KR
2
4
Stjarnan
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir '17
0-2 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '24
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir '36
Katrín Ómarsdóttir '51 1-3
1-4 Katrín Ásbjörnsdóttir '64
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir '92 2-4
25.06.2018  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Mia Gunter
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Shea Connors
8. Katrín Ómarsdóttir
8. Fanney Einarsdóttir ('63)
10. Betsy Hassett
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('77)
20. Þórunn Helga Jónsdóttir ('70)
21. Tijana Krstic

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
11. Gréta Stefánsdóttir
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir ('70)
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('63)
25. Freyja Viðarsdóttir ('77)

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Hugrún Lilja Ólafsdóttir ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur og verðskuldaður sigur Stjörnunnar í kvöld, skýrsla og viðtöl á leiðinni.
92. mín MARK!
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (KR)
Stoðsending: Shea Connors
Shea með fyrirgjöf sem Berglind á að taka, en hún missir hins vegar boltan beint fyrir fæturnar á Móniku sem klárar í autt markið.
88. mín
Harpa fær boltan í fætur upp í línunni, setur boltan til baka á Þórdísi sem sendir boltan fyrir en Bryndís nær ekki til boltans.
86. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
83. mín
KR-ingar með hornspyrnu sem er skölluð frá, boltinn fellur til Sheu sem volley-ar boltan yfir.
79. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
77. mín
Inn:Freyja Viðarsdóttir (KR) Út:Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR)
74. mín Gult spjald: Hugrún Lilja Ólafsdóttir (KR)
Rífur Katrínu niður og fær verðskuldað gullt spjald.
72. mín
Harpa Þrosteins sleppur hér ein innfyrir, en síðasta tötsið svíkur hana og boltin fer í hendurnar á Ingibjörgu.
Ingunn hélt þarna alls ekki línu og gerði Hörpu réttstæða.
70. mín
Inn:Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR) Út:Þórunn Helga Jónsdóttir (KR)
69. mín
Fyrirgjöf frá hægri væng Stjörnunnar sem Írunn nær að taka niður, en KR-ingar komast fyrir skotið.
64. mín
Inn:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan) Út:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Telma fer hér útaf í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma, hefur átt virkilega flottan leik.
64. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Harpa Þorsteins setur boltan beint í andlitið á Ingunni í vörn KR og boltinn fellur fyrir Telmu sem sneiður boltan inn á Katrínu sem klára vel. Ingunn kveinkaði sér efir atvikið og gleymdi að fylgjast með Katrínu.
63. mín
Inn:Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (KR) Út:Fanney Einarsdóttir (KR)
62. mín
Telma Hjaltalín sleppur hér ein inn fyrir, eftir skemmtilega sendingu frá Katrínu sem lág í grasinu, tötsið hins vegar svíkur Telmu og hún missir boltan til Ingibjargar í markinu.
58. mín
Harpa með inswing bolta af vinstri kantinum inná teigin sem dettur niður á fjærsvæðinu, en Þórdís rétt missir af boltanum.
57. mín
Adda setur boltan út á hægri kantinn, fyrirgjöfin kemur utarleaga í teignum á Telmu, en KR-ingar komast fyrir skotið.
55. mín
Megan nær að taka boltan niður í teig KR eftir aukaspyrnu frá Þórdísi, en nær ekki skoti á markið.


51. mín MARK!
Katrín Ómarsdóttir (KR)
ÞAÐ MARKIÐ!!!!! VÁ!!!

Katrín fær rúllandi bolta til sín inn í teig Stjörnunnar, tekur boltan upp í fyrstu snertingu og tekur hjólarann beint í netið! VÁ!!! Þarft að leita langt ef þú ætlar að finna það flottara en þetta!
49. mín
Katrín Ómars með "sprett" upp miðjuna, fer framhjá tveimur og kemur með skemmtilega sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar, en Berglind er vel á verði og hrifsir boltan.
47. mín
Þórdís og Kolbrún með skemmtilegan þríhyrning sem endar á að Stjarnan fær hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér í Frostaskjólinu, Stjarnan 0-3 undir og eiga það sko fyllilega skilið, algjörir yfirburðir og staðan gæti vel verið enn verri fyrir KR-inga.
39. mín
Þórunn Helga leikur hér upp vinstri kantinn og á geggjaða sendingu inná teig þar sem Shea Connors er ein á auðum sjó en á mjög máttlaust skot sem fer beint á Berglindi.
38. mín
Berglind Hrund og Anna María í einhverju vseni hérna, einhver samskiptaleysi þeirra á milli, en þær ná að leysa úr því.
36. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Stjörnustúlkur leika hér á alls oddi!

Frábær sókn þar sem Telma Hjaltalín fær boltan hægra megin í teignum, setur boltan út á Hörpu sem á skot sem fer á milli fóta Ingibjargar og inn.
33. mín
Frábær sókn hér hjá Stjörnunni, Þórdís setur boltan inn fyrir vörnina á Hörpu sem reynir að læða boltanum út í teiginn, en KR-ingar koma boltanum í horn.
32. mín
Berglind Hrund með langan bolta upp völlinn sem varnarmaður Stjörnunnar skallar til baka beint Hörpu sem reynir að koma botanum á Katrínu, en KR-ingar komast fyrir.
24. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: María Eva Eyjólfsdóttir
2-0!

María tapar boltanum á sínum eigin vallarhelmingi, en af harðfylgi vinnur hún boltan aftur og kemur honum á Þródísi á hægri kantinum sem keyrir inná völlinn og smyr boltan í samskeytin fjær, geggjað mark!
22. mín
Stjörnustúlkur vinna hér boltan hátt á vallarhelmingi KR, Telma fer framhjá varnarmanni KR, en á skot sem fer beint á Ingibjörgu.
17. mín MARK!
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
...Og þar koma það!
Þórdís fær boltan á hægri kantinum og sendir boltan í fæturna á Hörpu sem snýr á varnarmann KR og klár í fjær hornið.

Ógeðslega vel gert hjá Hörpu!
16. mín
Stjörnustúlkur fá hér tvær hornspyrnur í röð sem valda ussla, markið liggur í loftinu!
15. mín
Lára Kristín hér með eitraða sendingu inn á Telmu, en Ingibjörg ver vel.
12. mín
Þórdís Hrönn keyrir hér upp hægri kantinn með geggjaða sendingu inná Hörpu sem nær lausu skoti, en enn og aftur ver Ingibjörg, lang besti leikmaður KR-inga hingað til!
9. mín
Boltinn berst hér inn fyrir á Katrínu sem tekur mjög vel við boltanum, nær skoti að marki, en Ingibjörg ver.

KR-stúlkur heppnir að vera ekki lenntar undir.
4. mín
Telma keyrir hér upp hægri kantinn með vel út pælda sendingu inn fyrir á Hörpu, en vindurinn tekur boltan og hann fýkur aftur fyrir.
1. mín
Katrín með flotta sendingu inn á Hörpu sem er komin í algjört dauðafæri, en Ingibjörg ver í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Liðin skipta um helming, Stjarnan leikur með vind.
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlin og heilsast, það versta við það er að boltastelpurnar standa fyrir og við sjáum varla hvað er að gerast...mjög sérstakt.
Fyrir leik
Liðin rölta nú inn til búningsherbergja og gera sig klár, styttist í að Gunnar Freyr dómari leiksins flauti þau út.
Fyrir leik
Liðin eru mætt að hita upp, KR-stúlkur taka hinar klassísku drillur á meðan að Stjörnu-stúlkur liðka sig aðeins til.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár!

KR-ingar gera tvær breytingar á sínu liði frá 4-0 tapinu gegn Val, þær Gréta Stefánsdóttir og Lilja Dögg Valþórsdóttir setjast á bekkinn og í þeirra stað koma Katrín Ómarsdóttir og Ingunn Haraldsdóttir.

Stjarnan gerir hins vegar fjórar breytingar á sínu liði frá 2-2 jafntefli við ÍBV, Berglind Hrund Jónasdóttir kemur í markið fyrir Birnu Kristjánsdóttur og þá koma þær Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir inn fyrir Guðmundu Brynju Óladóttur, Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Birnu Jóhannsdóttur.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Gunnar Freyr Róbertsson og honum til aðstoðar eru þeir Jónas Geirsson og Daníel Ingi Þórisson.
Fyrir leik
Leikur kvöldsins er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, KR-ingar þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda í botnbaráttunni á meðan að Stjarnan má ekki mistíga sig ef þær ætla að halda í við Þór/KA, VAl og Breiðablik.
Fyrir leik
Fyrir leik kvöldsins sitja KR-ingar í fallsæti með aðeins þrjú stig á meðan að Stjörnustúlkur eru í því fjórða með tíu stig.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæri lesendur og verið velkominn í beina textalýsingu af leik KR og Stjörnunnar í 7. umferð Pepsídeildar kvenna.
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('64)
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Brittany Lea Basinger
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('79)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Megan Lea Dunnigan
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('86)

Varamenn:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('64)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Ana Victoria Cate
Andrés Ellert Ólafsson
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Tinna Jökulsdóttir
Helena Rut Örvarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: