ÍA
0
1
FH
0-1
Brandur Olsen
'3
25.06.2018 - 18:00
Norðurálsvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Blæs vel, ca 9 gráður og líkur á rigningu. Völlurinn rennandi.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Albert Hafsteinsson(ÍA)
Norðurálsvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Blæs vel, ca 9 gráður og líkur á rigningu. Völlurinn rennandi.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Albert Hafsteinsson(ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Albert Hafsteinsson
('80)
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
('63)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson
('46)
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason
Varamenn:
13. Birgir Steinn Ellingsen
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('63)
16. Viktor Helgi Benediktsson
('46)
20. Alexander Már Þorláksson
('80)
26. Hilmar Halldórsson
27. Stefán Ómar Magnússon
Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon
Gul spjöld:
Stefán Teitur Þórðarson ('72)
Rauð spjöld:
90. mín
Skagamenn fengu innkast sem Hörður grýtti inná teig en boltinn aftur fyrri. Þetta er að fjara út hjá okkur.
90. mín
VÁÁÁÁÁÁÁ! Skagamenn fá horn og það koma svona þrjú skot að marki en boltann vill inn! Ekki frá því að Árni Snær markmaður ÍA hafi átti fyrsta skotið.
88. mín
Skagamenn með hornspyrnu sem Gunnar lengir í smá veseni með en gerir svo vel og grípur í annari tilraun.
86. mín
Fimm mínútur eftir af leiknum. Ná Skagamenn að jafna og knýja fram farmlengingu?
82. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH)
Út:Davíð Þór Viðarsson (FH)
Kjálkinn á mér færi bara alls ekkert í jörðina ef Atli Viðar mundi skora.
77. mín
FH-ingar með skyndisókn og boltinn berst á Lewis en hann nær ekki almennilegri fyrirgjöf og Árni grípur auðveldlega.
74. mín
Frábært spil hjá Skagamönnum og við að komast í gegnum vörn FH en á síðustu stundu bjarga FH-ingar. FH beint í sókn og Lennon með skot úr teignum en beint Árna sem grípur auðveldlega.
67. mín
Skagamenn fengu hornspyrnu sem vörn FH skallar frá og Lewis fær boltann og hleypur af stað og gerir sig líklegann til að stinga alla af en missir boltann útaf. Svakalega fljótur þessi gæi.
64. mín
Ólafur Valur strax með stórhættulega sendingu fyrir en FH-ingar bjarga í horn. Hornið mjög gott og Gunnar í smá veseni en varnarmenn FH-skall í burtu og svo tekur Albert skot en yfir markið.
63. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
Þessi skipting kemur nákvæmlega ekkert á óvart.
60. mín
ÞÞÞ kemur með sendingu fyrir úr aukaspyrnunni en skallinn hjá Hafþór er laus og Gunnar grípur auðveldlega.
54. mín
Skagamenn mæta ákveðnri til leiks hérna í seinni hálfleik. Eru að reyna en FH-ingar verjast vel og alltaf líklegir til að búa til eitthvað ef þeir ná að sækja hratt.
49. mín
Skagamenn beint í sókn. Bjarki Steinn stingur alla miðju FH af og sendir á Stefán Teit en hann er kominn vel til hægri og engin hætta af þessu. Bjarki hefði sennilega geta sent boltann fyrr og komið Stefáni Teit í gegn.
48. mín
Atli Guðna í dauðafæri!! FH-ingar spila sig fullt einfalt í gegnum vörn ÍA og Atli dauðafæri en Arnór Snær hendir sér fyrir.
46. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (ÍA)
Út:Ragnar Leósson (ÍA)
Skagamenn gera hér breytingu í hálfleik
46. mín
Hálfleikur
Seinni hálfleikur er hafinn hjá okkur. Nú eru það FH-ingar sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllinni.
45. mín
Hálfleikur
Gestirnir úr Hafnarfirði leiða í hálfleik og hafa verið betri heilt yfir. Skagamenn hafa þó alveg fengið sjensja til búa til alvöru færi en ekki tekist ennþá. Kaffi og meðþví og svo komum við aftur.
45. mín
Mínútu bætt við. Skagamenn komast 4 á þrjá og boltinn berst á ÞÞÞ sem tekur skelfilega fyrstu sertingu og þetta rennur út í sandinn. Segi það aftur að ÞÞÞ er alls ekki að eiga góðan leik.
44. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!!! HALLDÓR ORRI!!!! FH-ingar með flotta sókn og boltinn bersta á Halldór í teignum sem fer framhjá Árna en skotið laflaust og Árni grípur á línunni. Held að bleytan á vellinum hafi hjálpað til þarna
42. mín
FH-ingar að sækja meira núna. Fá hornspyrnu sem berst á Atla Guðna en skátið er rosalega hátt yfir.
38. mín
Hjörtur Logi með hörkuskot!!! Fyrirgjöf og ÞÞÞ lætur boltann fara í staðinn fyrir að skalla í burtu og Hjörtur kemur á ferðinni og með hörkuskot sem Árni ver. Horn sem Brandur tók en það var vægast sagt vont og engin hætta.
36. mín
Brandur aftur með skot hááááátt yfir. ÞÞÞ ætlaði að skalla boltann en rann og hitti hann ekki. Boltinn á Brand en skotið mjög slakt. ÞÞÞ er ekki að eiga sinn besta leik.
34. mín
BRANDUR!!!! Fær bara að hlaða í skot fyrir utan teig og ætlar að skrúfa hann í fjærhornið en Árni ver virkilega vel. Hornspyrna.
33. mín
Og þá kom færi! Steven Lennon sleppur einn í gegn en er vel til hægri og Árni Snær gerir vel í að loka á hann. Lennon fer framhjá honum en er nánast kominn að endalínunni þegar hann tekur skotið og framhjá.
26. mín
Hörður Ingi með flotta fyrirgjöf með grasinu en Stefán Teitur aðeins of seinn og Gunnar nær boltanum.
25. mín
Guðmndur Kristjáns í veseni. Nær ekki að taka við boltanum í eigin teig og Skagamenn nálægt því að komast í færi en Guðmundur bjargar sér fyrir horn.
23. mín
ÚFF!!! Atil Guðna með skot í varnarmann og Árni Snær ætlar að taka boltann en Halldór nær að pota í hann en sem betur fer fyrir Skagamenn þá var enginn sóknarmaður FH tilbúinn og boltinn út fyrir hliðarlínu. Liggur töluvert á heimamönnum akkúrat þessa stundina.
21. mín
Stórhættuleg sókn FH-inga. Fyrirgjöf frá hægri en Arnór og ÞÞÞ ekki að tala og hvorugur skallar boltann í burtu og Davíð Þór fær mjög gott færi en Árni Snær ver og vörnin hreinsar.
19. mín
Skagamenn að sækja í sig veðrið. Bjarki Steinn við að komast í góða fyrirgjafastöðu inní teig en ætlar sér aðeins of mikið og missir boltann.
18. mín
Frábær sókn hjá FH. Alveg frá Gunnari upp allan völlinn undir mikilli pressu og endar með skoti en rétt framhjá. Skagamenn sleppa síðan 2 á 2 en nýta það illa.
14. mín
Brandur Olsen fékk hérna væna byltu. Hafþór fót í tæklingu og náði boltanum en tók Brand í leiðinni og Helgi dæmdi réttilega aukaspyrnu. Brandur er kominn aftur inná og búinn að jafna sig á þessu.
12. mín
Flott sókn hjá Skagamönnum og Bjarki Steinn með fyrirgjöf en aðeins of hátt fyrir Albert sem næt ekki skallanum.
10. mín
Og þá kom alvöru færi. Steven Lennon sleppur einn í gegn en er vil hægra megin og tekur skoitð en það er framhjá.
5. mín
FH-ingar halda bara áfram. Fá hornspyrnu og Halldór Orri með skallann framhjá. Skagamenn fara síðan í sókn og Steinar hársbreidd frá að koma Alberti einn í gegn en FH-iongar verjast vel .
3. mín
MARK!
Brandur Olsen (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Stoðsending: Atli Guðnason
MAAAAAAAAAARK!!!!! Þetta tók ekki langan tíma fyrir FH!!! Einföld sending frá miðjunni á Atla Guðna út á vinstri kantinum og hann kemur með geggjaða fyrirgjöf með grasinu og Brandur stendur aleinn og getur ekki annað en skorað.
1. mín
Skagamenn eiga hér strax sókn og Bjarki Steinn sendir boltann fyrir en varnarmenn FH skalla í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað hjá okkur! Það eru Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllini. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Leikur hafinn
Hér rísa allir úr sætum og klappa í eina mínútu fyrir Sigursteni Gíslasyni en hann hefði orðið fimmtugur í dag. Það þarf ekki að fjölyrða um það hver Sigursteinn var en hann spilaði fjöldann allan af leikum fyrir ÍA. Blessuð sé minning Steina Gísla.
Byrjunarlið FH à dag gegn @ia_akranes
— FHingar.net (@fhingar) June 25, 2018
Bekkurinn: Vignir, Rennico, Kiddi Steindórs, Zeiko, Viðar Ari, Jónatan og Atli Viðar. #ViðerumFH #fotboltinet #mjolkurbikarinn pic.twitter.com/lWIOpIWGI5
Fyrir leik
Það er korter í leik hjá okkur á Akranesi og liðin farin inní klefa í lokapepp fyrir átökin. Vonandi fáum við skemmtilegan og fjörugan leik. Ekki vera ef við fáum framlengingu og vító, væri veisla.
Fyrir leik
Það eru kannski alveg aðstæður uppá 10 hjá okkur í dag. Það blæs vel þvert á völlinn, ca 9 stiga hiti og völlurinn er rennandi blautur.
Fyrir leik
Jæja þá er undirritaður mættur á Norðurálsvöllinn. Bæði lið að sjálfsgöðu að hita upp en eins og smá má hér til hliðar eru byrjunarliðin klár og í sjálfu sér ekkert óvænt þar. FH-ingar stilla upp geysilega sterku byrjunarliði og greinilega ekkert vanmat í gangi hjá Óla Kristjáns.
Fyrir leik
Það er smá breyting á leiktíma í einum leikjanna í kvöld. Það er búið að seinka leik Þórs Ak og Stjörnunnar sem átti að hefjast núna kl 18 eins og þessi leikur hér. Hann hefur verið færður til kl 20:00 í kvöld.
Fyrir leik
Þetta er alls ekki eini leikur dagsins í Mjólkurbikar karla. Núna kl 18:00 mætast einnig Þór Ak. og Stjarnan og kl 20:00 hefst svo stórleikur 8-liða úrslitanna þegar Valur og Breiðablik, liðin í fyrsta og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar, mætast á Origo-vellinum.
Ekki gleyma Twitter gott fólk. Endilega setja #fotboltinet við færslur í tengslum við leikinn og valdar færslur birtast í lýsingunni.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Helgi Mikael Jónasson og honum til halds og trausts eru þeir Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason. Varadómari er Elías Ingi Árnason og það er svo Guðmundur Sigurðsson sem ætlar að hafa eftirlit með þessum heiðursmönnum.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst alls 78 sinnum í leikjum á vegum KSÍ og það hafa FH-ingar betur. Skagamenn hafa unnið 27, FH-ingar hafa unnið 35 og 16 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Markatalan er 129-142 FH-ingum í vil.
Ef við skoðum bara Bikarkeppni KSÍ þá hafa liðin mæst alls 9 sinnum og þar hafa Skagamenn haft oftar betur. Þeir hafa unnið 5 en FH-ingar hafa unnið 3 og einn leikur er skráður sem jafntefli en þá vann Skaginn í vítaspyrnukeppni.
Ef við skoðum bara Bikarkeppni KSÍ þá hafa liðin mæst alls 9 sinnum og þar hafa Skagamenn haft oftar betur. Þeir hafa unnið 5 en FH-ingar hafa unnið 3 og einn leikur er skráður sem jafntefli en þá vann Skaginn í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
Þó að FH-ingar verði að teljast líklegri í þessum leik en Skagamenn hafa verið að spila vel í sumar og ef gestirnir mæta ekki klárir þá geta heimamenn hæglega sigrað í þessum leik. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari Skagamanna hefur sagt það í viðtölum að þeir ætli sér sigur og áfram í bikarnum en ég geri ekki ráð fyrir neinu öðru en að FH-ingar ætli sér slíkt hið sama.
Fyrir leik
FH-ingar eru komnir hingað eftir að hafa unnið ÍR 0-5 og svo í síðustu umferð unnu þeir KA 1-0 en Pepsi-deildarliðin koma inn í 32-liða úrslitum. FH-ingar í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar með 16 stig eftir 10 leiki.
Fyrir leik
Skagamenn eru komnir í 8-liða úrslit eftir að hafa slegið út ÍH 8-0, Selfoss 1-4 og í síðustu umferð unnur þeir Grindavík á útivelli 1-2. Skagamann sitja líka taplausir á toppnum í Inkasso-deildinni þar sem þeir hafa ekki tapað leik og koma því í þennan leik með bullandi sjálfstraust.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
('82)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
11. Atli Guðnason
('90)
16. Guðmundur Kristjánsson
19. Egill Darri Makan Þorvaldsson
22. Halldór Orri Björnsson
27. Brandur Olsen
('65)
Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
8. Kristinn Steindórsson
11. Jónatan Ingi Jónsson
15. Rennico Clarke
('90)
17. Atli Viðar Björnsson
('82)
19. Zeiko Lewis
('65)
23. Viðar Ari Jónsson
Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Axel Guðmundsson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Gul spjöld:
Robbie Crawford ('60)
Rauð spjöld: