Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
ÍBV
1
3
Valur
0-1 Thelma Björk Einarsdóttir '48
0-2 Elín Metta Jensen '61 , víti
Shameeka Fishley '77 1-2
1-3 Elín Metta Jensen '81
30.05.2018  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Thelma Björk Einarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
4. Caroline Van Slambrouck ('74)
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('62)
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('76)

Varamenn:
3. Júlíana Sveinsdóttir ('74)
5. Shameeka Fishley ('62)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('76)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Óskar Rúnarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Georg Rúnar Ögmundsson
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:
Caroline Van Slambrouck ('61)
Adrienne Jordan ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Valur sækir 3 stig til Eyja.

Þetta var leikur tveggja ólíkra hálfleika. Jafnt og lokað í fyrri hálfleik en Valskonur komu mun betur stemmdar inn í síðari hálfleikinn. Pressuðu stíft og gáfu kraftlitlum heimakonum fáa sénsa.

3-1 sigur Vals niðurstaðan. Valskonur halda í við toppliðin. Eru í 3. sæti með 12 stig. Þremur stigum á eftir Þór/KA og Breiðablik sem eru með 15 stig.

ÍBV situr hinsvegar áfram í 5. sæti. Eyjakonur aðeins með 6 stig þegar 5 umferðir eru búnar af mótinu.

Ég þakka fyrir mig og minni á skýrslu og viðtöl síðar í kvöld.
90. mín
Lítið eftir og Crystal vinnur horn. Valsarar taka það stutt en Guðrún Karítas er dæmd rangstæð þegar Ásdís reynir að spila á hana.
87. mín
Inn:Teresa Noyola Bayardo (Valur) Út:Elín Metta Jensen (Valur)
Síðasta skipting Vals. Teresa leysir markaskorarann af.
86. mín Gult spjald: Adrienne Jordan (ÍBV)
Adrienne dæmd brotleg inná miðsvæðinu. Mér sýndist þetta nú ekki vera rétt en Eyjakonur náðu þarna að stöðva skyndisókn Valsara sem voru á leið í sókn eftir að hafa unnið boltann eftir hornspyrnu ÍBV.
81. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
ELÍN METTTTTTTA!

Þetta dugði skammt hjá ÍBV og Valskonur eru aftur komnar með tveggja marka forystu!

Sóley tapaði boltanum klaufalega vinstra megin. Guðrún Karítas hirti af henni boltann. Spilaði á Ásdísi Kareni sem náði að þræða boltann á milli Júlíönu og Adrienne og í hlaupið hjá Elínu Mettu sem kláraði vel framhjá Emily.
77. mín MARK!
Shameeka Fishley (ÍBV)
Stoðsending: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
LÍFLÍNAN ER KOMIN!

ÍBV-konur hafa aðeins spýtt í lófana síðustu mínútur og nú skora þær mark.

Það er nýliðinn Shameeka sem gerir það þegar hún fylgir eftir í teignum.

Ingibjörg Lúcía hafði átt þrumuskot sem Sandra varði út í teiginn. Shameeka var rétt kona á réttum stað og kom boltanum í netið.

1-2 og við gætum fengið fjörugar lokamínútur.
76. mín
Inn:Díana Helga Guðjónsdóttir (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
Síðasta skipting ÍBV. Eyjakonur virka þungar og þreyttar og það er kannski engin furða. Þær eru búnar að spila ofboðslega þétt að undanförnu.
75. mín
Jæja. ÍBV fær horn. Geta þær búið sér til líflínu?

Rut tekur hornið. Setur boltann út í teiginn. Sóley finnur skot. Neglir í Ariana og boltinn berst út fyrir teig á Ingibjörgu Lúcíu sem á frábært skot sem smellur í þverslánni og yfir.
74. mín
Inn:Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Út:Caroline Van Slambrouck (ÍBV)
Skrítin skipting. Caroline var klaufi í aðdraganda vítaspyrnudómsins en hefur að öðru leyti verið með betri leikmönnum ÍBV. Hún hlýtur að vera meidd.

Júlíana fer í hafsent.
71. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Önnur skipting Vals. Guðrún Karítas kemur á hægri kantinn fyrir Hlín.
70. mín
CRYSTAL!

Fékk fínan bolta inn á teig en misreiknaði hann eitthvað og náði ekki skoti.

Síðari hálfleikur hefur verið algjör einstefna. Nákvæmlega ekkert að frétta hjá heimakonum. Þær hafa 20 mínútur til að rífa sig í gang.
67. mín
Sísí og Thelma Björk lenda saman í hörkutæklingu. Ekkert brot en þær liggja báðar eftir og þurfa aðhlynningu.

Báðir þjálfarar nýta tímann og fara yfir málin með leikmönnum sínum. Hlín og Malla fá tips frá Pétri á meðan Ingibjörg Lúcía og Adrienne ræða við Jeffsie.
65. mín
Aftur horn og aftur er það Crystal sem setur boltann fyrir. Í þetta skiptið er það Sóley sem skallar frá.
64. mín
Crystal með horn fyrir Val. Góður bolti fyrir en Caroline skallar frá.
62. mín
Inn:Shameeka Fishley (ÍBV) Út:Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
Skipting hjá ÍBV. Nýjasti leikmaðurinn Shameeka kemur inn fyrir Clöru sem hefur ekki náð sér á strik í dag. Shameeka var víst liðsfélagi Berglindar Bjargar og Örnu Sifjar hjá Verona í vetur.
61. mín Gult spjald: Caroline Van Slambrouck (ÍBV)
Caroline fékk gult fyrir brotið.
61. mín Mark úr víti!
Elín Metta Jensen (Valur)
Elín Metta fer sjálf á punktinn og skorar úr sinni þriðju vítaspyrnu í sumar. Neglir á mitt markið en það er nóg til að koma boltanum framhjá Emily.

2-0 fyrir gestunum.
60. mín
VÍTI!

Þetta var klaufalegt í meira lagi.

Caroline rann með boltann í teignum. Elín Metta vann hann, Caroline reyndi að vinna hann aftur og Elín Metta féll við við snertinguna frá Caroline. Virtist ekki mikið en Jóhann Ingi bendir á punktinn.
59. mín
Lífsmark hjá ÍBV. Cloé stingur inn á Kristínu Ernu en fyrsta snertingin hennar er ekki nógu góð og Málfríður Erna nær að komast til baka og vinnur boltann með laglegri rennitæklingu.
57. mín
Enn og aftur galopin hlaupabraut á miðjunni. Ásdís fékk nóg pláss til að hlaupa að marki og láta vaða rétt utan teigs. Ágætt skot en rétt framhjá.
55. mín
Valskonur eru að fá rosalega mikið pláss á galopinni miðjunni. Þetta er svart og hvítt frá því í fyrri hálfleikur þar sem miðjan var þéttskipaður vígvöllur.

Stefanía er dugleg að þefa uppi plássið en hefur ekki verið alveg nógu skynsöm í að losa frá sér boltann.
52. mín
EMILY!!

Frábær varsla. Náði að blaka dúndurskoti Stefaníu aftur fyrir.

Valur fær í kjölfarið horn en ÍBV nær að koma boltanum frá. Heimakonur í basli um þessar mundir.
50. mín
Önnur fín sókn hjá Valskonum sem byrja síðari hálfleikinn af krafti.

Elín Metta með fína takta úti til hægri og rennir boltanum út á Stefaníu. Hún finnur ekki skotið og spilar aftur út á Elínu sem kemur boltanum aftur fyrir markið.

Í þetta skiptið kemur hár bolti inn á teig sem Emily nær að grípa eftir háloftabaráttu Crystal og Caroline.
48. mín MARK!
Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
MAAAAAAARK!

Valskonur eru komnar yfir það var ekkert smá mark hjá henni Thelmu.

Ásdís spilaði boltanum inn á völlinn og á Thelmu sem lætur vaða rétt utan teigs. Smellhittir boltann svona líka og hann syngur í netinu.

Virkilega vel gert en Eyjakonur voru afskaplega lengi að skila sér til baka þarna.
47. mín
Óskynsemi þarna. Elín Metta buffast í varnarmanni og nær að leggja boltann út á Ásdísi.

Crystal er ein vinstra megin í teignum en Ásdís reynir skot sem er kraftlaust og vel framhjá. Þarna átti hún að gera betur.
46. mín
Ásdís Karen á fyrsta markskot síðari hálfleiksins. Hún setur boltann beint á Emily með skoti rétt utan teigs.
46. mín
Leikur hafinn
Þá heldur fjörið áfram og nú viljum við mörk!

Í þetta skiptið er það ÍBV sem hefur leik. Rut spilar aftur á Sísí sem neglir löngum bolta fram en bara beint á Söndru markmann.
45. mín
Hálfleikur
Það er annars rólegt yfir varamönnum liðanna. Valsarar sparka á milli á meðan Eyjakonur halda boltanum á milli sín í hring.

Sumsé ekki líklegt að við fáum neinar skiptingar í hálfleik.

Á bekknum hjá ÍBV er Shameeka Fishley. Spennandi leikmaður sem stóð sig vel með Sindra í 1. deildinni síðastliðið sumar. Hún á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍBV. Spurning hvort hún fái tækifæri í kvöld.
45. mín
Hálfleikur
Við erum búin að fá fréttir af Pálu Marie en hún er nefbrotin.

Ömurlegt fyrir Pálu sem er búin að spila vel fyrir Val í sumar. Við sendum henni batakveðjur og vonum að hún verði fljót að jafna sig.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Heimaey. Markalaust í jöfnum en færafáum fótboltaleik.

Það virtist slá Valskonur útaf laginu að þurfa að gera breytingu svona snemma í leiknum og þær hafa ekki náð almennilegum takti.

Það sama má í raun segja um ÍBV sem hefur ekki náð að nýta sína styrkleika fyllilega. Eyjakonan Sísí Lára hefur þó verið besti leikmaður vallarins í fyrri hálfleik. Hatar ekki að fá að djöflast í svona miðjubaráttu leik.
45. mín
Jæja. Síðasti séns á marki í fyrri hálfleik.

Hlín brýtur á Caroline tveimur metrum fyrir utan vítateig Vals.

Katie tekur spyrnuna en í stað þess að negla á markið sendir hún í fætur á Kristínu Ernu í teignum. Kristín Erna reynir að senda viðstöðulaust á fjær en vítateigurinn er fullur af Valskonum sem eiga auðvelt með að hreinsa.

Alltof flókið krúsidúllerí og góður séns í sandinn.
44. mín
Elín Metta reynir langskot hinum megin en þetta var æfingabolti. Beint í fangið á Emily.
44. mín
Fallegt spil hjá ÍBV. Clara vinnur boltann, spilar upp á topp á Kristínu Ernu sem leggur hann út í skot á Sísí sem neglir yfir.
43. mín
Við erum að sjá alltof mikið af ónákvæmum sendingum þessar mínúturnar. Liðin að missa boltann klaufalega eftir fína varnarvinnu.
40. mín
Ekki mikið að gerast hér þessa stundina. Miðjubarátta.
33. mín
Rut heppin að sleppa við spjald. Er alltof sein og brýtur á Hlín. Valur fær aukaspyrnu úti á miðjum velli. Hallbera setur boltann inn á teig en Valskonur ná ekki að temja boltann og missa hann aftur fyrir.
32. mín Gult spjald: Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Fyrsta spjaldið.

Hlín eltir stungusendingu en Emily er á undan henni. Hlín rennir sér á eftir boltanum með þeim afleiðingum að Emily fær takkana í andlitið og liggur eftir.

Hún er sem betur fer í lagi og getur haldið áfram. Þetta leit ekki vel út í fyrstu.
29. mín
Vel gert hjá Adrienne. Á gott hlaup upp hægri kantinn. Kemst framhjá Hallberu og er við það að komast framhjá Málfríði Ernu sem nær að setja tá í boltann og bjarga í horn.

Sóley tekur hornið. Snýr boltann inn að samskeytunum fjær. Sandra kemst í boltann en Jóhann Ingi er búinn að flauta brot á ÍBV í teignum.
27. mín
Crystal sækir aukaspyrnu rétt utan við teiginn vinstra megin. Brotið á henni á rétt áður en hún komst inn á teig.

Hallbera tekur spyrnuna. Setur boltann með "outswingi" á fjær en en enginn liðsfélagi hennar gerir almennilega árás á boltann.
23. mín
Þetta er búið að vera frekar jafnt. ÍBV fékk besta færið þegar Cloé gerði sig líklega í teignum en að öðru leyti eru liðin ekkert að ná að opna andstæðingana.

Samt nóg action. Verið að reyna ýmislegt.
21. mín
Vel gert Sísí!

Á þessa fínu rennitæklingu og stöðvar uppspil Valskvenna. Er fljót að koma boltanum á Clöru sem er klaufi og tapar honum strax aftur.
20. mín
Það rigndi víst í Eyjum í dag og völlurinn virkar sleipur. Það bíður vonandi bara upp á fjör.
19. mín
Ásdís fær háa sendingu inn á teig og nær ágætu skoti sem Emily þarf að teygja sig vel eftir. Boltinn hafði hinsvegar viðkomu í höndinni á Ásdísi þegar hún lagði hann fyrir sig og Jóhann Ingi dæmir réttilega á það.
17. mín
Það var að færast svolítið fjör í leikinn þegar Cloé og Pála skullu saman en það hefur tekið taktinn aðeins úr þessu að þurfa að stöðva leik.
16. mín
Þá lítur Valsliðið svona út:

Sandra

Málfríður Anna - Arianna - Málfríður Erna - Hallbera

Stefanía - Thelma Björk

Hlín - Ásdís Karen - Crystal

Elín Metta
12. mín
Inn:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Út:Pála Marie Einarsdóttir (Valur)
Ásdís inn fyrir Pálu. Mér sýnist Arianna ætla niður í miðvörð. Stefanía kemur úr holunni og fer djúpt með Thelmu og Ásdís fremst á miðju.

Áfall fyrir Val svona snemma leiks og vonandi að Pála, sem hefur glímt við höfuðmeiðsl, sé í lagi. Hún er allavegana komin á fætur og röltir með Ástu yfir á bekkinn hjá Val.
12. mín
Varamannabekkur Vals stekkur af stað í upphitun og þjálfarateymi Vals fer yfir málin. Mér sýnist Ásdís Karen vera að gera sig klára en hún er vissulega sóknarmaður og er ekki á leið í miðvörð.
9. mín
Vont að sjá!

Pála og Cloé fara upp í sama skallabolta og skella illa saman.

Cloé stendur fljótt á fætur og virðist í lagi en Pála steinliggur.

Fyrstu viðbrögð Ástu sjúkraþjálfara eru að gefa Pétri þjálfara merki um skiptingu svo Pála hefur meitt sig. Okkur sýnist hún hafa fengið stóran skurð á kollinn. Vonandi ekki alvarlegt.
8. mín
STÓRHÆTTA!

Cloé kemst á ferðina inn á teig. Leikur framhjá varnarmanni og er á leiðinni framhjá Söndru sem gerir virkilega vel í að koma snertingu á boltann sem lætur hann breyta um stefnu og þrengir skotfærið fyrir Cloé sem skýtur í varnarmann.

Munaði litlu..
5. mín
Fyrstu hornspyrnu leiksins fær ÍBV. Stefanía hreinsaði fyrirgjöf ÍBV aftur fyrir.

Eyjakonurnar Rut og Cloé taka hornið stutt og Rut setur boltann svo á fjær. Beint á kollinn á Sísí sem skallar að marki en Sandra grípur boltann örugglega.
5. mín
Sandra fær snertingu á boltann. Kemur langt út í teig til að vinna stungusendingu ætlaða Cloé.
4. mín
ÍBV stillir svona upp:

Emily

Adrienne - Ingibjörg - Caroline - Sóley - Katie

Rut - Sísí

Kristín Erna - Cloe - Clara
3. mín
Fín varnarvinna hjá Rut. Nær að stoppa Crystal sem var að komast í hættulega stöðu við teiginn.

Valur fær innkast. Boltinn til Hallberu sem reynir fyrirgjöf en boltinn fer aftur fyrir.
2. mín
Brotið á Pálu í miðjuhringnum. Pála tekur aukaspyrnuna sjálf. Hár bolti inn á teig en Eyjakonur skalla frá.
1. mín
Leikur hafinn
Elín Metta sparkar þessu af stað fyrir Valskonur sem leika í átt að dalnum fræga.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og Jóhann Ingi dómari fer yfir málin með fyrirliðunum Sóley og Málfríði Ernu.

Ekkert því til fyrirstöðu að fara að byrja fjörið.
Fyrir leik
Það er aðeins farið að tínast í stúkuna en enn alltof fáir áhorfendur mættir. Koma svo Vestmannaeyingar. Drífa sig. Stutt að fara og fínasta veður.
Fyrir leik
Annars eru byrjunarliðin klár eins og sjá má hér til hliðar.

Ian Jeffs stillir upp sama liði og tapaði fyrir Blikum í síðustu umferð.

Hjá Val gerir Pétur Pétursson eina breytingu frá 2-0 sigrinum á HK/Víkingi. Thelma Björk kemur inn fyrir Ásdísi Kareni.
Fyrir leik
Það er gaman að segja frá því að á meðan liðin hita upp stýrir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir 4. flokki sameiginlegs liðs Selfoss/Hamars/Ægis/KFR í leik gegn ÍBV á Týsvelli hér við hlið Hásteinsvallar.

Fyrir leik
Það er fínasta veður hér í Vestmannaeyjum og liðin eru að hita upp. Búið að fínpússa rúðurnar á blaðamannastúkunni og allt að verða klárt.
Fyrir leik
Ef við rennum yfir innbyrðisviðureignir félaganna í efstu deild undanfarin 5 ár þá hafa Valskonur haft betur með fimm sigra gegn þremur. Tvisvar hafa liðin gert jafntefli.

Það hefur aldrei orðið markalaust í leikjunum 10 og samtals 35 mörk skoruð. Það er því útlit fyrir markaleik á eyjunni góðu.

Liðin skiptu sigrunum á milli sín á síðasta tímabili. Valskonur unnu fyrri leikinn 4-0 á heimavelli en ÍBV náði fram hefndum með 3-1 sigri í Eyjum.

Síðast þegar liðin mættust var það í Lengjubikarnum fyrir tveimur mánuðum. Þá unnu Valskonur auðveldan 4-0 sigur.
Fyrir leik
Fyrir leik sitja liðin í 3. og 5. sæti deildarinnar.

Valskonur eru í 3. sæti með 9 stig af 12 mögulegum. Liðið hefur unnið Selfoss, HK/Víking og Grindavík. Eina tap liðsins var gegn Stjörnunni.

Eyjakonur eru hinsvegar í 5. sæti. Hafa unnið FH og KR en tapað fyrir Þór/KA og Breiðablik.

Liðin hafa sumsé bæði unnið "skyldusigrana" gegn liðunum í neðri hluta deildarinnar en tapað fyrir liðunum í efri hlutanum.

Það er því mikið undir hér í kvöld. Mikilvægt að ná sér í þrjú stig og stimpla sig inn í toppbaráttuna.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur Fótbolta.net!

Verið hjartanlega velkomin með okkur til Vestmannaeyja.

Framundan er stórleikur ÍBV og Vals í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna og hér verður hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir ('12)
10. Elín Metta Jensen ('87)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas
14. Hlín Eiríksdóttir ('71)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Arianna Jeanette Romero
26. Stefanía Ragnarsdóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('12)
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir
19. Teresa Noyola Bayardo ('87)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('71)
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Margrét Magnúsdóttir
Andri Steinn Birgisson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Hlín Eiríksdóttir ('32)

Rauð spjöld: