Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
ÍA
3
0
ÍR
Hafþór Pétursson '40 1-0
Stefán Teitur Þórðarson '86 2-0
Garðar Gunnlaugsson '88 3-0
08.06.2018  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Dálítill vindur, 9 stiga hiti.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 1057
Maður leiksins: Bjarki Steinn Bjarkason(ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson ('26)
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Albert Hafsteinsson ('67)
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson ('82)
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason

Varamenn:
3. Ástbjörn Þórðarson
15. Hafþór Pétursson ('26)
16. Viktor Helgi Benediktsson ('82)
20. Alexander Már Þorláksson
26. Hilmar Halldórsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('67)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('19)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skagamenn með öruggan sigur á ÍR-ingum.j Viðtöl og skýrsla á leiðinni.


90. mín
Viktor Helgi með skot framhjá en einhvern veginn fékk Jóhann dómari það út að þetta væri horn! Uppúr horninu fær Viktor Helgi frían skalla en beint á Helga í markinu.
90. mín
90 mín komnar á klukkuna! og þá komast ÍR-ingar í færi en Guðfinnur skýtur framhjá.
88. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
GAME OVER!!!! Skagamenn að ganga frá þessu hérna! Bjarki Steinn með fyrirgjöf sem Helgi missir úr lúkunum og GG9 fær boltann og klárar vel.
86. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
MAAAAAAAAAKR! Skagamenn eru komnir í 2-0. Steinar Þorsteins fær boltann á hægri kanti og sendir á Stefán fyrir utan teig sem skýtur í bláhornið.
86. mín
Skagamenn fá horn sem ÞÞÞ tekur og skalli að marki en GG9 dæmdur brotlegur.
84. mín
ÍR-ingar fá hérna aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA en Máni Austmann með skelfilega fyrirgjöf/skot. Hvort sem það var þá var þetta arfaslakt
82. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA) Út:Ragnar Leósson (ÍA)
81. mín
Skagamenn að leita að örðu markinu til að klára þennan leik. Bjarki Steinn tekur skot utan teigs en yfir markið.
78. mín
Stefán Teitur með skot fyrir utan en vel yfir markið.
77. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (ÍR) Út:Teitur Pétursson (ÍR)
Skagamaðurinn í liði ÍR kemur útaf.
76. mín
Garðar nálægt því að skora þarna. Boltinn berst til hans í teignum en skotið lekur framhjá.
75. mín Gult spjald: Máni Austmann Hilmarsson (ÍR)
Enn og aftur spot on hjá Jóhanni.
74. mín
Loksins gerðist eitthvað. ÞÞÞ með flotta takta og sendir fyrir markið en varnaraður ÍR hreinsar í horn sem ÞÞÞ tók og skallinn frá Hafþóri framhjá.
67. mín
Bjarki Steinn með geggjaða fyrirgjöf en leikmenn ÍA aðeins of seinir að pota tánni í boltann.
67. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
Nýbakaður faðirinn GG9 kemur inná.
65. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Jói Kalli búinn að láta aðstoðardómarann heyra það nokkrum sinnum og Jóhann fékk nóg. Jói reydnar haft nokkuð til síns máls.
64. mín
Skagamenn 4 á 4 en Albert með virkilega slaka stungusendingu og aftur fyrir.
60. mín
AFTUR STEFÁN TEITUR! Arnar Már með geggjað sendingu inn fyrir vörn ÍR á Steinar sem gefur fyrir en Stefán mokar boltanum yfir! Ótrúlegt að Skagamenn séu ekki búnir að skora í seinni hálfleik
59. mín
STEFÁN TEITUR!!! Annað sláarskot!!! Bjarki Steinn með flotta takta í teig gestanna og sendir á Stefán sem neglir í slánna. Stefán átti að skora þarna.
57. mín
ÍR-ingar með skot langt fyrir utan en Árni ekki í neinum vandræðum. Sá ekki hver átti skotið.
54. mín
Ragnar með fyrirgjöf úr aukaspyrnu en skallinn frá Stefán Teit arfaslakur og aftur fyrir.
52. mín
RAGGI LE!!!!! Þvílíkt skot hjá Ragga. Tekur hann af 30 metrunum og hamrar í samskeytin! Helgi Freyr hefði ekki átt breik ef þessi hefði verið á rammann!
51. mín
Inn:Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR) Út:Gísli Martin Sigurðsson (ÍR)
50. mín
Frábær skyndisókn hjá ÍA. ÍR-ingar áttu horn og varnarmaður ÍA sendir fram á Stefán Teit sem geystist upp allan völlinn og sendir fyrir á Bjarkar sem skallar fyrir fæturna á Steinari sem neglir yfir.
47. mín
ARNAR MÁR!!!!! Skagamenn fá hornspyrnu og Arnar Már með skalla í slánna!
46. mín
Þá er seinni hálfleikur hafinn og eins og magnað og það er þá byrjar Skaginn með boltann í seinni hálfleik og sækir í átt að höllinni.


45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Akranesi. Ekki ósanngjörn staða en Skagamenn hafa oft spilað betur.
45. mín
Hafþór Péturs vill meira! Skalla yfir markið núna.
45. mín
Skagamenn fá hornspyrnu. Hörður Ingi með fyrirgjöf sem ÍR-ingar skalla aftur fyrir.
44. mín Gult spjald: Gísli Martin Sigurðsson (ÍR)
Fyrir brot. Enn og aftur spot on hjá dómaranum.
40. mín MARK!
Hafþór Pétursson (ÍA)
MAAAAAAAAAAAARK!!!!! Heimamenn eru komnir yfir! Skagamenn fengu aukapsyrnu út á vinstri kanti og Ragnar með geggjaða fyrirgjöf sem Hafþór stangar í markið!
40. mín Gult spjald: Már Viðarsson (ÍR)
Fyrir brot á Herði Inga. Ekki grófasta brotið en Jóhann dómari var búinn að gefa honum lokaaðvörun og get ekkert annað en spjaldað
38. mín
ÍR-ingar að sækja núna og Skagamenn bjarga í horn.
35. mín
Það er kominn skýring á þessu skiptingamáli. Leikmaður númer 6 byrjaði á bekknum en leikmaður númer 24 byrjaði leikinn. Þannig að 6 er ss kominn inná fyrir leikmann númer 14.
34. mín
ARNAR MÁR! Steinar með flotta fyrirgjöf en skallinn frá Arnari beint á Helga í markinu.
31. mín
ÍR-ingar gerðu hérna breytingu og leikmaður númer 6 kom inná en hann er skráður í byrjunarliðið. Bíð eftir frekari upplýsingum.
29. mín
Steinar Þorsteins labbaði framhjá varnarmönnum ÍR þarna en sendingin of innarlega og Helgi Freyr grípur auðveldlega.
26. mín
Inn:Hafþór Pétursson (ÍA) Út:Einar Logi Einarsson (ÍA)
Einar Logi meiddist áðan og gat ekki haldið leik áfram. Hafþór kemur bara beint í miðvarðarstöðuna fyrir Einar Loga
25. mín
Jónatan með skot vel fyrir utan en það er vel yfir markið.
23. mín
Aftur fá Skagamenn aukaspyrnu rétt utan teigs sem Raggi tekur en Helgi Freyr ver.
21. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu rétt utan teigs sem Raggi Le tók. Sendir hann fast með jörðinni og leikmenn ÍA hársbreidd frá að ná til boltnas. ÍR-ingar beint í sókn og skot utan teigs en Árni ver vel í markinu.
19. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Fær þetta fyrir brot. Spot on hjá Jóhanni dómara.
18. mín
ARNÓR SNÆR!!!! Hornspyrnan ekkert spes en boltinn berst á Arnór Snæ sem er með slakt skot og beint á Helga í markinu.
17. mín
Stefán Teitur fór illa þarna með varnarmenn ÍR, labbaði á milli tveggja og með skot í varnarmann
16. mín
Hörður Ingi með virkilega huggulega fyrirgjöf en Skagamenn bara ekki nógu fjölmennir í teignum.
14. mín
Helgi markmaður ÍR er búinn að vera í veseni með spörkin frá markinu. Kominn 4 skipti þar sem hann þrumar boltanum beint útaf við miðjulínuna.
12. mín
Ragnar Le fær fínt skotfæri fyrir utan teig en háááááátt yfir.
9. mín
ÍR-ingar ná hérna fínni sókn upp hægri kantinn og koma með boltann fyrir en Skagamenn hreinsa og bruna í sókn sem endar með að ÍA fær hornspyrnu sem ekkert verður úr.
8. mín
Máni Austmann er kominn inná eftir og virðist í lagi sem er gott að sjá.
6. mín
Máni Austmann fær hér aðhlynningu eftir að ÞÞÞ þrumaði boltanum í hausinn á honum. Óviljaverk og Máni er staðinn upp. Vonum að hann geti haldið leik áfram.
2. mín
Skagamenn með fyrsta "skotið" að marki. ÞÞÞ tók aukaspyrnu frá hægri kantinum en skallinn frá Arnari Má yfir markið.
1. mín
Skagamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins eftir 48sek
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað hjá okkur! Það eru ÍR-ingar sem byrja með boltann og sækja í átt að höllinni.
Fyrir leik
Það eru ungir knattspyrnuiðkendur frá bæði ÍA og ÍR sem labba á undan leikmönnum inná völlinn. Ekki ólíklegt að einhver af þessum ungu drengjum eigi eftir að spila meistaraflokksleik í framtíðinni.
Fyrir leik
Allir í blaðamannastúkunni spá heimamönnum sigri í kvöld en við sjáum til hvað gerist. Þetta eru jú 11 á móti 11 og allt getur gerst.
Fyrir leik
Það eru fínustu aðstæður til að spila fótbolta á Akranesi í kvöld. Dálítill vindur á annað markið en ekkert sem á að trufla vana fótboltamenn. Það er ca 9 stiga hiti og völlurinn fínn.
Fyrir leik
Þá eru ekki nema 10mín í leik hjá okkur og bæði lið farin uppí klefa í lokapepp fyrir leikinn! Vonandi fáum við fjörugan leik og fullt af mörkum.
Fyrir leik
Það eru tæpar 20 mín í leik og bæði lið að hita upp. Það er létt yfir mannskapnum.
Svo vil ég minna menn á Twitter. Þið þekkið þetta, #fotboltinet og valdar færslur gætu birst í lýsingunni
Fyrir leik
Það eru rétt um 50 mín í leik hjá okkur á Akranesi og byrjunarliðin eru komin en þau má sjá hér til hliðar.

Skagamenn gera eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Fram í síðustu umferð, Albert Hafsteinsson kemur inn fyrir Hafþór Pétursson

Gestirnir úr Breiðholtinu gera hins vegar þrjár breytingar frá tapinu gegn Þór í síðustu umferð. Út fara þei Patrik Sigurður Gunnarsson(m), Guðfinnur Þórir Ómarsson og Aron Kári Aðalsteinsson. Inn koma Helgi Freyr Þorsteinsson(m), Gísli Martin Sigurðsson og Jónatan Hróbjartsson.
Fyrir leik
Dómari leiksins heitir Jóhann Ingi Jónsson og honum til aðstoðar eru þeir Andri Vigfússon og Breki Sigurðsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Einar Örn Daníelsson.
Fyrir leik
Ég vil hvetja fólk til að mæta á völlinn! Það er frítt á völlinn í boði Norðuráls svo engar afsakanir teknar gildar! Mætingin í sumar hefur ekki verið neitt alltof glæsileg á Norðurálsvellinum. Frábær leiktími fyrir fjölskyldufólk, mæta snemma í burger á Aggapalli og hvetja sitt lið til sigurs.
Fyrir leik
Síðasti leikur á milli þessara liða á vegum KSÍ var Lengjubikarnum í fyrra(2017) og þar hafði Skaginn betur 2-1. Og samkvæmt heimasíðu KSÍ hafa liðin mæst alls ellefu sinnum síðan þau mættust fyrst árð 1998 og þar hafa Skagamenn mikla yfirburði. Átta sinnum hefur ÍA haft betur og þrisvar hafa liðin gert jafntefli og markatalan er 23-9 ÍA í vil. Og eins og glöggir lesendur hafa nú áttað sig á þá þýðir þetta að ÍR hefur aldrei unnið ÍA í leik á vegum KSÍ! Verður breyting þar á í dag?
Fyrir leik
Byrjunin í mótinu hefur verið öllu erfiðari fyrir gestina úr Breiðholtinu. ÍR-ingar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir umferðina með einungis þrjú stig, eftir einn sigur og fjögur töp í fyrstu fimm leikjunum og ljóst að þeir verða að fara að safna stigum ef ekki á illa að fara. Eini sigurleikurinn hingað til kom í annari umferð, 0-2 á Selfossi. Í síðustu umferð töpuðu þeir 0-1 fyrir Þór á heimavelli.
Fyrir leik
Skagamenn hafa byrjað mótið mjög vel og sitja í öðru sæti með sama stigafjölda og HK sem situr á toppnum. Þeir hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjunum og gert eitt jafntefnli. Þrír af þessum sigrum hafa verið 1-0 iðnaðarsigrar. Í síðustu umferð sóttu Skagamenn þrjú stig í Safamýrina í 0-1 sigri á Fram.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikurinn í 6.umferð Inkasso-deildarinnar. Það eru þrír aðrir leikir á dagskrá í dag og tveir á morgun og að sjálfsögðu verður bein textalýsing frá þeim öllum hjá okkur á .net.

Föstudagur
ÍA-ÍR kl 18:00(okkar leikur)
Haukar-Selfoss kl 18:30
Þróttur R.-Víkingur Ó kl 19:15
Njarvík-Fram kl 19:15

Laugardagur
Leiknir R.-Magni kl 16.00
Þór- HK kl 17:00
Fyrir leik
Heilir og sælir kæru lesendur .net og velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og ÍR frá Norðurálsvellinum á Akranesi.
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
4. Már Viðarsson (f)
6. Gísli Martin Sigurðsson ('51)
7. Jónatan Hróbjartsson
9. Björgvin Stefán Pétursson
14. Óskar Jónsson
15. Teitur Pétursson ('77)
16. Axel Sigurðarson
17. Máni Austmann Hilmarsson
22. Axel Kári Vignisson
23. Nile Walwyn

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Gylfi Örn Á Öfjörð
7. Jón Gísli Ström
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('51)
19. Brynjar Óli Bjarnason ('77)
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Magnús Þór Jónsson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Már Viðarsson ('40)
Gísli Martin Sigurðsson ('44)
Máni Austmann Hilmarsson ('75)

Rauð spjöld: