Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
FH
2
2
Keflavík
0-1 Sindri Þór Guðmundsson '16
Geoffrey Castillion '40 1-1
1-2 Marc McAusland '44
Atli Guðnason '67 2-2
04.06.2018  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábærar. Hálfskýjað, smá vindur og sól
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Hólmar Örn Rúnarsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon ('79)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eddi Gomes
20. Geoffrey Castillion
22. Halldór Orri Björnsson ('65)
23. Viðar Ari Jónsson
27. Brandur Olsen ('65)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
4. Pétur Viðarsson
8. Kristinn Steindórsson
11. Atli Guðnason ('65)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('65)
17. Atli Viðar Björnsson ('79)
19. Zeiko Lewis

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Axel Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Brandur Olsen ('20)
Eddi Gomes ('28)
Robbie Crawford ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3 Leik lokið með jafntefli. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Komnar 90 mínútur á klukkuna og það er þrem mínútum bætt við.
83. mín
Inn:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík) Út:Aron Freyr Róbertsson (Keflavík)
79. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
75. mín Gult spjald: Leonard Sigurðsson (Keflavík)
Fyrir að stoppa skyndisókn. Hefði alveg getað verið annar litur á spjaldinu þess vegna.
75. mín
Inn:Leonard Sigurðsson (Keflavík) Út:Juraj Grizelj (Keflavík)
71. mín
Næstum því sama uppskrift og áðan sem skilaði markinu þegar Jónatan sendir boltann á fjærstöng, Atli Guðna mættur og skallar í átt að markinu lendir fyrir framan Lennon en eftir klafs bjarga Keflvíkingar. Það er farið að draga verulega af Keflvíkingum eftir að hafa þurft að verjast í næstum 30 mínútur.
71. mín Gult spjald: Robbie Crawford (FH)
67. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
MAAAAARRRRKKKKK!!!

ÞVÍLÍKA SKIPTINGIN HJÁ ÓLAFI KRISTJÁNS!

Það í það minnsta hægt að halda því fram, því að mennirnir sem koma inná búa til jöfnunarmarkið. Jónatan með þvílíka gullsendingu frá hægri kantinum á fjærstöng og þar var enginn annar mættur en Atli Guðna sem setti boltann laglega í netið.
65. mín
Óli Kristjáns ekki sáttur greinilega við stöðuna og gerir hér tvær breytingar.
65. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Brandur Olsen (FH)
65. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (FH) Út:Halldór Orri Björnsson (FH)
64. mín
Það er varla hægt að segja að Keflavík hafi farið fram yfir miðju nú í seinni hálfleik. FH-ingar liggja svoleiðis á þeim og það er einungis spurning um hvort að Keflavík haldi það út.
59. mín Gult spjald: Lasse Rise (Keflavík)
58. mín
Brandur með góða sendingu inn í teig þar sem Castillion skallaði boltann en hann fór beint í fangið á Sindra.
52. mín
Davíð Þór með snilldar sendingu á Lennon sem slapp einn á móti Sindra sem kom vel út á móti og lokaði á skotið. Frábær markvarsla.
51. mín
FH byrjar seinni hálfleikinn af krafti. Þeir ætla sér að jafna þennan leik í það minnsta.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Hann má vel vera jafn skemmtilegur og seinni hluti fyrri hálfleiksins.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Við fáum okkur kaffi og með því. Þangað til á eftir, stay tuned.
45. mín
Að lágmarki þremur mínútum bætt við.
44. mín MARK!
Marc McAusland (Keflavík)
Stoðsending: Juraj Grizelj
MAAAARRRRKKKKK!!! Hvað er að gerast?! Keflvíkingar fá hornspyrnu og Marc McAusland einfaldlega skallaði boltann í netið. Jahérna hér.
40. mín MARK!
Geoffrey Castillion (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
MAAAAARRRRRKKKKKKK!!!!!! Loksins loksins loksins segja væntanlega stuðningsmenn FH því að Castillion var að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið. Það kom góð sending inn fyrir vörn Keflvíkinga þar sem Steven Lennon náði til boltans og sendi hann fyrir markið þar sem Castillion kom og potaði tánni í boltann og í netið.
36. mín
Keflvíkingar hafa bakkað mjög mjög mikið eftir markið og á meðan reyna FH-ingar að byggja upp sóknir sem brotna nær allar á varnarmúr Keflvíkinga. Frekar bragðdauft það sem af er.
34. mín
Einar Orri liggur niðri eftir samstuð við Castillion.
28. mín Gult spjald: Eddi Gomes (FH)
Fyrir tuð.
26. mín
Halldór Orri með nokkuð gott skot rétt yfir mark Keflvíkinga. FH hljóta samt að vera svekktir með þennan fyrsta hálftíma tæpan í leiknum. Hafa ekki verið að gera neinar gloríur.
20. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Fyrir tuð
16. mín MARK!
Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Hólmar Örn Rúnarsson
Maaaaarrrrrkkkkkkk!!!! Sindri Þór Guðmundsson skorar eftir að hafa fengið lúmska sendingu frá Hólmari Erni inn í vítateig FH. Vel slúttað hjá Sindra þarna.
15. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Marko Nikolic (Keflavík)
Marko Nicolic fer af velli
12. mín
Marko Nikolic lá á vellinum eftir samstuð við að ég held Halldór Orra. En er kominn nú á hliðarlínuna.
10. mín
Keflvíkingar eru ekki að gefa FH mikið færi á að spila boltanum. Eru að pressa þá stíft sem gerir það að verkum að spilamennskan er svoldið klafs hjá báðum liðum eins og er.
4. mín
Keflvíkingar fá aukaspyrnu af ca 30 metrum en skotið fór í varnavegginn og útaf.
1. mín
Keflavík þarf að taka miðjuna aftur einhverra hluta vegna og það gekk í seinna skiptið að byrja leikinn.
1. mín
Leikur hafinn
FH spilar í átt að norðurbænum í Hafnarfirði á meðan gestirnir spila í átt að Garðabæ. Leikurinn er hafin og þetta verður vonandi stuð.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn undir dynjandi lófataki og í fylgd ungra knattspyrnuiðkennda. Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Það eru tæpar tíu mínútur í að Pétur Guðmundsson flauti leikinn á. Honum til aðstoðar eru þeir Andri Vigfússon og Smári Stefánsson
Fyrir leik
Þá er ég búinn að prófa burgerinn á pallinum hjá FH-ingum. Það var enginn annar en Halli í Botnleðju sem grillaði fyrir mig og fær burgerinn afbragðsdóma. Svo er líka hægt að fá sér púbb fyrir þá sem það vilja.
Fyrir leik
Aðeins meiri tölfræði. En mér reiknast til að Keflavík hefur ekki unnið FH í síðustu 13 deildarleikjum. Spurning hvort að það breytist í kvöld.
Fyrir leik
FH og Keflavík hafa mæst 78 sinnum í KSÍ leikjum. Þar er FH með 49% sigurhlutfall en Keflavík 28%. Jafntefli hefur átt sér stað í 23% tilvika. Síðasti deildarleikur þessara liða var 2015 sem FH vann í Keflavík 1 - 2
Fyrir þá sem eru á Twitter mæli ég með að notað sé myllumerkið #fotboltinet þegar tíst er um leikinn. Aldrei að vita nema það verði pikkað upp og sett inn í textalýsinguna.
Fyrir leik
Það er gjörsamlega geggjað veður í Hafnarfirði til þess að horfa á knattspyrnuleik. Vil ég hvetja alla sem vettlingi geta valdið að mæta í krikann.
Fyrir leik
FH-ingar og Keflvíkingar mætast í Pepsi-deildinni eftir skamma stund. Byrjunarlið liðanna eru klár.

FH getur komist á topp deildarinnar með sigri en Keflvíkingar vilja koma í veg fyrir það og ná fyrsta sigri sínum í sumar. Keflvíkingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda en liðið er að dragast aftur úr á botni deildarinnar.

Juraj Grizel kemur inn í lið Keflavíkur fyrir Adam Árna Róbertsson. Þá heldur Lasse Rise sæti sínu eftir góða frammistöðu í síðasta leik.

Hjá FH er Eddi Gomes áfram í byrjunarliðinu en hann var maður leiksins í sínum fyrsta leik fyrir liðið í sigri gegn KA í Mjólkurbikarnum.

FH-ingar gera þó nokkrar breytingar frá þeim leik. Steven Lennon, Viðar Ari Jónsson og Brandur Olsen koma inn í liðið fyrir Kristinn Steindórsson, Egil Makan og Þóri Jóhann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Keflavíkur í 7.umferð Pepsí deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður vonandi geggjaður.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Marc McAusland
2. Ísak Óli Ólafsson
3. Aron Freyr Róbertsson ('83)
5. Juraj Grizelj ('75)
6. Einar Orri Einarsson
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic ('15)
25. Frans Elvarsson
99. Lasse Rise

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('15)
15. Atli Geir Gunnarsson
22. Leonard Sigurðsson ('75)
23. Dagur Dan Þórhallsson
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson

Gul spjöld:
Lasse Rise ('59)
Leonard Sigurðsson ('75)

Rauð spjöld: