Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísland
2
0
Slóvenía
Glódís Perla Viggósdóttir '54 1-0
Glódís Perla Viggósdóttir '67 2-0
11.06.2018  -  18:00
Laugardalsvöllur
Landslið - A-kvenna HM 2019
Aðstæður: Frábært fótboltaveður. Raki í loftinu og skýjað
Dómari: Shona Shukrula
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
16. Harpa Þorsteinsdóttir ('82)
17. Agla María Albertsdóttir ('65)
22. Rakel Hönnudóttir ('52)
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Sandra María Jessen
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir ('65)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('82)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 2-0 sigri Íslands. Toppsætið er þessa stundina okkar!

Skyldusigur vissulega en það er erfiðara en að segja það að reyna að brjóta upp þennan varnarmúr sem Slóvenía bauð upp á í dag.

Það tókst þó að lokum og þökkum við Glódísi kærlega fyrir að vera til í dag!

Geggjaður sigur og þvílík stemming!
ÍSLAND Á HM hljómar héðan úr stúkunni!

Nú getur maður bara krotað stórum stöfum á dagatalið 1.september en þá búum við til VEISLU hér í Laugardalnum þegar við tökum á móti Þýskalandi!

Viðtöl og einkunnir koma seinna í kvöld!

TAKK FYRIR MIG

92. mín
Síðasta sókn Slóveníu líklega rann út í sandinn. Fyrirgjöf frá hægri sem fer aftur fyrir endamörk. Enginn hætta
91. mín
Fín sókn hjá íslenska liðinu. Sif með háan bolta yfir til vinstri þar sem Fanndís snýr á varnarmann og setur hann út á Sísí. Sísí hótar skoti fyrir utan teig og rennur honum á Ingibjörgu sem reynir sendingu fyrir. Varnarmenn komast inn í þetta á síðustu stundu og hreinsa burt!
90. mín
Dómarinn bætir við þremur mínútum.
89. mín
Sif-Glódís-Hallbera rúlla honum hér á milli sín í vörninni, ekkert stress og virðast allir bara vera að bíða eftir því að þetta klárist
88. mín
Inn:Anja Prsa (Slóvenía) Út:Lara Ivanusa (Slóvenía)
Önnur skipting Slóveníu. Ivanusa fær tvær mínútur til að setja mark sitt á leikinn.
87. mín
Stöndum upp fyrir Íslandi, sammála því. Þrjár mínútur eftir og bætum bara við
85. mín
Mateja Messi Zver fíflar Fanndísi upp úr skónum í vítateig Íslendinga hægra megin. Boltinn fer í varnarmann Íslendinga og svífur yfir markið. Úff, óþarfa hætta


Orri Rafn Sigurðarson
84. mín
Slóvenar að færa sig uppá skaftið. Halda boltanum ágætlega og freista þess að ná inn einu marki. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Ísland. Ekkert verður úr þessu
82. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Þriðja skipting Freysa í dag.
Markahæsti leikmaður Pepsideildarinnar kominn inná fyrir Hörpu. Við viljum þriðja markið
81. mín
Stúkan og Tólfan fær hrós frá mér! Þvílík stemming og þvílík lög sem hafa hljómað hér í allan dag!Ekki vitund Mánudagslegt við þetta. Maður er bara komin í stuð. Geggjað
78. mín
Elín Metta nær boltanum við miðju og stingur honum upp vinstra megin á Fanndísi. Keyrðu stelpa upp! Hún tekur á rás og nær skoti en það er ekki nógu gott og fer framhjá!
77. mín
Inn:Zala Kustrin (Slóvenía) Út:Spela Kolbl (Slóvenía)
76. mín
Mateja með góða sendingu inn fyrir á Conc sem nær hættulegasta skoti Slóveníu í leiknum. Guðbjörg í smá vandræðum en kýlir hann yfir


Orri Rafn Sigurðarson
75. mín
Vinstri bakvörður Slóveníu komin upp, þær ná að spila sig áfram að komast í átt að teignum. Smá hætta en ekkert sem okkar konur ráða ekki við þessa stundina!
74. mín
Víkingaklappið hjá nánast fullri stúku Íslands. Ég fæ ekki oft gæsahúð en gleðileg jól þetta er gæsahúð!


Orri Rafn Sigurðarson
71. mín
Prasnikar leikmaður Slóveníu kemst í góða stöðu hægra megin í teig Íslands. Ekki í þessu lífi segir Sif og á geggjaða tæklingu! Vel gert!!
67. mín MARK!
Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
GLÓDÍS ÍSLAND ELSKAR ÞIG!

Geggjuð hornspyrna hjá Selmu. Glódís hefur greinilega gluggað í textalýsinguna mína í hálfleik og ákvað að stökkva manna hæst núna og notfæra sér eina af hundrað og áttatíu hornspyrnum Íslands í leiknum!

GEGGJUÐ GLÓDÍS!

Geggjaður skalli og stangar hann í nærhornið!
66. mín
Elín Metta vinnur hornspyrnu. Hefur komið með kraft inn í leikinn. Keyrir beint á markið og það er það sem við viljum. Elín Metta mætti taka læknaprófið í hverri viku fyrir mér,þvílíkur kraftur!
Selma Sól tekur þessa
65. mín
Inn:Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Agla kemur út af. Sýnist Selma Sól færast þá yfir á hægri kantinn og Sísí inn á miðjuna
64. mín
Harpa liggur eftir! Fær boltann í fæturnar inn í vítateig. Hún er dúndruð niður að aftan en ekkert dæmt!! Dómari????
64. mín
Sýnist Sísí vera að gera sig tilbúna til að koma inná
62. mín
Selma tekur aukaspyrnuna, hættulegur bolti inn á teiginn. Boltinn endar óvænt með hælspyrnu í loftinu hjá Ingibjörgu og framhjá. Ingibjörg bjóst eflaust ekki við að fá hann þarna
62. mín Gult spjald: Kaja Erzen (Slóvenía)
Fyrir brotið á Elínu Mettu
60. mín
Elín Metta nær að snúa á varnarmenn vinstra megin og keyrir inn að teignum. Brotið á henni
59. mín
Hættuleg sókn hjá Íslandi. Elín Metta nær skoti sem markmaður þeirra nær að verja. JÁ það er komið meira líf í þetta, ekki hægt að segja annað. Við erum að skapa hættulegri færi núna í seinni hálfleik
58. mín
Harpa fær sendingu í fætur og gerir það sem hún gerir best, heldur honum vel. Það er farið aftan í hana og aukaspyrna á hættulegum stað sem við eigum
56. mín
Mateja Zver með skot sem er langt yfir! Hún hefur verið allt í öllu í sóknarleik Slóveníu í dag, Messi greiðslan er örugglega ekki að skemma fyrir henni heldur.
54. mín MARK!
Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera með geggjaða sendingu inn fyrir. Glódís svífur í loftinu alein og nær skalla sem markvörður Slóveníu nær að verja þetta í Glódísi sem skóflar honum svo inn með mallanum.

TAKK ELSKU GLÓDÍS!!
52. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland) Út:Rakel Hönnudóttir (Ísland)
Inn kemur Elín Metta fyrir Rakel Hönnu. Við þurfum mörk hér í kvöld og vonandi getur hún hjálpað okkur. Mætir fersk úr inntökuprófinu í Læknisfræði, ekki verra.
51. mín
Hvar erum við staddar? Vinstri bakvörður Slóveníu komin í gott færi vinstra megin í teignum. En lúðrar honum yfir! Þetta var of hættulegt fyrir minn smekk
48. mín
Nú verðum við að rífa okkur í gang ÍSLAND og fá mark í þetta!
48. mín
Aukaspyrna sem Gugga virtist vera með á nótunum en missir hann svo í horn. Svo kemur hornspyrna og títtnefnd Zver skallar hann framhjá! Vakna stelpur, ég er ekki í stuði að fá á mig mark hérna í dag
47. mín
Mateja Zver byrjar þennan leik einsog hún kvaddi fyrri hálfleik. Gunnhildur Yrsa er hinsvegar ekki í stuði fyrir þetta boltadútl og þrykkir hana niður.
46. mín
Leikur hafinn
Engar skiptingar hjá Freysa
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks.

Ísland hefur verið miklu miklu meira með boltann í leiknum og stjórnar þessum leik. Það er hinsvegar erfiðara en að segja það að brjóta þessa slóvensku rútu á bak aftur.

Freyr kemur vonandi með góðar hugmyndir fyrir stelpurnar til að opna þessa vörn í seinni hálfleik. Við höfum ekki náð að skapa okkur nein dauðafæri eða opin marktækifæri.
Við höfum hinsvegar fengið hafsjá af föstum leikatriðum einsog hornspyrnur og innköst. Á móti svona múr verðum við bara að nýta þau atriði betur!

44. mín
Leikurinn stoppaður. Verið að hlúa að leikmanni Slóveníu og tveimur mínútum bætt við
Ég heimta meiri læti í stúkunni á þessum lokamínútum fyrri hálfleiks! KOMA SVO

Það væri svo mikill léttir að fara með eitt mark inn í hálfleikinn þegar maður fer að fá sér pulsu
43. mín
Fanndís tekur þetta!! Fast skot sem Mersnik þarf að hafa sig alla við og ver það til að verja þetta! Þetta hefði mín vegna mátt vera inni
41. mín
Íslenska liðið að byggja upp enn eina sóknina. Eftir að þær spila í vörninni fær Fanndís boltann og á góða sendingu á Hörpu. Varnarmaður brýtur á Hörpu og það er aukaspyrna rétt fyrir utan teig!
40. mín
Harpa fær langa sendingu inn fyrir og á í kapphlaupi við varnarmenn en Mersnik í marki Slóveníu kemur út og nær þessu
40. mín
Stórhætta fyrir framan okkar mark eftir aukaspyrnuna þeirra!! En sem betur fer dæmd rangstaða. Hjálpi mér
39. mín
Ingibjörg komin með nóg af stælunum í Zver og neglir hana niður. Skil hana bara vel
38. mín
Sif með enn eitt langa innkastið. Sem fyrr reynir Rakel að flikka honum áfram en tekst ekki í þetta skiptið og þær hreinsa enn einu sinni frá.
37. mín
Mateja Zver er allt í öllu, gefur boltann út til vinstri hérna og fær hann aftur og reynir skot af löngu færi en þetta er yfir.
35. mín
Ingibjörg með geggjað múv hérna úti hægra megin. Varnarmaðurinn verður eitthvað frammá kvöld að átta sig á því í hvaða átt Ingibjörg fór. Geggjuð sending svo frá henni úti hægra megin niðri með jörðinni sem markmaðurinn nær að skutla sér í. Harpa reynir að ná frákastinu en þær hreinsa frá á síðustu stundu!!! Meira svona
33. mín
Þær eru svo fljótar að koma sér fyrir aftan boltann leikmenn Slóveníu. Zver er eina sem bíður frammi en hinar verjast allar. Við verðum að fara keyra meira á þær og búa til almennilegt færi!
33. mín
Hornspyrna hjá Hallberu, hún er góð! Þarna verðum við að vera grimmari! Þessi bolti siglir yfir allt og við eigum innkast hinum megin. Við verðum að fara nýta þessar hornspyrnur
32. mín
Jæja enn ein hornspyrna sem við vinnum!
30. mín
Fyrsta hornspyrna Slóveníu. Hún er ágæt en við náum að skalla burt! Flott
28. mín
Langt innkast hjá Sif, beint á hausinn á Rakel sem flikkar honum áfram en þær ná að hreinsa frá !
27. mín
Slóvenía reynir að byggja upp sókn, Mateja Zver er þar allt í öllu. Sækir boltann mikið til baka. Þetta rennur út í sandinn og Ísland byrjar að byggja upp sína sókn
25. mín
Selma tekur þessa aukaspyrnu en þetta er langt yfir!
23. mín
Brotið á Hörpu eftir gott spil Íslands fyrir utan teiginn. Aukaspyrna á hættulegum stað, nú viljum við mark!
22. mín
Leikurinn stoppaður, leikmaður Slóveníu hefur fengið hnjask. Stelpurnar eiga fund í kringum Fanndísi. Hún hefur greinilega verið aðeins heppnari en ég með veðrið í vor,það er nokkuð ljóst!
Hvort það er rauði hárliturinn á mér, mínus fimm gráðurnar í Reykjavík eða veðrið í Frakklandi er erfitt að segja
22. mín
Jæja, fimmta hornspyrnan hjá Hallberu. Boltinn berst til vinstri á Fanndísi sem á hættulega sendingu. Glódís hoppar hæst en skallinn er framhjá!!
Markið liggur í loftinu, það getur ekki annað verið!
20. mín
Geggjuð snudda hjá Sif inn fyrir á Hörpu. Harpa stingur hana af og boltinn berst á Öglu hinum megin sem nær lekkerum kloppa og boltinn í horn.
19. mín
Ísland að byggja upp sókn, reyna að finna leið í gegnum þennan múr hjá Slóveníu. Nú eigum við innkast sem Sif tekur, það er langt. Darraðadans í teignum en það verður ekkert úr þessu
17. mín
Hornspyrna hjá Hallberu, dæmt brot á markmanninn og þær fá aukaspyrnu. Þetta var ekki mikið en dómarinn sá greinilega meira en ég.
14. mín
Geggjuð sókn hjá Íslandi. Harpa kassar hann út á Rakel, BAMMM, nær föstu skoti en varnarmaður hoppar fyrir þetta!
Það er ljóst að við erum betra liðið hér í dag
14. mín
Hallbera með hornspyrnu. Gunnhildur nær skalla en hann er laus og þetta fer framhjá
13. mín
Ingibjörg vinnur hornspyrnu. Eftir þetta góða víkingaklapp væri gaman að fá mark!
12. mín
Mateja Zver hefur greinilega engu gleymt síðan hún var hér síðast. Kemur með fyrsta skot Slóveníu á markið eftir að hafa tekið nokkrar Ronaldo drillur. Guðbjörg öllu vön og grípur þetta auðveldlega
8. mín
Slóvenía spilar með 5 manna vörn og ætla greinilega að verja þetta stig sitt. Vonandi getum við brotið vörnina sem fyrst og fengið mark í þetta. Því fyrr því betra
7. mín
12 stig á vin minn með gjallarahornið sem leiðir hópsöng í stúkunni. Geggjaður. Bið sem flesta að splæsa á hann pulsu í hálfleik!
6. mín
Hallbera sleppur inn fyrir og stórhættuleg sending fyrir markið en hún var dæmd rangstæð!
5. mín
Hornspyrna úti vinstra megin. Geggjuð spyrna hjá Selmu Sól! En yfir allan mannskapinn og það er markspyrna
4. mín
Fáum langt innkast frá Sif,þetta eru svo löööng innköst. Boltinn flýtur yfir allt og myndast hætta. Fáum hornspyrnu
3. mín
Geggjuð sending hjá Rakel upp hægri kantinn á Öglu sem sendir hann í fyrsta inn fyrir en þær slóvensku ná að hreinsa þetta burt! Efnileg sókn!
3. mín
Grjóthörð tækling hjá Gunnhildi Yrsu. Hún lætur þær slóvensku vita að hún sé mætt og vel það!
2. mín
Liðsskipan Íslands er
Guðbjörg í markinu
Hallbera og Ingibjörg í bakvörðum. Sif og Glódís hafsentar.
Selma Sól og Gunnhildur Yrsa á miðjunni. Fanndís og Agla á köntunum og Rakel og Harpa frammi.
Sýnist þetta vera hefðbundið 4-4-2
2. mín
Selma með fyrstu aukaspyrnu leiksins, enginn hætta og markmaðurinn grípur inní
1. mín
Leikur hafinn
BYRJAÐ!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að við værum að mæta Manchester City. Þökkum fyrir að svo sé ekki.

Þjóðsöngur Íslands spilaður, lítur út fyrir að stelpurnar séu meira en tilbúnar í verkefnið. Ég er orðin spennt!
Tólfan er mætt! Allt einsog það á að vera!
Djöfulsins veisla!
Fyrir leik
Ég er kominn heim er spilað og fólk tekur vel undir! Geggjað
Kristjana hja Ruv er ad fara yfir um af spennu!


Orri Rafn Sigurðarson
Fyrir leik
Ætla að minna aftur á hvað þessi leikur er mikilvægur og afhverju fólk ætti að standa upp og drífa sig á leikinn!
Það eru aðeins 3 leikir eftir í riðlinum.

Ef við vinnum þennan leik hrifsum við toppsætið af ekki minni mönnum en Þýskalandi og getum búið til úrslitaleik 1.september um sæti á Saga Class á Heimsmeistaramótið í Frakklandi næsta sumar. Það væri nú ansi huggulegt að fá úrslitaleik á móti þýsku vélunum hér í rjómablíðu og flóðljósum, margt verra.

Það er geggjuð stemming hérna á vellinum, hálft Benedorm veður og Birgitta Haukdal ómar um allt svæðið! Gæti lífið verið betra?

Hérna fyrir utan eru hoppukastalar, verið að grilla hitt og þetta fyrir mannskapinn og fólk byrjað að týnast upp í stúku.

Jæja SJÁUMST Á LEIKNUM EFTIR HÁLFTÍMA !


Orri Rafn Sigurðarson
Fyrir leik
Fyrir áhugamenn um slóvenska leikmenn sem hafa spilað í Pepsideild kvenna má geta þess að Mateja Zver er fyrirliði gestanna í dag og leiðir sóknarlínu þeirra.
En hún spilaði fyrir Þór/KA við góðan orðstír frá 2008-2013 og raðaði inn mörkum fyrir þær. Vonandi fyrir okkur skoraði hún bara nóg þá.
Fyrir leik
Á bekknum hjá okkur höfum við nokkrar sem geta skorað mörk og vel það!

Berglind Björg er sem stendur markahæst í sumar með 7 mörk og svo eru þær Elín Metta og Sandra María með 5. Svava Rós er einnig á bekknum en hún hefur verið að spila í Noregi.
Svo höfum við tvær grjótharðar í þeim Sísí og Önnu Björk ef þannig liggur á okkur.

Ekki amalegt það!
Fyrir leik
Við eigum fyrir fram að vera sterkara liðið í dag og stjórna þessum leik. Freyr hefur ákveðið að stilla upp fjögra manna vörn.

Hann hefur á móti sterkari þjóðum stillt upp 5 manna vörn þegar við verjumst með þær Sif, Glódísi og Ingibjörgu fyrir miðri vörn og notast við vængbakverði.

En ætlar einsog áður segir í fjóra í dag. Fjögra manna vörnin okkar í dag er skipuð Hallberu, Sif,Glódísi og Ingibjörgu.

Þá fær Ingibjörg það hlutverk að hoppa yfir í hægri bakvörð.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Selma Sól úr Breiðablik kemur inn á miðjuna fyrir Söru Björk. Hún verður á miðjunni ásamt Gunnhildi Yrsu.
Hún á að baki 5 A landsleiki og verður gaman að sjá hana fá tækifæri í byrjunarliðinu í dag.

Rakel Hönnu er orðin leikfær og verður i framlínunni. Hún hefur hoppað inn í flestar stöður í landsliðinu, þá meðal annars hægri bakvörðinn og miðjuna. Hún hefur verið að spila frammi með liði sínu Lb07 í Svíþjóð og fær hún að spreyta sig frammi í dag.

Agla María sem hefur verið sjóðheit að leggja upp og skora með Breiðablik í sumar fær sæti í liðinu.
Fyrir leik
Þó það sé huggulegt að sitja heima og lesa þessa textalýsingu þá mæli ég eindregið með því að fólk fjölmenni á völlinn og öskri stelpurnar til sigurs! Þær þurfa sigur í kvöld.

Við þurfum að vinna þennan leik í kvöld til að gera leikinn við Þýskaland 1.september að RISA LEIK um efsta sæti riðilsins og á HM!

Það skiptir því gríðarlega miklu máli að klára leikinn í kvöld.Fyrirfram mætti búast við sigri íslenska liðsins en það er erfitt að brjóta þær slóvensku niður einsog sást úti. Það verður einnig forvitnilegt að sjá hvernig Freyr stillir upp liðinu í kvöld en við erum án fyrirliðans okkar Söru Bjarkar. Það hefur ekki gerst oft.

Sara og Dagný sem hafa verið lykilmenn í liðinu eru ekki með í kvöld. Dagný er ólétt og Sara meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liði sínu Wolfsburg.

Þetta eru tvær af betri fótboltakonum sem við höfum átt og miklir leiðtogar svo jú það væri huggulegt að hafa þær með en við eigum samt sem áður að geta stillt um ógnarsterku liði.

Guðbjörg Gunnarsdóttir er fyrirliði liðsins í fjarveru Söru Bjarkar.

Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna út í Slóveníu fór 0-2 fyrir Íslandi og það voru Gunnhildur Yrsa og Rakel Hönnudóttir sem skoruðu mörkin fyrir okkur.

Fyrir leik
Góðan kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli.

Á slaginu 18:00 fer fram leikur í undankeppni HM 2019 hjá stelpunum okkar.
Heimsmeistaramótið verður spilað á næsta ári í Frakklandi.

Í kvöld er ÍSLAND-SLÓVENÍA og skiptir sigur öllu máli fyrir okkur í kvöld til að geta barist við Þýskaland um efsta sætið í riðlinum

Staðan í riðlinum lítur svona út:
1)Þýskaland 15 stig
2)Ísland 13 stig
3)Tékkland 7 stig
4)Slóvenía 6 stig
5)Færeyjar 0 stig.

Ísland hefur spilað 5 leiki og getur, samkvæmt mínum útreikningum, með sigri í kvöld komist upp fyrir Þýskaland(15 stig, 6 leikir) á toppinn með 16 stig!

Slóvenía situr í fjórða sæti riðilsins með 6 stig. Þær koma beint til Íslands úr góðri Færeyjarferð en slátruðu þær Færeyjum með fjórum mörkum gegn engu.
Ísland vann einmitt Færeyjar í apríl 5-0.

Ísland á núna eftir að spila 3 leiki í þessum undanriðli. Í kvöld við Slóveníu og svo Þýskaland og Tékkland, fyrsta og fjórða september.
Byrjunarlið:
1. Zala Mersnik (m)
3. Sara Agrez
5. Spela Rozmaric
6. Kaja Korosec
7. Kristina Erman
8. Mateja Zver
10. Dominica Conc
11. Lara Prasnikar
13. Lara Ivanusa ('88)
16. Kaja Erzen

Varamenn:
12. Maja Zajc (m)
4. Evelina Kos
9. Nika Babnik
18. Zala Kustrin ('77)
19. Karmen Ulbin
20. Nina Predanic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kaja Erzen ('62)

Rauð spjöld: