Ísland
0
2
Nígería
0-1 Ahmed Musa '49
0-2 Ahmed Musa '75
Gylfi Þór Sigurðsson '83 , misnotað víti 0-2
22.06.2018  -  15:00
Volgograd
HM í Rússlandi
Aðstæður: Sól (32 gráður) og flugur
Dómari: Matthew Conger
Áhorfendur: 40.904
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson ('65)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson ('88)
19. Rúrik Gíslason
22. Jón Daði Böðvarsson ('71)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason ('65)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
20. Albert Guðmundsson
21. Arnór Ingvi Traustason

Liðsstjórn:
Heimir Hallgrímsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það gekk ekkert upp í dag og liðið var mjög ólíkt sjálfu sér. Viðbrögð og ýmislegt fleira á leiðinni.

Áfram gakk. Ekkert annað í stöðunni en að vinna Króata á þriðjudaginn.
95. mín
Obi Mikel liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu. Leikurinn stopp. Meiddur a handlegg.
94. mín
Ágætis sókn hjá Íslandi en ekki tekst að reka smiðshöggið.
91. mín
Sverrir Ingi skallaði hátt yfir mark Nígeríu rétt áðan. Viðbótartíminn er að minnsta kosti 6 mínútur.
90. mín
Inn:Alex Iwobi (Nígería) Út:Oghenekaro Etebo (Nígería)
88. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Þriðja og síðasta skipting Heimis.
Arnar Daði Arnarsson
87. mín
Ighalo við það að sleppa einn í gegn, en Hannes Þór kemur út á hárréttum tíma og nær til boltans.
Arnar Daði Arnarsson
86. mín
Ari Freyr Skúlason er að gera sig kláran til að koma inn á hjá Íslandi.
Arnar Daði Arnarsson
85. mín
Inn:Odion Ighalo (Nígería) Út:Kelechi Iheanacho (Nígería)
83. mín Misnotað víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Talandi um að ekkert gangi upp.

Gylfi skaut yfir.

Blót.
82. mín
VÍTIIIII!!!!! Ebuehi sparkaði aftan í Alfreð. Dómarinn sér það í gegnum VAR .
81. mín
HAAAA???? Alfreð Finnbogason fer niður í teignum. Dómarinn ætlar að skoða þetta í endursýningu.
78. mín
Það gengur ekkert upp... þessi seinni hálfleikur eitt það versta sem maður hefur séð til íslenska landsliðsins lengi í alvöru leik.
75. mín MARK!
Ahmed Musa (Nígería)
Staðan orðin svört.

Musa stingur sér frá Kára Árnasyni á ógnarhraða, nær að fara framhjá Hannesi og koma boltanum í netið.
75. mín
Musa með SLÁARSKOT!!! Vá, stálheppnir að fá ekki annað mark á okkur þarna.
74. mín
Nígería átt 8 skot, Ísland 7. Mótherjar okkar einfaldlega verið miklu betri í seinni hálfleik.
73. mín
Nígeríumenn eru líklegri til að bæta við en Íslendingar að jafna. Balogun átti skalla naumlega yfir eftir hornspyrnu.

Áhorfendur í dag: 40.904.
71. mín
Inn:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Jón Daði fann sig ekki í þessum leik.
71. mín
Nígería skallar framhjá, töluvert framhjá.
70. mín
Hávært á Twitter að fá Albert Guðmundsson inn. Þar á meðal Gunnleifur Gunnleifsson að tala fyrir því. Er það eitthvað til að brjóta þetta upp?
66. mín
Victor Moses með fast skot hægra megin en hittir ekki rammann. Sýndist þetta vera býsna nálægt!
65. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Leikurinn stöðvaður til að framkvæma þessa skiptingu og Raggi skokkar af velli. Það er engin áhætta tekin með höfuðhögg.
63. mín
Ísland fær aukaspyrnu fyrir utan teig. Ndidi fær ekki gult. Það er óskiljanlegt. Gylfi gaf boltinn inn í teiginn úr aukaspyrnunni en markvörður Nígeríu handsamaði knöttinn.

Raggi Sig getur ekki haldið leik áfram greinilega. Sverrir Ingi er að koma inn.
60. mín
Ekkert kom út úr horninu og stuttu seinna fær Rúrik dæmt á sig brot í baráttunni við Nígeríumann.
59. mín
Ísland með nokkrar fyrirgjafir í röð en Nígería nær að koma þessu öllu frá. Jæja þá fær Ísland horn... Króatía skoraði bæði mörkin sín gegn Nígeríu eftir hornspyrnur.
58. mín
Ndidi með hörkuskot af löngu færi, boltinn breytir um stefnu af varnarmanni en Hannes nær að verja í horn. Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
56. mín
Boltinn fer i hendina á leikmanni Nígeríu innan teigs en dómarinn dæmir ekki víti.
55. mín
Raggi getur haldið leik áfram eftir að hafa fengið sárabindi um höfuðið og nýja treyju.
51. mín
Eftir að hafa skorað markið fór Musa óvart í höfuðið á Ragga Sig sem lá á grasinu. Raggi er blóðugur og kallað er eftir börum.

Sverrir Ingi Ingason er að gera sig kláran í að koma inn.
49. mín MARK!
Ahmed Musa (Nígería)
Stoðsending: Victor Moses
NEEEIIII!!!! Andskotinn. Nígería skorar úr skyndisókn.

Victor Moses með fyrirgjöf. Musa tekur frábærlega á móti boltanum og klárar með þrumuskoti. Þetta var rosalegt mark.
49. mín
Boltanum skallað inn í teig Nígeríu en Afríkumennirnir ná að hreinsa frá. Aron Einar að fara að taka langt innkast. Nígeríumenn ná að skalla frá og fara í skyndisókn...
47. mín
Etebo fær skyndilega flugbraut og veður að markinu, lætur vaða fyrir utan teig en Hannes ver af feykilegu öryggi. Fyrsta skot Nígeríu á mark Íslands.
46. mín
SEINNI HÁLFLEIKUR ER HAFINN!
46. mín
Inn:Tyronne Ebuehi (Nígería) Út:Bryan Idowu (Nígería)
45. mín
Meira af tölfræði. Nígería átti aðeins tvær snertingar á boltann í teig Íslands í fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Birkir Már með hörkugóða fyrirgjöf, boltinn af Nígeríumanni og í hornspyrnu. Eitt mark fyrir hlé væri vel þegið!

Hornið tekið af Gylfa, Jón Daði skallar en töluvert framhjá.
45. mín
NEEEEIIIIII!!!!! SVAKALEGUR bolti frá Gylfa sem LEKUR FRAMHJÁ FJÆRSTÖNGINNI! Fór af Alfreð Finnbogasyni. Ég sá þennan bolta inni.

Uppbótartíminn er að minnsta kosti 2 mínútur, 2 mínútur.
44. mín Gult spjald: Bryan Idowu (Nígería)
Braut á Birki Bjarnasyni á hægri kantinum. Aukaspyrna með fyrirgjafamöguleika sem Gylfi mun taka.
42. mín
Þessi hiti, þessi hægi fótboltaleikur. Svo er vúvúzela hljóð í stúkunni. Erum á HM 2010.
41. mín
Gylfi hægir á Nígeríumanni með því að toga í hann. Hagnaðarreglunni beitt en boltinn endar í fanginu á Hannesi.
39. mín
Nígería fékk aukaspyrnu á hægri kantinum. Mér sýndist þetta vera dýfa hjá Moses. Boltinn sendur fyrir og Birkir Már skallar í hornspyrnu. Engin hætta skapast eftir hornið.
37. mín
Rooosalega hææægur fótboltaleikur. Og leiðinlegur áhorfs. En við komum ekki hingað til að skemmta okkur.

Birkir Bjarna og Jón Daði í teignum, nálægt því að ná til fyrirgjafar en það tókst ekki.
35. mín
Jón Daði skallar boltann á Birki Bjarna sem er utarlega í teignum og tekur knöttinn á lofti! Skotið töluvert yfir. Hefði verið flottasta mark HM hefði þessi bolti endað á rammanum.
29. mín
Emil Hallfreðs hitar vel upp. Spurning hvort eitthvað sé að hrjá Aron?
28. mín
Jafnræði með liðunum og leikurinn hægur, Ísland kannski aðeins betri. Fyrir hlutlausa hefur þetta væntanlega ekki verið nein leiftrandi skemmtun!

Arnar Daði Arnarsson
23. mín
Leon Balogun skallað frá eftir seinna hornið og Nígeríumenn eru með knöttinn.
22. mín
Aron Einar með STÓRhættulega fyrirgjöf sem Uzoho slær frá! Birkir Bjarna tekur svo skot úr þröngri stöðu sem fer í Victor Moses og í horn.

Hætta eftir hornið, aftur slær Uzoho boltann sem fer svo af Moses og í annað horn...
18. mín
Ndidi með fyrirgjöf en Raggi Sig skallar frá. Leikurinn fer algjörlega fram á okkar vallarhelmingi þessar mínúturnar.
17. mín
Nígeríumenn í hættulegri sókn en okkar drengir verjast með ráðum og dáðum. Gengur samt erfiðlega að kæfa sóknina endanlega... jæja það tekst að lokum. Svitinn þegar farinn að perla vel af mönnum í hitanum.
16. mín
Aron Einar tekur langt innkast inn í teiginn, um leið er verið að taka fyrsta umganginn af Víkingaklappinu. Náðum ekki að skapa neina hættu eftir þetta innkast.
13. mín
Aron Einar fékk högg í síðuna en getur haldið leik áfram.
12. mín
Nígerísku stuðningsmennirnir eru bylgjuóðir. Hver bylgjan á fætur annarri og Íslendingarnir bylgja að sjálfsögðu með í stúkunni.
10. mín
Iheanacho fer niður á miðjum vallarhelmingi Íslands en Conger dómari dæmir ekkert. Hann virðist ekki vera eins flautuglaður og Pólverjinn sem dæmdi Argentínuleikinn.
8. mín
Hörður kallar í burtu eftir hornspyrnuna. Stuðningsmenn Íslands ósáttir við að fá ekki innkast í kjölfarið. Nígeríumenn taka langt innkast sem er hættulítið.
Magnús Már Einarsson
7. mín
Victor Moses reynir að senda fyrir en Hörður Björgvin kemst fyrir sendinguna. Hornspyrna. Það þarf að hafa góðar gætur á Moses í dag.
Magnús Már Einarsson
7. mín
Rúrik Gíslason fer upp vinstri kantinn en er tekinn niður, ekkert dæmt. Skömmu síðar fékk Gylfi MJÖG GOTT skotfæri fyrir utan teig en skotið laust og auðvelt fyrir markvörð Nígeríu.
5. mín
GYLFI MEÐ SKOT Á MARKIÐ! úr aukaspyrnunni. Hinn 19 ára Uzoho ver í hornspyrnu. Ísland tekur sér góðan tíma í allar aðgerðir. Það á að drepa tempóið niður í þessum leik gegn eldsnöggum Nígeríumönnum í hitanum í Stalíngrad.
4. mín
Aron Einar með langt innkast inn í teiginn. Boltinn skoppaði nokkrum sinnum í teignum en á endanum. Ísland fær svo aukaspyrnu, 24 metrum frá markinu. Gylfi gerir sig líklegan.
1. mín
Leikur hafinn
Megi betra liðið vera Ísland og megi betra liðið vinna!

Nígería byrjaði með boltann.
Fyrir leik
Þjóðsöngvar að baki. Vel tekið undir í fjölmiðlastúkunni enda fjölmiðlahópurinn í góðri æfingu eftir reglulegar heimsóknir á rússneska karókíbari.

Fyrirliðarnir John Obi Mikel og Aron Einar Gunnarsson heilsa upp á dómarann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn, Ísland í geggjuðu Errea utanayfirgöllunum, og komið er að þjóðsöngvunum!!! Þvílík spenna! Infantino og Guðni Bergsson sitja saman í VIPpinu.

Mín spá: 1-0 sigur Íslands. Alfreð skorar aftur!
Fyrir leik
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, spáir því að Íslandi fari áfram upp úr riðlinum. Vonandi rætist sú spá hans.
Fyrir leik
"Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga"

Jú þið vitið hvaða lag er í græjunum núna! Á meðan notar sessunautur minn, Kristinn Páll Teitsson á Fréttablaðinu, tækifærið og ber á sig moskítófluguvörn.
Fyrir leik
Það er ansi heitt hérna en sem betur fer eru sjálfboðaliðar FIFA duglegir að bera vatn í fjölmiðlamenn. Vatnsflöskurnar reyndar volgar en það er kannski bara við hæfi hér við Volgu!
Fyrir leik
Liðin eru á fullu að hita upp. Ísland leikur í aðaltreyju sinni í dag en Nígeríumenn eru í sínum varabúningum, ljósgrænir og hvítir.

Þjálfarar liðanna tóku öflugt bransatal fyrir leikinn; Heimir og Þjóðverjinn Gernot Rohr.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Ísland fer í gamla góða 4-4-2. Jón Daði Böðvarsson er í fremstu víglínu með Alfreð. Rúrik Gíslason kemur inn fyrir Jóhann Berg sem er meiddur. Emil er fórnarlamb þess að kerfinu er breytt og er settur á bekkinn.
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að detta inn á næstu mínútum. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist gegn Argentínu og er ekki með í dag. Vonandi klár fyrir Króatíuleikinn. Flestir fjölmiðlar telja að Rúrik Gíslason muni taka stöðu hans en lið Íslands verði að öðru leyti það sama og gegn Argentínu.
Fyrir leik
Fyrir leik
13:34 - Strákarnir okkar eru búnir að taka sinn hefðbundna göngutúr úti á velli, jakkafataklæddir. Nú eru það Nígeríumennirnir sem eru að skoða grasið góða.

Stemningin fyrir utan er öll að aukast en þar er okkar besti skemmtanastjóri, Arnar Daði Arnarsson, að skila stuðinu heim að dyrum!
Fyrir leik
Glænýr leikvangur sem byggður var fyrir mótið. Hann tekur 43,713 áhorfendur á Heimsmeistaramótinu en í rússnesku deildarkeppninni tekur hann 45,568 áhorfendur.

Það sem er athyglisvert er að Rotor Volgograd, sem er lið í næstu efstu deild í Rússlandi og var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð, mun eignast leikvanginn eftir mótið.
Fyrir leik
Matthew Conger frá Nýja-Sjálandi dæmir leikinn.

Conger er 39 ára gamall, menntaður kennari, en hann hefur verið FIFA dómari síðan 2013. Hann var dómari ársins í Nýja-Sjálandi í fyrra. Simon Lount, frá Nýja-Sjálandi, er aðstoðardómari eitt á föstudaginn en aðstoðardómari tvö er Tevita Makasini sem kemur frá Tonga.
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands:
Við spiluðum í nokkuð miklum hita á móti Argentínu og það var erfiður leikur. Það spáir nokkrum gráðum heitara hér og það hentar Nígeríumönnum betur en Íslendingum að spila í svona hita. Við munum taka það til umhugsunar þegar við setjum upp okkar leikplan. Ég held að það geri það allir í 30 gráðu hita. Við erum ekki öðruvísi en aðrir.
Fyrir leik
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu:
Taktíkin er eitthvað sem ég vil ekki tala við um blaðamenn. Við erum með taktík til að vinna leikinn en ég get ekki tjáð mig um hana nema við leikmenn. Það voru ekki mistök í skipulaginu sem kostuðu okkur í síðasta leik heldur einbeitingarleysi í föstum leikatriðum. Ég ætla ekki að ræða það núna hvað gerist ef við töpum. Við ætlum ekki að tapa og munum ekki tapa.
Fyrir leik
Góðan og afskaplega gleðilegan dag! Ég heilsa hér frá Volgograd (áður Stalíngrad) þar sem sólin skín og flugurnar flögra. Ég reikna með því að allir vinnuveitendur heima gefi frí þann tíma sem þessi leikur fer fram!
Byrjunarlið:
23. Francis Uzoho (m)
2. Bryan Idowu ('46)
4. Wilfred Ndidi
5. William Ekong
6. Leon Balogun
7. Ahmed Musa
8. Oghenekaro Etebo ('90)
10. John Obi Mikel (f)
11. Victor Moses
14. Kelechi Iheanacho ('85)
22. Kenneth Omeruo

Varamenn:
1. Ike Ezenwa (m)
3. E. Echiejile
9. Odion Ighalo ('85)
12. Abdullahi Shehu
13. Simeon Nwankwo
15. Joel Obi
16. Daniel Akpeyi
17. Ogenyi Onazi
18. Alex Iwobi ('90)
19. John Ogu
20. Chidozie Awaziem
21. Tyronne Ebuehi ('46)

Liðsstjórn:
Gernot Rohr (Þ)

Gul spjöld:
Bryan Idowu ('44)

Rauð spjöld: