Grindavík
0
2
Breiðablik
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen '62
0-2 Gísli Eyjólfsson '70
Arnþór Ari Atlason '87
09.06.2018  -  16:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smá gola rigning og vel blautur völlur
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 478
Maður leiksins: Sveinn Aron Guðjohnsen
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
6. Sam Hewson
7. Will Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Sito ('68)
18. Jón Ingason
22. René Joensen ('38)
23. Aron Jóhannsson (f) ('81)
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic
13. Jóhann Helgi Hannesson ('68)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('38)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Rodrigo Gomes Mateo ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik vinnur hér afar sanngjarnan sigur á Grindavíkurliði sem var afar dapurt hér í dag.
92. mín
92 á klukkunni og liðið sem er manni færri og 2-0 yfir er að pressa hátt á vellinum svo Grindavík á í basli með komast fram
91. mín
Blikar eru bara að sigla þessu heim í rólegheitum. Fátt sem Grindavík efur boðið upp á fram á við í þessum leik
90. mín
það eru +5 í uppbót
87. mín Rautt spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Arnþór fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrir hvað veit ég ekki en líklega hefur hann sagt. Var í baráttu um boltann inní teig Grindavíkur og braut vissulega af sér en ég efa það að hann hafi fengið gult fyrir það.
84. mín
Gulli eitthvað tæpur í fótunum virðist vera. Damir að taka markspyrnur fyrir hann
83. mín
Leikur Grindavíkur í hnotskurn. Varnarmenn Blika koma boltanum ekki frá en það er bara enginn Grindvíkingur nálægt til að nýta sér það
81. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
Síðasta skipting leiksins.
80. mín
Will Daniels að reyna fyrir heimamenn. Með boltann vinstra meginn við teiginn og leikur inn völlinn. Skotið slakt og fer vel framhjá
79. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Breiðablik) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Sveinn Aron átt gott dagsverk og Tokic kemur inn í hans stað,
77. mín
Færi!

BBB í ruglinu og lætur Svein vinna af sér boltann. Rekur hann að teignum og leggur boltann á Gisla sem er í dauðafæri en Jón Ingason með frábæra tæklingu og Blikar fá horn. Ekkert verður úr því
76. mín
Gísli reynir að þræða boltann á Svein en völlurinn er blautur og erfitt að hemja boltann.
74. mín
Dauðafæri!!!!!!!!!!!

Sveinn Aron fær boltann í teignum eftir góða sendingun frá hægri væng en nær ekki koma boltanum nægilega vel fyrir sig og Jajalo ver. Heimamenn koma svo boltanum í horn.
73. mín
Blikarnir eru búnir að vera mikið betri hér í seinni hálfleik og er þessi staða 100% verðskulduð. Fátt í spilunum hjá Grindavík eins og er.
70. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Mark!

Blikar bæta við. Andri Rafn rekur boltann eftir miðjum vellinum og finnur Gísla á vinstri vængnum sem á skot með jörðinni sem siglir í gegnum teiginn fram hjá öllum og í fjærhornið.

Brekkan er brött fyrir heimamenn
68. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Grindavík) Út:Sito (Grindavík)
Sito búinn að hlaupa mikið og vinna vel en lítil ógn stafað af honum
66. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
65. mín
Þær fréttir voru að berast að Elfar Freyr hafi verið fluttur frá leikstað í sjúkrabíl og að hann hafi farið úr axlarlið
62. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Frábærlega gert hjá Sveini. Kemur með boltann inn í teiginn hægra meginn frá tékkar út og tekur varnarmann úr leik og smellir honum framhjá Jajalo í fjærhornið.
61. mín
Frábærar markvörslur. Hendrickx með fyrirgjöf sem Sveinn missir af. Aron nær til boltans kemur honum á Willum sem reynir skot sem Jajalo ver beint upp í loft. Nær á lappir og ver boltann aftur þegar hann kemur niður sem dettur að lokum ofan á slánna og yfir.
60. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Fyrir brot á miðjum vellinum
59. mín
Alexander Veigar tekur aukaspyrnuna. Rennir honum meðfram vítateigslínu á Gunnar sem á ömurlegt skot
58. mín
Sito duglegur. Er einn á einn á móti Viktori. Nær að vinna sig framhjá honum og Viktor brýtur. Sleppur við gult
57. mín
Matthías Örn með skemmtilega takta við miðlínu. Var kominn í vonda stöðu á miðjum vellinum en tekur þrjá Blika á með einni hreyfingu og kemst fram hjá þeim
55. mín Gult spjald: Ágúst Þór Gylfason (Breiðablik)
Gústi fær hér Gult. Líklega sagt eitthvað miður fallegt
53. mín
Völlurinn hér í Grindavík er mjög blautur og menn mikið að renna í grasinu og leikurinn er eftir því
51. mín
Aron Bjarna maður á mann á vinstri vængnum, kemur boltanum fyrir en Grindavík hreinsar beint á Gísla sem á skot sem fer yfir
48. mín
Boltinn hrekkur hér tilviljanakennt á milli manna á vallarhelmingi Grindavíkur en dettur loks fyrir fæturnar á Sveini Aroni sem á hörkuskot frá vítateig sem smellur í stönginni!

Þarna voru heimamenn heppnir
45. mín
Þetta er farið af stað á ný. Liðin hafa skipt um vallarhelming og aææt orðið klárt fyrir 45 mín í viðbót af fótbolta.
45. mín
Hálfleikur
Leiðrétting vegna færisins sem Willum fékk. Jajalo varði boltann ekki heldur átti Jón Ingason einhverja þá svakalegustu tæklingu sem ég hef séð í lengri tíma.
45. mín
Hálfleikur
Hér er flautað til hálfleiks. Ekkert mark verið skorað eins og flestir lesendur hafa áttað sig á. Blikar hafa þó verið líklegri yfir heildina. Fáum vonandi mörk hér í seinni.
45. mín
Inn:Jonathan Hendrickx (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elfar hefur meiðst og Hendrickx kemur inná.
45. mín
Mjög slök aukaspyrna hjá Aroni Jó fyrir Grindavík. Einn maður í vegg og hann setur hann beint í hann. Fá þó horn
45. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Brot.
44. mín
Hvernig fór hann að því að skora ekki!!!!!!!

Aron Bjarna með boltann vinstra meginn í teignum. Finnur Willum á markteig sem skýtur beint á Jajalo og í horn. Hornið er tekið með jörðinni og uppúr því laust skot sem fer í Jajalo og þaðan í stöngina og rúllar eftir línunni þar til Jajalo nær honum
40. mín
Snögg sókn hjá Blikum. Gísli með klassabolta á Arnþór á hægri vængnum sem tímasetur hlaupið mjög vel. Fyrirgjöfin/skotið er hins vegar ekki af sömu gæðum og er auðvelt fyrir Jajalo
39. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Of seinn í tæklingu á Gísla.
38. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) Út:René Joensen (Grindavík)
René fer af velli. Alexander mætir í hans stað
36. mín
Vondar fyrir Grindavík.

René Joensen sest á völlinn og biður um skiptingu.
34. mín
Hvað gerðist hér? Will Daniels þrumar boltanum upp völlinn og Gísli Eyjólfsson rekur upp skaðræðisöskur. Stendur upp eftir nokkrar veltur og áfram með leikinn.
32. mín
Blikar sækja hratt. Arnþór ber boltann upp hægra meginn og rennir honum í hlaupaleiðina hjá Gísla sem á skot sem rúllar framhjá.
30. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Arnþór alltof seinn í tæklingu og straujar Jón Ingason. Klárt gult
29. mín
Eftir hornspyrnuna fá Blikar færi.

Damir með boltann vinstra meginn í teignum með mann í sér. Finnur Davíð ögn innar í teignum og hann á skot sem siglir rétt framhjá stönginni.
29. mín
Blikar sækja aftur og uppskera horn
28. mín
Flott spil hjá Blikum. Oliver og Sveinn spila vel sín á milli og Sveinn tíar hann upp fyrir Willum sem á gott skot sem Jajalo ver
27. mín
Eftir klafs hrekkur boltinn fyrir Aron í liði Grindavíkur sem reynir skot af 25 m vinstra meginn við teiginn en boltinn yfir
27. mín
Gunnar Þorsteins reynir fyrirgjöf en auðvelt fyrir Elfar
26. mín
Mikið miðjumoð og lítið um fótbolta þessar mínútur og leikurinn jafnast aðeins eftir að Blikar höfðu byrjað betur.
21. mín
Mikið af sendingafeilum hjá Grindavík fyrstu 20, eftir einn slíkann vinnur Sveinn boltann við miðlínu og keyrir í átt að marki og nær skoti en yfir fer boltinn.
19. mín
Meiri ró yfir leiknum núna en Blikar hafa verið töluvert líklegri
16. mín
Heldur betur að lifna yfir Blikum liggja þungt á Grindvíkingum og Willum nánast búinn að prjóna sig í gegnum alla vörn þeirra áður en BBB nær tá í boltann.
14. mín
Oliver með fyrirgjöf frá vinstri. Matthías skallar í horn. Grindvíkingar koma boltanum frá en Blikar pressa og vinna boltann hátt á vellinum
14. mín
Annað horn
13. mín
Lítið að gerast síðustu mínutur en Davíð Kristján með fyrirgjöf sem BBB þrumar frá. Blikar koma aftur og vinna horn
6. mín
Aukaspyrna tekin snöggt á miðjum vallarhelmingi Blika beint á Sito sem er í hlaupinu inn í teiginn en völlurinn er blautur og fyrsta snertingin svíkur hann.
3. mín
Og Sveinn Aron hinumeginn!

Willum ber boltann upp miðjann völlinn setur hann út á vinstri væng á Aron sem leikur knettinum að endamörkum og rennir honum fyrir á Svein sem nær ekki að koma boltanum fyrir sig og hann siglir framhjá
2. mín
Færi hjá Sito.

Will Daniels gerir vel á hægri vængnum og kemur boltanum inn í teiginn á Sito. Damir gerir vel í að þrengja færið og skotið er beint á Gulla í markinu.
1. mín
Blikar hafa breytt um leikkerfi og hefja þennan leik 4-2-3-1 meðan Grindvíkingar eru í sínu hefðbundna 5-4-1
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn sem hefja leik og sækja í átt að Þorbirni
Fyrir leik
Game of thrones stefið komið á og liðin að ganga til vallar. Fámennt í stúkunni þessa stundina en vonanadi að það bætist í þegar á líður.
Fyrir leik
Tveimur leikjum er lokið í 8.umferðinni.

Í gærkvöldi lögðu Fylkismenn Keflavík að velli 2-0 og nú rétt í þessu var verið að flauta til leiksloka í leik Víkings og ÍBV en þar höfðu Víkingar 2-1 sigur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt. Fljótt á litið sýnist mér bæði lið gera tvær breytingar á milli umferða. Hjá Grindavík koma Will Daniels og Matthías Örn inn fyrir þá Nemanja Latinovic og Brynjar Ásgeir.

Blikar setja svo Svein Aron og Willum Þór fyrir Andra Rafn og Kolbein Þórðarson Jonathan Hendrickx er svo mættur aftur á bekkinn
Fyrir leik
Við bíðum hér eftir að fá byrjunarliðinn inn. Þau hljóta að fara að skila sér.
Fyrir leik
Berglind spáir Blikum sigri:
Bæði lið eru búin að vera á eldi og þetta verður mikil barátta en mínir menn í Breiðabliki taka þetta.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji kvennaliðs Blika er spámaður 8.umferðar hér á Fótbolta.net og viti menn hún spáir Blikum sigri.
Fyrir leik
Heimamenn í Grindavík eru á ögn meiri siglingu þessa daganna og sitja þeir á toppi deildarinnar með 14 stig. Í 7.umferð mættu þeir Fylki hér á Grindavíkurvelli og höfðu þar 2-1 sigur eftir að hafa lent undir snemma leiks. Þar á undan voru þeir svo í heimsókn á Samsungvellinum hjá Stjörnunni og sóttu þar eitt stig í 1-1 jafntefli.
Fyrir leik
Við byrjum á því að skoða lið gestanna úr Breiðablik sem hafa ekki unnið deildarleik síðan 12.maí.Eftir kröftuga byrjun á mótinu hefur heldur sigið á ógæfuhliðina hjá Blikum í síðustu leikjum. Í síðustu umferð mættu þeir liði Stjörnunar á Kópavogsvelli og urðu að sætta sig við
0-1 tap í þeim leik. Þar á undan töpuðu þeir svo gegn Íslandsmeisturum Vals á Origovellinum 2-1

Þeir eru þó með 11 stig í 4.sæti deildarinnar og geta með sigri í dag jafnað Grindavík að stigum
Fyrir leik
Það má alveg færa rök fyrir því að kalla þennan leik stórleik því hér mætast liðinn í sætum 1 og 4 í Pepsideildinni en gengi liðanna síðustu vikur er þó talsvert ólíkt.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið velkomin til leiks í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Breiðabliks i 8 umferð Pepsi deildarinnar.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('45)
8. Arnþór Ari Atlason
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('66)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('79)
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Jonathan Hendrickx ('45)
9. Hrvoje Tokic ('79)
14. Andri Fannar Baldursson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('66)
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('30)
Viktor Örn Margeirsson ('39)
Elfar Freyr Helgason ('45)
Ágúst Þór Gylfason ('55)

Rauð spjöld:
Arnþór Ari Atlason ('87)