Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
2
1
Fjölnir
1-0 Jóhann Óli Þórbjörnsson '9 , sjálfsmark
1-1 Ásgeir Aron Ásgeirsson '17
Hallgrímur Mar Steingrímsson '37 2-1
10.08.2012  -  18:30
Akureyrarvöllur
1. deild
Aðstæður: Skýjað, sunnan 6m/s og 20°
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Maður leiksins: Sandor Matus
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
2. Gunnar Valur Gunnarsson
7. Bjarki Baldvinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('87)
11. Jóhann Helgason ('81)
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson
21. Kristján Freyr Óðinsson
23. Fannar Freyr Gíslason ('73)
27. Darren Lough

Varamenn:
3. Sigurjón Guðmundsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson ('73)
8. Brian Gilmour ('81)
28. Jakob Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Eggert Högni Sigmundsson

Gul spjöld:
Jóhann Helgason ('49)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu héðan af Akureyrarvelli þar sem heimamenn í KA taka á móti Fjölni.
Fyrir leik
Það er ekki neinn skortur á mikilvægi þeirra stiga sem eru í boði hér í dag. Fjölnismenn geta með sigri komið sér upp í efsta sætið en KA gæti komið sér upp að hlið nágranna sinn í Þór í 3-4. sæti með sigri sem þó eiga þá tvo leiki til góða.
Fyrir leik
Fjölnismenn hafa lítið verið í því að tapa leikjum þetta sumarið en það hefur aðeins gerst einu sinni en þá tapaði liðið 0-2 á heimavelli gegn Víking Ólafsvík þann 21. júlí. Fjölnismenn hafa aftur á móti verið afar duglegir að gera jafntefli eða sjö talsins úr 14 leikjum.
Fyrir leik
Bæði lið eiga það sameiginlegt að hafa unnið síðasta deildarleik sinn. Fjölnismenn lönduðu nokkuð öruggum 3-0 heimasigri á ÍR á meðan leikmenn KA gerðu góða hluti í Fossvoginum og unnu þar heimamenn í Víking 0-1.
Fyrir leik
Fannar Freyr Gíslason fer beint í byrjunarlið KA í sínum fyrsta heimaleik en hann kom sem lándsmaður frá ÍA. David Diztl sem er vanalega fremstur hjá KA er meiddur og ekki í hóp.
1. mín
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson hefur flautað leikinn á, heimamenn byrja að sækja með vind í bakið sem er nú samt ekki mikill.
2. mín
Hallgrímur Mar með fyrsta skot leiksins og það er bara nokkuð gott, innanfótar frá vítateigslínu, á nærstöngina en Steinar Örn varði vel í horn sem ekkert varð úr.
6. mín
Dauðafæri og aftur er Steinar Örn að standa sig! KA eru búnir að fá þrjár hornspyrnur í röð og sú síðasta endaði á sendingu fyrir sem rúllaði í gegnum allt áður en boltinn barst á Davíð Rúnar sem náði skoti á mark en Steinar Örn varði glæsilega. Heimamenn eru heldur betur hressir hér í upphafi
9. mín
KA eru komnir yfir... sjálfsmark eftir aukaspyrnu!
9. mín SJÁLFSMARK!
Jóhann Óli Þórbjörnsson (Fjölnir)
Gengur illa að fá staðfestingu á því hver það var sem kom boltanum yfir línuna í eigið mark en ég sá ekki betur en að boltinn hafi farið af Hauki og því skrái ég þetta á hann þangað til annað kemur í ljós. Darren Lough átti sendingu fyrir á fjærstöngina þar sem hann fór af Fjölnismanni og í netið. **uppfært** Jóhann Óli skoraði sjálfsmarkið.
12. mín
Fjölnismenn með glæsilega hraða sókn sem opnar vörn KA upp á gátt. Sóknin endar á því að Guðmundur Karl Guðmundsson á skot rétt fyrir innan vítateigslínu KA sem Sandor varði vel.
14. mín
Ekki hefur enn borist nein staðfesting á því hver skoraði þetta sjálfsmark, vallarþulurinn labbar hér meðfram hliðarlínu með míkrafón í hendi að reyna að komast að því hver átti loka sparkið.
17. mín MARK!
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Fjölnir)
Jóhann Óli kemst upp vinstri vænginn og á góða sendingu fyrir markið þar sem Ásgeir Aron Ásgeirsson fær allt það pláss sem hann vill til að skalla boltann í fjærhornið. Virkilega vel afgreiddur skallabolti en varnarleikurinn var ekki merkilegur.
17. mín
Verðskuldað jöfnunarmark hjá Fjölni sem vöknuðu heldur betur eftir að hafa fengið á sig mark, þetta er hress leikur!
21. mín
Árni Kristinn á góðum spretti hér upp hægri vænginn, nær boltanum fyrir þar sem Guðmundur Karl er við það að koma Fjölni yfir en hann skallar framhjá úr dauðafæri. Varnarmaður KA virtist ná að koma við boltann og það gæti hafa dugað til þess að bjarga þessu en Guðmundur var við markteigslínuna.
26. mín
Fjölnismenn halda áfram að stjórna leiknum og eru betra liðið.
28. mín
Bjarki Baldvinsson vippar boltanum yfir Hauk Lárusson í hraðri sókn en kemst ekki sjálfur framhjá honum. Halldór Breiðfjörð dæmir á Hauk alveg við vítateigslínuna, Hallgrímur Mar tekur spyrnuna en setur hana í vegginn.
34. mín
öhhhh... Fjölnismenn fá víti, ég veit ekki alveg á hvað samt. Bjarni Gunnarsson reyndi hjólhest með Darren Lough í bakinu og svo var flautað víti. Boltinn hefur líklegast farið í hendina á Darren.
35. mín
Illugi Þór Gunnarsson fyrirliði Fjölnis mætir á svæðið til að taka vítið... en Sandor ver!
37. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Vá! Halló! Þvílíkt mark! Hallgrímur nær boltanum á sínum vallarhelming og tekur svona líka sprett sem endar á því að hann fer nokkuð auðveldlega framhjá Hauk í vörn Fjölnis og bombar svo boltanum á markið og í netið! Skotið virtist vera á leið yfir en svo datt boltinn bara hreinlega niður og undir slánna.
38. mín
Það má jafnvel setja spurningamerki við Steinar Örn í marki Fjölnis í þessu marki en samt... boltinn var algjörlega út um allt í loftinu. Þetta hefur líklegast verið eins og að reyna að slá flugu
45. mín
Hafliði Breiðfjörð hefur flautað til hálfleiks hér á Akureyrarvelli, þetta er hálfleikur sem hefði alveg mátt vera lengri enda alveg hressilega skemmtilegur. Þrjú mörk, klúðrað víti og allt að gerast. Vonumst eftir sambærilegum seinni hálfleik
46. mín
Það er komið að því, seinni hálfleikurinn er byrjaður.
47. mín
Það er komin staðfesting á þessu sjálfsmarki, það var Jóhann Óli Þorbjörnsson sem skoraði það en ekki Haukur, það er komið á hreint.
49. mín Gult spjald: Jóhann Helgason (KA)
55. mín
Þessi seinni hálfleikur er til að byrja með allavega nokkuð rólegri en sá fyrri. Liðin skiptast á að hafa boltann en án þess að skapa sér færi.
60. mín Gult spjald: Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
61. mín
Inn:Aron Sigurðarson (Fjölnir) Út:Jóhann Óli Þórbjörnsson (Fjölnir)
69. mín
Fjölnismenn eru aftur byrjaðir að stjórna leiknum og halda boltanum vel. KA menn eru aftarlega og þéttir fyrir
70. mín
Inn:Marinó Þór Jakobsson (Fjölnir) Út:Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
73. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (KA) Út:Fannar Freyr Gíslason (KA)
75. mín Gult spjald: Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir)
Árni Kristinn með mjög svo vafasama tæklingu hér á Bjarka Baldvinsson sem liggur eftir. Árni var allt of seinn og fékk verðskuldað gult spjald fyrir.
76. mín
Inn:Davíð Þór Rúnarsson (Fjölnir) Út:Árni Kristinn Gunnarsson (Fjölnir)
77. mín
Þetta voru lagleg tilþrif! Viðar Ari Jónsson með hjólhestaspyrnu úr teignum sem endar í þverslá KA, Sandor mætir svo á svæðið og hendir sér á boltann í teignum. Það munaði ekki miklu að þetta hefði verið mark til að muna eftir.
81. mín
Inn:Brian Gilmour (KA) Út:Jóhann Helgason (KA)
87. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
88. mín
Leikurinn hefur svo gott sem alfarið farið fram á vallarhelmingi KA undanfarnar mínútur
90. mín
Þá er það lokaspretturinn, dómarinn hefur bætt við 3 mínútum. Eini Fjölnismaðurinn fyrir aftan miðju er markmaðurinn.
90. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu, núna er ekki neinn Fjölnismaður fyrir aftan miðju þar sem Steinar Örn fer líka fram.
90. mín
Sandor með rooosalega markvörslu! Fjölnismenn eiga skalla að marki eftir hornspyrnu sem virðist vera á leið í netið en þá kemur Sandor á flugi og ver glæsilega, þvílík varsla!
Leik lokið!
Heimamenn ná að landa sigrinum eftir alveg magnaðar lokamínútur
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Bjarni Gunnarsson ('70)
15. Haukur Lárusson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
10. Aron Sigurðarson ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Árni Kristinn Gunnarsson ('75)
Bjarni Gunnarsson ('60)

Rauð spjöld: