Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
2
2
ÍR
0-1 Axel Kári Vignisson '43
Jóhann Helgi Hannesson '44
0-2 Andri Björn Sigurðsson '47
Sveinn Elías Jónsson '49 1-2
Þórir Guðnason '53
Kristinn Þór Björnsson '56 , víti 2-2
Marteinn Gauti Andrason '63
16.06.2012  -  16:00
Þórsvöllur
1. deild
Aðstæður: Fínasta fótboltaveður en smá norðan gola
Dómari: Þórður Már Gylfason
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('80)
13. Ingi Freyr Hilmarsson

Varamenn:
6. Ármann Pétur Ævarsson ('85)
16. Kristinn Þór Rósbergsson ('80)
17. Halldór Orri Hjaltason
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:
Kristján Steinn Magnússon
Sveinn Leó Bogason

Gul spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('68)
Andri Hjörvar Albertsson ('42)
Guiseppe P Funicello ('25)

Rauð spjöld:
Jóhann Helgi Hannesson ('44)
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið velkomin í textalýsingu héðan af Þórsvellinum þar sem heimamenn taka á móti ÍR í 1. deild karla.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og hér er allt klárt, það er ekkert sérstök mæting hér í dag virðist vera. Gæti þó verið að fólk sé seint á ferð enda mikil gleði í gangi í bænum þessa daga.
1. mín
Þórður Már Gylfason hefur flautað leikinn á, ÍR-ingar spila fyrri hálfleik með smá golu í bakið.
1. mín
Enn og aftur virkar klukkan ekki hér á Þórsvellinum, þetta er farið að verða nokkuð vandræðalegt fyrir félagið.
9. mín
Kristinn Þór sleppur einn í gegn en missir boltann of langt frá sér og Þórir í marki ÍR nær boltanum auðveldlega, skipti litlu máli þar sem Kristinn var flaggaður rangstæður.
10. mín
Janez Vrenko er að taka út leikbann í dag eftir að hafa nælt sér í 4 gul spjöld í 5 leikjum, ágætis afrek það. Hjá Þór eru það því bræður sem eru í miðverðinum í dag en þar eru á ferð Atli Jens og Andri Hjörvar
15. mín
Þórsarar komast í þrjú skotfæri í röð eftir hornspyrnu, vörn ÍR sá um fyrstu tvö og það síðasta var laust og rúllaði upp í fangið á Þóri.
18. mín
Kristinn Þór er nálægt því að komast í dauðafæri en virkilega góð tækling bjargaði þessu í þetta sinn, þar var á ferð Viggó Kristjánsson
23. mín
Þarna slapp Rajkovic fyrir horn. Það kom nokkuð laus sending fyrir sem hann hefði getað gripið auðveldlega en hann ákveður að kýla boltann frá og það misheppnast duglega. Varnarmenn Þórs ná að hreinsa frá og bjarga honum í þetta sinn.
25. mín Gult spjald: Guiseppe P Funicello (Þór )
29. mín
Jóhann Helgi tekur hlaup inn af hægri vængnum og fer framhjá nokkrum varnarmönnum ÍR áður en hann tekur skotið sem fer rétt yfir mark ÍR. Þetta var aðeins of auðvelt.
34. mín
N. Quashie tók eitthvað smá kast hér eftir tæklingu frá Jóhanni Helga, dramatík sem Þórður Már ákvað að afgreiða án þess að taka upp spjald. Quashie má líklegast ekki brjóta mikið meira af sér án þess að fara í bókina góðu.
40. mín
Þórður Már flautar dæmir brot á ÍR á miðjum vellinum og stoppar hraða sókn Þórsara þar sem þeir voru komnir fjórir á þrjá varnarmenn ÍR. Ekki alveg vinsælasti dómur dagsins en Þórir er snöggur að setja hendur á loft og játa mistök.
42. mín Gult spjald: Andri Hjörvar Albertsson (Þór )
Tekur niður sóknarmann ÍR rétt fyrir utan bogann á vítateig Þórsara
43. mín MARK!
Axel Kári Vignisson (ÍR)
Markamínútan stendur undir væntingum! Axel Kári tekur aukaspyrnuna og setur hann framhjá veggnum og beint í netið, falleg spyrna!
44. mín Rautt spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann fær beint rautt spjald. Það er ekki neinn sem virðist vita fyrir hvað en það virtist ekkert vera í gangi. Þetta þýðir þá væntanlega að hann missir af gegn leiknum gegn KA í næstu umferð.
45. mín
Hálfleikur - Þórsarar marki undir og manni færri, þetta verður erfiður seinni hálfleikur hjá þeim.
45. mín
Misvísandi fréttir að berast, sumir vilja meina að Jóhann Helgi hafi fengið rautt fyrir það að kýla leikmann ÍR í magann og aðrir að hann hafi sparkað frá sér.
45. mín
Mark ÍR virtist vera nánast "copy-paste" af einu marki sem Valsmenn skoruðu hér í síðasta leik þegar Rúnar Már tók nánast eins spyrnu. Innanfótarspyrna framhjá veggnum sem virkaði auðveld. Eru svona góðir spyrnumenn að mæta hingað eða er uppstilling á varnarvegg að klikka?
45. mín
Leikmenn eru mættir út á grasið en dómarinn lætur bíða aðeins eftir sér. Seinni hálfleikur fer að hefjast
46. mín
Þórður Már flautar og seinni hálfleikur hefst
47. mín MARK!
Andri Björn Sigurðsson (ÍR)
ÍR-ingar eru komnir í 0-2! Elvar Páll tók sprett upp vinstri vænginn og átti sendingu fyrir þar sem Andri Björn var algjörlega einn og kláraði færið auðveldlega. Þetta var allt of auðvelt, eru Þórsarar hættir?
49. mín MARK!
Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Sveinn Elías fyrirliði Þórsarar er ekki lengi að svara þessari spurningu, þeir eru ekki hættir. Þórsarar brunuðu fram beint eftir markið og voru nálægt því að komast í gott færi en vörn ÍR náði að hreinsa í horn sem mark Sveins kom úr.
51. mín
Þetta er alvöru byrjun á hálfleik! Þetta mark kveikti heldur betur í leikmönnum Þórs sem flæða fram en ÍR-ingar ógna með hættulegum skyndisóknum
52. mín
Hér er allt að verða gjörsamlega vitlaust! Þórsarar fá víti!
53. mín Rautt spjald: Þórir Guðnason (ÍR)
Þórir fær beint rautt eftir að hafa tekið sóknarmann Þórs niður sem var kominn einn í gegn, þetta gerðist allt svo hratt að maður er hreinlega að reyna að ná áttum hérna. Dómarinn dæmdi ekkert en stoppaði svo leikinn og ræddi við aðstoðarmann sinn. Eftir það dæmdi hann víti og rak Þórð útaf. Brynjar Örn Sigurðsson varamarkmaður kemur í markið, Kristinn Þór virðist ætla að taka vítið.
53. mín
Inn:Brynjar Örn Sigurðsson (ÍR) Út:Gunnar Hilmar Kristinsson (ÍR)
56. mín Mark úr víti!
Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Þórsarar eru búnir að jafna, þessi leikur er alveg hreint magnaður!
58. mín Gult spjald: Marteinn Gauti Andrason (ÍR)
Það er ekki líklegt að þú komist upp með viljandi hendi fyrir framan dómara leiksins, Marteinn veit það núna.
59. mín
Þvílík dramatík hér á Þórsvellinum. Eftir nokkuð óspennandi fyrstu 40min erum við núna búin að fá fjögur mörk, tvo rauð spjöld og nóg af dramatík á síðustu 15-20 mínúturnar... hvað getur maður beðið um meira? Það eru enn um 30 mínútur eftir
63. mín Rautt spjald: Marteinn Gauti Andrason (ÍR)
Dramatíkin heldur áfram! Marteinn með klaufalegt brot og fær sitt annað gula spjald fyrir á fimm mínútna kafla. Þetta var mjög svo verðskuldað seinna gula spjald en hann tók niður Sigurð Marinó sem var kominn framhjá honum.
65. mín
Þórsarar eru nálægt því að skora! Brynjar Örn varði og menn virtust halda að boltinn væri kominn inn fyrir línuna en svo var ekki, vel bjargað hjá Brynjari.
66. mín
Inn:Atli Guðjónsson (ÍR) Út:Hafliði Hafliðason (ÍR)
68. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
70. mín
Þórsarar komast yfir en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Atli Guðjónsson er eflaust mjög sáttur þar sem þetta var sjálfsmark hjá honum. Sveinn Elías var aftur á móti rangstæður og hafði áhrif á gang leiks þannig að þetta var réttur dómur.
71. mín
Inn:Jón Gísli Ström (ÍR) Út:Andri Björn Sigurðsson (ÍR)
76. mín
Þórsarar eru duglegir að pressa á meðan átta útileikmenn ÍR liggja aftarlega á vellinum og reyna að verjast enda manni færri.
80. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
83. mín
Orri Freyr Hjaltalín kemst í gott færi en Brynjar vel, heimamenn halda áfram að reyna að sækja öll þrjú stigin.
85. mín
Inn:Ármann Pétur Ævarsson (Þór ) Út:Robin Strömberg (Þór )
87. mín
Inn:Kristján Steinn Magnússon (Þór ) Út:Guiseppe P Funicello (Þór )
90. mín
Dómarinn bætir við sex mínútum, heimamenn henda svo gott sem öllum fram.
Leik lokið!
Þvílíkur seinni hálfleikur, bæði lið ganga hálf súr af velli. Umfjöllun og viðtöl væntanleg
Byrjunarlið:
25. Þórir Guðnason (m)
2. Gunnar Hilmar Kristinsson ('53)
7. Elvar Páll Sigurðsson
9. Andri Björn Sigurðsson ('71)
10. Nigel Quashie
11. Hafliði Hafliðason ('66)
17. Guðjón Gunnarsson
22. Axel Kári Vignisson
27. Viggó Kristjánsson

Varamenn:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m) ('53)
2. Steinar Haraldsson
7. Jón Gísli Ström ('71)
8. Aleksandar Alexander Kostic
15. Fitim Morina

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Marteinn Gauti Andrason ('58)

Rauð spjöld:
Marteinn Gauti Andrason ('63)
Þórir Guðnason ('53)