Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
AIK
1
1
FH
0-1 Atli Guðnason '40
Viktor Lundberg '56 1-1
19.07.2012  -  17:00
Råsunda Stadium
Forkeppni Evrópudeildarinnar - Fyrri leikur
Dómari: Wim Smet (Belgía)
Byrjunarlið:
27. Ivan Turina (m)
2. Niklas Backman
4. Nils-Eric Johansson
5. Robert Ahman-Persson
7. Helgi Valur Daníelsson
10. Celso Borges
11. Atakora Lalawéle ('72)
15. Robert Quaison ('82)
16. Martin Lorentzon
24. Daniel Gustavsson
28. Viktor Lundberg

Varamenn:
13. Kenny Stamatopoulos (m)
3. Per Karlsson
8. Daniel Tjernström
9. Martin Kayongo Mutumba ('72)
12. Christian Kouakou
19. Al Hassan Kamara ('82)
29. Gabriel Özkan

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
93. mín
Leik lokið - Verulega góð úrslit hjá FH-ingum! Seinni leikurinn verður í Kaplakrika eftir viku! Sjáumst þar!
92. mín
Mínúta eftir af uppbótartíma.
91. mín Gult spjald: Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
Kristján Atli Ragnarsson, FH-ingur:
Gunnlaugsson aka Bjarki Bergmann hefur verið lykill í þessum leik. Þulirnir fá ekki nóg af að dásama hann: 39 years old, amazing!
82. mín
Mlada Boleslav 3 - 0 Þór
1-0 Luká
82. mín
Inn:Al Hassan Kamara (AIK) Út:Robert Quaison (AIK)
81. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
78. mín Gult spjald: Danny Justin Thomas (FH)
75. mín
Inn:Ólafur Páll Snorrason (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
72. mín
Inn:Martin Kayongo Mutumba (AIK) Út:Atakora Lalawéle (AIK)
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður:
Engin ástæða fyrir FH til að múra of mikið. Þetta sænska lið er ekkert frábært.
64. mín
AIK í dauðafæri eftir að miðverður FH lentu á hvor öðrum. Sóknarmaður sænska liðsins ekki í jafnvægi og skot hans framhjá.
62. mín
Mjög góð sókn hjá FH. Björn Daníel með skot sem fór yfir markið.
56. mín MARK!
Viktor Lundberg (AIK)
AIK jafnar metin! Lundberg skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Dapur varnarleikur.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur - Vel gert hjá FH. AIK verið meira með boltann en Gunnleifur Gunnleifsson varið allt sem á markið hefur komið. FH-ingum gengið vel að halda mótherjum sínum í skefjum og þeir ekki fengið mörg alvöru færi.
Sigurður Mikael Jónsson, blaðamaður á DV:
Bjarki Gunnlaugsson: "Rólegir strákar mínir, I GOT THIS" - djöfull er hann glæsilegur á velli.
44. mín
Mlada Boleslav 2 - 0 Þór
Þórsarar lentir tveimur mörkum undir í Tékklandi. Magera með bæði mörkin fyrir þá sem þekkja til hans.
40. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Hann er pakkfullur af sjálfstrausti! Átti skot sem hafði lítillega viðkomu í varnarmanni og söng svo í netinu! Vel gert hjá þessum besta leikmanni Íslandsmótsins til þessa!
Kristján Atli Ragnarsson, FH-ingur:
Albert Brynjar dæmdur rangstæður ... eftir útspark hjá Gulla. Poor form, Albert, poor form.
35. mín
Mlada Boleslav 1 - 0 Þór
Tékkarnir komnir yfir. Hafa átt 12 marktilraunir gegn engri hjá Þór.
34. mín
Enn og aftur ver Gunnleifur! Að þessu sinni gott skot frá Viktori Lundberg.
28. mín
Gunnleifur verið helvíti flottur það sem af er leik. Varið vel og öruggur í öllum sínum aðgerðum.
24. mín
Enn markalaust hjá Þór í Tékklandi. Heimamenn átt sex marktilraunir gegn engri.
23. mín
Stórsókn hjá AIK! Hörkufæri en Gunnleifur varði frábærlega... eða Gúnlífson eins og hann er kallaður hjá lýsendum Eurosport.
20. mín
Leikvangurinn sem leikið er á er þjóðarleikvangur Svía. Léttur fróðleiksmoli fyrir þá sem ekki vissu.
Kristján Atli Ragnarsson, FH-ingur:
Atli Guðna er að spila með tonn af sjálfstrausti. Þulirnir á Eurosport hrósa honum. Tók þá 10 mínutur að sjá að hann væri aðalmaðurinn í FH.
16. mín
Aðeins að aukast pressan frá AIK. Gaman að sjá Heimi Guðjónsson í jakkafötum á hliðarlínunni, með blátt bindi.
12. mín
Hætta upp við mark FH en boltinn ekki á markið.
8. mín
Ágætis byrjun hjá FH í leiknum. Atli Guðnason með skot sem fór í varnarmann og þaðan í innkast.
5. mín
Fyrsta sókn FH í þessum leik. Danny Justin Thomas með fyrirgjöf en dómarinn dæmdi sóknarbrot.
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start:
Cool to see my old team live on Eurosport now! #FH #Hafnarfjordur
1. mín
Leikurinn er hafinn - Sólin skín í Svíþjóð og athyglisverður leikur framundan! FH byrjaði með boltann.
Fyrir leik
Helgi Valur er í byrjunarliði AIK.

,,Auðvitað er AIK sigurstranglegra enda sænskur fótbolti mun hærra skrifaður en sá íslenski. Við eigum samt möguleika´´ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali við sænska fjölmiðla í gær.
Fyrir leik
Byrjunarlið FH:
Gunnleifur
Guðjón Árni - Péturi - Guðmann - Danny Thomas
Hólmar Örn - Bjarki
Emil - Björn Daníel - Atli Guðna
Albert Brynjar
Fyrir leik
Byrjunarlið Þórs í Tékklandi: Srdjan Rajkovic (m), Andri Hjörvar Albertsson, Janez Vrenko, Atli Jens Albertsson, Ármann Pétur Ævarsson, Halldór Orri Hjaltason, Guiseppe P Funicello, Orri Freyr Hjaltalín, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson, Sigurður Marinó Kristjánsson.
Fyrir leik
Þetta er önnur umferð forkeppninnar. FH komst upp úr 1. umferðinni með með því að leggja Eschen/Mauren frá Liechtenstein að velli 3-1 samanlagt. Hafnarfjarðarliðið þarf að spila mun betur gegn AIK ef það ætlar sér lengra.
Fyrir leik
Með AIK leikur Íslendingurinn Helgi Valur Daníelsson en liðið er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Það er erfiður leikur framundan hjá FH en liðið verður mun varnarsinnaðra í þessum leik en maður sér í Pepsi-deildinni.

Seinni leikurinn verður í Kaplakrika eftir viku.
Fyrir leik
Freyr Bjarnason er meiddur og ekki með FH í þessum leik. Pétur Viðarsson spilar því í miðverði og Bjarki Gunnlaugsson er á miðjunni.
Fyrir leik
Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik AIK í Svíþjóð og FH í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17:00.

Við munum einnig fylgjast með gangi mála í leik FK Mlada Boleslav og Þórs sem einnig hefst klukkan 17:00 og flytjum fréttir ef skorað verður þar
Byrjunarlið:
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
8. Emil Pálsson ('75)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason ('81)
21. Guðmann Þórisson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('81)

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason

Gul spjöld:
Danny Justin Thomas ('78)
Hólmar Örn Rúnarsson ('91)

Rauð spjöld: