Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
1
2
Breiðablik
Ásgeir Örn Arnþórsson '1 1-0
1-1 Árni Vilhjálmsson '55
1-2 Ernir Bjarnason '87
22.08.2011  -  18:00
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 865
Maður leiksins: Kári Ársælsson, Breiðabliki
Byrjunarlið:
Kristján Valdimarsson
3. Hinrik Atli Smárason ('73)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('67)
24. Elís Rafn Björnsson

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson

Gul spjöld:
Heiðar Geir Júlíusson ('63)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og veriði velkomin í beina textalýsingu af leik Fylkis og Breiðabliks í 16. umferð Pepsi-deildar karla.

Við minnum á að valdar færslur af samskiptavefnum Twitter gætu ratað hingað inn í textalýsinguna. Notið #fotbolti svo eftir þeim verði tekið.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við lýsinguna. Athyglisvert er að Ingvar Þór Kale hefur misst stöðu sína sem byrjunarliðs markvörður Breiðabliks. Sigmar Ingi Sigurðsson er kominn í markið í hans stað.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það er kalt og rignir öðru hvoru og eftir því eru fáir í stúkunni á Fylkisvelli. Liðin eru að klára lokaundirbúning fyrir leikinn sem hefst 18:00. Búið er að flýta leiktíma í deildinni þar sem daginn er tekið að stytta.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það styttist í það að Magnús Þórisson dómari flauti til leiks en honum til aðstoðar eru þeir Leiknir Ágústsson og Magnús Jón Björgvinsson
Fyrir leik
Fylkismenn klikka ekki á bakkelsinu frekar en fyrri daginn. Í dag er boðið upp á Pepsí að sjálfsögðu og síðan eru þessar fínustu túnfisksamlokur og kökur í boði einnig.
1. mín
Leikurinn er hafinn og vonumst við eftir góðri skemmtun. Leikurinn hefst aðeins á eftir áætlun einhverja hluta vegna.
1. mín MARK!
Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Ásgeir Örn kemur Fylki yfir strax á fyrstui mínútu leiksins!!
3. mín
Ásgeir Örn fékk boltann rétt fyrir utan teig og komst inn í teiginn og náði skoti sem fór beint í markið. Það kom enginn varnarmaður Blika í hann og Ásgeir nýtti þetta vel
Örvar Arnarsson
Þetta hlýtur að vera dagurinn sem Fylkis-skúrinn "mikli" veltur niður hlíðina með tilheyrandi hlátrasköllum og sjúkrabílafargani. #fotbolti
10. mín
Blikar virðast vera búnir að átta sig á því að leikurinn er hafinn og hafa keyrt vel á Fylkismenn síðustu mínútur. En þó án þess að skapa sér nein hættuleg færi.
Viktor Lekve
Hvað er að gerast, Fylkir komnir yfir í fyrrihálfleik ! hefur þetta gerst áður ? #risinnervaknaður #3-0fyrirorange #fotbolti
14. mín
Þjálfari Fylkismanna, harðjaxlinn Ólafur Þórðarsson á afmæli í dag hvorki meira né minna. Er hann 46 ára gamall. Við hér á Fótbolti.net óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með afmælið!
22. mín
Það er allt brjálað um að vera á Fylkisvellinum.....eða þannig. Síðustu mínútur hafa einkennst af leiðindum.
24. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Fær gult spjald fyrir brot.
26. mín
Mikil atgangur við mark Blika eftir hornspyrnu Fylkismanna en Blikar bægðu hættunni frá.
32. mín
Ásgeir Örn var nálægt því að bæta öðru marki við eftir snarpa sókn Fylkismanna. Tómas Joð sendi boltann fyrir markið en Ásgeir hitti boltann illa og skaut honum yfir markið.
36. mín
Það hefur nú lifnað yfir leiknum síðustu mínútur og eru Blikar orðnir ansi ágengir í sókninni en vantar bit til þess að klára dæmið.
38. mín
Mikil reikistefna var hér á miðjum vellinum. Virtust leikmenn beggja liða vera eitthvað ósáttir en þó voru engin læti eða þvíumlíkt.
43. mín
Dauða dauða dauða dauða færi. Hjörtur Hermansson sem er fæddur 1995 tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Blika. Boltinn lak inn í teig Blikana og þar var Kjartan Ágúst sem náði til boltans, var í dauðafæri en setti boltann framhjá markinu.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Árbænum. Vonandi að seinni hálfleikurinn verði fjörugri en sá seinni!
46. mín
Inn:Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir) Út:Viðar Örn Kjartansson (Fylkir)
Seinni hálfleikur er hafinn. Fylkismenn gera breytingu á liði sínu sínu. Trausti Björn Ríkharðsson fer af velli og Rúrik Andri Þorfinnsson
48. mín
Þórður Steinar missti boltann klaufalega og Rúrik fékk boltann frá Baldri. Rúrik átti bara eftir að setja boltann framhjá Sigmari í markinu sem hann gerði en boltinn lenti í hliðarnetinu.
55. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Eftir klaufagang í vörn Fylkismanna jafna Blikar leikinn en Blikar fengu hornspyrnu og atgangurinn var mikill í vörn Fylkismanna og mikil þvaga myndaðist. Fjölmiðlamenn eru ekki vissir hvort um sjálfsmark sé að ræða eða hvort að Árni Vilhjálmsson hafi skorað. En við setjum það þannig allavegna í bili.
60. mín
Tómas Joð átti fyrirgjöf og Rúrik náði að skalla að marki boltinn fór yfir markið.
63. mín Gult spjald: Heiðar Geir Júlíusson (Fylkir)
Þórir Hannesson fær gult spjald fyrir að handleika boltann,
67. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
71. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Andri Már Hermannsson (Fylkir) Út:Hinrik Atli Smárason (Fylkir)
74. mín
Dylan Macallister með skalla beint fyrir framan mark Fylkis eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni en skallinn ekki nógu góður og yfir.
78. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Markaskorari Blika, Árni Vilhjálmsson fer af velli.
83. mín
Það er ekki mikið um að vera. Því er kannski ágæt að tilkynna ykkur það að 865 manns hafa komið hingað í Árbæinn til að horfa á þennan leik.
87. mín MARK!
Ernir Bjarnason (Breiðablik)
Kári Ársælsson skorar með skalla eftir sendingu frá Jökli!!!
88. mín
Blikar fengu aukaspyrnu hægra meginn á vellinum. Jökull I Elísabetarson tók spyrnuna sem var snyrtilega tekin. Kári smellhitti boltann með höfðinu og beint í markið og fyrirliðinn því að öllum líkindum að tryggja Blikum sigur enda lítið eftir.
89. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
90. mín
Leiknum er lokið með sigri Blika. Þeir voru betri í seinni hálfleik í leik sem hafði svo sem ekki upp á mikið að bjóða.
Byrjunarlið:
Sigmar Ingi Sigurðarson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson ('78)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('71)
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
19. Kristinn Jónsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
30. Andri Rafn Yeoman ('71)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Höskuldur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('89)
Guðmundur Kristjánsson ('24)

Rauð spjöld: