Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Fjölnir
1
1
ÍA
Geir Kristinsson '29
0-1 Stefán Þór Þórðarson '30 , víti
Bergsveinn Ólafsson '50 1-1
27.08.2011  -  14:00
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og blíða en farið að kólna. Um 10 stiga hiti.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 523
Maður leiksins: Reynir Leósson, ÍA
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Bjarni Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson ('69)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('87)

Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson ('31)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Illugi Þór Gunnarsson ('90)
Atli Már Þorbergsson ('87)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('63)
Bergsveinn Ólafsson ('57)

Rauð spjöld:
Geir Kristinsson ('29)
Fyrir leik
Komiði sæl og veriði velkominn í beina textalýsingu frá viðureign Fjölnis og ÍA í 1. deild karla.

Við minnum á að valdar færslur af samskiptavefnum Twitter gætu ratað hér í textalýsinguna. Notið #fotbolti svo eftir þeim sé tekið.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er enn einn lokaleikur Hrafns Davíðssonar markmanns Fjölnis í sumar en hann hefur verið á leið utan til náms og seinkað dvölinni. Til stóð að hann væri farinn til Danmerkur en hann náði að seinka dvölinni og byrjar því í marki Fjölnis í dag.

Skagamenn tefla fram nokkuð veikara liði en þeir voru með fyrr í sumar en bæði eru meiðsli að trufla þá sem og leikmenn farnir utan. Markamaskínan Hjörtur Júlíus Hjartarson er á bekknum en í byrjunarliðinu eru leikmenn sem samanlagt fara yfir 100 ára aldurinn, Reynir Leósson, Stefán Þór Þórðarson og Dean Martin. Liðin má sjá hér sitthvorum megin við færslurnar.
Fyrir leik
Skagamenn eru búnir að tryggja sér sæti í efstu deild en þurfa enn sigur til að vinna deildina. Fjölnir er komið í baráttu um 2. sætið en þarf sigur í dag til að halda lífi í þeirri baráttu. Þeir eru núna fimm stigum á eftir Selfossi sem er í öðru sæti. Umferðin í dag er sú 19. af 22.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Það eru heimamenn í Fjölni sem byrja með boltann. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 6-0 sigri ÍA á Akranesvelli.
7. mín
Leikurinn fer frekar rólega af stað. Einar Logi tók aukaspyrnu fyrir ÍA á ákjósanlegum stað langt yfir markið rétt í þessu en annars er lítið í gangi. Fjöldi stuðningsmanna ÍA eru mættir á völlinn til að styðja sína menn og nokkuð síðan svona fjölmennt var á Fjölnisvelli. Heimamenn eru ekki nógu duglegir að fylgja sínu liði og eru í minnihluta í dag.
9. mín
Stefán Þór Þórðarson komst í dauðafæri, eftir mistök í vörn Fjölnis barst boltinn af Fjölnismanni á Stefán sem var einn á móti markinu en skaut yfir.
18. mín Gult spjald: Hlynur Hauksson (ÍA)
Gunnar Valur Gunnarsson átti frábæran varnarleik þegar hann tók boltann af Hlyni Haukssyni. Hlynur var greinilega pirraður og fór aftan í hælana á Gunnari og fékk verðskuldað gult spjald að launum.
27. mín
Fjölnismenn gera harða hríð að marki ÍA eftir hornspyrnu Arons Sigurðarsonar. Þrátt fyrir fjölda tilrauna á markið náðu þeir þó ekki að koma boltanum á markið.
29. mín Rautt spjald: Geir Kristinsson (Fjölnir)
ÍA fær vítaspyrnu eftir að Geir Kristinsson lagðist niður og varði boltann á marklínu með hendi. Stefán Þór Þórðarson sendi af endalínu fyrir markið og á Dean Martin sem skallaði fyrir fætur Mark Doninger sem var við það að skora en Geir varði frá honum á marklínu. Boltinn var hugsanlega kominn í markið en Vilhjálmur Alvar dómari flautaði strax og virtist viss í sinni sök.
30. mín Mark úr víti!
Stefán Þór Þórðarson (ÍA)
Stefán skoraði úr vítinu og kom Skagamönnum í 0-1.
31. mín
Inn:Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) Út:Ottó Marinó Ingason (Fjölnir)
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnir fljótur að bregðast við því að vera manni færri og setur miðvörðinn Atla Már inn fyrir miðjumanninnn Ottó Marinó.
35. mín
Bjarni Gunnarsson sem skoraði tvö fyrir Fjölni í síðasta leik með gott skot sem Árni Snær markvörður ÍA varði í horn. Úr horninu komst Illugi Gunnarsson í gott skotfæri en framhjá markinu.
38. mín Gult spjald: Guðjón Heiðar Sveinsson (ÍA)
Guðjón Heiðar fær áminningu fyrir ljótt brot á Gunnar Val Gunnarsson við vítateigshornið hægra megin. Liturinn á þessu spjaldi hefði alveg eins getað orðið annar.
40. mín
Kristinn Freyr tók aukaspyrnuna og Atli Már varamaður var góðu skallafæri en skallaði framhjá markinu. Gunnar Valur er kominn inná aftur eftir meiðslin sem hann hlaut við tæklinguna.
42. mín
Stefán Þór Þórðarson hefur tvívegis lagst í grasið við litla snertingu og tekið sinn tíma áður en hann stendur upp aftur. Vilhjálmur Alvar dómari er þó ekki að lyfta spjöldum við þetta.
45. mín
Enn liggur Stefán Þór, nú eftir að Kristinn Freyr Sigurðsson fór í hælana á honum. Kristinn kom til baka og tók í hönd hans en Stefán tefur leikinn mikið með því að liggja í grasinu og taka sinn tíma í að standa upp.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Grafarvoginum. Skagamenn eru 0-1 yfir og manni fleiri.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Hvorugt liðið gerir skiptingu í hálfleik.
50. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Gunnar Valur Gunnarsson skorar annan leikinn í röð fyrir Fjölni. Kristinn Freyr Sigurðsson sendi boltann þá inn í teiginn beint á kollinn á Gunnari Val sem stýrði honum beint upp í samskeytin. Vel gert hjá Fjölnismönnum sem eru manni færri en hafa þó verið betra liðið það sem af er seinni hálfleik.
57. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Bergsveinn fær áminningu fyrir að brjóta á Stefáni Þór. Hann fer í leikbann á næsta aganefndarfundi. Uppúr aukaspyrnunni var Ólafur Valur í dauðfæri en Fjölnismenn sem berjast eins og ljón vörðust.
59. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
Markamaskínan Hjörtur Júlíus Hjartarson kominn inná hjá Skagamönnum fyrir miðjumanninn Hall Flosason. Nú á að sækja til sigurs.
63. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Fjölnir)
Kristinn Freyr fær líka áminningu fyrir brot. Vilhjálmur dómari lét leikinn ganga en spjaldaði hann þegar sókn Skagans lauk. Kristinn Freyr fer líka í leikbann á næsta fundi aganefndar.
64. mín
Dean Martin í fínu færi eftir sendingu Hlyns Haukssonar í teiginn. Fjölnismenn kasta sér fyrir boltann. Þvílík barátta í liði þeirra.
69. mín
Inn:Halldór Fannar Halldórsson (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Á sama tíma og Fjölnismenn gera þessa skiptingu berast þau tíðindi úr Ólafsvík að Selfyssingar eru komnir yfir gegn Víkingi með marki Jóns Daða Böðvarssonar.
72. mín
Hjörtur Júlíus liggur út við hliðarlínu sárþjáður. Það er gaman að fylgjast með fyrirliðanum Reyni Leóssyni á vellinum, hann öskrar liðsmenn sína áfram og segir þeim sem kvarta að bíta á jaxlinn. Alvöru fyrirliði þar á ferð.
73. mín
Eftir smá aðhlynningu er Hjörtur staðinn á fætur og leikurinn hafinn að nýju. Reynir virðist ætla að taka málin í sínar eigin hendur og er kominn framarlega á völlinn sem er óvenjulegt fyrir miðvörð. Hann er greinilega orðinn þreyttur á sleninu í Skagamönnum.
74. mín
Inn:Andri Adolphsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Ólafur Valur hefur verið að kveinka sér og fær nú langþráða skiptingu.
78. mín
Skagamenn líklegir eftir að Hrafn gerði mistök í fyrirgjöf. Þeim tókst þó ekki að nýta sér það og skotin misstu marks.
87. mín Gult spjald: Atli Már Þorbergsson (Fjölnir)
Atli Már Þorbergsson fór aftan í Andra Adolphsson sem var að sleppa einn í gegn. Vilhjálmur Alvar gaf honum áminningu.
87. mín
Inn:Fannar Freyr Gíslason (ÍA) Út:Einar Logi Einarsson (ÍA)
87. mín
Inn:Ómar Hákonarson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
87. mín
Mark Doninger með gott skot sem fór rétt yfir Fjölnismarkið.
90. mín Gult spjald: Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Illugi fær spjald fyrir brot. Aftur lét Vilhjálmur leikinn ganga og Hjörtur Júlíus átti skot rétt yfir markið áður en spjaldið fór á loft.
90. mín
Skagamenn í dauðafæri eftir sendingu Stefáns inn í teig. Hjörtur tók hælsendingu á Andra sem skaut framhjá.
90. mín
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli. Níu stig enn í pottinum og sjö stig skilja ÍA og Selfoss að ef leiknum á Ólafsvík lýkur með sigri Selfoss svo enn er bið á að þeir tryggi sér titilinn.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Aron Ýmir Pétursson
Einar Logi Einarsson ('87)
8. Hallur Flosason ('59)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('74)

Varamenn:
17. Andri Adolphsson ('74)
19. Eggert Kári Karlsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('59)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Teitur Pétursson

Gul spjöld:
Guðjón Heiðar Sveinsson ('38)
Hlynur Hauksson ('18)

Rauð spjöld: