Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
4
0
Selfoss
Kári Ársælsson '13 1-0
Arnar Már Guðjónsson '58 2-0
Jón Vilhelm Ákason '81 3-0
Arnar Már Guðjónsson '86 4-0
16.07.2012  -  19:15
Akranesvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 16 stiga hiti, sól og smá gola
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson ('40)
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('82)
17. Andri Adolphsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Varamenn:
8. Hallur Flosason ('82)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
19. Eggert Kári Karlsson ('69)
25. Andri Geir Alexandersson
32. Garðar Gunnlaugsson

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍA og Selfoss í Pepsi-deild karla. Hér til hliðar má sjá byrjunarlið og varamannabekki liðanna.
Fyrir leik
ÍA gerir þrjár breytingar frá síðasta leik sem var 2 - 0 tap gegn Fram á Laugardalsvelli. Guðjón Heiðar, Garðar Gunnlaugsdóttr og Mark Doninger fara út fyrir Jón vilhelm Ákason, Guðmund Böðvar Guðjónsson og Andra Adolphsson.

Selfoss spilaði síðast gegn Stjörnunni á heimavelli og tapaði 1 - 3. Hollendingurinn Bernard Brons sem kom til félagsins í vikunni kemur beint inn í byrjunarliðið í stað Stefáns Ragnars Guðlaugssonar sem er meiddur og þá kemur Abdoulaye Ndiaye kemur inn fyrir Viðar Örn Kjartansson.
1. mín
Leikurinn er hafinn. ÍA byrjar með boltann og settu hann strax aftur fyrir endamörk.
6. mín
Þó Skagamenn hafi byrjað betur fengu Selfyssingar besta færið til þessa. Jon Andre Royrane slapp einn í gegn eftir sendingu innfyrir vörn ÍA en Árni Snær markvörður náði að trufla hann og ekkert varð úr sókninni. Heimamenn vildu fá dæmda rangstö-ðu á Abdoulay Ndiaye sem var fyrir innan þegar sendingin kom en tók þó ekki boltann.
9. mín
Ismet Duracak markvörður Selfyssinga varði vel fast skot Jóns Vilhelms í teignum.
12. mín
Jóhannes Karl með fast skot frá vítateigshorninu sem Duracak kastaði sér á og varði í horn.
13. mín MARK!
Kári Ársælsson (ÍA)
Eftir hornspyrnuna fékk Einar Logi boltann fyrir utan vítateig og skaut að marki í Kára sem skallaði í markið. Skagamenn komnir yfir.
14. mín
Duracak markvörður Selfoss lá meiddur á vellinum. Gary Martin kom af miklum krafti upp völlinn og var kominn að því að setja boltann framhjá Duracak áður en Agnar Bragi náði að pota boltanum í horn. Í hamaganginum meiddist Duracak en er nú staðinn upp aftur.
16. mín
Arnar Már Guðjónsson skallar rétt yfir mark Selfyssinga eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls.
21. mín
Gary Martin lék á varnarmann og var kominn í fínt færi en rúllaði boltanum beint á Duracak. Illa farið með fínt færi.
33. mín
Gary Martin og Babacarr Sarr skullu saman og fá báðir aðhlynningu á vellinum eftir höfuðhögg. Þeir gengur svo báðir af velli og fá frekari aðhlynningu.
36. mín
Gary Martin kemur aftur inn á völlinn með miklar umbúðir á höfði.
37. mín
Inn:Ingólfur Þórarinsson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Babacarr Sarr gat ekki haldið leik áfram eftir höfuðhöggið og því kemur Ingólfur inn á miðjuna í hans stað.
40. mín
Inn:Aron Ýmir Pétursson (ÍA) Út:Einar Logi Einarsson (ÍA)
Einar Logi varð fyrir smá meiðslum fyrr í leiknum og þarf núna að fara af velli.
45. mín
Fimm mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn en núna er Gunnar Jarl dómari búinn að flauta til hálfleiks.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Engar skiptingar voru gerðar á liðunum.
49. mín
Jón Vilhelm tók aukaspyrnu á góðum stað rétt við vítateigshornið og setti boltann rétt framhjá marki Selfoss.
58. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Andri Adolphsson tók laglegan snúning rétt við vítateigslínuna og sendi inn fyrir vörn ÍA þar sem Arnar Már kom á ferðinni og afgreiddi boltann í markið.
59. mín
Gary Martin setti boltann rétt framhjá marki Selfoss. Hann hafði hirt boltann eftir að Andri féll í teignum.
65. mín
Inn:Joe Tillen (Selfoss) Út:Jon Andre Royrane (Selfoss)
65. mín
Inn:Tómas Leifsson (Selfoss) Út:Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
69. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA)
72. mín
Gary Martin skallaði boltann í þverslá og yfir eftir góða sendingu Jóns Vilhelms inn í teiginn.
77. mín
Jón Daði með fínan sprett, skaut að marki, Árni varði en Jón Daði fékk boltann aftur við endalínu og skallaði í hendurnar á Árna. Hinum megin á vellinum skaut Jóhannes Karl rétt framhjá strax í næstu sókn.
81. mín MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Gary Martin var kominn upp að endamörkum og sendi út í teiginn á Jón Vilhelm sem kom á ferðinni og skoraði með viðstöðulausu skoti í bláhornið á markinu. 3-0 fyrir Skagamenn sem eru á góðri leið með að vinna sinn fyrsta leik síðan í maí.
82. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
83. mín
Hallur Flosason, nýkominn inná, með gott skot að marki sem Duracak rétt náði að verja í horn.
86. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Gary Martin vann boltann eftir mikið upphlaup og var kominn nærri endamörkum, sendi aftur út í teiginn þar sem Arnar Már kom á ferðinni og skallaði í markið. Vel gert hjá Skagamönnum.
93. mín
Leiknum er lokið með 4-0 sigri ÍA. Frekari umfjöllun og viðtöl hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
Sindri Rúnarsson
4. Andy Pew (f)
5. Bernard Petrus Brons
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('37)
20. Sindri Pálmason

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
9. Joseph David Yoffe
10. Ingólfur Þórarinsson ('37)

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: