Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍR
1
2
Njarðvík
0-1 Magnús Þór Magnússon '9
Máni Austmann Hilmarsson '30 , víti 1-1
1-2 Arnór Björnsson '83
12.06.2018  -  19:15
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: F'inar. Völlurinn lítur ágætlega út, skýjað og smá kuldi í loftinu.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Helgi Freyr Þorsteinsson (ÍR)
Byrjunarlið:
Helgi Freyr Þorsteinsson
3. Aron Ingi Kristinsson
4. Már Viðarsson (f)
6. Gísli Martin Sigurðsson
7. Jón Gísli Ström ('61)
9. Björgvin Stefán Pétursson ('68)
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
14. Óskar Jónsson
15. Teitur Pétursson
17. Máni Austmann Hilmarsson
22. Axel Kári Vignisson ('54)

Varamenn:
5. Gylfi Örn Á Öfjörð
6. Ívan Óli Santos
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson ('54)
16. Axel Sigurðarson ('68)
19. Brynjar Óli Bjarnason
23. Nile Walwyn
29. Stefán Þór Pálsson ('61)

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Óskar Jónsson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í Breiðholti. Njarðvíkingar taka sinn annan sigur í sumar í leik þar sem ótrúlegt sé að ÍR hafi ekki skorað fleiri mörk miða við færi.

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
91. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (ÍR)
Eina alvöru tæklingu og Helgi verðlaunar með spjaldi.
90. mín
ÍR fá hornspyrnu á 90 mínútu er til mark hjá þeim?

Svarið er nei þessi spyrna var svo slök að mig verkjaði í augun.
87. mín
Ég á eiginlega ekki til orð eftir öll færinn sem að ÍR hefur klúðrað er hálf ótrúlegt að það hafi verið Njarðvík sem skoraði annað markið. En menn uppskera þegar þeir nýta færinn sín og Njarðvík hafa einnig ógnað í þessum síðari hálfleik.
85. mín
Inn:Ari Már Andrésson (Njarðvík) Út:Kenneth Hogg (Njarðvík)
83. mín MARK!
Arnór Björnsson (Njarðvík)
Stoðsending: Kenneth Hogg
HVAÐ SAGÐI ÉG!

Njarðvík er búið að skora þetta er ótrúlegt! Léleg sending útúr vörninni beint á Njarðvíking sem að setur boltann í gegn á Kenneth Hogg sem er einn á móti Helga í markinu. Helgi ver meistarlega en Arnór er fyrstu að átta sigo g nær frákastinu.

Talandi um að fá færanýtinguna í andlitið!
82. mín
Ég sver það ef það kemur ekki eitt annað mark í þennan leik þá fer ég að halda að þetta sé falinn myndavél eða "Tekinn" með Audda Blö. Ótrúlegt að staðan sé ennþá 1-1
81. mín
Njarðvík skora! En það er búið að dæma aukaspyrnu eftir brot á Helga inn í teignum!
80. mín
SlÁÁÁÁÁÁINNNNNNN!!!

ÍR-ingum er ómögulegt að skora hérna líkt og áður í sumar! Axel fer illa með varnarmann Njarðvíkur setur boltann inná Stefán sem er með bakið í markið og leggur hann út á Mána Austmann sem á fast skot og hnitmiðað en það endar í þverslánni þarna sluppu Njarðvíkingar.
79. mín
AXELLLLLLLLLL en frábær markvarsla hjá Robert.

Axel með geggjað skot frá vinstri kantinum sem að Robert ver virkilega vel í markinu. Sá er að koma inn af krafti


76. mín
Stórhættuleg hornspyrna frá Stefáni "Beckham" en Njarðvíkingar koma ekki skallanum á markið!
76. mín
Inn:Birkir Freyr Sigurðsson (Njarðvík) Út:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
Hinn Íslenski Iago Aspas er einnig tekinn af velli skellur fyrir aðdáendur hans sem eru fjölmargir.
76. mín
Inn:Arnór Björnsson (Njarðvík) Út:Helgi Þór Jónsson (Njarðvík)
Rauða Rakettan ekki alveg náð sér á strik í dag og fer hér af velli.
75. mín
Það er álíkka mikill stemming í stúkunni eins og að horfa einn og einhleypur á Notebook á föstudagskvöldi.

Það má alveg rífa þetta aðeins í gang hérna.
73. mín
Bóas-Hornið.

Bóas er mættur fremstur standandi við völlinn og öskrar ÁFRAM ÍR! Hann styður sinn mann það er bara svoleiðis
71. mín
JÁ SÆLL!! Axel Sigurðar með geggjuð tilþrif skýtur sér á milli þriggja varnarmanna og á fast skot sem varnarmenn Njarðvíkur ná að komast fyrir.

Stuttu seinna sleppur Máni Austmann svo í ágætis skotfæri en Robert ver virkilega vel í markinu.

Ég er mjög hræddur um að þessi færanýting hjá ÍR gæti komið í bakið á þeim.
70. mín
Már Viðars með stórfurðulega sendingu til baka á Helgao g er um það bil 20 kílómetrum frá þv íað setja boltann í lappirnar á honum og það fast var það að Helgi þarf að hlauða á eftir boltanum áður en hann rennur í netið.
68. mín
Inn:Axel Sigurðarson (ÍR) Út:Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
Binni Gests búin að nota allar sínar skiptingar á meðan Njarðvíkingar bíða slakir. Hinn eldfljóti Axel Sigurðarson kemur ionn fyrir Bjögga nokkurn Péturs.
66. mín
ÍR ná góðri sókn sem endar á því að Máni Austmann er einn á einn gegn Brynjari Frey upp við teiginn. Hann tekur gabbhreyfinguna en Brynjar las hann auðveldlega eins og góða syrpu bók.
64. mín
Það er ágætis líf í ÍR á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks. Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu setja mark á næstunni. Miða við færanýtinguna samt í undanförnum leikjum telst það ólíklegt.
62. mín
Hornspyrna sem að ÍR fær og títtnefndur spyrnu Björgvin tekur hana. Spyrnan er hinsvegar arfaslök.
61. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (ÍR) Út:Jón Gísli Ström (ÍR)
Strömvélinn tekinn af velli og maðurinn með mjúka hárið Stefán Pálsson kemur inn.
60. mín
BOOM heyrðist upp í fjölmiðlaskúrinn þegar Andri bombar Stefán Birgir niður þetta var vont.
59. mín
Máni Austmann með enn eitt langskotið og þetta fór....... Framhjá. Not even close eins og bretinn segir
57. mín
Björgvin með hornspyrnu fyrir ÍR sem hann setur á fjær þar mætir Andri með skallan en boltinn fer yfir markið.
56. mín
Hvar voru sóknarmenn ÍR þarna??

Björgvin Stefán með frábæran bolta sem að skoppar bara inná miðjum vítateig gestanna það bara gerir enginn áras á boltann! Þarna vil ég sjá hrægammanna éta þennan bolta.
54. mín
Inn:Andri Jónasson (ÍR) Út:Axel Kári Vignisson (ÍR)
Fyrirliðinn tekinn af velli virðist tæpur inná kemur einn af myndarlegri mönnum Íslands Andri Jónasson.
54. mín
Tækni Guffi með ágætis skot en það fer framhjá markinu.
52. mín
Það eru engar smá Kannónur í stúkunni í kvöld. Eyjólfur Héðinsson leikmaður Stjörnunar er mættur að styðja uppeldisfélagið sitt ásamt Addó sem var einmitt þjálfari ÍR áður en Binni Gests tók við. Svei mér þá haldiði að ég sjái ekki einnig Elvar Guðmundsson körfuboltaséni
50. mín
ÍR fá hornspyrnu frá hægri sem að fyrirliðinn Axel Kári tekur.

Hann tekur spyrnuna stutt á Óskar sem að leggur hann út í skot á Gísla Martin skot hans hrekkur af varnarmanni til Mása sem á skot í varnarmann og kallar eftir henni. Frá mínu sjónarhorni var þetta ekkert.
48. mín
Kenneth Hogg er í því að láta finna aðeins fyrir sér í kvöld og núna lá Óskar eftir baráttu við hann. Hvað er KEnneth eiginlega að éta þarna á suðurnesjunum?
47. mín
ÞEtta er ekki deja vu frá fyrri hálfleik en Njarðvík byrjar á því að fá hornspyrnu.

Stebbi "Beckham" Tekur hana inná miðjan teiginn en Helgi kýlir boltann frá. Þaðan kemur svo önnur sending inná teiginn en hálofta Helgi kýlir boltann aftur frá og hættan líður hjá.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn og reglum samkvæmt er það ÍR sem að byrjar með boltann í þeim síðari.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Breiðholtinu. Búið að vera ágætt í fyrri hálfleik en ég vil meira... Miklu meira.

Ég og eftirlits dómarinn ætlum að labba frá skúrnum upp í hús til þess að fá okkur kaffi og veigar þar sem þær eru að skornum skammti í Ghetto skúrnum.
43. mín
ÍR fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vinstra hornið á vítateig Njarðvíkur.

Austmann ætlar að taka spyrnuna sem er föst og fer af varnarmanni Njarðvíkur og aftur fyrir. ÍR fá hornspyrnu.

Ágætis spuyrna hjá Björgvini en Robert kýlir boltann í burtu.
40. mín
"I Believe I can Fly" ómar í höfðinu á mér eftir að ég sá þessa tilraun hjá Mána Austmann. Tekur langskot sem var svo laust að boltinn stoppaði næstum því áður en Robert handsamar hann. Bjartsýnn karlinn
38. mín
Það liggur illa á Hoggsternum í dag. Núna fer hann að fullum þunga í Axel Kára sem að steinliggur og það má heyra af varamannabekk ÍR "HELGI Rífðu þig í gang"
36. mín
HELGI ÞÓR JÓNSSON í geggjuðu færi.

Rauða Rakettan setur í extra gír eftir frábæra stungusendingu frá Luka Jagacic og er kominn einn á móti nafna sínum í markinu en hann rennir boltanum rétt framhjá stönginni.
34. mín
ÓSkar Jónsson liggur eftir á vellinum eftir einvígi við Kenneth Hogg. Helgi tekur gamla skólan á þetta og ræðir aðeins við Hoggsterinn og leysir þetta þannig.
32. mín
Þetta er ástæðan fyrir því að fótbolti er skemmtilegasta íþrótt í heimi. Njarðvíkingar í tveimur hörku hörku færum þar sem Helgi á einfaldlega geggjaðar vörslur og bjargar því að staðan verði ekki 2-0. Sá er að stíga upp hérna!

ÍR komast í hraða sókn þar sem boltinn endar hjá Guffa í teginum og hann er felldur víti dæmt og Máni jafnar! Ja hérna hér
30. mín Mark úr víti!
Máni Austmann Hilmarsson (ÍR)
Stoðsending: Guðfinnur Þórir Ómarsson
Setur hann af örryggi í hægra horni og sendir Robert í vitlaust horn. 1-1
30. mín
VÍTI! ÍR Fá Víti

Það er brotið á Tækni Guffa og Helgi er fljótur að benda á punktinn!
28. mín
SÚ VARSLA!!!!

Stefán "Beckham" á aukaspyrnu inná teig þar sem Luka JAgacic á hörkuskalla en Helgi er með eina heimsklassa þarna í markinu og ver áður en ÍR-ingar bjarga í horn!

Hornspyrnuna er tekinn eftir jörðinni með flottu kerfi þar sem hinn Íslenski Iago Aspas Bergþór INgi er í dauðafæri en Helgi ver aftur frábærlega!
27. mín
Njarðvík fær hornspyrnu ég lýg því ekki og Stebbi "Beckham" mætir á svæðið til að taka spyrnuna en hún er slök ólíkt Stefáni þarna.
23. mín
Máni Austmann tekur hinn Íslenska Iago Aspas niður og Njarðvík fær aukaspyrnu á fínum stað á vallarhelmingi ÍR-inga. Hver haldiði að taki hana? Jú Stefán Birgir. Hann verður hér eftir kallaður Stebbi "Beckham"
20. mín
ÍR að vakna síðustu mínúturnar. Gísli Martin á fyrirgjöf sem að Magnús Þór skallar í horn. Björgvin tekur spyrnuna en Magnús Þór er bara allt í öllu þarna í varnarleiknum og skalalr boltann í burtu. Held hann sé búinn að skalla boltann 8 sinnum á fyrstu 20 mínútunum en ég hef aldrei verið sterkur í starfræði.
18. mín
VARSLA! Robert Blakala með virkilega góða vörslu frá Mána Austmann. Máni tekur bylmingsfast skot fyrir utan vítateig í bláhornið en Robert tók köttinn á þetta og varði boltann aftur fyrir.


Axel tekur hornspyrnuna en Njarðvíkingar koma boltanum auðveldlega frá.
18. mín
ELDHEITAR UPPLÝSINGAR!!

Bergþór Ingi/Beggi Smára er alltaf þekktur sem hinn íslenski Iago Aspas, Suður með sjó.

Þetta eru mjög áreiðanlegar heimildir.
17. mín
ÍR fá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Axel Kári gerir sig líklegan til að taka hana ná ÍR að setja mark hérna ?


Svarið er nei því að spyrnan var alls ekki góð. Ætlast til meira af Axeli Kára.
15. mín
STRÖM með skot sem endaði hjá Smáralindinni. Gerir glæsilega fram að skotinu þegar hann köttar frá hægri löppinni yfir á þá vinstri inn á teiginn en skot hans fer himinhátt yfir.
12. mín
Njarðvíkingar verið sterkari fyrstu 12 mínúturnar og halda áfram að ógna og viti menn þeir fá hornspyrnu.

Stefán Birgir er í því að taka þessar hornspyrnur núna endar boltinn hjá Rauðu Rakettunni en Helgi Þór hittir boltann ekki á lofti og þetta rennur út í sandinn.
9. mín MARK!
Magnús Þór Magnússon (Njarðvík)
Stoðsending: Stefán Birgir Jóhannesson
Þriðja hornspyrna Njarðvíkur að skila marki!

Stefámn Birgir eða Stebbi Bjé eins og flestir þekkja hann með geggjaða hornspyrnu beint á kollinn á Magnúsi Þór sem að skallar boltann niður í nær og Helgi nær ekki að verja þetta. 1-0 Njarðvík
9. mín
Bergþór Ingi á frábæra sendingu inná teig sem að ÍR-ingar hreinsa i horn.


6. mín
Njarðvíkingar fá sína aðra hornspyrnu og aftur byr Stefán sig undir það að taka hana.

Spyrnan er fín en boltinn er skallaður af Njarðvíking út í teiginn þar sem Stefán er sá fyrsti á boltann en hann er dæmdur rangstæður
3. mín
DAUÐAFÆRIIIIIII!!!

ÍR-ingar fá stórhættulegt færi þegar að Tækni-Guffi setur boltann innfyrir á Strömvélina sem er einn á móti Robert en lætur hann verja frá sér Jón Gísli verður að gera betur þarna!
2. mín
Fyrsta hornspyrnan og hana fá Njarðvíkingar.

Stefán Birgir tekur spyrnuna en hún er alltof há og Helgi i markinu grípur boltann örruglega.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir frá Njarðvík sem að byrja með boltann og sækja í átt að Breiðholtinu góða.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl við lagið "Where the hood at" það er virkilega slöpp mæting í stúkuna en ég ætla reyna vera jákvæður og vona að fólk sé að lesa þessa textalýsingu því ég býst við hörkuleik!
Fyrir leik
King, kongen , Kónugrinn Bóas er mættur í stúkuna en hann og Eyjólfur Þórðarson liðstjóri og búningarsérfræðingur hjá ÍR eru miklir mátar og sagðist Bóas þurfa styðja við sinn mann í dag.

Ottó "Óheiðarlegi" vara vallarþulur á Samsung vellinum í Garðabæ er einnig mættur í stúkuna en hann er mikill ÍR-ingur en þar var hann kallaður Flottó fyrir góða tækni upp Yngri flokkanna.

Fyrir aðdáendur Magga Stullu verð ég að valda ykkur vonbrigðum og tilkynna ykkur það að Maggi er ekki í stullunum í dag.
Fyrir leik
Það styttist í leik. Ég og eftirlitsdómarinn erum búnir að koma okkur fyrir í skúr á efri hæð hérna gerist ekki meira Ghetto. Það vantar kaffið en Kostic er á græjunum svo hlutirnir eru á ágætis róli. Hann bombar í "Sumartímann" en úti er ískalt og vel skýjað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Það vekur athygli að á bekknum hjá ÍR er hinn 14 ára gamli Ívan Óli Santos strákur með Santos sem eftirnafn er 110% geggjaður í fótbolta það myndi Maggi Bö alla vega segja.

Helgi "Rauða Rakettan" Þór er á sínum stað hjá Njarðvík en hann er búinn að vera drjúgur fyrir Njarðvík í upphafi móts.

Þetta er fyrsti heimaleikur ÍR sem leikinn er á grasinu og lítur það nokkuð vel út verð ég að segja og hálf óskiljanlegt að ekki var byrjað að spila á því fyrr.
Fyrir leik
Patrik Sigurður Gunnarsson markmaður sem hefur verið á láni hjá ÍR frá Breiðablik var á dögunum seldur til Brentford á Englandi. Það er ljóst að það er risastórt skarð sem að ÍR þarf að fylla en hann hefur verið einn af fáum ljósu punktunum þeirra í upphafi móts.
Fyrir leik
Bæði lið hafa byrjað brösulega í upphafi móts. Eftir 6 umferðir hafa ÍR-ingar aðeins unnið 1 leik en tapað 5 en sigurleikur þeirra kom á útivelli á móti Selfoss.

Njarðvík hafa byrjað mótið af miklum krafti en sigrarnir hafa verið að skornum skammti. Þeir hafa unnið 1 leik gert 3 jafntefli og tapað tveimur en þeir hafa verið að tapa stigum á lokamínútum leikja.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik ÍR og Njarðvíkur í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
Brynjar Freyr Garðarsson
1. Robert Blakala
2. Helgi Þór Jónsson ('76)
3. Neil Slooves
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg ('85)
10. Bergþór Ingi Smárason ('76)
22. Magnús Þór Magnússon
22. Andri Fannar Freysson
23. Luka Jagacic

Varamenn:
31. Unnar Elí Jóhannsson (m)
6. Sigurbergur Bjarnason
14. Birkir Freyr Sigurðsson ('76)
15. Ari Már Andrésson ('85)
19. Pontus Gitselov
20. Theodór Guðni Halldórsson
30. Styrmir Gauti Fjeldsted

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Arnór Björnsson
Snorri Már Jónsson
Leifur Gunnlaugsson
Falur Helgi Daðason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: