Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
1
3
ÍBV
0-1 Tryggvi Guðmundsson '8 , víti
0-2 Tryggvi Guðmundsson '41
0-3 Ian Jeffs '74
Sigurður Egill Lárusson '91 1-3
29.08.2011  -  18:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Magnús Þórisson
Byrjunarlið:
Helgi Sigurðsson ('45)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('45)
21. Aron Elís Þrándarson
27. Tómas Guðmundsson

Varamenn:
9. Viktor Jónsson
24. Davíð Örn Atlason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og ÍBV. Eyjamenn eru í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR sem er í efsta sæti og á leik til góða að auki. Eyamenn mega ekki misstíga sig í kvöld.

Víkingar eru í skítamálum, sitja í neðsta sæti með níu stig og eru átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Það er að duga eða drepast fyrir þá í þessum leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þjálfari Víkings, Eyjamaðurinn Bjarnólfur Lárusson, tekur út leikbann í kvöld. Annar Eyjamaður stýrir Víkingum í fjarveru hans en það er Tómas Ingi Tómasson. Þá eru tveir leikmenn liðsins í banni, Hörður Sigurjón Bjarnason og Baldur Aðalsteinsson.

Allir eiga að vera heilir hjá ÍBV nema Denis Sytnik en óvíst er hvort hann geti spilað meira með liðinu í sumar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það styttist óðum í að leikurinn hefjist. Þangað til rúllar lagalisti Sigga Hlö í botni hér í Víkinni, ekki besti lagalisti sumarsins en hann verður að duga.
1. mín
Magnús Þórisson hefur flautað leikinn á. Víkingar sækja í átt að Kópavogi en ÍBV í átt að Víkingsheimilinu.
4. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er í átt að marki Víkinga. Sendingin var föst og hnitmiðuð en það vantaði eyjakoll til að reka smiðshöggið á.
7. mín
Víti! Tryggvi Guðmundsson fær hér vítaspyrnu. Tryggvi féll ansi létt til jarðar en dómarinn var viss í sinni sök.
8. mín Mark úr víti!
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Tryggvi tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Stúkan í Víkinni púar ansi hátt en Eyjamenn að vonum ánægðir.
10. mín
Eftir markið hafa ÍBV tekið flest völd á vellinum og virðast líklegri í sínum aðgerðum.
13. mín
Leikurinn hefur verið stopp í nokkurn tíma núna vegna höfuðmeiðsla sem Guðmundur Þórarinsson varð fyrir. Hann hlýtur nú aðhlynningu utan vallar.
15. mín
Guðmundur Þórarinsson er kominn aftur inn á völlinn og virðist við hestaheilsu.
17. mín
Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga, situr hér í stúkunni og er kominn langt upp á handabakið við að naga neglurnar.
20. mín
Víkingar sýna hér áhorfendum glæsilega takta þegar þeir spiluðu frá aftasta manni og allt til þess fremsta. Helgi Sigurðsson átti þá skalla að marki en hann var máttlaus. Afskaplega lagleg sókn Víkinga. Meira svona.
22. mín
Björgólfur Takefusa, sem hefur verið sprækur framan af, átti fast skot rétt framhjá marki ÍBV. Víkingar virðast aðeins vera að lifna við.
25. mín
Tryggvi Guðmundsson hefur nú skorað 124 mörk í efstu deild karla og vantar eingöngu tvö í viðbót til að jafna ótrúlegt met Inga Björns Albertssonar.
30. mín
Helgi Sigurðsson, gamla brýnið, var næstum búinn að jafna leikinn. Eftir aukaspyrnu utan af velli tók Helgi boltann á lofti en Albert Sævarsson varð vel.

Strax eftir hornspyrnuna geystust ÍBV upp völlinn en Þórarinn Ingi náði ekki að koma boltanum fyrir.
41. mín MARK!
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Eftir langa og þunga sókn ÍBV barst boltinn inn fyrir vörn Víkinga þar sem Tryggvi Guðmundsson var að sjálfsögðu mættur og lagði boltann framhjá Magnúsi Þormar.
45. mín
Hálfleikur í Víkinni.

Fjörlegum og skemmtilegum fyrri hálfleik lokið. Það er almennt skoðun þeirra sem hér sitja að Víkingar eigi tæpast skilið að vera tveimur mörkum undir. Hinum megin er Heimir Hallgrímsson eflaust hæstánægður með sína menn og þá helst Tryggva Guðmundsson sem á nú eingöngu eftir að skora eitt mark til að jafna markametið mikla.
45. mín
Inn:Walter Hjaltested (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
45. mín
Inn:Kristinn J. Magnússon (Víkingur R.) Út:Helgi Sigurðsson (Víkingur R.)
49. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og það með látum. ÍBV hafa í tvígang verið atgangsharðir upp við mark Víkinga en Magnús Þormar varði vel í bæði skiptin.
Brynjar Erluson
Ég hef trú á því að TG9 jafni metið í kvöld, en þurfi að bíða þangað til í næsta leik til þess að slá það. #þolinmæði #fotbolti
55. mín
ÍBV virðast ekki nógu sáttir með mörkin tvö. Þeir hafa skapað sér urmul færa í seinni hálfleik og Tryggvi Guðmundsson virðist ákveðinn í að slá metið.

Víkingar hafa átt nokkrar skemmtilegar og álitlegar sóknir en ná þó ekki að reka smiðshöggið á þær.
62. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
74. mín MARK!
Ian Jeffs (ÍBV)
Glæsilegt mark eftir frábæra sókn ÍBV. Boltinn barst frá vinstri kanti og á Tryggva Guðmundsson sem fleytti honum áfram með hælnum. Ian David Jeffs kom þar á siglingu og hamraði boltann í netið.
80. mín
ÍBV stjórna þessum leik algerlega. Þeir hafa splundrað vörn Víkinga aftur og aftur. Greinilegt að hungrið er til staðar í eyjum.
82. mín
Eyjamenn hafa átt fjölmargar hælspyrnur í leiknum, áhorfendum til mikillar gleði.
84. mín
Yngvi Borgþórsson á hér sitt fjórða skot í leiknum. Ekkert þeirra hefur farið á markið en hann virðist ákveðinn í að koma boltanum á markið.
87. mín
Það eru 921 áhorfendur á leiknum í kvöld.
89. mín Gult spjald: Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Fyrir peysutog.
91. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.)
Markið kom í raun upp úr engu. Sigurður skaut föstu skoti sem hafnaði í fjærhorninu. Laglega gert en væntanlega aðeins of seint í rassinn gripið.
93. mín
Leik lokið með afar sannfærandi sigri ÍBV.
Byrjunarlið:
25. Albert Sævarsson (m)

Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
5. Jón Ingason
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Guðmundur Þórarinsson ('89)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('62)

Rauð spjöld: