Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
5
1
Bohemian FC
0-1 David Scully '23
Sigurður Marinó Kristjánsson '36 1-1
Orri Freyr Hjaltalín '39 2-1
3-1 Kevin Feely '49 , sjálfsmark
Sigurður Marinó Kristjánsson '73 4-1
Sigurður Marinó Kristjánsson '90 5-1
12.07.2012  -  18:30
Þórsvöllur
Evrópudeildin
Aðstæður: Sól, 15°og 6m/s
Dómari: Igor Pristovnik
Áhorfendur: 934
Maður leiksins: Sigurður Marinó Kristjánsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson ('75)
6. Ármann Pétur Ævarsson ('79)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f) ('88)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
15. Janez Vrenko
17. Halldór Orri Hjaltason

Varamenn:
11. Kristinn Þór Björnsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
16. Kristinn Þór Rósbergsson ('88)
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:
Sveinn Leó Bogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og velkomin í beina textalýsingu héðan af Þórsvellinum, þessi lýsing hefði átt að vera komin í loftið fyrir nokkru en ein tæknin var ekki alveg sammála okkur og var með smá vesen.
Fyrir leik
Þetta er seinni leikur þessara liða en sá fyrri fór fram í Dublin fyrir viku og endaði með 0-0 jafntefli, heimamenn eru því í ágætis málum fyrir leik dagsins.
Fyrir leik
Dómaratríóið kemur frá Króatíu en Igor Pristovnik leiðir það og með honum eru þeir Igor Krmar og Ivica Modric.
Fyrir leik
Samkvæmt fréttaritara frá Írlandi hér í boxinu er Owen Heary fyrirliði Bohemian að jafna met hér í kvöld þegar hann spilar sinn 41. Evrópuleik.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Bohemian hafa verið mjög svo áberandi í miðbæ Akureyrar þar sem þeir hafa verið með gleði, söng og stemmingu nánast sleitulaust síðan þeir komu til landsins. Stemmingin er þó ekki bara hjá gestaliðinu en á fyrsta degi forsölu seldust um 600 miðar samkvæmt fréttum. Það má búast við stuð og stemmingu hér í dag, það er alveg ljóst.
1. mín
Leikurinn hefur verið flautaður á
10. mín
Leikurinn hefur farið nokkuð rólega af stað, bæði lið eru ekki að taka neina áhættu hér í upphafi enda mikið í húfi.
Ómar Eyjólfsson
Ánægður með þessa írsku stuðningsmenn, söngurinn hljómaði um allt gilið
15. mín
Heimamenn eru þéttir fyrir aftarlega á vellinum, Írarnir halda boltanum en eru ekki að ná að skapa sér færi.
19. mín
Þórsarar mjög nálægt því að komast í gott færi eftir varnarmistök. Sveinn Elías kemst inn í lélega sendingu og er við það að sleppa einn í gegn á móti markmanni þegar fyrirliði Owen Heary nær boltanum af honum með glæsilegri tæklingu.
23. mín MARK!
David Scully (Bohemian FC)
Írarnir eru komnir yfir! Adam Martin á sendingu fyrir, Srdjan Rajkovic getur ekki verið ánægður með sinn hlut í þessu marki en hann kýldi boltann beint út í teiginn þar sem Scully var og klárar færið.
26. mín
Núna eru heimamenn komnir með bakið uppvið vegg enda gestirnir ekki bara yfir heldur einnig komnir með mark á útivelli. Þórsarar verða því að skora tvö eins og staðan er núna til að komast áfram.
29. mín
Pressan er að aukast á vörn Þórs. Keith Buckley komst í gegn en Rajkovic sá við honum, gestirnir fengu þá horn og voru við það að koma boltanum í netið eftir hnoð í teignum.
33. mín
Jóhann Helgi við það að komast í gott skotfæri eftir að hafa farið nokkuð auðveldlega framhjá Luke Byrne í vörn Bohemian en Byrne gerði vel og komst fyrir skotið.
36. mín MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Heimamenn búnir að jafna og með þessu líka marki!
37. mín
Það er G. Funicello sem fær stoðsendinguna en mesta hjálpin kom líklegast frá fyrirliða Bohemian sem datt á andlitið. Sigurður Marinó átti sem erfitt verk fyrir höndum að klára þetta færi sem hann gerði svona líka vel, smurði bara boltann beint í "samúel" frá vítateigslínu. Alvöru afgreiðsla!
39. mín MARK!
Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Hvað er að frétta? Þórsarar eru komnir yfir!
40. mín
vá... þvílíkur hraði. Þórsarar eru búnir að fá tvö færi og skora úr þeim báðum! Sigurður Marinó tók hornspyrnuna sem fór beint á kollinn á Orra Frey sem stangaði hann í netið og allt varð gjörsamlega vitlaust.
44. mín
Þessi mörk virðast hafa slegið taktinn úr leikmönnum Bohemian... í bili allavega. Spilið gengur ekki jafn vel hjá þeim og þeir virka hálf stressaðir með boltann á meðan heimamenn hlaupa og berjast alveg eins og ljón.
45. mín
Hálfleikur. Gestirnir algjörlega búnir að stjórna leiknum en það eru samt sem áður Þórsarar sem eru 2-1 eftir að hafa klárað bæði færin sín í leiknum.
45. mín
Seinni hálfleikur hefst
49. mín SJÁLFSMARK!
Kevin Feely (Bohemian FC)
Sigurður Marinó aftur með frábæra hornspynu og í þetta sinn fer hún af Kevin Feely og inn, þetta er lygileg staða!
54. mín
Sigurður Marinó hefur verið algjörlega frábær hingað til í þessum leik, eitt mark og tvær stoðsendingar.
60. mín
Inn:Dwayne Wilson (Bohemian FC) Út:Kieth Buckley (Bohemian FC)
61. mín
Inn:Stephen Traynor (Bohemian FC) Út:Peter McMahon (Bohemian FC)
63. mín
Þvílík varsla! Kevin Feely kemst í dauðpafæri í markteig Þórsara en Rajkovic varði glæsilega frá honum áður en Orri Freyr náði að hreinsa frá.
67. mín
Inn:Karl Moore (Bohemian FC) Út:Keith Ward (Bohemian FC)
Leikmenn Bohemian eru núna að spila 442
70. mín
Sigurður Marinó með laust skot nokkuð vel framhjá, þetta var svo gott sem fyrsta færi Þórsara í leiknum sem ekki endaði með marki.
73. mín MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Þórsarar eru komnir í 4-1 og AFTUR er það Sigurður Marinó! Ármann Pétur átti sendingu fyrir af hægri vængnum, Halldór Orri hljóp yfir boltann sem endaði hjá Sigurði sem skilaði boltanum í netið eftir að hafa leikið á varnarmann Bohemian. Já gott fólk, staðan er 4-1!
74. mín
Ármann Pétur með skot úr miðjum teignum en Mcnulty varði vel. Hvað gera Írarnir núna, þeir verða að skora þrjú mörk á næstu 15 mínútum.
75. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (Þór ) Út:Atli Jens Albertsson (Þór )
Atli Jens er algjörlega búinn að gefa 110% í leikinn og haltrar af velli, stúkan stendur upp og klappar fyrir honum.
79. mín
Inn:Robin Strömberg (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
80. mín
Írarnir virðast ekki hafa mikla trú á endurkomu, þeir eru nánast hættir. Robin Stromberg var að sleppa einn í gegn rétt í þessu en datt á andlitið.
88. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Þór ) Út:Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
90. mín
Hér er beðið eftir að dómarinn flautar leikinn af
90. mín MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Sigurður Marinó er algjörlega búinn að fullkomna leik sinn hér í kvöld, algjör uppgjöf hjá leikmönnum Bohemian!
Leik lokið!
Sögulegur sigur Þórsara er staðreynd!
Byrjunarlið:
25. Andrew Mcnulty (m)
2. Owen Heary
5. Evan McMillan
6. Kevin Feely
7. Kieth Buckley ('60)
9. Ryan McEvoy
10. Keith Ward ('67)
19. Luke Byrne
20. Peter McMahon ('61)
23. David Scully
27. Adam Martin

Varamenn:
1. Craig Sexton
3. Derek Pender
4. Roberto Lopes
8. Karl Moore ('67)
11. Stephen Traynor ('61)
16. Dwayne Wilson ('60)
28. Daniel Joyce

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: