Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
2
1
KR
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson '73
Kristinn Jónsson '78 1-1
Sverrir Ingi Ingason '87 2-1
20.06.2012  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson ('80)
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('72)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('80)
17. Elvar Páll Sigurðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('80)

Liðsstjórn:
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Haukur Baldvinsson ('48)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl héðan af Kópavogsvelli!

Hér hellirignir og því á maður von á fjörugum leik og jafnvel skrautlegum tæklingum!

KR-ingar tefla fram sama liði og sigraði Selfoss um daginn og þykir það nokkuð óvanalegt á þeim bænum.

Blikar gera eina breytingu frá sigurleiknum gegn Grindavík, en Tómas Óli kemur í byrjunarliðið í staðinn fyrir Árna Vilhjálmsson.
Fyrir leik
Dómari dagsins er kokkurinn Magnús Þórisson. Það er spurning hvort hann þurfi að lyfta nokkrum spjöldum í kvöld, en völlurinn er eflaust háll sem áll eftir dembuna áðan.
Fyrir leik
Bæði lið eru í fínum málum í deildinni. KR-ingar á toppnum ásamt FH-ingum með 16 stig en Breiðablik er í 5. sæti með 10.
1. mín
Leikurinn er hafinn hér á Kópavogsvelli í ákjósanlegu knattspyrnuveðri. Blankalogn og fínt hitastig.

Áhorfendur ákváðu að láta sjá sig í kvöld og virkar stúkan nokkuð þétt setin.
8. mín
Þetta byrjar nokkuð rólega en bæði lið láta boltann ganga sín á milli án þess að skapa sér mikið.
12. mín
Tómas Óli átti fyrstu atlögu að marki sem hægt er að líkja við færi þegar hann reyndi að leggja boltann fyrir sig með hausnum en Hannes var mættur og greip inní. Nánast engin hætta en það hættulegasta sem hefur gerst hingað til.

Afskaplega rólegt.
16. mín
Bjarni Guðjóns missti boltann á miðjunni til Petar Rnkovic sem var þá allt í einu að sleppa einn innfyrir, en Bjarni hélt í við hann og Hannes átti í liltum vandræðum að handsama boltann.

Þetta hefðu getað verið dýr mistök en Bjarni og KR sluppu með skrekkinn.
24. mín
Andri Yeoman með hættulegt skot rétt fyrir utan teig. Boltinn fór í varnarmann KR og virtist ætla að fara yfir Hannes en Hannes bjargaði með því að slá boltann í slána og út. Hættulegasta færi leiksins.
26. mín
Guðmundur Reynir með fína fyrirgjöf frá vinstri á Kjartan Henry en viðstöðulaust skot hans fór nokkuð framhjá.

Það virðist aðeins vera að færast fjör í leika. Fögnum því!
38. mín
Bilkar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KR og Troost átti sendingu/skot að marki sem Hannes handsamaði örugglega í markinu.

Ég hefði átt að fagna því betur áðan þegar ég sagði að það væri að færast fjör í leikinn. Þetta er orðið steindautt aftur og liðin virðast bæði eiga í erfiðleikum að halda boltanum.
41. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Þorsteinn Már fær spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að Magnús dæmdi aukaspyrnu. Afar ódýrt.
45. mín
Atli Sigurjóns að klikka á besta færi leiksins. Guðmundur Reynir var kominn upp að endamörkum og renndi á félaga sinn sem var óvaldaður rétt fyrir utan markteig en skot hans fór framhjá.

Þarna átti Atli að koma KR yfir eftir flott upphlaup hjá Guðmundi Reyni.
45. mín
Eftir færið hjá Atla flautaði Magnús Þórisson til hálfleiks. Mikið vona ég að seinni hálfleikurinn verði skemmtilegri en sá fyrri.
46. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Rúnar gerir breytingu strax í hálfleik. Atli Sigurjóns fer útaf í staðinn fyrir Baldur Sigurðsson.

Atli varð fyrir einhverjum smá meiðslum í fyrri háfleik en ég hugsa að Rúnar sé bara að skipta til að lífga uppá leik KR.

Síðari hálfleikurinn er hafinn.
47. mín
KR-ingar byrja seinni hálfleikinn ekki vel og eru báðir bakverðir þeirra búnir missa boltann á hættulegum stöðum en Blikar ná ekki að nýta sér það.
48. mín Gult spjald: Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
51. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
52. mín
Haukur Baldvinsson á hættulegt skot fyrir Blika úr ágætis skotfæri en boltinn fór beint á Hannes sem varði næsta auðveldlega.
55. mín
Blikarnir eru búnir að vera mun beittari í upphafi síðari hálfleiks og KR-ingar komast varla yfir miðju.
60. mín
Olgeir Sigurgeirs með skot af vítateigslínunni sem Hannes ver vel. Skotið kom eftir fína sókn Blika en þeir ráða lögum og lofum í leiknum.
62. mín
Nú var það færi hjá KR. Óskar Örn átti fína fyrirgjöf beint á hausinn á Viktori Bjarka sem átti frían skalla frá vítapunkti en beint á Ingvar sem varði örugglega.
64. mín
Færi hjá Blikum. Tómas Óli átti skot rétt framhjá úr miðjum teig KR-ingar eftir fínt upphlaup Gísla Páls upp hægri kantinn.

Ég þori varla að segja það en það virðist vera að lifna yfir þessum leik.
68. mín
Inn:Dofri Snorrason (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
72. mín
Inn:Guðmundur Pétursson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
72. mín
Inn:Egill Jónsson (KR) Út:Bjarni Guðjónsson (KR)
73. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Þorteinn Már búinn að koma KR yfir, þvert gegn gangi leiksins.

Dofri Snorrason átti sendingu fyrir markið þar sem Þorsteinn tók við boltanum og skoraði með fínu skoti framhjá varnarmanni Blika og í gegnum Ingvar í markinu. Þorsteinn gerði þetta vel og var yfirvegaður í teignum eins og ekta framherja sæmir.
75. mín
Kjartan Henry nálægt því að bæta við marki fyrir KR þegar hann fékk boltann á fjærstönginni frá Dofra. Kale varði skot hans á nærstöng.
78. mín MARK!
Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Blikar búnir að jafna!

Guðmundur Pétursson átti gott skot sem Hannes varði vel en Kristinn Jónsson var fyrstur til að átta sig og skoraði framhjá Hannesi sem kom á móti honum í baráttunni um frákastið.
80. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
80. mín
Inn:Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik) Út:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
82. mín
Blikar að klikka á dauðafæri. Ég sá því miður ekki hver það var en einhver Blikanna skallaði boltann yfir markið þar sem hann var aleinn á markteig.
87. mín MARK!
Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)
Kristinn Jónsson átti frábæra aukaspyrnu frá hægri sem rataði beint á kollinn á Sverri Inga sem skallaði hann örugglega í netið. 2-1 og Blikarnir búnir að snúa taflinu sér í hag.
Leik lokið!
Magnús Þórisson, góður dómari leiksins, flautar til leiksloka og það eru Blikar sem sigra 2-1.

Eins og fyrri hálfleikurinn var leiðinlegur þá var sá seinni mikið skárri.

Umfjöllun og viðtöl seinna í kvöld.
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('68)
23. Atli Sigurjónsson ('46)

Varamenn:
5. Egill Jónsson ('72)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Baldur Sigurðsson ('46)
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Óskar Örn Hauksson ('51)
Þorsteinn Már Ragnarsson ('41)

Rauð spjöld: