Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
0
1
FH
0-1 Hólmar Örn Rúnarsson '88
Jón Ragnar Jónsson '93
30.07.2012  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Frábærar aðstæður
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Áhorfendur: Engar áhorfendatölur uppgefnar
Maður leiksins: Gunnleifur Gunnleifsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Sam Tillen ('91)
Kristján Hauksson ('85)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson ('79)
Samuel Hewson ('69)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og FH.

Pétur Viðarsson og Guðmann Þórisson eru ekki með FH í kvöld vegna leikbanna og kemur Jón Ragnar Jónsson inn í byrjunarliðið. Líklegt er að Guðjón Árni Antoníusson sé því að fara að leika í miðverði.

Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson (m), Kristján Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Steven Lennon, Almarr Ormarsson, Samuel Hewson, Alan Lowing, Sveinbjörn Jónasson.

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Vignir Gunnleifsson (m), Guðjón Árni Antoníusson, Freyr Bjarnason, Danny Justin Thomas, Emil Pálsson, Björn Daníel Sverrisson, Atli Guðnason, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Albert Brynjar Ingason, Jón Ragnar Jónsson, Hólmar Örn Rúnarsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Framarar unnu góðan útisigur á Val í síðustu umferð en FH-ingar sátu hjá vegna Evrópuleikjanna við AIK.

Það verður gaman að sjá hvernig vörnin hjá FH mun bregðast við breytingunum.
Fyrir leik
Liðin hafa gengið inn á völlinn og Laugardalsvöllur lítur vel út að vanda. Vonandi verður þetta skemmtilegur leikur en bæði lið þurfa að sjálfsögðu á öllum stigunum að halda.
1. mín
Leikurinn ef hafinn og FH-ingar byrja með boltann. Eins og við var búist er Guðjón Árni í miðverðinum en stórsöngvarinn og sjarmatröllið Jón Jónsson er í hægri bakverði.
4. mín
Framarar eru nálægt því að prjóna sig í gegnum vörn FH-inga en þríhyrningaspil Sveinbjörns og Lennon gengur ekki alveg upp og Guðjón Árni stöðvar sóknina með góðum varnarleik.
5. mín
FH-ingar eru búnir að koma boltanum í netið en Albert Ingason er dæmdur brotlegur fyrir háskaleik. Björn Daníel skallaði þá boltann yfir Ögmund í markinu en Alan Lowing var mættur á línuna og ætlaði að skalla hann í burtu þegar Albert mætti með sólann á lofti. Réttilega dæmt af.
10. mín
Leikurinn fer fjörlega af stað en FH-ingar hafa verið ögn meira með boltann. Lennon var hinsvegar að skeiða upp hægri kantinn og var fyrirgjöf hans hársbreidd frá því rata á Sveinbjörn Jónasson.
16. mín
Guðjón Árni Antoníusson er hér í dauðafæri. Skýtur framhjá eftir darraðadans í vítateignum. En Ögmundur Kristinsson í marki Framara var í vandræðum með að hreinsa boltann í burtu og hann lenti fyrir fætur Guðjónar.
19. mín
Sveinbjörn Jónasson á hér hörku skot rétt yfir markið. Gunnleifur var að mínu mati full rólegur yfir skotinu og reyndi ekki við boltann sem fór aðeins hársbreidd yfir slána. Hinum megin á Hólmar Örn skot yfir markið. Mikið líf og fjör hér á Laugardalsvelli.
29. mín
Leikurinn hefur róast aðeins en það er gaman að sjá samvinnu Sveinbjörns og Lennon frammi. Þeir eru sífellt að reyna að spila boltanum sín á milli og eru þeir iðulega mjög nálægt því að komast í gegnum vörn FH.
31. mín
Framarar mjög nálægt því að skora. Lennon fékk háa sendingu inn fyrir vörn FH og ákvað að skalla boltann til hliðar á Sveinbjörn sem átti lakt skot framhjá.
35. mín
Framarar eru heldur betur að sækja í sig veðrið. Heimamenn eru að spila flottan fótbolta og Lennon er skyndilega nokkuð einn í vítateig FH-inga en skot hans framhjá.
Ómar Örn Ólafsson
Alveg eins og í fyrri leiknum þá eru FRAMarar betri aðilinn en nýta ekki færin. Endar 2-0 fyrir fh #fotbolti
40. mín
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson á laust skot að marki FH. Steven Lennon er búinn að vera rosalega góður í þessum leik og allar sóknir Framara fara í gegnum hann.
45. mín
Steven Lennon á góðan sprett upp vinstri kantinn og reynir að koma boltanum fyrir markið en Gunnleifur slæmir höndunum í boltann og hann fer í horn. Eftir hættulausa hornspyrnu flautar Valgeir Valgeirsson til hálfleiks.
45. mín
KR-ingar eru komnir yfir í Frostaskjólinu og FH má ekki við því að misstíga sig hér í kvöld. Þeir verða að girða sig í brók í síðari hálfleik ef þeir ætla að fá eitthvað úr þessum leik.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju. Ná Framarar að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik? Þeir byrja með boltann hér í síðari hálfleik
50. mín
Sveinbjörn Jónasson á hér ágætis fyrirgjöf af hægri kantinum en Steven Lennon rétt missir af boltanum.
53. mín
Björn Daníel Sverrisson á hörkuskot að marki Framara, mjög gott færi! Ögmundur ver glæsilega frá honum í horn.
54. mín Gult spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
Jón Jónsson fær hér að lýta gula spjaldið en hann stöðvaði skyndisókn Framara.
56. mín Gult spjald: Bjarki Gunnlaugsson (FH)
Bjarki Gunnlaugsson fær hér gult spjald fyrir nákvæmlega sömu sakir og Jón félagi hans í FH. Steven Lennon var við það að sleppa í gegn en Bjarki tók reynsluna á þetta og hékk aftan í honum.
58. mín
Framarar hafa fallið full aftarlega á völlinn að mínu viti og hyggjast beita skyndisóknum. Það gekk vel hjá heimamönnum í fyrri hálfleik að hafa boltann en þeir vilja fara þessa leið í þeim síðari, við sjáum hvað setur.
60. mín
VÁ! Jón Ragnar Jónsson sólar hérna alla vörn Fram uppúr skónum og átti bara Ögmund eftir en skaut framhjá úr dauða-dauðafæri! Þvílíkt klúður, en frábær sprettur samt sem áður.
62. mín
Það er bakvarðaþema hérna í Laugardalnum. Sam Tillen skeiðar upp völlinn á þvílíkum hraða og kemst inn í vítateig FH inga þar sem hann á ágætis skot sem Gunnleifur ver með prýði.
66. mín
Það bráðvantar mark í þennan leik til að hleypa smá fjöri í þetta. Ég vona að það komi sem allra fyrst.
67. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
Atli Viðar Björnsson kemur inn í stað Alberts. Albert hefur satt best að segja ekki gert mikið hér í kvöld.
69. mín Gult spjald: Samuel Hewson (Fram)
Sam Hewson fær gult spjald fyrir að trufla Gunnleif í útsparki.
70. mín
Atli Guðnason á hér hörkuskot að marki sem Ögmundur ver út í teig. Framarar ná þó að bægja hættunni frá.
73. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
FH-ingar gera sína aðra skiptingu.
75. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Út:Sveinbjörn Jónasson (Fram)
Mosfellingurinn Kristinn Ingi Halldórsson kemur hér inn og þá bætist heldur betur í hraðann fram á við hjá heimamönnum.
79. mín Gult spjald: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram)
Ásgeir Gunnar fær hér spjald fyrir að toga Bjarka Gunnlaugsson niður.
81. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) Út:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
85. mín Gult spjald: Kristján Hauksson (Fram)
Það er rosalega lítið að gerast hérna í Laugardalnum en FH-ingar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Framara.
88. mín MARK!
Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
Björn Daníel Sverrisson laumar boltanum inn fyrir vörn Fram á Atla Viðar Björnsson sem skýtur á markið, Ögmundur ver en Hólmar Örn Rúnarsson á ekki í vandræðum með að renna boltanum í autt markið.
89. mín
Það er svakaleg seigla í þessu FH-liði. Þetta er ekki sanngjörn forysta og spilamennska þeirra er ekki búin að vera spes.
91. mín Gult spjald: Sam Tillen (Fram)
Sam Tillen fær hér gula spjaldið fyrir að hanga í Birni Daníel. FH ingar taka boltann út í hornfána og ætla að reyna að sigla þessum þremur stigum heim.
93. mín Rautt spjald: Jón Ragnar Jónsson (FH)
Jón Ragnar Jónsson fær hér að líta sitt annað gula spjald eftir tæklingu á Steven Lennon. Hárréttur dómur og Steven Lennon er færður útaf á börum.
94. mín
Inn:Daði Guðmundsson (Fram) Út:Steven Lennon (Fram)
Framarar gera skiptingu.
94. mín
Framarar eru hér hársbreidd frá því að jafna metin en Gunnleifur ver meistaralega í tvígang!
Leik lokið!
Leik lokið. Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit en FH-ingar næla sér hér í mjög mikilvæg þrjú stig.
Byrjunarlið:
3. Guðjón Árni Antoníusson
8. Emil Pálsson ('73)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason ('67)
16. Jón Ragnar Jónsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
17. Atli Viðar Björnsson ('67)
18. Kristján Flóki Finnbogason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjarki Gunnlaugsson ('56)
Jón Ragnar Jónsson ('54)

Rauð spjöld:
Jón Ragnar Jónsson ('93)