Breiðablik
3
1
FH
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '65 1-0
Kristín Dís Árnadóttir '69 , sjálfsmark 1-1
2-1 Hugrún Elvarsdóttir '74 , sjálfsmark
Agla María Albertsdóttir '85 3-1
19.06.2018  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Geggjaðar. Rigning, logn og flottur völlur allt upp á 10,5.
Dómari: Viatcheslav Titov
Áhorfendur: 229
Maður leiksins: Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Fjolla Shala
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('84)
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('75)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('73)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
5. Samantha Jane Lofton
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('75)
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('84)
28. Guðrún Arnardóttir ('73)

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið hérna í Kópavogi með 3-1 sigri Breiðabliks og þær eru komnar á toppinn eftir að Þór/KA gerir 0-0 jafntefli við Selfoss.

Skyrsla og viðtöl á leiðinni
92. mín
Guðný reynir hér skot fyrir utan teig sem að Sonný ver ekki mikil hætta þarna.
90. mín
Það eru komnar 90 mínútur á klukkuna og aðeins uppbótartími eftir ég giska á að Titov setji 3 mínútur á hana!

VÓÓÓ Hanna Marie með lúmskt skot úr erfiðri stuöðu sem að Sonný þarf að hafa sig alla við og ver í horn!
88. mín
Það er sturlað en öll framlínan hjá Blikum er gjaldgeng í 2.flokk. Þær Karólína, Sólveig og Agla
87. mín
Hvaða ruglaða varsla var þetta!! Tatiana með stórfenglega markvörslu þegar að Sólveig kemst ein í gegn og hún ver hann i slánna eitt orð VÁÁÁÁÁ!
85. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
ÞESSI SÓKN ÞVÍLÍK FEGURÐ!

Frábær bolti upp hægri kantinn þar sem Karólína setur í 6 gír og kemur sér fallega framhjá varnarmanninum leggur boltann út í teiginn þar sem Sólveig rúllar honum út á Andreu sem er í góðu færi en les leikinn vel og setur hann snyrtilega fyrir Öglu Maríu sem að þakkar fyrir sig með því að klára í fjærhornið óverjandi fyrir Tatiönu í markinu.
ÞEssi sókn var 12/10
84. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Markaskorarinn fer hér af velli fyrir Sólveig Larsen.
82. mín
Halla Marínós með langskot sem að fer ofan á þaknetið.
80. mín
Inn:Hanna Marie Barker (FH) Út:Diljá Ýr Zomers (FH)
79. mín
Þvílík snuddduuuuu sending frá Andreu í gegnum vörn FH á Berglindi sem að reynir skotið eftir jörðinni í fjær en Tatiana varði þetta virkilega vel
77. mín
3 mörk á tíu mínútum sirkað! Alvöru mínútur hérna á Kópavogsvelli. Fáum við annað mark hérna?
75. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Alexandra búin að vera týnd í þessum leik hefur átt betri daga.
74. mín SJÁLFSMARK!
Hugrún Elvarsdóttir (FH)
Hættu nú alveg!

Frábær sókn frá Blikum ær færa boltann frá vinstri inn á miðjuna þar sem Selma setur boltann beint í hlaupaleiðina hjá Ástu Eir sem að gefur boltann fyrir þaðan fær Hugrún boltann í sig og hann flýgur yfir Tatiönu og í hornið fjær!
73. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Hún er bara mætt á völlinn! Guðrún Arnardottir nýlent bara frá U.S and A er mætt í Kópavoginn.
71. mín
Ég á eiginlega ekki til orð bara allt í einu tvö mörk og ósk mín hefur ræst. Blikar voru kannski ennþá að fagna? En ég verð að gefa FH það að þær fá þetta mark á sig og koma strax af miklum krafti og jafna. Flottur karakter hjá þeim þarna!
69. mín SJÁLFSMARK!
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
HVAÐ ER AÐ GERAST!!!

FH er búið að jafna frábært samspil á milli Jasmínar og Helenu sem að kemst ein í gegn og nær skotinu framhjá Sonný í markinu. Kristín reynir að bjarga boltanum og reynir að hreinsa enn boltinn endar í markinu.

Við skráum þetta sem sjálfsmark þar til skýrsla frá dómara kemur á KSÍ
68. mín
ÚFF mikill darraðardans í teig Blika eftir hornspyrnu hjá FH. Verður fróðlegt að sjá hvort FH færir sig framar núna en þær hafa fallið aðeins til baka eftir þv´´i sem líður á leikinn.
65. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!

Selma Sól með enn eina geðsjúka fyrirgjöf sem að Berglind kastar sér á og setur boltann upp í þaknetið virkilega vel klárað hjá Beggunni og geggjuð sókn hjá Blikum.
63. mín
Ásta Eir með frábæra sendingu fyrir markið þar sem Berglind mætir og nær skallanum beint á Tatiönu sem að missir hann en er fljót að handsama knöttinn aftur!
62. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Birta Georgsdóttir (FH)
60. mín
FH nálagt þvíu að komat í gegn þegar að Jasmín er einni skóstærð frá því að ná pota boltanum framhjá Kristínu en þetta rennur út í sandinn.



57. mín
ÁÁÁÁIIIIII! Þetta hefur verið vont úffff! Selma Dögg neglir boltanum beint í brjóstkassann eða rifbeinin á Fjollu sem að steinliggur. Hún er samt staðinn upp enda hörkunagli úr Breiðholtinu
55. mín
Geggjuð sending enn og aftur frá Selmu inn á teiginn og þarna á Agla María að vera mætt það er ekki flókið. Selma setur geggjaðan bolta eftir jörðinni fyrir markið á markteiginn en varnarmenn FH eru á undan Öglu og hreinsa þetta frá.

Selma verið skeinuhætt í dag.
54. mín
úúúúúúú Kristín Dís með mjög erfiða sendingu til baka á Sonný sem þarf að teygja sig í hann til að ná boltanum. Boltinn endar út á kanti þar sem FH vinna hornspyrnu.

Spyrnan frá Guðný er fín og sonný missir boltann frá sér en Blikar bjarga að lokum.


Sókninn er ekki búinn boltinn kemur aftur inn á teig þar sem Marjani býr sér til pláss og reynir skotið í fyrsta en framhjá markinu. Var aldrei raunveruleg hætt af þessu skoti.
52. mín
HORNSPYRNA! Bara svona ef þið vilduð vita það, Selma tekur spyrnuna en Tatiana kemur út í boltann og slær hann frá. Vel gert hjá Tatiönu
50. mín
Selma lætur Ernu aðeins finna fyrir sér hérna og FH fá aukaspyrnu. Guðný tekur spyrnuna og hvað? Jú varnarmenn Breiðabliks skalla frá þetta er svolítið saga leiksins hingað til.

Nei heyrðu hver er mættur í fjölmiðlaboxinn, það er þriðji myndarlegasti maður landsins á eftir Rúriki Gíslasyni og Jón Jónssyni. Óliver Sigurjóns leikmaður karlaliðs Blika er mættur að fylgjast með kvennaliðinu.
47. mín
FRÁBÆR BJÖRGUN frá Örnu Dís í vörn FH! Selma Sól setur ljúffengan bolta inn á teiginn þar sem Agla er mætt með frábært hlaupa á nærstönginni og tekur boltann með sér í fyrsta en Arna les þetta virkilega vel og tæklar boltann í horn sem síðan verðru ekkert úr.

Ef það kemur ekki mark úr horni eða föstu leikatriði hér í dag þá skal ég hundur heita.
46. mín
Breiðablik byrjar á því að fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH sem að Selm "Beckham" Sól tekur. Hvað gerist? Boltinn endar í höndunum á Tatiönu.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er kominn af stað ég óska eftir mörkum og það minnsta kosti tveimur.
45. mín
Hálfleikur
Titov nennir ekki að vera í bleytunni og flautar bara strax til hálfleiks.
Mér finnst vanta svona smá extra í þetta hjá Blikum á meðan FH hafa verið að spila góðan og þéttan varnarleik og eru að ógna með hröðum sóknum.
44. mín
Þetta er leikur draumanna. Leikmenn skiptast á að skjóta hérna af um 30 metra færum en boltinn er bara ekki að hitta á ramman.
42. mín
Hvernig getur hún verið rangstæð?

Línuvörðurinn flaggar Öglu Maríu rangstæður eftir að Alexandra tekur eina þrumu beint í lappirnar á henni og hún er að sleppa í gegn. Línuvörðurinn flaggar mjög fljótt en héðan úr blaðamannastúkunni virkaði þetta ekki sem rangstæða en ég er ekki með dómara réttindi.
41. mín
Núna á Berglind góðan snúning með varnarmann í bakinu og nær skotinu með vinstri en það fer rétt framhjá markinu. Berglind að koma sér aðeins inn í leikinn síðustu mínútur mikilvægt fyrir Blika.
40. mín
Þarna kom færi!!

Agla María með geggjaða sendingu á fjærstöngina þar sem Alexandra mætir og kastar sér á boltann en fer aðeins undir hann og boltinn flýgur yfir markið.
Breiðablik eru að þyngja sóknarpressuna!
39. mín
Enn og aftur fá Breiðablik hornspyrnu það hlýtur að fara koma mark eða færi út úr þessu.

FH ná að hreins og bruna fram í skyndisókn en varnarmenn Blika eru fljótar til baka og Heiðdís nær að sparka boltanum til baka á Sonný.
36. mín
Breiðablik fær hornspyrnu en skallinn fer framhjá markinu.
Ég er ekki mikið fyrir að vera með leiðindi en Tatiana má alveg drífa sig að taka þessar markspyrnur og vinur minn hann Titov er sammála mér og veifar hendinni um leið og hann flautar og segir "Koma svo"
32. mín
Blikar fá hornspyrnu ég væri til í eina Beckham snuddu frá Selmu núna. Fín spyrna frá Selmu enn FH koma þessu frá sem er saga hornspyrna hérna í fyrri hálfleik.

Boltinn endar úti hjá Áslaugu sem að reynir skotið en það svífur yfir markið.
30. mín
Berglind hefur fengið hugskeytið og reynir hér skot í fyrsta fyrir utan teig en það fer langt yfir. Ég fyrirgef henni þetta þar sem þetta var veikari fóturinn.
29. mín
FH fá aukaspyrnu út á vinstri kanti sem að Guðný tekur en Blikarnir koma boltanum frá. Ég væri til í að fá eins og eitt til tvö stykki alvöru færi og ætla ég að setja smá pressu á Marjani og Berglindi Björg að koma sér í þau á næstu mínútum.

26. mín
"i Believe i can fly" ómar í höfðinu á mér þegar að Diljá Zomers tekur skotið frá svona 32,3 metrunum en skotið fer beint á Sonný í markinu og er laflaust ekkert mál segir Sonný og grípur hann.
24. mín
Breiðablik fá hornspyrnu og mér sýnist Agla og Selma ætla taka hana stutt. Þær plötuðu mig alveg þarna og Agla tekur spyrnuna beint inn á teig en FH skalla boltann frá nokkuð örruglega frá.
23. mín
Heiðdís brýtur klaufalega a Höllu Maróinós rétt fyrir utan teig. Þetta er dauðafæri fyrir Guðný með hennar skotfót.

aukaspyrnan er vonbrigði og fer hátt yfir ég vil að næsta fari á ramman Guðný.
19. mín
ÚFFF! Blikar í hörkufæri. Fh-ingar missa boltann klaufalega í öftustu línu þegar Berglind les sendinguna og stelur boltanum. Hún leggur boltann út á Öglu sem á frábæra fyrigjöf með vinstri á Alexöndru sem að hnjáar boltann í átt að markinu en Taitana ver boltann á marklínunni.

17. mín
Ef við tölum hreina íslensku þá finnst mér FH mjög líklegar til að setja mark hérna bara. Þær eru ógnandi og Marjani virðist frísk.

Blikarnir eru búnar að vera sprækar einnig en eru ekki í efsta gírnum sínum ennþá.
16. mín
Titov dómari leiksins er duglegur að lát Ólaf Pétursson þjálfara Breiðabliks fá tiltal enda líður hann enga vitleysu hann Titov!
13. mín
Hætta í teig FH Selma Sól með geggjaða fyrirgjöf á Öglu Maríu sem að leggur boltann í fyrsta fyrir markið en Fh ná að hreinsa. Boltinn fer þó ekki langt og Andrea kassar hann niður fyrir utan teig og reynir skot en mér sýndist Hugrún kasta sér fyrir þetta eins og Ninja.
10. mín
Jæja FH fær horn Marjani vinnur vel fyrir þessu og sparkar í Áslaugu og aftur fyrir. Hver mætir að taka hornið? Jú að sjálfsögðu spyrnusérfræðingurinn Guðný Árnadóttir spyrnan er hinsvegar ekki nógu góð og Blikarnir hreinsa.
9. mín
Liðin skiptast á að vera með boltan og þreifa fyrir sér. Andrea Rán fær síðan boltann langt fyrir utna teig og ákveður að taka léttan æfingarbolta á Tatiana í markinu.

6. mín
Agla María við það að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Alexöndru en hún rétt missti af boltanum.
5. mín
Marjani með lúmskt skot fyrir utan teig með vinstri en framhjá markinu. Sonný virtist nokkuð örrug með þetta en fleygði sér samt á eftir boltanum.
3. mín
Breiðablik fá fyrstu hornspyrnu leiksins og gerir Selma Sól sig tilbúna að taka hana. Spyrnan er ágæt en FH koma boltanum út úr teignum.
1. mín
Big Glacier er mættur í stúkuna að sjálfsögðu að styðja sitt nýkominn frá Moskvu þar sem hann var að stjórna víkingarklappinu í stúkunni like a boss.
1. mín
Leikur hafinn
Game on! Það er Breiðablik sem að byrjar með boltann og sækja í átt að sporthúsinu fræga.
Fyrir leik
Leikmenn ganga hér út á völl í beinum og fallegum röðum ásamt ungum iðkendum Breiðabliks.

Það er verið að heiðra Berglindi Björg leikmann Breiðabliks fyrir að hafa skorað sitt 100 mark fyrir liðið í seinustu umferð í 155 leikjum. Virkilega vel gert hjá Eyja pæjunni
Fyrir leik
Jæja bæði lið hafa lokið upphitun og halda inn í klefa fyrir loka peppræðu frá þjálfurunum sínum. Það er andskoti langt síðan (biðst afsökunar á þessu blótsyrði) að síðasta umferð var spiluð svo þið vitið ekki hvað ég er spenntur akkurat núna! Það styttist í Pepsí deildar veislu á Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Unnur móðir hennar Selmu er að sjálfsögðu mætt í stúkuna eins og alltaf þegar börninn hennar eru að spila. Unnur skemmtir sér konunglega og syngur með "Það lifa allir einu sinni" af mikilli innlifun sem er klassík með Kalla Bjarna og dillar sér.


Ég sé ekki marga FH-inga í stúkunni væri gaman að sjá fleiri og jafnvel nokkur kunnuleg andlit
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir út á völl að hita og í sömu andrá koma tvær indælar konur í fjölmiðlaboxið með bakkelsi og djús. "Ég setti smá vodka í djúsinn" heyrist frá annari þeirra meðan hún brosir. Ég veit ekki hvort hún sé að ljúga að okkur eða ekki en aðeins ein leið til að komast að því.


Ég get staðfest eftir gott glas að það er ekki vodki í djúsnum. Smá vonbrigði en það er ekki gott að drekka á þriðjudegi hvort sem er.
Fyrir leik
Það er komið að veðri: Það er frábært fótboltaveður nánast logn rigning á köflum og völlurinn vel blautur algjörar toppaðstæður til að stunda knattspyrnu hér í kvöld!

Fyrir stúkuna þá þurfiði ekki að hafa áhyggjur af sólarvörn eins og ég hefði átt að bera á mig í gær og finn fyrir því í dag en jæja. Ég mæli með þæginlegri yfirhöfn og jafnvel húfu það rignir ekkert inn í stúkuna svo ég vil sjá sem flesta mæta á völlinn í kvöld það er ekkert heillandi við Rússland- Egyptaland á HM styðjum við íslenska knattspyrnu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Hjá Blikum byrjar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem er þvílíkt efni og hvet ég fólk til að fylgjast með henni. En það eru STÓRFRÉTTIR sem að sitja á bekk Breiðabliks í kvöld en hún Guðrún Arnadóttir er kominn aftur til landsins frá Santa Clara háskólanum verður fróðlegt að sjá hvort hún fái mínútur í kvöld. Mínar heimildir herma að hún hafi bara lent í nótt.

Hjá FH erum við að tala um nokkuð hefbundna dagskrá en Hugrún Elvarsdóttir er í byrjunarliðinu í dag það gleður marga veit ég. Kemur mér samt aðeins á óvart að Helena Ósk Hálfdánardóttir er á bekknum í dag og tel ég því líklegt að nafni minn hafi ákveðið að spila 5-3-2 í dag en það mun koma í ljós.
Fyrir leik
Ég er mættur á hinn frábæra Kópavogsvöll. Ég verð að gefa mínum manni Bö-Vélinni, Money-Bö, Þjóðhátíðar-Bö, náttúrubarninu Magga Bö vallarstjóra hér á vellinum mikið hrós. Völlurinn hefur litið vel út frá upphafi móts og hann er svo fallegur í rigningunni núna að ég á varla til lýsingarorð.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni er gjörólík eftir fyrstu 5.umferðirnar.

Breiðablik hefur unnið alla 5 leiki sína og eru með 15 stig á toppnum ásamt Þór/KA. Blika stelpur hafa litið fáranlega vel út á köflum en hafa einnig kreist út iðnaðarsigra í sumar. Berglind Björg, Selma Sól og Agla María hafa sérstaklega verið að finna sig í upphafi móts.


FH liðið.... Hvað get ég sagt þar? Þær hafa verið ein stór vonbrigði þar sem af er sumri og sitja í neðsta sæti deildarinnar með einungis 3 stig eftir fyrstu 5 umferðirnar. Þær eiga vera með betri mannskap en í fyrra en þær virðast bara ekki vera finna taktinn. Guðný hefur átt ágætis sumar og Marjani hefur verið að sjá um flest mörk FH-inga en aðrar þurfa stíga upp og lít ég þá til Evu Núru, Jasmínar og Selmu.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu frá leik í 6.umferð Pepsi deildar kvenna þar sem við eigast Breiðablik og FH.
Byrjunarlið:
Halla Marinósdóttir
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
Tatiana Saunders
2. Hugrún Elvarsdóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Jasmín Erla Ingadóttir
16. Diljá Ýr Zomers ('80)
21. Arna Dís Arnþórsdóttir
27. Marjani Hing-Glover
28. Birta Georgsdóttir ('62)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
15. Birta Stefánsdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('62)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
23. Hanna Marie Barker ('80)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Maria Selma Haseta
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: