ÍBV
4
1
Stjarnan
0-1 Alexander Scholz '65
Brynjar Gauti Guðjónsson '71 1-1
Christian Olsen '74 2-1
Tryggvi Guðmundsson '77 3-1
Ian Jeffs '90 4-1
29.05.2012  -  18:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Skýjað og vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar
Áhorfendur: 591
Maður leiksins: Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('66)

Varamenn:

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
George Baldock ('87)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl! Sjötta umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með leik ÍBV og Stjörnunnar sem verður í beinni textalýsingu hér.

Þetta er eini leikur kvöldsins. Eyjamenn hafa aðeins tvö stig en bæði hafa þau unnist hér á þessum velli. Stjörnumenn geta komið sér upp í 2. sætið deildarinnar í bili allavega með sigri.
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson snýr aftur eftir meiðsli og er víst í byrjunarliði ÍBV.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Stjörnumenn halda sér við sama lið og gerði 1-1 jafntefli við ÍA í síðustu umferð. Hjá Eyjamönnum er Tryggvi Guðmundsson mættur aftur svo markametið gæti fallið í kvöld! Tryggvi er í byrjunarliðinu og þá kemur Gunnar Már Guðmundsson inn í hópinn en hann fer á bekkinn.
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson hitar upp ásamt liðsfélögum sínum. Gaman að sjá hann aftur á vellinum. Dómararnir eru einnig að hita upp en KR-ingurinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sér um flautuleikinn í kvöld.
Fyrir leik
Leikmannahópur Stjörnunnar fór með flugi en liðsstjórnin mætti með Herjólfi ásamt varamarkverðinum Arnari Darra Péturssyni. Það var víst bara pláss fyrir 16 manns í vélinni.
Fyrir leik
Nóg af tæknilegum örðugleikum í blaðamannagámi þeirra Eyjamanna. Fyrst var vesen með netið og svo rafmagnið í heild sinni. Ýmislegt sem ÍBV má betrumbæta í aðstöðu fjölmiðlamanna.
Fyrir leik
Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnumanna, lætur sig ekki vanta til Vestmannaeyja. Meðlimir hennar voru að spranga áðan og eru núna í stúkunni syngjandi hressir.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Stjörnumenn sækja í átt að Herjólfsdal og eru með vindi.
2. mín
Breyting greinilega gerð á byrjunarliði Stjörnunnar rétt fyrir leik. Gunnar Örn Jónsson kemur inn fyrir Garðar Jóhannsson.
8. mín
Ekkert opið færi og rokið hefur sín áhrif á spilamennskuna. Liðin lítið að ná að halda boltanum.
9. mín
Mads Laudrup með fyrsta skot á mark. Ætlaði að nýta sér vindinn og skaut af nokkuð löngu færi. Boltinn beint á Abel sem varði örugglega. Einhverjir heimamenn væntanlega verið stressaðir eftir markið sem Abel fékk á sig gegn Keflavík í síðustu umferð.
14. mín
Þokkalegur hraði í leiknum og útlit fyrir að ekki sé langt í að við fáum opið færi.
17. mín
Leikurinn einkennist af tilviljanakenndum spyrnum.
18. mín
ÍBV komst í stórhættulega skyndisókn. Víðir Þorvarðarson renndi boltanum á Tryggva Guðmundsson sem var í dauðafæri en brást bogalistin og skot hans framhjá!
22. mín
Heimamenn hættulegri upp við markið! Gummi Tóta með fína skottilraun sem virtist á leið inn en fór naumlega framhjá.
25. mín
Atli Jóhannsson fékk óvænt færi en Abel rétt náði að bjarga.
30. mín Gult spjald: Mads Laudrup (Stjarnan)
32. mín
Atli Jóh þekki völlinn vel og hann átti skottilraun. Skotið ekki nægilega fast og Abel varði af öryggi.
34. mín
Tryggvi mjög líklegur í þessum leik! Átti skot sem virtist stefna inn en á síðustu stundu náði Ingvar í marki Stjörnunnar að verja.
39. mín
Fer að detta í hálfleik hér í Eyjum. Heimamenn verið mun skeinuhættari og komist nær því að skora.
41. mín Gult spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Meðal áhorfenda í dag eru atvinnumennirnir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson sem í dag spila í Svíþjóð en eru fyrrum leikmenn ÍBV.
46. mín
Inn:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Seinni hálfleikur hafinn - Stjarnan gerði breytingu í hálfleik.
47. mín
Áhorfendur í kvöld eru 591. Ekki verið að slá nein áhorfendamet.
50. mín
Baldock með skot úr þröngu færi sem Ingvar náði að verja. Eyjamenn halda áfram að vera betra liðið.
55. mín
Seinni hálfleikur verið mjög tíðindalítill.
58. mín
Hörkusókn Eyjamanna. Arnór Eyvar í fínu skotfæri en varnarmaður Stjörnunnar náði að kasta sér fyrir boltann.
65. mín MARK!
Alexander Scholz (Stjarnan)
Stjarnan sem hefur ekkert verið að gera í þessum leik er skyndilega komin yfir! Varnarmaðurinn Scholz skoraði eftir hornspyrnu frá hægri. Abel Dhaira ekki sannfærandi í markinu, missti boltann frá sér og Scholz spyrnti honum í netið.
66. mín
Inn:Ian Jeffs (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
71. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Glæsilegt mark!!! Brynjar nýtti sér vindinn og negldi af löngu færi. Frábært skot sem söng í samskeytunum. Staðan 1-1.
74. mín MARK!
Christian Olsen (ÍBV)
Hvað var vörn Stjörnunnar að gera þarna?? Olsen spólaði sig þráðbeint í gegn og skoraði.
77. mín MARK!
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
MARKAMETIÐ ER FALLIÐ! Tryggvi skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu! Þvílíkt og annað eins sem þessi leikur sprakk út.
82. mín
Það er allt að gerast í Vestmannaeyjum!
84. mín
Inn:Ragnar Leósson (ÍBV) Út:Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
85. mín
Inn:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan) Út:Mads Laudrup (Stjarnan)
87. mín Gult spjald: George Baldock (ÍBV)
90. mín MARK!
Ian Jeffs (ÍBV)
Hrikalegur varnarleikur og Ian Jeffs, sem hefur átt frábæra innkomu, bætir fjórða markinu við!
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 4 - 1 sigri ÍBV. Umfjöllun og viðtöl koma hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('46)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal ('85)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Atli Jóhannsson ('41)
Mads Laudrup ('30)

Rauð spjöld: