Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Selfoss
4
0
Fjölnir
Barbára Sól Gísladóttir '13 1-0
Eva Lind Elíasdóttir '18 2-0
Eva Lind Elíasdóttir '45 3-0
Eva Lind Elíasdóttir '76 4-0
01.06.2018  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Alltaf sumar á Selfossi
Dómari: Ásgeir Viktorsson
Áhorfendur: 250
Maður leiksins: Eva Lind Elíasdóttir
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir ('53)
Alexis Kiehl
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('56)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('75)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
19. Eva Lind Elíasdóttir

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Íris Sverrisdóttir ('75)
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('56)
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('53)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
27. Sophie Maierhofer

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Margrét Katrín Jónsdóttir
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Selfossi. Selfoss mun betri aðilinn í kvöld en tökum ekkert af Fjölnisstelpum, þær börðust allan tímann og vörðust vel Selfoss var einfaldlega of stór biti í kvöld.

Sanngjarn sigur Selfyssinga sem eru með sigrinum komnar áfram í 8-liða úrslitin.
90. mín
Venjulegum leiktíma lokið. Veit ekki alveg hversu mikið er bætt við en það er örugglega nokkrar mínútur.
88. mín
Lítið að gerast þessa stundina, leikurinn svolítið að fjara út. Liðin skiptast á að taka spretti upp völlinn, en ekkert áhugavert.
83. mín
Fjölnisstelpur eru ekki á því að gefast upp. Eiga hérna flotta sókn sem Selfoss nær að verjast vel. Leikurinn er ekkert búin fyrr en sú feita syngur.
82. mín
Selfoss aftur í dauðafæri, Eva með góðan sprett upp kantinn og setur hann fyrir markið, þar er Alexis en skotið er dapurt og Margrét ver það í markinu.
76. mín MARK!
Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
MAAAAARK !!!! Eva Lind með sitt þriðja mark í leiknum. Þessi sprettur hjá stelpunni! kemst ein á móti markmanni Fjölnis leikur vel á hana og skorar í autt markið.

Það er enginn að fara ná henni þegar hún er komin á ferðina, það er bara svoleiðis.
75. mín
Inn:Íris Sverrisdóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Selfoss með þriðju skiptinguna sína út fer Barbára og inn kemur Íris Sverris. Barbára búin að eiga flottan leik.
72. mín
Inn:Aníta Björg Sölvadóttir (Fjölnir) Út:Harpa Lind Guðnadóttir (Fjölnir)
Fjölnir með skiptingu. Út fer Harpa Lind og inn kemur Aníta Björg.
66. mín
Vá vá vá vá ! Margrét Ingþórsdóttir með geeeeeggjaða tvöfalda vörslu ! Fyrst Karitas með gott skot sem Alexis fylgdi vel á eftir en Margrét vel vakandi. Selfoss fær hornspyrnu sem rennur út í sandinn.
62. mín
Fjölnir fær hornspyrnu eftir flottan sprett upp hægri kantinn. Fín spyrna en skallinn fer yfir markið. Fjölnir er að taka við sér.
56. mín
Inn:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss) Út:Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss)
Selfoss með aðra skiptingu út fer Hrafnhildur Hauks og inná kemur Sunneva Hrönn.
53. mín
Inn:Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss) Út:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss)
Erna kemur út og Kristrún inn. Góður leikur hjá Ernu.
52. mín
Heyriði ég hef ekki við ! Selfyssingar liggja svoleiðis í sókn. Sending inní teig þar sem Alexis er ein en slök móttaka og skotið fer langt yfir.
48. mín
Selfyssingar aftur í góðu marktækifæri, góð sending inn í teig þar sem Eva Lind er ein og óvölduð, tekur skot í fyrstu snertingu en langt yfir markið. Það er greinilegt að Selfyssingar ætla sér ekkert að gefa eftir. Fjölnisstúlkur þurfa að fara gefa aðeins í ætli þær ekki að tapa stórt hérna í kvöld.
46. mín
Vá leikurinn byrjar með látum Selfyssingar strax í daaauðafæri, boltinn dettur fyrir Ernu rétt fyrir innan vítateig Fjölnisstelpna en slakt skotið fer rétt framhjá. Hefði viljað sjá Ernu gera betur þarna !!
46. mín
Seinni hálfleikur er byrjaður, engar skiptingar voru gerðar í hálfleik hjá hvorugu liði.
45. mín
Jæja, Skítamórall er komið á fónin, það er komin hálfleikur. Selfyssingar 3-0 yfir í hálfleik. Leikurinn er svolítið eins og veðrið hérna á Selfossi, rólegt en svo koma vindkviður inn á milli.
45. mín MARK!
Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
MAAAARK !!!! í uppbótartíma fyrrihálfleiks! Þetta kom alveg uppúr þurru. Eva Lind slapp upp vinstri kantinn lét á einn leikmann og lét svoleiðis vaða að boltinn söng í netinu.

Fallegt
45. mín
Barbára með fína takta, stelpan á eldi í dag. Kemst upp að endalínu með fínt skot en vel varið hjá Margréti í marki Fjölnis. Fjölnisstelpur geta þakkað henni fyrir að vera ekki meira undir, hefur verið að taka flottar vörslur í dag!
41. mín
Inn:Rakel Marín Jónsdóttir (Fjölnir) Út:Ásta Sigrún Friðriksdóttir (Fjölnir)
Fjölnir gerir skiptingu. Ásta varð fyrir einhverju hnjaski og virðist því miður ekki geta haldið leik áfram. Rakel kemur inn fyrir hana.
35. mín
Ennþá mjög tíðindalítið hér á Selfossi, liðin skiptast á að hafa boltann en engar þannig séð hættur á ferð. Heppni að ég sé með orkudrykk hérna heldur manni vakandi
30. mín
Lítið að gerast þessa stundinga, Selfyssingar samt hættulegri.
23. mín
Fjönir fær aukaspyrnu á fínum stað, fyrsti darraðadans leiksins en því miður fyrir Fjölnisstúlkur rennur þetta í sandinn.
18. mín MARK!
Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
MAAAARK !! já sælir, Eva lind vinnur boltann á miðjunni styngur vönina af fer framhjá markmanninum og rúllar boltanum í tómt markið!! Selfoss komið í 2-0 og ég hef ekki við að skrifa !
17. mín
Fjölnir fær hornspyrnu. Leikmaður nr.20 Kristjana Ýr tekur hornspyrnuna og það er bjargað á línu, vá þarna mátti ekki muna um minna og Selfoss stelpur heppnar.
13. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
MAAAAAAARK !!!! Selfoss stelpur fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Anna María tekur spyrnuna og ég held ég hafi séð rétt en Barbára nær til boltans og setur hann snyrtilega inn. Selfoss er komið 1-0 yfir !!!
6. mín
DAUÐAFÆRI !!!! Alexis kemst ein í gegn og setur boltann framhjá marki Fjölnisstúlkna þarna hefði ég viljað sjá mark!!!

Á meðan ég skrifa þetta kemst Karitas Tómasdóttir ein í gegn en dapurt skot hennar er varið vel af Margréti og Selfyssingar fá hornspyrnu sem ekkert verður úr.

Selfyssingar verða að nýta þessi færi.
3. mín
Leikurinn byrjar strax!
Hættuleg sending inn fyrir vörn Selfyssinga þar sem Hlín Heiðarsdóttir er mætt, nær illa til boltans og Caitlyn nær í boltann en virðist eitthvað hafa meiðst. Hún herðir þetta af sér, það er ekki spurning.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafin hérna á JÁVERK-vellinum á Selfossi, eitthvað hefur bætt í vindinn en veðrið er gott samt sem áður
Fyrir leik
Veðrið er í rauninni eins gott og það verður held ég. Heiðskýrt, 12-13 stiga hiti og glampandi sól.

Þetta verður veisla.
Fyrir leik
Selfyssingar virðast vera að vakna upp frá dvala og hafa fengið 4 stig úr síðustu 2 leikjum í Pepsi deildinni. Unnu FH-inga en gerðu síðan jafntefli við Grindavík við virkilega erfiðar aðstæður.

Þetta lið er algjört bikarlið og hefur alla jafnan gengið vel í bikarkeppninni og farið meðal annars tvisvar í úrslit á síðustu árum.
Fyrir leik
Stelpurnar úr Gravarvogi slóu Hauka út í 32-liða úrslitum nokkuð sannfærandi, 3-0.

Það hefur hinsvegar gengið bölvanlega hjá þeim í 1.deildinni það sem af er en liðið situr á botni Inkasso deildarinnar með 0 stig. Hafa tapað þremur leikjum.

Fjölnisstúlkur vonast sennilega eftir einhversskonar bikarævintýri, sjáum hvað gerist.
Fyrir leik
Góða kvöldið og gleðilegt sumar og velkomin með okkur í sveitina á JÁVERK-völlinn á Selfossi.

Það er Mjólkurbikarskvöld og það eru Selfoss og Fjölnir sem eigast við í 16-liða úrslitum.
Byrjunarlið:
1. Margrét Ingþórsdóttir (m)
Hlín Heiðarsdóttir
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
Íris Ósk Valmundsdóttir
Eva Karen Sigurdórsdóttir
Harpa Lind Guðnadóttir ('72)
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir ('41)
4. Bertha María Óladóttir (f)
13. Vala Kristín Theódórsdóttir
21. Aníta Björk Bóasdóttir
22. Guðrún Helga Guðfinnsdóttir

Varamenn:
12. Silja Rut Rúnarsdóttir (m)
4. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
5. Hrafnhildur Árnadóttir
10. Aníta Björg Sölvadóttir ('72)
16. Rakel Marín Jónsdóttir ('41)
17. Rúna Sif Stefánsdóttir
17. Lilja Hanat
27. Stella Þóra Jóhannesdóttir
31. Guðfinna Ósk Eiríksdóttir

Liðsstjórn:
Páll Árnason (Þ)
Rósa Pálsdóttir
Katerina Baumruk
Axel Örn Sæmundsson
Þórir Karlsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: