Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Ísland
1
2
Króatía
0-1 Milan Badelj '53
Gylfi Þór Sigurðsson '76 , víti 1-1
1-2 Ivan Perisic '90
26.06.2018  -  18:00
Rostov við Don
HM í Rússlandi
Aðstæður: 33 gráðu hiti við Don
Dómari: Antonio Mateu Lahoz
Áhorfendur: 43.472
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ragnar Sigurðsson ('71)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason ('90)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('86)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
14. Kári Árnason
19. Rúrik Gíslason
20. Albert Guðmundsson ('86)
21. Arnór Ingvi Traustason ('90)
22. Jón Daði Böðvarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Emil Hallfreðsson ('59)
Alfreð Finnbogason ('64)
Birkir Már Sævarsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Strákarnir eru hundsvekktir. Við vorum nálægt þessu. Áttum að skora fleiri mörk.

En það er ekki hægt annað en að vera stoltur eftir frammistöðuna. Stolt er orðið.
92. mín
Uppbótartíminn er í gangi.
90. mín MARK!
Ivan Perisic (Króatía)
Ísland er á heimleið frá Rússlandi. Því miður. Þetta er grátlegt.

Perisic var skyndilega kominn í hörkufæri í teignum og lét vaða. Hannes var í boltanum en inn fór hann.
90. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
90. mín
Ég er að missa andann hérna.

VIÐ ÞURFUM MARK HÉR Í LOKIN, SIGURMARK, OG VIÐ ERUM Á LEIÐ ÁFRAM!!!
89. mín
Króatar með skot naumlega framhjá.
88. mín
MAAAAAARK!!!!! NÍGERÍA 1-2 ARGENTÍNA
Argentínumenn að skora!!!! Við þurfum 2-1 sigur og við erum á leiðinni áfram.
86. mín
Inn:Albert Guðmundsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Albert fær hérna mínútur á HM.
85. mín
Perisic skaut yfir úr aukaspyrnunni.
84. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Króatía fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, hægra megin.
84. mín
Ísland fékk aukaspyrnu á vinstri kantinum. Gylfi sendi fyrir en markvörður Króatíu náði að slá boltann frá.
83. mín Gult spjald: Tin Jedvaj (Króatía)
81. mín
Inn:Ivan Rakitic (Króatía) Út:Mateo Kovacic (Króatía)
79. mín
Boltinn barst út á Emil, sem gaf aftur á Aron Einar, sem fann Jóa. Jói var í fínum skot séns fyrir utan teig, en ákvað að taka einni snertingu og mikið og missti boltann í kjölfarið.
Arnar Daði Arnarsson
79. mín
Langt innkast við hornfánann. Koma svo Aron Einar!
Arnar Daði Arnarsson
78. mín
Marcos Rojo stálheppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu í leik Nígeríu og Argentínu. Staðan 1-1 þar.
76. mín Mark úr víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
ÞVÍLÍKT ÖRYGGI HJÁ GYLFA!!! SPENNAN EYKST.

Sá smurði knöttinn upp hægra megin.
75. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI!!! Hendi á Króatíu. Jói Berg gerir vel og Gylfi á svo fyrirgjöf sem fer í hendina á Króata.
75. mín
Staðan í leik Nígeríu og Argentínu enn 1-1.

Króatar í hættulegri sókn en boltinn framhjá.
74. mín
Það má einhver setja Grím Grímsson í að reyna að finna út hvernig Ísland hefur ekki náð að skora í dag.
73. mín
NEEEEIIIII!!!! Stórhættuleg sókn Íslands endar með því að Birkir Bjarnason hittir ekki boltann eftir fyrirgjöf. Dauðafæri.
71. mín
Inn:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Miðvörður út. Sóknarmaður inn.
70. mín
Inn:Dejan Lovren (Króatía) Út:Marko Pjaca (Króatía)
69. mín
Björn Bergmann ræðir við Helga Kolviðs. Er að gera sig kláran í að koma inn.
68. mín
Kramaric með skot sem fer af Emil og í hornspyrnu.

Hannes kýlir hornspyrnuna frá en Króatía heldur boltanum og spilar honum á milli sín í rólegheitum.
67. mín
Gylfi með skot úr þröngu færi en hittir ekki rammann.
66. mín
Inn:Filip Bradaric (Króatía) Út:Luka Modric (f) (Króatía)
Einn besti miðjumaður heims undanfarin ár tekinn af velli. Hvíldur.
64. mín Gult spjald: Alfreð Finnbogason (Ísland)
Alfreð tæklaði í markvörð Króatíu þegar hann var að reyna að ná til knattarins.
59. mín Gult spjald: Emil Hallfreðsson (Ísland)
Braut á Pjaca. Fyrsta gula spjaldið á Ísland á þessu móti.
56. mín
SVERRIR INGI AFTUR MEÐ SKALLAFÆRI! Boltinn í slá og yfir.

Það er ótrúlegt að við höfum ekki náð að skora.
55. mín
SVERRIR INGI HÁRSBREIDD FRÁ ÞVÍ AÐ JAFNA!!!K Kalinic rétt nær að verja í horn eftir skalla Sverris.
53. mín MARK!
Milan Badelj (Króatía)
Stoðsending: Josip Pivaric
Andskotinn.

Boltinn hrekkur til Badelj í teignum, hann tekur boltann á lofti í fyrsta og skorar.
52. mín
MARK! NÍGERÍA 1-1 ARGENTÍNA
Victor Moses jafnar úr vítaspyrnu fyrir Nígeríumenn.
52. mín
Badelj með skot af löngu færi! Boltinn af varnarmanni og í slána.
49. mín
Birkir Bjarna vann hornspyrnu sem ekkert kom úr.
47. mín
Gylfi með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Króata, aðeins til vinstri. Sendir inn í teiginn en endar sem æfingabolti fyrir Kalinic.
46. mín
Leikur hafinn að nýju
45. mín
HÁLFLEIKUR: NÍGERÍA 0-1 ARGENTÍNA
Argentínumenn leiða með marki Messi. Áttu stangarskot til að komast í 2-0.
45. mín
Hálfleikur
Vá. Sú spenna.
45. mín
ÞVÍLÍKA VARSLAN FRÁ KALINIC!!!

Aron Einar með svakalegt skot en Kalinic varði.

Af hverju er ekki komið íslenskt mark???
45. mín
NEEEIIIII!!!!! Eftir hornspyrnuna slær markvörður Króata boltann á Birki sem var í frábæru skotfæri en Króatar ná að kasta sér fyrir skotið. Það er drullusvekkjandi að Ísland sé ekki komið yfir í þessum leik.

Uppbótartími í gangi.
45. mín
Ísland verið töluvert betra liðið. Hörður Björgvin með frábæra fyrirgjöf sem Króatar koma í horn.
44. mín
Emil Hallfreðs lét vaða af löngu færi. Vel yfir.
42. mín
Luka Modric með langskot. Vel framhjá.
41. mín
VÁÁÁÁ!!! Gylfi lagði boltann á Alfreð sem var í rosalegu skotfæri í teignum, við vítateigslínuna!

Skot hans sleikti hliðarnetið!!! Stuðningsmenn Íslands voru staðnir á fætur og tilbúnir að fagna marki.
39. mín
Emil Hallfreðs fer hrikalega vel af stað í þessum leik. Virkar í alveg sama gír og gegn Argentínu.
37. mín
Perisic með skottilraun en hitti boltann ekki nægilega vel. Talsvert framhjá. Góð sókn Króata.
35. mín
Nú kom darraðadansinn frægi í teig Króata! Birkir Bjarnason reyndi að skjóta en mótherjarnir komust fyrir,
34. mín
Íslenska liðið að spila vel. Vantar herslumun og við erum komnir í svakalega möguleika á að skora.

Birkir Már var nú að taka sprettinn upp hægri kantinn og vann hornspyrnu. Á sama tíma er Argentína að skjóta í stöng.
31. mín
Gylfi tók skotið og hitti á rammann. Kalinic var samt með þetta örugglega.
30. mín
Emil með lipra takta og krækir í aukaspyrnu fyrir utan teig. Aðeins of langt færi til að taka skotið samt... en maður veit aldrei.
29. mín
HÖRÐUR SKALLAR... framhjá! Alfreð krækir í hornspyrnu frá hægri, Jói Berg tók hornið og hitti á kollinn á Herði. Aron var fyrir aftan í betra færi en Hörður áttaði sig ekki á því.
27. mín
Hörður Björgvin geysist upp vinstri kantinn, reynir fyrirgjöf en þetta endar í innkasti við hornfánann. Aron Einar sér um að kasta inn...

Hörður Björgvin flikkar boltanum framhjá fjærstönginni. Marktilraun.
23. mín
Gylfi með frábært hlaup og Alfreð reynir stungusendingu á hann en aftur ná Króatarnir með naumindum að komast fyrir sendingina. Næstum því, næstum því, næstum því.
21. mín
Blæðir enn úr nefinu á Birki og menn velta því fyrir sér hvort hann sé nefbrotinn. Hann þarf að skipta um stuttbuxur þar sem hinar voru blóðugar.
20. mín
Darraðadansinn frægi eftir hornið og Króatía fær aðra hornspyrnu, núna frá hægri. Sem betur fer náum við að bægja hættunni frá.
19. mín
Líf og fjör í stúkunni. Fólk að henda í bylgjur og í banastuði.

Króatía í sókn og boltinn fer af Sverri Inga og í hornspyrnu.
17. mín
15. mín
MAAAAAARK! NÍGERÍA 0-1 ARGENTÍNA
Lionel Messi að skora á 15. mínútu. Ef Ísland kemst í 1-0 hér þá er liðið á leiðinni áfram í þeirri stöðu.
14. mín Gult spjald: Marko Pjaca (Króatía)
Fyrir olnbogaskotið á Birki. Birkir var blóðugur eftir höggið en heldur leik áfram.
12. mín
Birkir Bjarna fékk olnbogann á Pjaca í sig og liggur eftir. Leikurinn stöðvaður. Rúrik Gíslason Instagram-stjarna stekkur úr skýlinu og fer að hita.
11. mín
Ahhhh!!!! Birkir Bjarna var aleinn í teignum en varnarmaður Króatíu náði að komast fyrir sendingu Alfreðs. Vörn Króata leit hrikalega út þarna en við náðum ekki að nýta okkur það.
8. mín
Þá er það fyrirgjöf frá Króötum sem Hannes handsamar af öryggi.
7. mín
Gylfi með lága en fasta fyrirgjöf inn í teiginn en Króatar ná að hreinsa frá.
6. mín
Rétt eins og í fyrsta leiknum eru íslensku stuðningsmennirnir aðeins dreifðir um stúkuna. Eru í raun á þremur svæðum. Það hamlar aðeins okkar fólki en það lætur þó ansi vel í sér heyra hér í upphafi.
3. mín
Króatarnir að láta boltann ganga á milli sín á miðsvæðinu. Hæg byrjun.
1. mín
Leikur hafinn
Bæði lið í varatreyjum sínum í dag. Íslenska liðið hvítt. Við byrjuðum með boltann.

Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
VIÐ MUNUM EINNIG FYLGJAST GRANNT MEÐ GANGI MÁLA Í LEIK ARGENTÍNU OG NÍGERÍU
Fyrir leik
Við fengum Juraj Grizelj, króatískan leikmann Keflavíkur, til að skoða leikinn:
Klárlega viljum við vinna og enda á toppnum með fullt hús. Allir leikmenn eru ákveðnir í því eftir tapið í Reykjavík í fyrra sem særir enn. Þrátt fyrir allar breytingarnar er liðið fullt af gæðum. Króatar hafa mikila virðingu fyrir árangri Íslands í íþróttum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Þrátt fyrir hitann er okkur sagt að engar líkur séu á því að spænski dómarinn muni gera vatnspásur í þessum leik.
Fyrir leik
Óhætt er að segja að himinn og haf sé á milli miðvarða Króata þegar kemur að reynslu með landsliðinu.

Duje Caleta-Car, 21 árs miðvörður Red Bull Salzburg í Austurríki, spilar sinn fyrsta leik í byrjunarliði Króatíu í kvöld.

Eini landsleikur hans hingað til kom gegn Brasilíu í vináttuleik á Anfield fyrr í mánuðinum en þá spilaði hann 38 mínútur.

Duje fær reynslumikinn mann við hliðina á sér því Vedran Corluka, varnarmaður Lokomotiv Moskvu, er hinn miðvörður Króata í kvöld. Corluka spilaði sinn hundraðasta landsleik gegn Argentínu.

Hinn 32 ára gamli Corluka lék á árum áður með Manchester City og Tottenham en hann er í dag á eftir Dejan Lovren og Domagoj Vida í röðinni hjá Króatíu.

Þeir Lovren og Vida fá frí í dag og það kemur í hlut Duje og Corluka að kljást við sóknarmenn Íslands.
Fyrir leik
Dalic hefur ákveðið að hvíla nánast alla byrjunarliðsmenn sína en hann gerir níu breytingar á króatíska liðinu frá því í 3-0 sigrinum á Argentínu.

Luka Modric og Ivan Perisic eru einu leikmennirnir sem eru áfram í byrjunarliðinu.

Modric spilar aftar á miðjunni en hingað til á mótinu. Modric hefur spilað sem fremsti miðjumaður hingað til en líklegt er að Mateo Kovacic verði í þeirri stöðu.

Á meðal þeirra sem koma inn í liðið er Duje
Fyrir leik
Fyrir leik
Þrjár breytingar eru á íslenska liðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Nígeríu á föstudaginn en Ísland fer aftur í 4-4-1-1 líkt og í jafnteflinu gegn Argentínu í fyrsta leik riðilsins.

Emil Hallfreðsson kemur inn á miðjuna og Jóhann Berg Guðmundsson mætir aftur á kantinn eftir að hafa misst af leiknum við Nígeríu vegna meiðsla á kálfa. Jón Daði Böðvarsson og Rúrik Gíslason fara á bekkinn.

Sverrir Ingi Ingason kemur einnig inn í vörnina fyrir Kára Árnason. Sverrir og Ragnar Sigurðsson verða saman í hjarta varnarinnar en þeir eru á heimavelli í kvöld þar sem þeir spila báðir með Rostov í Rússlandi.

Ísland vann Króatíu 1-0 á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan en eina breytingin á liðinu síðan þá er að Sverrir kemur inn fyrir Kára.
Fyrir leik
Fyrir leik
Ekki nema 33 gráðu hiti núna. Verið að spila rapptónlist á hæsta styrk þegar 75 mínútur eru í leik. Þess má geta að Rostov við Don er einmitt heimabær rússneskrar rapptónlistar. Fróðleiksmoli dagsins.
Fyrir leik
Milan Badelj, leikmaður Króatíu:
Við erum mjög rólegir og yfirvegaðir. Við erum með mikla reynslu af stórmótum og erum mjög meðvitaðir um okkar styrk. Við ætlum ekki að fara fram úr okkur. Eftir síðustu ár þá erum við farnir að þekkja íslenska liðið vel og þeir þekkja okkur. Þeir eyðilögðu sumarfríið fyrir okkur í fyrra því þeir unnu okkur. Ég held að við getum fundið leiðir til að vinna leikinn og bæta upp fyrir tapið í Reykjavík.
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari:
Við erum ekkert að fara að umturna einhverju. Við vitum alveg hvaða hæfileika króatíska liðið hefur. Við erum búnir að aðlaga okkur svolítið að þeirra leikstíl. Við höfum breytt áherslunum okkar gegn þeim. Við höfum spilað 4 sinnum gegn þeim á 4 árum. Við teljum okkur vita nokkurnveginn hvar þeirra hættur liggja.

Þeir eru með heimsklassa miðju og miðjumenn og leikirnir gegn þeim vinnast og tapast oft á miðjunni. Við komum með leikplan í huganum þegar við komum hingað og það hefur lítið breyst. Það eru samt auðvitað aðeins öðruvísi áherslur hjá þeim. Zlatko Dalic (þjálfari Króatíu) hefur aðlagað sinn leik að andstæðingunum. Það er nýtt fyrir Króata og það er gaman að fylgjast með honum og sjá hvernig hann vinnur.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á heimavelli Rostov, Rostov Arena í Rostov við Don. Völlurinn tekur 43,472 áhorfendur á Heimsmeistaramótinu en í rússnesku úrvalsdeildinni tekur hann 45,000 áhorfendur.

Leikvangurinn er glænýr og allur hinn glæsilegasti en hann var byggður sérstaklega fyrir HM.

Íslendingaliðið Rostov lék síðustu tvo heimaleiki sína í rússnesku úrvalsdeildinni á leikvanginum en eftir HM. Með liðinu leika þrír Íslendingar, þeir Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.
Fyrir leik
Spánverjinn Antonio Mateu Lahoz dæmir leikinn í kvöld. Lahoz er 41 árs gamall og dæmir í spænsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.
Fyrir leik
Mikil spenna er í D-riðli en Ísland, Argentína og Nígería keppast um að fylgja Króatíu áfram í 16-liða úrslitin. Argentína og Nígería mætast á sama tíma og okkar leikur gegn Króatíu fer fram.

Markatala gildir ef tvö lið verða jöfn að stigum en þar á eftir er farið í innbyrðis viðureignir. Ef Ísland og Argentína vinna bæði á þriðjudaginn enda þau bæði með fjögur stig.

Ef markatalan er alveg sú sama þá er ekki hægt að fara yfir í innbyrðis viðureignir þar sem Ísland og Argentína gerðu 1-1 jafntefli. Markatalan verður til að mynda eins ef Ísland vinnur Króatíu 2-1 og Argentína vinnur Nígeríu 2-0. Þá enda bæði lið með markatöluna 3-4.

Ef markatalan verður sú sama þá er farið eftir háttvísistigum en þar er farið eftir því hvaða lið fá færri gul og rauð spjöld. Ef ennþá er jafnt þar þá mun FIFA draga um það hvaða lið fer áfram.
Fyrir leik
Króatía mun að öllum líkindum enda í efsta sæti riðilsins og Zlatko Dalic, þjálfari, hefur ekki farið leynt með það að lykilmenn verði hvíldir í leiknum í kvöld. Króatar eru ríkir af mögnuðum íþróttamönnum og þeir sem koma inn eru væntanlega ákveðnir í að sýna það að þeir eigi að fá byrjunarliðssæti.
Fyrir leik
Heil og sæl! Það er komið að síðasta leik Íslands í riðlakeppni HM í Rússlandi. Andstæðingarnir eru ansi kunnugir okkur! Króatía. Ísland og Króatía eru eins og gömul hjón sem ætla að skilja en geta það ekki.
Byrjunarlið:
12. Lovre Kalinic (m)
5. Vedran Corluka
9. Andrej Kramaric
10. Luka Modric (f) ('66)
13. Tin Jedvaj
15. Duje Caleta-Car
20. Marko Pjaca ('70)
22. Josip Pivaric

Varamenn:
1. Dominik Livakovic (m)
2. Sime Vrsjalko
2. Ivan Strinic
6. Dejan Lovren ('70)
7. Ivan Rakitic ('81)
11. Marcelo Brozovic
14. Filip Bradaric ('66)
17. Mario Mandzukic
18. Nikola Kalinic
21. Domagoj Vida
23. Daniel Subasic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Marko Pjaca ('14)
Tin Jedvaj ('83)

Rauð spjöld: