Magni
1
2
Þór
Bergvin Jóhannsson '76 1-0
Agnar Darri Sverrisson '79
Gísli Páll Helgason '80
Ívar Sigurbjörnsson '85 , sjálfsmark 1-1
1-2 Nacho Gil '87
13.06.2018  -  19:15
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Vorbragur, hálfskýjað en ekki kalt
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 804 í 372 manna bæ!
Maður leiksins: Ármann Pétur Ævarsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Baldvin Ólafsson
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
9. Gunnar Örvar Stefánsson
15. Ívar Örn Árnason
16. Davíð Rúnar Bjarnason ('24)
18. Jakob Hafsteinsson (f) ('88)
19. Kristján Atli Marteinsson ('72)
20. Sigurður Marinó Kristjánsson
29. Bjarni Aðalsteinsson
30. Agnar Darri Sverrisson

Varamenn:
3. Þorgeir Ingvarsson
7. Pétur Heiðar Kristjánsson
8. Arnar Geir Halldórsson
17. Kristinn Þór Rósbergsson ('88)
18. Ívar Sigurbjörnsson ('24)
21. Oddgeir Logi Gíslason
26. Brynjar Ingi Bjarnason
77. Árni Björn Eiríksson

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Hjörtur Geir Heimisson
Bergvin Jóhannsson
Halldór Hermann Jónsson
Andrés Vilhjálmsson
Anton Orri Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Kristján Atli Marteinsson ('35)
Bjarni Aðalsteinsson ('45)
Agnar Darri Sverrisson ('49)
Ívar Sigurbjörnsson ('56)
Ívar Örn Árnason ('86)
Gunnar Örvar Stefánsson ('92)

Rauð spjöld:
Agnar Darri Sverrisson ('79)
Leik lokið!
Þvílíkur lokakafli í þessum leik, Þór ná sigrinum eftir að hafa lent undir.
92. mín Gult spjald: Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Hvað er Pétur að brasa núna? Dæmir brot og gult á Gunna fyrir að hoppa upp í skallabolta og vinna hann, glórulaus dómur.
91. mín
Pétur er að missa tökin í lokin, Jónas hendir sér niður við enga snertingu frá Bassa og fær aukaspyrnu, Bassi lætur hann heyra það en Jónas hlær bara að honum!
88. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Magni) Út:Jakob Hafsteinsson (Magni)
87. mín MARK!
Nacho Gil (Þór )
Stoðsending: Ármann Pétur Ævarsson
Manni skallar hann fyrir eftir horn og Gil mætir og stangar hann inn. Þór er að stela sigrinum í lokin!
86. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (Magni)
Fyrir kjaftbrúk.
85. mín SJÁLFSMARK!
Ívar Sigurbjörnsson (Magni)
Stoðsending: Orri Sigurjónsson
Montejo leggur hann út á Orra sem skýtur og Ívar rennir honum inn, 1-1!
82. mín
Alexander fer hér í skotið af 25 metrunum en það er yfir, fín tilraun samt.
80. mín Rautt spjald: Gísli Páll Helgason (Þór )
Sá ekki hvað gerðist en Pétur rekur Gísla Pál af bekknum hjá Þór, hefur eitthvað sagt eða gert eftir rauða spjaldið á Agnar. Það er heldur betur komið líf í þennan leik!
79. mín Rautt spjald: Agnar Darri Sverrisson (Magni)
Fer í ótrúlega heimskulega tæklingu á Alexander við miðjuna, nýbúinn að gera mjög vel og leggja upp mark og fer svo í þessa ótrúlega heimskulegu tæklingu! Fær sitt annað gula spjald og það er ekki hægt að mótmæla þessu.
76. mín MARK!
Bergvin Jóhannsson (Magni)
Stoðsending: Agnar Darri Sverrisson
Það er komið mark og það eru heimamenn sem skora það! Agnar fær boltann á vinstri kantinum, kemur með boltann fyrir á Begga sem snýr með Óskar í bakinu á sér og smyr hann upp í vinkilinn fjær!
72. mín
Inn:Bergvin Jóhannsson (Magni) Út:Kristján Atli Marteinsson (Magni)
Kristján og Ívar báðir á spjaldi á vinstri vængnum svo Palli tekur Kristján útaf og setur Begga inn til að fá líf í þetta.
72. mín
Alvaro með bjartsýnis tilraun, reynir skotið úr aukaspyrnu af 40 metrunum sem fer langt yfir.
68. mín
Inn:Alexander Ívan Bjarnason (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
Jakob á spjaldi og kemur útaf fyrir Alexander.
67. mín
Vá Stubbur vel á verði núna, hornspyrnan endar með að fara af einhverjum og á leiðinni í nærhornið en Stubbur skutlar sér og ver, Þór nálægt marki núna.
66. mín
Stubbur í veseni hérna, tregur að koma út og þegar hann loks gerir það þá missir hann boltann beint á Jónas sem skýtur í Svein Óla og í horn fyrir opnu marki!
65. mín
Gil fer í skotið fyrir utan en skýtur í hausinn á Alvaro og aftur fyrir.
61. mín
Jónas með flotta sendingu á Alvaro sem tekur nokkur trix áður en hann tekur skotið, það fer hins vegar beint á Stubb í markinu.
59. mín
Inn:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór ) Út:Aron Kristófer Lárusson (Þór )
Jónas kemur inn síðasta hálftímann fyrir Aron Kristófer.
58. mín
Eftir að hafa séð endursýningu sýnist mér þetta vera réttur dómur en mér sýnist sólinn ver fyrir neðan ökkla, hefði sólinn verið aðeins ofar hefði þetta verið rautt.
56. mín Gult spjald: Ívar Sigurbjörnsson (Magni)
Kemur á straujinu og tekur boltann en fylgir eftir í Bjarka, Þórsarar heimta rautt en gult er það.
49. mín Gult spjald: Agnar Darri Sverrisson (Magni)
Brýtur á Jakobi í hraðri sókn Þórsara og fær réttilega gult spjald.
48. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Var of seinn í Bjarna og steig á ristina á honum.
46. mín
Gunni strax kominn í færi en Óskar kemst fyrir skotið á síðustu stundu og boltinn fer í hendurnar á Aroni, þarna munaði engu!
46. mín
Leikur hafinn
Magnamenn byrja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
0-0 í hálfleik á Grenidorm.
45. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
Bjarni tekur Guðna niður í skyndisókn og fær verðskuldað gult spjald.
43. mín
Þórsarar liggja á Magnamönnum núna og dæla boltum inn í teiginn en alltaf ná Magnamenn að koma boltanum frá.
35. mín Gult spjald: Kristján Atli Marteinsson (Magni)
Fyrir brot á Aroni Kristófer á miðjum vallarhelming Þórsara, sá ekki almennilega hvað gerðist.
30. mín
Ívar Örn er of seinn í Alvaro úti á kantinum og fær réttilega dæmda á sig aukaspyrnu.
25. mín
Guðni með góða hornspyrnu sem Loftur skallar í slánna og niður, það fer að koma mark í þetta!
24. mín
Inn:Ívar Sigurbjörnsson (Magni) Út:Davíð Rúnar Bjarnason (Magni)
Davíð meiddist eitthvað áðan og getur ekki haldið leik áfram, Ívar Sigurbjörnsson kemur inn í vinstri bakvörðinn og Ívar Örn færir sig í hafsentinn.
23. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (Þór )
Klobbar Davíð inni í teig en hendir sér svo niður við enga snertingu og fær gult spjald fyrir leikaraskap, hárrétt hjá Pétri.
20. mín
Gunni fer hérna hátt með fótinn í baráttunni við Loft sem lá eftir, dómarinn gefur Gunna tiltal og Loftur heldur leik áfram. Hefði verið mjög grimmt spjald.
14. mín
Vá! Kristján Atli tekur skot/fyrirgjöf utan af vinstri kanti sem Aron rétt nær að blaka í horn!
10. mín
Guðni og Ívar í baráttunni hérna á miðjunni og Guðni tekur Ívar hálstaki en dæmt er á Ívar, afar sérstakt.
4. mín
Jakob Snær með flottan sprett og fær gott skotfæri en Stubbur ver vel í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þórsarar hefja þennan leik og sækja í átt að Jónsabúð.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná og Magna lagið er spilað hátt!
Fyrir leik
Hjá Þór er Aron Birkir í markinu, Loftur og Óskar eru í hafsentunum, Aron Kristófer og Bjarki Viðar eru í bakvörðunum, Orri, Manni og Gil á miðjunni og fremstu 3 eru Jakob, Guðni og Alvaro.
Fyrir leik
Magni voru að tilkynna byrjunarlið sitt á Twitter. Stubbur er í markinu, Ívar Örn og Bassi Ólafs í bakvörðunum, Davíð Rúnar og Sveinn Óli í hafsentunum. Jakob Hafsteins, Bjarni Aðalsteins og Siggi Marínó á miðjunni, Kristján Atli og Agnar Darri á köntunum og Gunnar Örvar fremstur.
Fyrir leik
Spá dagsins kemur frá Fannari Daða Malmquist Gíslasyni leikmanni Dalvíkur/Reynis. Fannar er uppalinn Þórsari en spilaði einnig með Magna sumarið 2016. ,,Þór taka þetta easy 3-1, Alvaro, Manni og Jónas skora þrjú en svo mætir GÖ-vélin og stangar eitt inn með hjálmnum fyrir Magnaða Magnamenn!"
Fyrir leik
Magni tapaði síðasta leik gegn Leikni í Breiðholtinu a meðan Þór gerði jafntefli við sjóðheitt HK lið á Þórsvelli. Ljóst er samt að bæði lið munu selja sig dýrt í dag, Magni ætla sér klárlega að vinna norðanslaginn á heimavelli sínum, ég spái markaleik hér í dag!
Fyrir leik
Magni hafa verið vonbrigði í sumar en þeir eru í neðsta sæti með 3 stig og hafa tapað 5 af 6 leikjum sínum. Þór eru í 4.sætinu og hafa spilað vel undanfarið en með sigri í dag fara þeir í 14 stig í 3.sætið.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Norðanslag í Inkassó-deildinni þar sem Þór heimsækja Magna á Grenidorm.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Sigurjónsson
3. Óskar Elías Zoega Óskarsson
4. Aron Kristófer Lárusson ('59)
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
14. Jakob Snær Árnason ('68)
15. Guðni Sigþórsson
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil

Varamenn:
2. Gísli Páll Helgason
2. Elmar Þór Jónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('59)
12. Aron Ingi Rúnarsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
18. Alexander Ívan Bjarnason ('68)
26. Bjarki Baldursson

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Sandor Matus
Hannes Bjarni Hannesson
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('23)
Ármann Pétur Ævarsson ('48)

Rauð spjöld:
Gísli Páll Helgason ('80)