Fram
0
1
Víkingur Ó.
0-1
Vignir Snær Stefánsson
'36
Guðmundur Magnússon
'65
Vignir Snær Stefánsson
'90
30.05.2018 - 19:15
Framvöllur
16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Sól og hægur vindur og teppið slétt og flott
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Vignir Snær Stefánsson
Framvöllur
16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Aðstæður: Sól og hægur vindur og teppið slétt og flott
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Vignir Snær Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Helgi Guðjónsson
('58)
9. Mihajlo Jakimoski
10. Orri Gunnarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
17. Kristófer Jacobson Reyes
('83)
20. Tiago Fernandes
23. Már Ægisson
('79)
Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Mikael Egill Ellertsson
('83)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
5. Sigurður Þráinn Geirsson
('79)
10. Fred Saraiva
('58)
15. Daníel Þór Bjarkason
19. Magnús Snær Dagbjartsson
Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson
Gul spjöld:
Heiðar Geir Júlíusson ('42)
Orri Gunnarsson ('56)
Rauð spjöld:
Guðmundur Magnússon ('65)
Leik lokið!
Víkingar eru farnir áfram en Fram situr eftir. Get ekki annað en talið að Fram hafi verið rænt marki hér á uppbótartíma. Vona að það sjáist vel á upptöku
90. mín
Boltinn var inni hjá Fram eftir aukaspyrnuna og Fran tekur hann upp vel fyrir innan marklínuna en Egill flautar ekki mark!!!!!!!
Framarar eru rændir framlengingu hér í uppbótartíma sýndist mér
Framarar eru rændir framlengingu hér í uppbótartíma sýndist mér
90. mín
Gult spjald: Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.)
Stöðvar boltann með hendi á miðjum velli
90. mín
Rautt spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Vignir fær hér seinna gula og þar með rautt fyrir að stoppa snögga sókn
90. mín
Fram í færi! Fyrirgjöf frá vinstri sem er ekkert sérstök verður góð þegar Orri mætir seint í teiginn og á skotið en framhjá fer það
90. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.)
Út:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.)
Síðasta skipting leiksins
86. mín
Fín aukaspyrna en einhver flétta hjá Arnóri og Hlyni fer úrskeiðis þegar þeir taka báðir hlaup frá boltanum
85. mín
Framar einoka boltann þessar mínútur enda verða þeir að skora en eru ekkert að skapa
83. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Fram)
Út:Kristófer Jacobson Reyes (Fram)
Síðasta breyting Fram
79. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Út:Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Pape er mættur
78. mín
Framar manni færri eru að stjórna leiknum þessa stundina en vantar úrslitasendingu til að skapa færi.
74. mín
Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Vignir tekur Orra hér niður þegar Orri er við það að sleppa í gegn. Hugsar bara um manninn en ekki boltann og er líklega heppinn að tolla inná
70. mín
Hvernig fóru Víkingar að þessu. Sloppnir í gegn 1 á 1 á Atla en Atli lokar vel og ver
65. mín
Rautt spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Emir og Guðmundur fara báðir í sama boltann og ef eitthvað er finnst mér Emir brjóta á Guðmundi en Egill dæmir á Guðmund og rekur hann af velli
65. mín
Hvað gerðist hér Emir og Gummi liggja báðir og sá ég ekki hvað gerðist en Egill hefur dæmt aukaspyrnu
61. mín
Hættuleg sókn Fram. Már með ágætis fyrirgjöf sem Guðmundur nær kollinum í boltann en skallinn er laus upp í loftið og Fran grípur
59. mín
Fram mun hressara hér þegar um 15 min eru liðnar af seinni eru að reyna að sækja en án þess þó að skapa neina hættu af ráði
58. mín
Inn:Fred Saraiva (Fram)
Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
Pedro tekur Helga útaf fyrir Fred sem hefur glímt við meiðsli síðustu daga
52. mín
Sé ekki almennilega hvað gerist hér en Nacho liggur eftir og virðist hafa fengið högg á andlitið. Egill dæmir brot á Nacho
47. mín
Byrjar voðalega svipað og sá fyrri. Framarar eiga í bölvuðu basli með að hitta á samherja í sendingum og tapa boltanum oft afar klaufalega
45. mín
Hálfleikur
Get ekki annað en hrósað Fram fyrir aðstöðuna sem þeir bjóða blaðamönnum uppá. Veislusalur og veitingar og meira að segja gullnar veigar fyrir þá sem áhuga hafa á.
45. mín
Hálfleikur
Fran grípur boltann í baráttu við Hlyn og liggur aðeins eftir en er fljótur á fætur þar sem Egill flautar til hálfleiks
45. mín
Leikurinn mikið að róast eftir markið en Víkingar áfram áfram aðeins sterkari og lítið að frétta fram á við hjá Fram
42. mín
Gult spjald: Heiðar Geir Júlíusson (Fram)
Heiðar Geir með eina tveggja fóta sem á Ívar. Tekur boltann en fer líklega aðeins í manninn og uppsker gult. Víkingar í stúkunni kalla á rautt. Má alveg færa rök fyrir því
40. mín
Framarar slegnir. Voru búnir að vera vinna sig ágætlega inn í leikinn en heilt yfir er þetta líklega sanngjarnt.
36. mín
MARK!
Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Ívar Reynir Antonsson
Stoðsending: Ívar Reynir Antonsson
Hvað eru varnarmenn Fram að gera. Boltinn berst inná Ívar hægra meginn í teignum og hann fær heila elífð til að finna Vigni sem er aleinn á markteig og setur boltann faglega framhjá Atla í marki Fram
35. mín
Gult spjald: Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Ljótt að sjá. Gonzalo lætur sig falla eftir viðskipti við Már án þess að nokkuð brot ætti sér stað. Vel dæmt hjá Agli
34. mín
Framarar mikið verið að styrkjast síðustu mínútur en ekkert færi sem talandi er um komið ennþá í þennan leik.
33. mín
Víkingar stálheppnir að fá ekki dæmt á sig víti. Framarar reyna fyrirgjöf frá vinstri og boltinn fer greinilega í útrétta hönd varnarmanns en Egill lætur sér fátt um finnast. Áfram með leikinn
30. mín
Helgi gerir vel fyrir Fram. Tapar boltanum og Ívar fer á sprettinn upp kantinn en Helgi hleypur hann uppi og tekur af honum boltann
28. mín
Heldur rólegt yfir þessu núna. Leikurinn að ná jafnvægi og baráttan í fyrirrúmi.
24. mín
Egill er að flauta of mikið. Víkingar fá hér aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Framara fyrir ekki neitt
22. mín
Gonzalo í hlaupinu fær boltann einn á einn gegn Arnóri sem nær af honum boltanum og hreinsar. Framarar sækja og brotið á Helga á vítateigslínu. Þetta gæti orðið hættulegt.
20. mín
Sasha með flotta sendingu innfyrir á Ívar sem er vinstra meginn í teignum. Ívar á laust skot sem fer framhjá Atla en rúllar framhjá stönginni fjær.
16. mín
Leikur Fram í hnotskurn þetta fyrsta korter. Vinna boltann hátt á vellinum en sendingin frá Orra ít á Helga á vinstri vængnum alltof föst og útaf
14. mín
Gonzalo gerir virkilega vel í að hlaupa í gegnum varnarlínu framara og vinna kapphlaupið um boltann. Reynir að vippa yfir Atla en rétt framhjá stönginni fer boltinn
13. mín
Frömurum gegngur illa að tengja saman sendingar og missa boltann of auðveldlega þegar þeir reyna að sækja. Víkingar halda boltanum betur en eru ekki að skapa sér nein færi.
10. mín
Töluverð pressa frá Víkingum en Hlynur Atli kemur boltanum frá. Víkingar reyna aftur en boltinn endar aftur fyrir
10. mín
Ágætis fyrirgjöf fá Gonzalo sem Ívar skallar en beint upp í loftið. Atli kemur út og Ívar brýtur á honum
7. mín
Már Ægis brýtur á Ingiberg um 30 metra frá marki vinstra meginn aukaspyrna dæmd. Hún er of nálægt Atla í marki heimamanna sem handsamar knöttinn
5. mín
Álitleg sókn hjá Fram endar með skoti frá Orra frá vítateigsboga en laaaaaaangt framhjá. Slæsaði hann
3. mín
Mikill barningur hér í upphafi og Víkingar aðeins meira með boltann en eru ekkert að skapa
1. mín
Leikurinn er hafinn það eru Víkingar sem hefja leik og sækja í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Liðin að hita upp af fullum krafti og rétt um korter í kick-off. Sólin skín enn svo gott fólk allir á völlinn!
Fyrir leik
Liðin eru kominn í hús og geta lesendur séð þau hér til hliðar.
Mesta athygli vekur að að Kwame Quee er ekki í hóp hjá Ólafsvík
Mesta athygli vekur að að Kwame Quee er ekki í hóp hjá Ólafsvík
Fyrir leik
Hér í Safamýri er stórfínt veður og er ekki úr vegi að hreinlega hvetja fólk til að skella sér á völlinn.
Fyrir leik
Heimamenn hófu svo leik á móti hinu fornfræga félagi Ármanni. Ármann telfdi afar reynslumiklu liði sem innihélt meðal annara Tommy Nielsen, Bjarka Gunnlaugsson og Sigurbjörn Hreiðarsson núverandi aðstoðarþjálfara Vals. Reynslan á þeim bænum skilaði litlu í leiknum því Framarar höfðu þar 6-0 sigur. Næstu fórnarlömb Fram voru svo GG sem sem steinlágu fyrir þeim bláklæddu 10-0. Í 32 liða úrslitum ferðuðust Framarar svo norður til Húsavíkur og slógu þar út lið Völsungs 2-1 í framlengdum leik.
Fyrir leik
Leið gestanna hingað í 16 liða úrslit hófst með 5-0 sigri á liði KFG. Næst lá leið þeirra á Grýluvöll í Hveragerði þar sem þeir lentu í kröppum dansi gegn liði Hamar en höfðu 5-3 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks.
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
4. Kristófer James Eggertsson
5. Emmanuel Eli Keke
7. Ívar Reynir Antonsson
('90)
7. Sasha Litwin
('76)
10. Sorie Barrie
13. Emir Dokara
19. Gonzalo Zamorano
('79)
22. Vignir Snær Stefánsson
28. Ingibergur Kort Sigurðsson
Varamenn:
3. Michael Newberry
6. Pape Mamadou Faye
('79)
11. Alexander Helgi Sigurðarson
('76)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gul spjöld:
Gonzalo Zamorano ('35)
Vignir Snær Stefánsson ('74)
Ívar Reynir Antonsson ('85)
Kristinn Magnús Pétursson ('90)
Pape Mamadou Faye ('90)
Rauð spjöld:
Vignir Snær Stefánsson ('90)