Keflavík
0
4
KR
0-1 Björgvin Stefánsson '2
0-2 André Bjerregaard '5
0-3 Pablo Punyed '36
0-4 Pálmi Rafn Pálmason '73
14.06.2018  -  19:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smá blástur og rigning af og til Völlurinn flottur.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Marc McAusland
2. Ísak Óli Ólafsson
3. Aron Freyr Róbertsson ('51)
6. Einar Orri Einarsson
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
9. Adam Árni Róbertsson ('62)
11. Bojan Stefán Ljubicic
14. Jeppe Hansen ('70)
16. Sindri Þór Guðmundsson
99. Lasse Rise

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
7. Davíð Snær Jóhannsson ('70)
22. Leonard Sigurðsson
23. Dagur Dan Þórhallsson
25. Frans Elvarsson ('51)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('62)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þorvaldur flautar þetta af og öruggur sigur KR er staðreynd. Skýrsla og viðtöl innan skamms.
93. mín
Sá ekki hvað var í uppbót en það er varla mikið meira. Gestirnir að sigla öruggum sigri heim í Vesturbæinn
90. mín
Frans með skot frá vítateigshorni. Aldrei líklegt.
84. mín
Atli Sigurjóns fær boltann á viðkvæman stað og steinliggur. Jafnar sig fljótt
83. mín
Lasse Rise með skot eftir laglegan sprett Davíð Snæs en hátt yfir
81. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Mikið af mönnum að fá sinn fyrsta leik af bekknum í dag.
80. mín
Þarna átti Keflavík að minnka munin. Fá horn og boltinn berst inní teiginn skallaður inní markteig þar sem Hólmar reynir hælspyrnu á marklínunni liggur við en setur hann yfir!
78. mín
Adolf að skemmta áhorfendum með góðum töktum. Virkar afar sterkur líkamlega þessi strákur og með góða tækni.
77. mín
Kristinn Jóns með skot úr aukaspyrnu af 30 metrum. Hátt yfir
75. mín
Inn:Adolf Mtasingwa Bitegeko (KR) Út:Pablo Punyed (KR)
Adolf að fá sinn fyrsta leik hér
73. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Óskar að dansa með boltann fyrir framan teiginn og enginn mætir honum. Hann nær fínu skoti/fyrirgjöf sem Björgvin breytir um stefnu á en Sindri ver mjög vel út í teiginn Þar sem Pálmi bíður eins og gammur og leggur boltann yfirvegað í netið.
70. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Út:Jeppe Hansen (Keflavík)
Davíð Snær kemur inn í sinn fyrsta leik í Pepsi. Fæddur 2002 drengurinn.
70. mín
Keflavík farið að vinna sig aðeins inn í leikinn og halda boltanum af og til en KR farið að slaka vel á svo sem líka.
66. mín
Líklega einn besti spilkafli heimamanna hér. Halda boltanum í eitthvað um mínútu og vinna innkast til móts við vítateig KR en gestirnir vinna boltann
62. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
59. mín
Frábær markvarsla hjá Sindra. Enn og aftur er Kristin Jóns að leika sér að hægri bakverði heimamanna og leggur boltann út í teiginn á Atla í keimlíkri stöðu og áðan nema Atli hittir rammann núna vel út við stöng en Sindri ver glæsilega og slær boltann frá.
58. mín
Þetta ætlar að þróast voða svipað og fyrri hálfleikur hér í upphafi. Keflavík vissulega að reyna en Kringar eru með fulla stjórn á hlutunum
56. mín
Björgvin með skot í varnarmann og í horn
52. mín Gult spjald: Pablo Punyed (KR)
Fyrir brot á miðjum vellinum
51. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Aron Freyr Róbertsson (Keflavík)
fyrsta breyting heimamanna
50. mín
Það skal telja heimamönnum til tekna að þeir hafa verið töluvert ákveðnari í sínum aðgerðum hér í upphafi seinni hálfleiks.
47. mín
Óskar Örn að leika sér að Sindra Þór við vítateiginn hægra meginn. Kemst inná teiginn og leggur hann út á Atla sem er aleinn á vítapunkti en hamrar hann hálfa leið á sporbraut.
46. mín
Þess má til gamans geta að það þurfti 3 tilraunir til að taka miðjunna. KRingar greinilega ólmir í að byrja þetta aftur.
46. mín
Þetta er farið af stað á ný. Liðin hafa skipt um vallarhelming og heimamenn hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í Keflavík. Virkilega sanngjörn staða og varla hægt að segja að heimamenn hafi mætt til leiks hér í fyrri hálfleik og eru þeir í raun heppnir að staðan sér bara 0-3
45. mín
Stóratáinn á McAusland bjargaði þarna eftir fyrirgjöf frá vinstri er Atli Sigurjóns á fjærstöng en McAusland rétt nær til boltans áður en Atli nær honum.
44. mín
KR í færi!!!!!!!

Morten Beck með stórhættulega fyrirgjöf sem Pálmi Rafn hoppar í missir af boltanum sem dettur í fæturnar á Bjögga sem átti ekki von á boltanum og siglir í hendurnar á Sindra, Strax í kjölfarið kemst Óskar Örn í færi en varnarmenn komast á milli
41. mín
Úr horninu verður ekkert og KR hreinsar.
41. mín
Jæja Keflavík að sækja Bojan með fyrirgjöf sem Aron skallar í horn
38. mín
Keflavík með aukaspyrnu á hættulegum stað sem Lasse Rise tekur. Hún er ekkert spes og hittir ekki rammann.
36. mín MARK!
Pablo Punyed (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Þetta er bara of auðvelt hjá KR. Kristin Jóns með boltann úti vinstra meginn, leikur inn á völlinn og rennir honum á Paplo sem á fast skot í vinstra hornið sem Sindri ræður ekki við. Líklega Game Over
32. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:André Bjerregaard (KR)
Jú daninn hefur lokið leik hér dag og inn í hans stað kemur Þórsarinn hárprúði
32. mín
Bjerregaard situr á vellinum og ég fæ ekki betur séð en hann sé að koma af velli.
30. mín
Bojan er búinn að vera arfaslakur í vinstri bakverði hjá Keflavík þennan fyrsta hálftíma. Óskar og Morten búnir að fífla hann nokkrum sinnum og núna horfir hann ekki fram völlinn þar sem Adam Árni var með allt pláss í heiminum og keflavík tapar boltanum.
28. mín
Þeir reyna það hér en Finnur Orri stoppar skyndisókn og sleppur við spjaldið áhorfendum á bandi heimamanna til lítillar gleði.
27. mín
Kringar liggja þungt á heimamönnum og eru mun mun mun líklegri til að bæta við frekar en Keflavík að minnka munin. Væri líklega ágætisbyrjun hjá heimamönnum að komast yfir miðju.
24. mín
Ég er búinn að missa tölu á því hvað KRingar hafa komist afturfyrir bakverði Keflavíkur og í fyrirgjafarstöður og þeir eru hreinlega klaufar að vera ekki búnir að skora meira.
21. mín
KR bjargar nánast á línu!

Sá ekki hver átti skallann eftir hornið en Beitir var sigraður en mér sýndist það vera Beck sem skallar af línunni.
20. mín
Jæja Keflavík fær horn.
18. mín
Enn og aftur labba KRingar í gegnum vörn Keflavíkur og uppskera horn
16. mín
Morten Beck lætur hér Bojan líta út eins og 5.flokks dreng og labbar framhjá honum og nær góðri fyrirgjöf. Pálmi reynir eitt stk hjólhest en hittir boltann ekki nægilega vel og boltinn rennur afturfyrir
15. mín
Líf fram á við hjá Keflavík. Bojan með fyrirgjöf sem Beitir á reyndar ekki í minnstu vandræðum með.
13. mín
Vörn Keflavíkur virkar mjög óörugg hérna í upphafi og er að gefa KR góðar stöður trekk í trekk.
12. mín
Sindri kemur út úr markinu og skallar frá langa sendingu. Beint Óskar Örn sem reynir skotið en það er vægast sagt ömurlegt.
10. mín
KR kemst 5 á 3 en taka ranga ákvörðun með að sendingu út til vinstri á Kristinn sem McAusland kemst á milli.
9. mín
Erfið sending frá Aroni til baka á Beiti sem kiksar boltann en Keflvíkingar ná ekki að refsa.
8. mín
Frábært samspil KR á vinstri vængnum leiðir af sér skot með hægri frá Kristni J með hægri sem svífur rétt framhjá vinklinum
5. mín MARK!
André Bjerregaard (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Boltinn hrekkur uppí loft í teignum eftir fyrirgjöf, Óskar er bara sterkari en varnarmaður sem mér sýndist vera Bojan. Nær valdi á boltanum og tekur skotið sem fer í varnarmann en Sindri er farinn af stað í hornið og Bjerregaard fær auðvelt færi nánast á marklínu og bregst ekki bogalistinn.
3. mín
Keflvíkingar eru ekki mættir. Kristin Jóns með stórhættulega fyrirgjöf sem Björgvin gerir sig líklegan til að skalla inn en Ísak Óli rétt nær til boltans á undan.
2. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (KR)
Stoðsending: André Bjerregaard
Þetta þarf ekki að taka langan tíma. Boltinn á Bjerregard á hægri vængnum sem fær alltof mikið pláss og alltof mikin tíma. leikur inn í teiginn og á fastan bolta með jörðinni inná markteig sem Bjöggi potar inn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru KRingar í fallegum ljósbláum búningum sem hefja leik og sækja í átt að Sýslumanninum.
Fyrir leik
Henry Birgir spáir KR sigri 1-2:

KR lendir alltaf í basli í Keflavík en klórar sig út úr því á elleftu stundu líkt og áður, samanber skallamark Húsvíkingsins Arons Bjarka. Þess má geta að pabbi hans Jósi er frábær hljómborðsleikari.
Fyrir leik
Styttist óðum í að þetta hefjist hér í Keflavík en ég má til að minnast á einn þann svakalegasta snúð sem ég hef séð á karlmannshöfði. Honum skartar Jonathan Faerber varamarkmaður heimamanna. Hvað svo sem fólki kann að finnast um karlmenn með snúð þá er hans á algjöru pro-leveli.
Fyrir leik
Eins og glöggir lesendur sjá eru byrjunarliðin mætt í hús.

Keflavík gerir nokkrar breytingar frá tapinu gegn Fylki. Juraj Grizelj og Sindri Þór Guðmundsson eru ekki með í dag og í stað þeirra koma þeir Jeppe Hansen og Adam Árni Róbertsson.

Hjá KR er svo ein breyting Kennie Chopart er meiddur og kemur André Bjerregard inn í hans stað
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Samtals leikir frá aldamótum:48

Keflavík: 15 Jafntefli: 9 KR: 24

Markatala Keflavík: 90 KR: 69

Athyglisvert að þrátt fyrir fleiri sigra KR hefur Keflavík skorað töluvert fleiri mörk í leikjum liðanna frá aldamótum.
Fyrir leik
Heimamenn í Keflavík eru líkt og KR búnir að vera í basli í sumar en staða þeirra er þó töluvert verri.

Þeir sitja á botni deildarinnar með 3 stig, eiga enn eftir að vinna leik, gert 3 jafntefli og tapað 5 leikjum.

Þeir mættu Fylki í Egilshöll í síðustu umferð og lutu þar í gras 2-0
Fyrir leik
KR kemur inn í þennan leik í 7.sæti deildarinnar sem getur varla talist gott í Frostaskjólinu.

Liðið hefur aðeins unnið 2 leiki í sumar, gert 4 jafntefli og tapað 2.

KR mætti FH í síðustu umferð í Frostaskjólinu og er líklega búnir að naga sig í handarbökin síðan því þann leik misstu þeir i jafntefli á bókstaflega síðustu sekúndu leiksins.
Þess leiks verður þó líklega ekki minnst vegna úrslitana heldur frekar gjörsamlega sturlaðs marks sem Steven Lennon skoraði fyrir FH.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og KR í 9.umferð Pepsideildar karla.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('81)
2. Morten Beck
4. Albert Watson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson
15. André Bjerregaard ('32)
16. Pablo Punyed ('75)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
12. Ómar Castaldo Einarsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Stefán Árni Geirsson
21. Adolf Mtasingwa Bitegeko ('75)
23. Atli Sigurjónsson ('32)
27. Tryggvi Snær Geirsson ('81)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('52)

Rauð spjöld: