Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Keflavík
2
3
ÍBV
0-1 Shameeka Fishley '7
0-2 Díana Helga Guðjónsdóttir '11
0-3 Sigríður Lára Garðarsdóttir '32
Sveindís Jane Jónsdóttir '58 1-3
Sophie Groff '64 2-3
02.06.2018  -  12:00
Nettóvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Skýjað og dágóður vindur en völlurinn lítur ágætlega út
Dómari: Gylfi Tryggvason
Maður leiksins: Shameeka Fishley (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Lauren Watson (m)
Eva Lind Daníelsdóttir
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Groff
7. Mairead Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir ('89)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Auður Erla Guðmundsdóttir (m)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
18. Una Margrét Einarsdóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('89)
21. Birgitta Hallgrímsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Brynja Pálmadóttir
Ljiridona Osmani
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Ólöf Stefánsdóttir
Ástrós Lind Þórðardóttir
Soffía Klemenzdóttir
Særún Björgvinsdóttir

Gul spjöld:
Kristrún Ýr Holm ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það er búið að flauta til leiksloka! ÍBV er komið áfram í 8-liða úrslit eftir vægast sagt fjörugan leik!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Spyrnan er góð áður en vindurinn grípur boltann og feykir honum aftur fyrir markið!
90. mín
Sveindís með langt innkast en Sísí skallar boltann í horn. Ná Keflavík að jafna???
89. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (Keflavík) Út:Íris Una Þórðardóttir (Keflavík)
Dagmar inná. Gunnar ætlar að jafna þennan leik á loka mínútunum.
89. mín
Vóóó! Þarna var Emily fljót að hugsa það kemur hörku bolti inná teig en Emily er fljót úr markinu og nær boltanum á undan Natöshu.
88. mín
Cloe fer með boltann upp að hornfána og reynir að halda honum þar. Ég veit ekki hversu skynsamlegt það er að reyna tefja í stað þess bara spila áfram.
87. mín
Inn:Rut Kristjánsdóttir (ÍBV) Út:Adrienne Jordan (ÍBV)
JEffsy að ná í reynsluboltann til að sigla þessu heim.
86. mín
Sophie Groff með skot frá miðju nánast úr aukaspyrnu en Emily grípur þennan bolta auvðeldlega.
85. mín
Keflavík er að gera taktískar breytingar hérna. Natasha er kominn framarlega á miðjuna og Katla fer í hafsentinn.
83. mín Gult spjald: Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Fyrsta gula spjald leiksins.
83. mín
Ég var að fá góðan gest í fjölmiðlaboxið en Harper Eyja 1 árs dóttir Natöshu fékk aðeins að hlýja sér á milli þess sem hún styður mömmu sinna.
81. mín
LAUREN WATSON!

Virkilega vel varið frá Lauren Watson eftir skot fra Clöru!
80. mín
Frábær tilraun frá Sísí! Tók vel á móti boltanum og skaut sem vinstri á lofti í bláhornið en Lauren ver þetta frábærlega.
80. mín
Það er aðeins farið að bæta í vindinn hérna og Keflavík er með vindinn í bakið. Það eru 10 mínútur eftir og þessi leikur er í járnum þessa stundina
76. mín
Katla María fær aukaspyrnu á stór stór stórhættlegum stað fyrir utan vítateig gestanna. Sophie og Aníta standa við boltann en þær geta báðar spuyrnt boltanum.

Aníta tekur sspyrnuna eftir jörðinni og beint í fangið á Emily í markinu. Fínasta spyrna samt sem áður
75. mín
Fishley er hinsvegar að fara á 110% krafti í aöll návígi hérna og liggja þær hver eftir aðra í valnum eftir baráttu við hana. Greinilega líkamlega sterkur leikmaður.
73. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Út:Díana Helga Guðjónsdóttir (ÍBV)
Jeffsy setur Clöru inná fyrir síðasta korterið. Hann getur ekki verið sáttur með sóknarleik ÍBV síðustu mínútur og kallar á Clöru.
72. mín
Ef ég tala bara hreina Íslensku þá finnst mér Keflavík fjandi líklegar til þess að jafna bara þennan leik. Það er lítill vilji í ÍBV þessa stundina og leikmenn Keflavíkur eru að vinna nánast öll einvígi á vellinum.
70. mín
Stúkan biður um víti! Sveindís Jane var fljót að kasta boltanum inn úr innkasti mér sýndis Katla falla eftir baráttu við Júlíönu
68. mín
Hvað get ég sagt? Þvílikur kraftur og dugnaður í Keflavík hérna á fyrstu 20 mínútum seinni hálfleiks og þær eiga þetta bara skilið miða við síðustu mínútur. ÍBV verið værukærar i síðari hálfleik hafa haldið að þær væru með unnin leik í höndunum en Kefllavíkur stelpur voru ekki á sama máli!

Ná Keflavík að jafna??
66. mín
Inn:Sóley Guðmundsdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Jeffsy er ekki parsáttur með spilamennskuna síðustu mínúturnar en fyrsta skipting leiksins hefur litið dagsins ljós og er það Fyrirliðinn Sóley Guðmundsdóttir sem að kemru hér inná fyrir ÍBV
64. mín MARK!
Sophie Groff (Keflavík)
Stoðsending: Anita Lind Daníelsdóttir
KEFLAVÍK ER BÚIÐ AÐ SKORA AFTUR og aftur var það úr hornspyrnu. Emily ARmstrong átti geggjaða markvörslu eftir skot frá Anítu sem að gaf þeim hornið. Aníta tekur svo geggjaða spyrnu inn á teig og Sophie skallar boltann af miklum krafti í netið! 3-2 og þetta er bullandi leikur.
62. mín
Keflavík aftur líklegar núna var það Katla María sem á fast skot sem fer rétt framhjá markinu. Það er rosalegur kraftur í Keflavík þessar mínúturnar.
60. mín
ÍBV SKORAR! En nei línuvörðurinn flaggar rangstæður, ég er ekki viss að þetta hafi verið rétt. Frábært spil hjá ÍBV þar sem Shameeka Fishley tekur geggjaðan snúning á miðjunni og setur boltann út á hægri vænginn þar sem Díana Helga kemur með boltann fyrir á Cloe sem að skallar boltann fyrir lappirnar á Shameeku sem að skora með góðu skoti! Falleg sókn en því miður taldi það ekki.
58. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Natasha Anasi
ÞÆR SKORA ÚR HORNINU! Frábær hornspyrna sem að fer beint á vítapunktinn þar sem Natasha Anasi hoppar lang hæðst í teignum og skallar á markið en Eyjakonu bjarga á línu! Sveindís Jane er fyrst að átta sig og tekur frákastið og hamrar boltanum i netið. Fáum við leik hérna??
58. mín
Allt annar kraftur í Keflavík núna í upphafi síðari hálfleiks og þær eru að halda boltanum betur. Sveindis Jane vinnur hornspyrnu eftir baráttu við Caroline
55. mín
Júlíana skallar boltann hér í horn eftir langt innkast frá KEflavík og liggur eftir.

Keflavík taka hornspyrnuna sem að gestirnir hreinsa frá beint í lappirnar á Sophie Groff sem lendir í samstuði við títtnefndu Júliönu og liggur eftir. Dómarinn dæmir ekkert og leikurinn heldur áfram.
53. mín
Keflavík að ógna! Sophie Groff með flottan sprett upp vinstri vænginn og rennir boltanum fyrir markið þar sem Emily lendir í tómu basli og missir boltann aftur fyrir og Keflavík fær hornspyrnu. Þarna skapaðist hætta en lítið varð úr horninu.
51. mín
Það er margt spunnið í þetta Keflavíkur lið. Þær þurfa bara aðeins að róa sig á boltanum og halda honum meira innan liðsins eins og þær gerðu á upphafs mínútum leiksins og þá gætu þær ógnað ÍBV vörnina.
50. mín
Strákarnir úr meistarflokk Keflavíkur eru ekki lengur með mér í fjölmiðlaboxinu og er ég aftur orðinn smá einmanna þar. Leikurinn hinsvegar að bjóða upp á mikla skemmtun.
49. mín
Katie "Beckham" Kraeutner eins og ég ætla kalla hana hér eftir er að taka öll föst leikatriði ÍBV. Hún á aukaspyrnu inná teiginn þar sem Lauren grípur boltann en fær Caroline í sig og dómarinn dæmir aukaspyrnu.

Það heyrast nokkur vel valinn orð úr stúkunni.
48. mín
Natasha í veseni og sparkar boltanum í Fishley sem að gefur boltann fyrir markið en af varnarmanni fer hann og í horn.
47. mín
ÚFF! Shameeka Fishley með ágætis skot en boltinn fer rétt yfir markið.
46. mín
Eftir virkilega gott bakkelsi og mögulega lengsta hálfleik sem ég hef séð er þetta komið í gang á nýjan leik.

Ég sé ekki í fljótu bragði hvort skiptingar hafi átt sér stað í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn Hálfleikur í Keflavík og ÍBV er með mikla yfirburði.

Strákarnir í úr mfl Keflavíkur ætla bjóða mér í bakkelsi.

Sjáumst í síðari hálfleik.
43. mín
Dauðafæri hjá ÍBV, Adrienne Jordan með frábæran bolta fyrir markið sem að fer í gegnum allan pakkan á Cloe Lacasse sem á gott skot en í hliðarnetið fer það.
40. mín
Júlíana Sveinsdóttir liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu. Gæti alveg verið að hún þurfi að fara af velli hérna.

Á meðan á þessu öllu stendur kallar Natasha liðið sitt saman og ræðir málin.
39. mín
ÍBV fær hornspyrnu frá hægri sem að Katie Kraeutner. Það skapast smá darraðardans í teignum en Lauren handsamar svo boltann og hættan líður hjá.
38. mín
Stúkan brjáluð vilja fá aukaspyrnu þegar brotið er á Sveindísi fyrir utan vítateig ÍBV!
35. mín
Mér sýnist þetta ætla stefna í mjög erfiðan dag hjá Keflavík. Þær finna lítinn takt þessa stundina og þetta virðist nokkuð þæginlegt fyrir ÍBV.
32. mín MARK!
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Katie Kraeutner
Það er 3-0! Eftir mikinn darraðardans í teignum berst boltinn út á kant þar sem Katie Kraeutner kemur með góða fyrirgjöf. Keflavík mistekst að hreinsa boltann og hann fer beint í loftið þar sem Sísí rís hæst í teignum og skallar hann yfir Lauren í markinu sem ætlaði að reyna handsama knöttinn.
31. mín
Mikill darraðardans í teig Keflavíkur og ÍBV er við það að sleppa þrisvar í gegn en þær ná alltaf að verjast.
29. mín
ÍBV fær hornspyrnu sem að Katie Krautner en spyrnan er slök og fer í hliðarnetið.
24. mín
Lítið að gerast þessar mínúturnar en ÍBV fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað sem að Sísí virðist ætla að taka.

Spyrnan hennar fer hinsvegar langt yfir markið.
21. mín
Nokkrir leikmenn úr meistaraflokkk karla Keflavíkur sitja með mér og veita mér félagskap í fjölmiðlaboxinu.
20. mín
ÚFF Sigríður Lára og Sophie skalla hérna saman og Sophie liggur eftir a vellinum en hún virðist harka þetta af sér og heldur leik áfram.


17. mín
KEFLAVÍK Í FÆRI! Áhorfendur kalla eftir vítaspyrnu þegar að boltinn fer í Sesselju inn í teig en þetta var aldrei hendi. Boltinn skoppar út í teiginn þar sem Katla María reynir skot en yfir markið.
16. mín
Virðist brotið á Sísi en Gylfi beitir hagnaðinum því að boltinn lendir hjá Ingibjörg Lúciu sem að reynir eitt stykki Xabi Alonso skot yfir Lauren en það endar á þaknetinu.
15. mín
Caroline Slambrouck með laflausan skalla en Lauren grípur þetta auðveldlega!
14. mín
Heimastelpur geta ekki verið ánægðar með þessa byrjun. Þær byrjuðu þennan leik af miklum krafti en fá svo bara 2 mörk beint í andlitið.
11. mín MARK!
Díana Helga Guðjónsdóttir (ÍBV)
Stoðsending: Katie Kraeutner
hvað er að gerast hérna?? Staðan er 2-0 fyrir ÍBV!!

Katie Kraeutner kemur með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Díana Helga mætir og skallar boltan í jörðina og yfir Lauren Watson í markinu. Virkilega sterk byrjun hjá ÍBV!
9. mín
Það var virkilega sterkt hjá ÍBV að fá Shameeka Fishley frá Verona rétt fyrir lok gluggans. Hún er mikill gæðaleikmaður sem að getur spilað flestar stöður á vellinum og gefur ÍBV mikla vidd í sóknarleikinn.
7. mín MARK!
Shameeka Fishley (ÍBV)
ÍBV er komið yfir eftir 7 mínútna leik og er það Shameeka Fishley sem að skorar með frábæru skoti.

Fishley fær boltann rétt fyrir utan vítateig og stillir honum upp áður en hún tekur skotið eftir jörðinni í fjærhornið og Lauren Watson í markinu átti ekki möguleika!
5. mín
ÍBV fá aukaspyrnu út á hægri vængnum eftir að brotið var á Adrienne Jordan.

Katie Kraeutner tekur spyrnuna Keflavík koma boltanum frá.
2. mín
Heyrðu það er bara skothríð í byrjun leiks. Keflvíkingar vinna boltann á miðjunni og keyra fram þar sem boltinn endar hjá Anítu Lind og hún tekur vinstri fótar skot fyrir utan teig en það fer framhjá markinu. Keflavík að byrja af miklum krafti
1. mín
Það eru nokkrar hræður mættar í stúkuna og öskra Áfram Keflavík. Keflavík byrjar þennan leik af krafti og eiga fyrsta skotið strax eftir mínútu leik en Katla María reynir vinstri fótar skot fyrir utan teig sem fyrir yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
KICK-OFF! Það eru eyjakonur sem að byrja með boltann og sækja í átt að miðbænum!

Lofa góðum leik og skemmtilegri lýsingu!
Fyrir leik
Jæja það styttist í þessa Mjólkurbikar Veislu!

Boltasækjarnir eru klárir, lukkudýrin klár og leikmenn gera sig tilbúna ti þess að labba út á völl.
Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í leik og ég er eini fjölmiðillinn sem er mættur. Það er enginn mættur í stúkuna það er ekki boðlegt! Hvar eru hinir fjölmiðlarnir? Hvar eru Keflvíkingar? Hvar eru Eyjamenn?
Spurdi Hjorvar um markmennina og hvers vegna markmenn hita upp langt a undan hinum leikmonnunum.



Fyrir leik
Update: Ég var að fá þær fréttir að "Drummsen" hefði vaknað um 11 samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Ég ræddi aðeins við Jeffsy um byrjunarliðið. Hann talaði um að það væri þreyta í liðinu væru búnar spila marga leiki á stuttum tíma í erfiðum aðstæðum á erfiðum völlum og því hafi han ákveðið að breyta aðeins liðinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Lykilleikmenn eru á sínum stað hjá Keflavík. Natasha, Sophie Groff og Sveindís Jane byrja allar í dag. Þessar þrjár þurfa allar að eiga toppleik í dag ætli Keflavík að ná í sigur.

Það vekur athygli mína hvernig Ian Jeffs stillir upp sínu liði. Shameeka Fishley byrjar sinn fyrsta leik fyrir ÍBV á meðan fyrirliðinn Sóley Guðmundsdóttir, Rut Kristjánsdóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Clara Sigurðardóttir eru allar á bekknum hjá ÍBV í dag en þetta eru fastamenn í liðinu.
Fyrir leik
Það er oft talað um "Sunny Kef" en það stendur ekki undir nafni í dag. Það er vel skýjað og dágóður vindur á vellinum. Ég ætla samt að gefa Keflavík það að völlurinn og aðstæður hér eru með því betra sem ég hef séð hingað til í sumar.

Ég ætla rétt að vona að Peppsquadkefbois mæti á völlinn í dag og taki trommurnar með því ég vil sjá alvöru stemmingu í stúkunni.

Það væri líka gaman ef að einhver tæki það að sér að vekja Joey Drummer það er 110% örrugt að hann er ekki vaknaður fyrir hádegi á Laugardegi.
Fyrir leik
Eitt af einvígum ársins mun eiga sér stað hér í dag!

Natasha "The Wall" Anasi Fyrirliði og varnarmaður Keflavíkur sem og fyrrum leikmaður ÍBV mun mæta sinni bestu vinkonu Cloe "Canadian Thunder" Lacasse framherja ÍBV.
Þær eru fyrrum "Roommates" eins og kaninn kallar þetta og bjuggu saman í 2 ár meðan þær voru báðar í ÍBV.

Þetta eru tveir leikmenn í toppklassa og verður fróðlegt að sjá þeir einvígi í dag. Kæmi mér ekkert á óvart þótt þær myndu detta í eins og eitt stykki tæklingu á hvort aðra og svo létt orðaskipti.
Fyrir leik
Keflavík gerðu góða ferð upp á skaga í síðustu umferð bikarsins og unnu feiknasterkt lið ÍA 2-0.

ÍBV eru ríkjandi bikarmeistarar og koma Pepsi-deildar liðin fyrst inn í 16-liða úrslitin.
Fyrir leik
Komiði margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem fram fer á Nettó-vellinum í Keflavík og hefst á slaginu 12:00
Byrjunarlið:
1. Emily Armstrong (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
5. Shameeka Fishley
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('73)
15. Adrienne Jordan ('87)
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('66)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir ('66)
7. Rut Kristjánsdóttir ('87)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('73)
18. Margrét Íris Einarsdóttir
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Inga Jóhanna Bergsdóttir
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:

Rauð spjöld: