19. mín
Leikurinn aðeins að jafnast út svona síðustu mínúturnar. Skagamenn að komast meir og meir inn í leikinn
17. mín
Sito nálægt því að skora! Skyndisókn frá Grindavík og Sito kominn einn í gegn upp vinstri kantinn. Skot hans í hliðarnetið
16. mín
Skagamenn náðu að halda boltanum núna í þó nokkurn tíma. Skilaði sér í fyrirgjöf sem skapaði hins vegar ekkert svakalegan usla
15. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík)
ALveg hægt að réttlæta þetta spjald. Braut á Bjarka
11. mín
Alexander nálægt því að skora! Gunnar með geggjaða fyrirgjöf á kollinn á Alexanderi sem var einn og óvaldaður inn í teig. Alexander skallaði boltann rétt yfir. Grindavík mun líklegri hérna í byrjun
10. mín
Alexander með honrspyrnu en Ragnar skallar hana í burtu
10. mín
Gunnar með langa skiptingu yfir völlinn sem Ástbjörn skallar í horn
9. mín
Will reynir fyrirgjöf en hún fer beint á Árna
8. mín
Skagamenn lítið að ná að spila sín á milli svona fyrstu mínúturnar
7. mín
Maja full cocky þarna. Nálægt því að missa boltann en hann náði að hreinsa í tæka tíð
5. mín
Skagamenn náðu að bægja hættunni frá eftir hornið
4. mín
Sito vinnur hornspyrnu
4. mín
Grindavík heldur boltanum svona fyrstu mínúturnar
2. mín
ÍA stillir upp strangheiðarlegu 4-4-2.

Árni
Hörður-Einar-Arnór-Ástbjörn
Bjarki-Ragnar-Arnar-ÞÞÞ
Stefán-Steinar
1. mín
Grindvíkingar stilla upp sinni hefðbundnu uppstillingu.

Maja
Jón Inga-Sigurjón-BBB-Brynjar-Will
Rodri-Gunnar
Alexander-Sito-Hewson
1. mín
Leikur hafinn
Jæja þetta er byrjað! Grindvíkingar byrja og sækja átt að Þorbirni
Fyrir leik
Þá labba liðin inná! Grindavík munu leika í sínu hefðbundnu gulu búningum. ÍA leikur í varabúningum sínum, en þeir eru svartir.
Fyrir leik
Bæði lið eru að leggja lokahönd á undirbúning sinn. Þau fara að ganga inn á völlinn
Fyrir leik
Siggi Jóns stýrir Skagamönnum í kvöld þar sem Jói Kalli tekur út leikbann
Fyrir leik
Minni á að byrjunarliðin eru hér til hliðar
Fyrir leik
Rúmar 15 mínútur í að leikurinn hefjist. Ljómandi fínt veður í Grindavík og grasið iðagrænt
Fyrir leik
Þá hafa liðin mæst sex sinnum í bikarkeppninni, síðast árið 2014. Þá vann Grindavík örugglega, eða 4-1.
Fyrir leik
Liðin þekkja hvort annað afar vel, enda hafa þau verið í mörg ár í efstu deild. Í fyrra mættust liðin tvisvar í Pepsi-deildinni, og úr urðu miklir markaleikir. Grindavík vann báða leikina 3-2.
Fyrir leik
Í húfi fyrir sigurliðið í kvöld er sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það er án efa eitthvað sem bæði lið munu sækjast eftir.
Fyrir leik
Verið velkomin hingað til Grindavíkur á leik heimamanna og ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Ástbjörn Þórðarson ('87)
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson ('45)
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('78)

Varamenn:
15. Hafþór Pétursson ('87)
16. Viktor Helgi Benediktsson ('45)
20. Alexander Már Þorláksson
26. Hilmar Halldórsson ('78)
27. Stefán Ómar Magnússon

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Albert Hafsteinsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon
Elinbergur Sveinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: