Ísland
3
0
Moldóva
Kolbeinn Sigþórsson '31 1-0
Birkir Bjarnason '55 2-0
Jón Daði Böðvarsson '77 3-0
07.09.2019  -  16:00
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM 2020
Aðstæður: Úrhelli - 8 m/s
Dómari: Joao Pinheiro (Portúgal)
Maður leiksins: Ari Freyr Skúlason
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
6. Ragnar Sigurðsson
6. Hjörtur Hermannsson
8. Birkir Bjarnason ('78)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('62)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Jón Daði Böðvarsson ('85)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Jón Guðni Fjóluson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
7. Samúel Kári Friðjónsson
11. Albert Guðmundsson
16. Rúnar Már Sigurjónsson ('78)
18. Daníel Leó Grétarsson
19. Viðar Örn Kjartansson ('85)
20. Emil Hallfreðsson ('62)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi 3-0 sigur íslenska liðsins staðreynd!

Kolbeinn, Jón Daði og Birkir Bjarnason með mörkin þrjú. Það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Næsta verkefni er í Albaníu á þriðjudag!

Fótbolti.net heldur áfram að flytja fréttir hér úr Laugardalnum fram eftir kvöldi! Takk fyrir mig í dag.
93. mín Gult spjald: Igor Armas (Moldóva)
Groddaralega tækling á Viðari Erni.
92. mín
Moldóvar láta boltann ganga manna á milli þessar síðustu sekúndur.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
90. mín
88. mín
Eitthvað sem segir mér að þessar mínútur sem að eftir eru verði ekki einhverjar sprengjur.

Úrslitin ráðin og mér sýnist bæði lið vera nokkuð meðvituð um það.
87. mín
Rúnar Már með skottilraun, boltinn rétt framhjá markinu.
85. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Selfyssingur út og Selfyssingur inn.
83. mín
Fyrsta marktilraun Moldóva kemur á 83. mínútu.

Skot fyrir utan teig og Hannes þarf að verja í fyrsta skipti í leiknum!
82. mín
Íslenska liðið gerir sig líklegt til þess að bæta við þriðja markinu. Orrahríð að marki Móldóva.

Tvær hornspyrnur í röð.
80. mín
Inn:Constantin Sandu (Moldóva) Út:Radu Ginsari (Moldóva)
Þriðja og síðasta breyting gestanna.
78. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Önnur skipting íslenska liðsins.
77. mín MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Stoðsending: Ari Freyr Skúlason
MAAAAAAAAAARK!

3-0=Dagskrárlok á Laugardalsvelli!

Frábært spil íslenska liðsins. Ari Freyr með fasta fyrirgjöf inná teig gestanna og boltinn fer í varnarmann Moldóva, þaðan í Jón Daða og svo í netið.

Ekki flottasta mark Jóns á ferlinum en hvað með það?
75. mín
Tíðindalitlar mínútur. Íslenska liðið mikið meira með boltann.

Mér sýnist Hamren vera að undirbúa skiptingu.
72. mín
Gylfi fær boltann í góðri stöðu fyrir utan teig en varnarmaður Moldóva kemst fyrir skotið.

Svo virðist sem að hann hafi meitt sig eitthvað við það að fá boltann í sig. Fær aðlynningu.
71. mín
69. mín
Hornspyrnan skapar mikinn usla inní teig Moldóva en að lokum er Birkir Bjarnason dæmdur brotlegur.
69. mín
Íslenska liðið fær horn. ,,Inn með boltan" er sungið hástöfum. Skulum sjá.
67. mín
Inn:Iaser Turcan (Moldóva) Út:Catalin Carp (Moldóva)
Gestirnir gera strax aðra skiptingu.
67. mín
Uppstilling íslenska liðsins riðlast ekkert við skiptinguna. Erum enn í 4-4-2. Gylfi fer upp á topp með Jóni Daða.
65. mín
Inn:Maxim Cojocaru (Moldóva) Út:Vadim Cemirtan (Moldóva)
Þá gera Moldóvar skiptingu, sína fyrstu.
62. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Fyrsta skipting íslenska liðsins kemur hér.

Emil Hallfreðsson kemur inn fyrir markaskorarann Kolbein Sigþórsson!
60. mín
Birkir nálægt því að skora aftur!

Fyrirgjöf frá Gylfa beint á Birki sem að skallar rétt yfir markið. Þetta hefði verið eitthvað.
59. mín
Þjálfari Moldóva sendir sína varamenn að hita upp.
58. mín

55. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
MAAAAAAAAARK!

Hinn atvinnulausi Birkir Bjarnason tvöfaldar forskot íslenska liðsins!

Frábær hornspyrna frá Ara Frey beint á kollinn á Ragga Sig sem að skallar að marki, Kosolev ver út í teig, þar er Birkir mættur og setur boltann í autt markið af stuttu færi!

Þú þarft ekkert að vera í félagsliði til þess að skora fyrir íslenska landsliðið!
55. mín
Birkir með hættulega fyrirgjöf sem að Koselev þarf að kýla aftur fyrir endamörk.

Hornspyrna íslenska liðsins.
53. mín

51. mín
BIRKIR BJARNASON!

Með fyrirgjöf frá vinstri meðfram jörðinni og það eru þrír leikmenn íslenska liðsins sem reyna að ná til boltans en enginn nær til hans og Moldóvar ná að bægja hættunni frá.

Þetta var spurning um sentímetra!
50. mín
Jón Daði með geggjaða fyrirgjöf frá hægri inn á teig. Kolbeinn kemst í boltann en er í slæmu jafnvægi þegar skotið ríður af og boltinn fer framhjá.
50. mín
Miðjumoð þessar fyrstu mínútur í síðari hálfleik.
48. mín
Aron Einar eitthvað að kveinka sér. Hristir þetta af sér (Staðfest)
46. mín
Moldóvar strax mættir í sókn. Ari Freyr Skúlason setur boltann aftur fyrir endamörk og gestirnir fá hér hornspyrnu á fyrstu mínútu síðari hálfleiks.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
46. mín
SÍÐARI HÁLFLEIKUR ER HAFINN

Nú eru það gestirnir sem hefja leik með boltann. Bæði lið eru óbreytt.

Það er hætt að rigna í Laugardalnum, þvílík veisla.
45. mín
Hálfleikur
Joao Pinheiro flautar hér til loka fyrri hálfleiks og það er íslenska liðið sem að leiðir eftir 45 mínútur.

Kolbeinn Sigþórsson kom liðinu yfir á 31. mínútu eftir undirbúning frá Jóni Daða.

Sjáumst í síðari hálfleik!
45. mín
Ein mínúta í uppbót.
45. mín
Hornspyrna beint af æfingasvæðinu!

Gylfi setur boltann meðfram jörðinni á Kolbein sem setur hann aftur á Gylfa. Gylfi á fyrirgjöf sem er skölluð burt, boltinn berst á Arnór Ingva sem lúrir fyrir utan teig og skýtur á markið en boltinn fer yfir.
44. mín
Jón Daði klókur og sækir hér hornspyrnu með geggjaðri vinnusemi!
43. mín
Ágæt spyrna Gylfa. Í fínni hæð fyrir Alexei Koselev sem grípur boltann án vandræða.

Fór þó á markið.
42. mín Gult spjald: Catalin Carp (Moldóva)
Aukaspyrna á STÓRHÆTTULEGUM stað!

Catalin Carp fellir Ara Frey á leið sinni inn í vítateig og Carp fær að líta gula spjaldið.
41. mín
Tólfan setur af stað bylgju í stúkunni. Skemmtileeeeeegt.
39. mín

38. mín
Íslenska liðið nær ekki að gera sér mat úr hornspyrnunni.
37. mín
Frábært samspil hjá íslenska liðinu!

Aron Einar og Gylfi spila boltanum á milli sín inní teig Moldóva. Gylfi á síðan skot sem að markvörður gestanna ver aftur fyrir.
36. mín
35. mín
GYLFI ÞÓR!

Lúmskt skot hjá Gylfa Þór. Fær boltann fyrir utan teig og tekur hann á lofti en boltinn svífur rétt yfir.
34. mín
Íslenska liðið haldið boltanum vel eftir að hafa náð forystunni.
33. mín

31. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Jón Daði Böðvarsson
MAAAAAAAAAARK!

Dömur mínar og herrar, Kolbeinn Sigþórsson!

Boltinn berst á Jón Daða inní vítateig sem er með tvo Moldóva í bakinu, Jón Daði gerir frábærlega og finnur Kolbein með stuttri hælsendingu, Kolbeinn er einn á auðum sjó og setur boltann hnitmiðað í vinstra hornið.

Framherjaparið á þetta mark skuldlaust!
29. mín
Gylfi reynir fyrirgjöfina í stað þess að skjóta. Birkir dæmdur brotlegur inní teig.

Þarna hefði ég viljað sjá Gylfa negla þessu á rammann.
29. mín
Gylfi fíflar hér leikmann Moldóva og tekur á rás en er síðan stöðvaður stuttu síðar og íslenska liðið fær aukaspyrnu á fínum stað.

Pjúra gæði hjá Gylfa.
26. mín
24. mín
Aron Einar með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Birkir tekur á móti boltanum og skýtur á markið.

Koseslev ver og boltinn fer í Birki og þaðan aftur fyrir. Þrjár fínar tilraunir hjá íslenska liðinu á stuttum tíma!
23. mín
Frábær hornspyrna frá Ara sem að endar beint í fótum Birkis en hann setur boltann rétt framhjá markinu.

Íslenska liðið er að færast nær.
22. mín
Þá fær íslenska liðið hornspyrnu, sína fyrstu í leiknum. Ari Freyr tekur hana.
20. mín
Besta færi íslenska liðsins til þessa!

Hjörtur með fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Jón Daða sem að stekkur hæst í teignum en skallinn frá Jóni rétt yfir markið.
18. mín
Gylfi Þór hangir aðeins of lengi á boltanum og missir hann aftur fyrir endamörk.
16. mín
Victor Mudrac fær hér aðlhynningu frá sjúkraþjálfarateymi gestanna.

Fær hælinn á Gylfa Þór í andlitið.
14. mín
Kolbeinn dæmdur brotlegur fyrir litlar sakir. Íslenskir stuðningsmenn og leikmenn ekki ánægðir með þennan dóm.

Kolbeinn var í fínni stöðu.
14. mín
Víkingaklapps-alert.
13. mín
Þarna átti Hjörtur að gera betur.

Fær boltann úti hægra megin og hefur nægan tíma til þess að koma með fyrirgjöf sem og hann gerir, alltof mikill kraftur í sendingunni og hún endar í innkasti hinum megin.
12. mín
10. mín
Ari Freyr með fyrirgjöf frá vinstri inn á teig. Þar er enginn Íslendingur og boltinn því aftur fyrir endamörk.

Markspyrna frá marki Moldóva.
9. mín
Radu Ginsari fellur hér í jörðina og íslenskir stuðninsmenn baula á hann. Vildi meina að Kári hafi verið með hendurnar hátt á lofti.
7. mín
Moldóvar fá aðra hornspyrnu strax í kjölfarið. Þrjár á fyrstu sjö mínútunum.

Aftur er það Aron Einar sem að skallar boltann burt.
7. mín
Moldóvar fá aðra hornspyrnu eftir að Ari Freyr skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Gestirnir sprækir í byrjun.
6. mín
6. mín
Moldóvar halda boltanum vel innan liðs. Ná að tengja margar sendingar saman og íslenska niðið nær ekki að klukka.
4. mín
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins en Aron Einar neglir boltanum frá. Engin hætta.
3. mín
Gylfi nálægt því að komast í daaaauðafæri!

Hjörtur Hermannsson með fastan bolta inn á teiginn, Gylfi tekur tekur hann á kassann en fyrsta snerting með löppinni svíkur hann. Flott tilraun.
2. mín
Vadim Cemirtan er dæmdur brotlegur.

Tekur á móti boltanum hægri handleggnum. Það má ekki.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!

Það íslenska liðið sem að hefur leik með boltann og sækir í átt að Laugardalshöll. Gylfi Þór á fyrstu spyrnu leiksins.
Fyrir leik
Leikmenn og áhorfendur heiðra minningu Atla Eðvaldssonar með mínútu klappi.

Blessuð sé minning Atla.
Fyrir leik
Þá ganga liðin út á völlinn!

Íslenska liðið að sjálfsögðu í sínum bláu aðalbúningum í dag á meðan Moldóvar eru gulir. Dómaratríóið svartklætt.

Áhorfendur rísa úr sætum og hlýða á þjóðsöngva.
Fyrir leik
Ingó telur í og tekur síðan ,,Ég er kominn heim" og ,,Ísland er land þitt"

Ingó í íslensku landsliðstreyjunni með derhúfu í íslensku fánalitunum. Þetta er bara gæsahúð!
Fyrir leik
Fyrir leik
Þá eru bæði lið haldin inn til búningsklefa þar sem að leikmenn munu klæða sig í treyjurnar áður en að fjörið hefst.

Afskaplega fáir mættir á völlinn nú þegar stundarfjórðungur er í flaut.
Fyrir leik
Birkir Bjarnason er eini í íslenska liðinu sem er á hættusvæði í dag hvað varðar gul spjöld.

Ef að hann fær að líta gult spjald í dag þá mun hann taka út leikbann í leiknum gegn Albaníu á þriðjudag.
Fyrir leik
Fyrir leik
Ingó tekur sándtjekk á vellinum. Hann tekur 1-2 lög áður en að leikurinn hefst.

Í sömu andrá mætir íslenska liðið út í upphitun. Það mun líklega ekki taka mjög langan tíma fyrir leikmenn að blotna í gegn.

Siggi Dúlla er á stuttermabolnum. Hvaða rugl er það?
Fyrir leik
Eins og sjá má í myndunum hér að ofan eru einhverjir sem eru mættir í miðasöluna og ætla að tryggja sér miða áður en að allt selst upp!

Menn láta veðrið ekki á sig fá, enda yfirbyggð stúka svo að það eru engar afsakanir.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðið er dottið í hús!

Vörnin er sú sama og í leikjunum tveimur í júní; Hannes í markinu og fyrir framan hann eru Hjörtur, Raggi og Kári, Ari Freyr.

Á miðjunni eru Aron Einar og Gylfi og á köntunum eru Arnór Ingvi Traustason og Birkir Bjarnason. Framlínan minnir óneitanlega á EM 2016. Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson eru fremstir.
Fyrir leik
Fyrir leik
,,Ég hlakka til leiksins á morgun (í dag). Ég býst við erfiðum leik. Moldavía hefur ekki unnið marga leiki en það er mjög erfitt að vinna þá. Þetta er mun erfiðari leikur en margir halda. Ég hreifst af þeim í síðasta leik gegn Albaníu á útivelli."

,,Þetta er í annað sinn í undankeppninni sem við mætum liði sem er með nýjan þjálfara. Það gerðist líka gegn Albaníu. Við höfum njósnað um þá hingað til í undankeppninni en nú er spurning hvort þeir hafi breytt skipulaginu eða hvað,"
sagði Erik Hamren á blaðamannafundi í gær.
Fyrir leik
Fyrir leik
Uppselt eða ekki?

Í hádeginu í dag voru um það bil 1000 miðar eftir á leikinn. Ekki er ólíklegt að lausu miðunum hafi fækkað eitthvað síðan þá.
Fyrir leik
Atla Eðvaldssonar verður minnst áður en leikurinn hefst í dag. Atli lést í vikunni 62 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við krabbamein en hann er bæði fyrrum landsliðsmaður landsliðsþjálfari.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók til máls á fréttamannafundi í gær og óskaði eftir því að áhorfendur mæti snemma á völinn á morgun og verði mættir í sæti sín þegar Atla verður minnst.

Megi Atli hvíla í friði.
Fyrir leik
Íslenska liðið er án tveggja lykilmanna í dag. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í leik með Burnley fyrir þennan landsleikjaglugga og Alfreð Finnbogason er að stíga upp úr meiðslum og var sú ákvörðun tekin að láta hann æfa með Augsburg.

Þá er Arnór Sigurðsson frá vegna meiðsla sem að hann varð fyrir í leik með CSKA Moskvu í síðasta mánuði.

Sverrir Ingi Ingason dró sig úr landsliðshópnum og inn í hans stað kom Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson.
Fyrir leik
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er spenntur fyrir komandi leikjum Íslands í undankeppni EM 2020. Hann sagði í samtali við Fótbolta.net í gær að allt annað en sigur hér í dag væri stórslys.

,,Þetta er lið sem er 140 sætum fyrir neðan okkur á heimslistanum. Við Íslendingar eigum það til að falla í þá gildru að vera aldrei nógu stórir fyrir sjálfa okkur. Stundum þurfum við líka bara að setja kassann út í loftið og segja 'þetta er bara lið sem við eigum að vinna og allt annað er stórslys," sagði Einar
Fyrir leik
Það er hinn 31 árs gamli Portúgali, Joao Pinheiro, sem að heldur á flautunni í dag en hann hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2016.

Hann hefur verið að klífa upp stigann hjá FIFA og dæmt í forkeppni Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar.

Hann dæmdi í sumar leik Maribor og Vals í undankeppni Evrópudeildarinnar en Maribor vann þann leik 2-0.
Fyrir leik
Fylgist með Artur Ionita í liði gestanna...

Ionita spilar með Cagliari í Serie A á Ítalíu. Artur hefur lengi spilað í Serie A en hann var liðsfélagi Emils Hallfreðssonar hjá Hellas Verona á sínum tíma.

Ionita leikur á miðsvæðinu en hann hefur byrjað báða leiki Cagliari í deildinni. Hann er 29 ára gamall. Ionita gekk í raði Cagliari árið 2016 frá Hellas Verona.
Fyrir leik
Semen Altman, þjálfari gestanna, tók við liðinu í júlí en hann hafði áður starfað í stuttan tíma sem yfirmaður knattspyrnumála í Moldóvu. Altman er 73 ára gamall og hefur lengi starfað í fótboltanum en hann hefur þó ekki verið aðalþjálfari í nokkur ár.

Hann segir að jafntefli hér í dag væru góð úrslit fyrir sitt lið.

,,Við værum mjög ánægðir með jafntefli en við ætlum samt að berjast fyrir sigri. Við vitum að íslenska liðið er mjög sterkt og jafntefli væri mjög gott," sagði Altman á blaðamannafundi í gær.
Fyrir leik
Moldóva situr í 171. sæti styrkleikalista FIFA.

Moldóva hefur aðeins unnið einn í riðlinum en sá sigur kom á móti Andorra í júní, lokatölur í þeim leik 1-0.

Liðið tapaði sannfærandi gegn Heimsmeisturum Frakka, 1-4, en stærsta tapið hingað til í riðlinum var gegn Tyrkjum 4-0. Þá tapaði liðið gegn Albaníu, 2-0. Eftir fjóra leiki er uppskeran þrjú stig.
Fyrir leik
Eftir fjórar umferðir í riðlinum er þetta staðan í H-riðli:

Frakkland - 9 stig
Tyrkland - 9 stig
Ísland - 9 stig
Albanía - 6 stig
Moldóva - 3 stig
Andorra - 0 stig
Fyrir leik
Góðan dag kæru Íslendingar og aðrir!

Klukkan 16:00 hefst leikur Íslands og Moldóvu í H-riðli í undankeppni EM allstaðar 2020. Leikurinn fer fram á þjóðarleikvanginum í Laugardal, Laugardalsvelli.

Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt í umræðunni og nota myllumerkið #fotboltinet á samfélagsmiðlum. Ekki ólíklegt að einhver vel valin tíst verði birt hér á meðan leik stendur!
Byrjunarlið:
23. Alexei Koselev (m)
2. Oleg Reabciuk
3. Igor Armas
4. Victor Mudrac
7. Artur Ionita
8. Catalin Carp ('67)
9. Eugeniu Cebotaru
11. Radu Ginsari ('80)
14. Vadim Cemirtan ('65)
16. Alexandru Suvorov
22. Dinu Graur

Varamenn:
1. Dumitru Celeadnic (m)
6. Artoim Rozgoniuc
10. Eugeniu Cociuc
15. Iaser Turcan ('67)
17. Constantin Sandu ('80)
18. Vladimir Ambros
20. Maxim Cojocaru ('65)
21. Mihail Ghecev

Liðsstjórn:
Semen Altman (Þ)

Gul spjöld:
Catalin Carp ('42)
Igor Armas ('93)

Rauð spjöld: