Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Svíþjóð
3
2
Ísland
Zlatan Ibrahimovic '2 1-0
Ola Toivonen '14 2-0
2-1 Kolbeinn Sigþórsson '27
Christian Wilhelmsson '78 3-1
3-2 Hallgrímur Jónasson '90
30.05.2012  -  18:15
Gamla Ullevi
Vináttulandsleikur
Byrjunarlið:
1. Andreas Isaksson (m)
2. Behrang Safari
3. Olof Mellberg
4. Jonas Olsson ('81)
5. Andreas Granqvist
6. Rasmus Elm ('62)
7. Kim Kallström
8. Ola Toivonen
9. Sebastian Larsson
10. Zlatan Ibrahimovic ('62)
11. Markus Rosenberg

Varamenn:
12. Johan Wiland (m)
13. Pär Hansson
14. Mikael Lustig
15. Martin Olsson
16. Mikael Antonsson ('81)
17. Anders Svensson
18. Tobias Hysen
19. Pontus Wernbloom
20. Samuel Holmen ('62)
21. Emir Bajrami
22. Christian Wilhelmsson ('62)
23. Johan Elmander

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
HALLGRÍMUR JÓNASSON! Hann klárar þetta með stæl, skorar með skalla eftir hornspyrnu. Lokatölur í kvöld 3-2 fyrir Svíþjóð. Það er allt annað að sjá íslenska liðið eftir komu Lars Lagerback, það erl ljóst!
90. mín MARK!
Hallgrímur Jónasson (Ísland)
90. mín
Pontus Wernbloom með leiklist. Rúrik mátti ekki koma við hann og Wernbloom reynir að vaða í hann, gengur lítið!
90. mín
Pontus Wernbloom með leiklist. Rúrik mátti ekki koma við hann og Wernbloom reynir að vaða í hann, gengur lítið!
89. mín
Emir Bajrami með skot sem Hannes ver!! Fékk boltann inni í teignum, skaut, en Hannes varði í slá!
83. mín
Inn:Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland) Út:Kári Árnason (f) (Ísland)
81. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
81. mín
Inn:Mikael Antonsson (Svíþjóð) Út:Jonas Olsson (Svíþjóð)
78. mín
CHRISTIAN WILHELMSSON!! Hannes með slaka spyrnu fram, Svíar nýttu sér það og komu boltanum á Wilhelmsson sem kláraði veli!
78. mín MARK!
Christian Wilhelmsson (Svíþjóð)
73. mín
Það er bara allt að gerast...eða þannig. Afar rólegur leikur og lítur ekki út fyrir að fleiri mörk verða kynnt til leiksins... en allt getur gerst. Svíar eiga aukaspyrnu á hættulegum stað
66. mín
Inn:Eggert Gunnþór Jónsson (Ísland) Út:Helgi Valur Daníelsson (Ísland)
62. mín
Kóngurinn Zlatan er farin af velli. Þá held ég að rétta augnablikið fyrir íslenska liðið til þess að sækja sé akkurat núna!
62. mín
Inn:Christian Wilhelmsson (Svíþjóð) Út:Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð)
62. mín
Inn:Samuel Holmen (Svíþjóð) Út:Rasmus Elm (Svíþjóð)
58. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
53. mín
Mest lítið að gerast í leiknum. Hvorugt liðið líklegt til afreka, en það er nóg eftir!
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur í Gautaborg!! 2-1 fyrir Svíþjóð. Slök byrjun íslenska liðsins, en góður endir og því er síðari hálfleikurinn vel opinn!
41. mín
Kim Kallström tók spyrnuna, en hún fór vel yfir markið.
40. mín
Aron Einar neglir Rasmus Elm í jörðina. Aukaspyrna á hættulegum stað!
39. mín
Andreas Granqvist henti Ara þarna í jörðina í einvígi. Sænsku lýsendurnir sögðu að Skúlason hefði fengið að finna fyrir sænska stálinu þarna, furðuleg líking.
34. mín
Zlatan að sleppa í gegn þarna, reynir sendinguna fyrir, en Ragnar Sigurðsson er mættur að koma hættunni frá!
27. mín
KOLBEINNN!!! Ari Freyr með magnaða fyrirgjöf fyrir sem rataði beint á kollinn á Sigþórssyni og inn!! Ísland er komið inn í þetta.
27. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
22. mín
Íslendingar að reyna að ná jafnvægi þarna aftast og spila boltanum, gengur ágætlega.
15. mín
Frábær byrjun hjá Svíum og Íslendingar eru hrikalega óstöðugir þarna aftast sem stendur!
14. mín
TOIVONEN!! Hallgrímur var blekktur illa áður en Zlatan lagði hann fyrir á Toivonen sem skoraði af miklu öryggi!
14. mín MARK!
Ola Toivonen (Svíþjóð)
11. mín
Ari Freyr með háa sendingu til baka og Hannes þarf að skalla hann í horn. Þetta hefði getað endað illa!
9. mín
Hallgrímur Jónasson og Ola Toivonen í smá glímu. Aukaspyrna dæmd á Hallgrím.
8. mín
Aðstoðardómarinn hausaður!! Ari Freyr Skúlason að hreinsa frá, fer af leikmanni sænska liðsins og í andlitið á aðstoðardómaranum. Hann sýndi samt engin viðbrögð!
6. mín
Þetta er allt Svíþjóð sem stendur. Þeir eru að leita að öðru markinu. Rúrik Gíslason reyndi þarna fyrirgjöf en fær innkast.
2. mín
ÞVÍLÍKT MARK FRÁ ZLATAN!! Sebastian Larsson með sendingu af hægr vængnum og Zlatan tók hann á lofti og framhjá Hannesi Halldórssyni. Frábær afgreiðsla hjá þessum sænsk/bosníska framherja.
2. mín MARK!
Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð)
2. mín
Leikurin byrjar rólega. Sebastian Larsson komst upp hægri kantinn og reyndi að leggja hann fyrir á Zlatan, en vörn Íslands sá við þessu.
1. mín
Leikurinn er hafinn!!
Fyrir leik
Sól og sumar í Gautaborg. Zlatan og Aron Einar takast í hendur, tveir grjótharðir leikmenn!
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í leik. Það er allt að verða til reiðu. Þetta verður hrikalega spennandi einvígi held ég!
Fyrir leik
Það eru fáir mættir á völlinn. Mér skilst að það hafi ekki selst upp á 14 þúsund manna leikvang, Gamla Ullevi. Það voru ellefu þúsund miðar farnir í gær. Það er svo kveikt á Zlatan-Cam sem stendur, mæli með því fyrir yngri iðkendur!
Fyrir leik
Erik Hamren, þjálfari sænska landsliðsins lætur Zlatan vera í holunni fyrir aftan sóknarmanninn í dag. Með þá Toivonen og Larsson á köntunum. Fremstur er Markus Rosenberg.
Fyrir leik
Í leikskrá fyrir leikinn er íslenski þjóðsöngurinn skrifaður á ensku. Það er svona full furðulegt finnst mér og get ekki betur séð en að textinn hafi verið afritaður í gegnum Google Translate.
Fyrir leik
9 leikmenn Íslands hafa skorað gegn Svíum. Ríkharður Jónsson er þar með yfirburði en hann hefur skorað fimm mörk í heildina gegn sænska liðinu.
Fyrir leik
22 landsliðsmenn Svía hafa skorað gegn Íslendingum. Þeir sem leiða með flest mörk eru þeir sömu, Marcus Allback og Henrik Larsson með þrjú mörk hvor.
Fyrir leik
Svíar hafa samtals notað 112 landsliðsmenn ef litið er yfir alla þessa leiki sem þjóðirnar hafa mæst. Flesta landsleiki gegn Íslendingum hafa þeir Henrik Larsson og Marcus Allback leikið, eða fimm talsins.
Fyrir leik
Hér koma skemmtilegar staðreyndir. Þetta verður fjórtánda viðureign þessara þjóða. Svíþjóð hefur unnið níu sinnu, Ísland tvisvar og tvisvar hafa liðin gert jafntefli. Markatalan stendur í 30-13 fyrir Svíum!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn báðum megin. Zlatan byrjar hjá Svíum og þá koma þeir Ari Freyr Skúlason og Helgi Valur Daníelsson inn í íslenska byrjunarliðið, þeir spila báðir í sænsku Allsvenskunni og eru lykilmenn hjá sínum liðum.
Fyrir leik
Ég ætla að henda inn byrjunarliðunum sem snöggvast. Þau eru klár hjá báðum liðum.
Fyrir leik
Hjartanlega velkomin í beina textalýsingu þar sem Svíþjóð og Ísland mætast á Gamla Ullevi í Gautaborg klukkan 18:15
Byrjunarlið:
3. Hallgrímur Jónasson
6. Ragnar Sigurðsson
8. Birkir Bjarnason ('81)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('58)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
13. Jóhann Laxdal
14. Kári Árnason (f) ('83)
17. Aron Einar Gunnarsson
19. Rúrik Gíslason
23. Ari Freyr Skúlason
25. Helgi Valur Daníelsson ('66)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('81)
8. Eggert Gunnþór Jónsson ('66)
11. Alfreð Finnbogason ('58)
13. Bjarni Ólafur Eiríksson
15. Hjörtur Logi Valgarðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: