Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Stjarnan
3
4
Grindavík
Garðar Jóhannsson '10 1-0
Mark Doninger '47 2-0
2-1 Iain James Williamson '51
Tryggvi Sveinn Bjarnason '59 , sjálfsmark 2-2
2-3 Pape Mamadou Faye '77
2-4 Tomi Ameobi '82
Halldór Orri Björnsson '87 3-4
12.08.2012  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Rok fyrri hluta leiks
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Maður leiksins: Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
27. Garðar Jóhannsson ('78)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Ellert Hreinsson ('20)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Pepsi-deild karla sem hefst 19:15 á Stjörnuvelli. Liðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Alexander Scholz er í leikbanni í dag en hann hefur verið frábær í liði Stjörnunnar í sumar. Ólafur Örn Bjarnason er ekki með Grindvíkingum vegna meiðsla og munar um minna.
Fyrir leik
Tryggvi Sveinn Bjarnason kemur inn í liðið fyrir Scholz. Þá kemur Atli Jóhannsson aftur inn í liðið fyrir Hörð Árnason sem er meiddur.
Fyrir leik
Björn Berg Bryde tekur stöðu Ólafs Arnar í vörn Grindavíkur. Þá koma Pape Mamadou Faye og Hafþór Ægir Vilhjálmsson inn í liðið fyrir Magnús Björgvinsson og Scott Ramsay. Pape og Hafþór vilja báðir meina að þeir hafi skorað annað mark Grindavíkur í 2-2 jafnteflinu gegn Fram í síðasta leik.
Fyrir leik
Halldór Orri Björnsson og Jóhann Laxdal eru báðir einu gulu spjaldi frá leikbanni. Ef þeir fá spjald í dag munu þeir missa af bikarúrslitaleiknum gegn KR um næstu helgi.
Fyrir leik
Það er talsverður vindur í Garðabæ í dag og hann gæti átt eftir að hafa áhrif á leikinn.
Fyrir leik
Maggi vallarþulur Stjörnunnar er í fríi í dag og óhætt er að segja að hans sé sárt saknað.

Stemningin er annars góð í Garðabæ, kveikt er á grillinu þar sem 4. flokkur kvenna hjá Stjörnunni selur hamborgara til fjáröflunar.
Fyrir leik
Filippeyski landsliðsmaðurinn Ray Anthony Jónsson er fyrirliði Grindvíkinga í dag í fjarveru Ólafs Arnar.
Fyrir leik
Örvar Sær hefur flautað til leiks. Fyrir leik köstuðu leikmenn boltum upp í stúku.
Fyrir leik
Tryggvi Sveinn og Daníel Laxdal leika í hjarta varnarinnar en Baldvin Sturluson fer upp á miðjuna.
1. mín
Kennie Chopart er í stöðu vinstri bakvarðar hjá Stjörnunni í dag. Chopart hefur verið öflugur í sóknarleik Stjörnunnar í sumar en er núna mættur í bakvörðinn!

Hörður Árnason meiddist gegn Keflavík og Bjarni Jóhannsson hefur ákveðið að prófa Chopart í bakverðinum. Ellert Hreinsson er á vinstri kantinum og Halldór Orri á þeim hægri.
4. mín
Grindvíkingar spila 4-4-2 með Tomi Ameobi og Pape Mamadou Faye fremsta. Ray Anthony og Hafþór Ægir eru síðan á köntunum.
7. mín Gult spjald: Alexander Magnússon (Grindavík)
Örvar Sær lyftir fyrsta spjaldi kvöldsins. Alexander Magnússon fer í bókina fyrir brot á Daníeli Laxdal. Þetta er sjöunda gula spjald Alexanders í sumar sem þýðir að hann verður í leikbanni í leiknum mikilvæga gegn Selfyssingum í næstu umferð.
9. mín
Stjörnumenn hafa vindinn í bakið og eru líklegri á upphafsmínútunum.
10. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stjörnumenn komast yfir! Kennie Chopart hefur betur í baráttu við Ray Anthony Jónsson úti vinstra megin og sendir fyrir á Garðar Jóhannsson sem skallar í netið af stuttu færi. Spurning hvort Óskar hefði átt að fara út í fyrirgjöfina en skallinn var góður hjá Garðari.
12. mín
Stjörnumenn nálægt því að bæta við öðru marki en Óskar Pétursson ver vel eftir skot frá Mark Doninger af stuttu færi. Stjörnumenn fá hornspyrnu í kjölfarið sem Atli Jóhannsson tekur og spyrna hans fer í slána og aftur fyrir endamörk.
15. mín
Ellert Hreinsson fær ágætis skallafæri en boltinn fer yfir markið.
19. mín
Hafþór Ægir á fyrirgjöf sem endar í fanginu á Ingvari. ,,Hvað ertu að gera maður?" öskrar ósáttur stuðningsmaður Grindvíkinga.
20. mín Gult spjald: Ellert Hreinsson (Stjarnan)
29. mín
Garðar skýtur framhjá úr dauðafæri!!! Halldór Björnsson á fasta fyrirgjöf eða skot og Garðar á bara eftir að stýra boltanum í netið fyrir opnu marki af markteig. Honum bregst hins vegar bogalistin og boltinn fer framhjá.
41. mín
Grindvíkingar nálægt því að jafna. Ray Anthony Jónsson á skot frá vítateigslínu en boltinn fer rétt framhjá. Langbesta tilraun gestanna í leiknum hingað til.
45. mín Gult spjald: Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Pape Mamadou Faye fær að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Kennie Chopart. Pape missti boltann of langt frá sér, Kennie náði honum og Pape hljóp á Kennie. Báðir leikmennirnir lágu meiddir eftir en þeir geta báðir haldið leik áfram.
45. mín
Gula spjaldið hjá Pape er hans fjórða í sumar og hann verður því einnig í banni gegn Selfyssingum um næstu helgi líkt og Alexander.
45. mín
Búið er að flauta til leikhlés í Garðabænum og heimamenn leiða verðskuldað. Grindvíkingar hafa lítið ógnað marki ef frá er talið skot sem Ray Anthony átti undir lok síðari hálfleiks. Selfyssingar eru að vinna Fram og Grindvíkingar verða því fjórum stigum á eftir næsta liði ef þeir snúa ekki taflinu við í síðari hálfleiknum.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
47. mín MARK!
Mark Doninger (Stjarnan)
Doninger heldur áfram að raða inn mörkum í bláu treyjunni. Boltinn fellur fyrir hann í vítateigsboganum eftir sókn Stjörnunnar og Doninger þakkar fyrir sig með því að skora með fínu skoti niður í vinstra hornið. Fimm mörk í fjórum leikjum með Stjörnunni hjá Doninger!
49. mín
Garðar Jóhannsson á hörkuskot úr aukaspyrnu en boltinn fer í varnarmann og rétt framhjá. Það er afar fátt sem bendir til annars en að Stjörnumenn vinni þennan leik.
51. mín MARK!
Iain James Williamson (Grindavík)
Ég dreg fyrri orð mín til baka, Grindvíkingar minnka muninn og eru ennþá inni í leiknum. Eftir fyrirgjöf ver Ingvar Jónsson frá Tomi Ameobi. Í kjölfarið er mikið klafs í teignum sem endar á því að Ian James Williamson skorar af stuttu færi. Game on!
55. mín
Það er heldur betur að lifna yfir Grindvíkingum. Eftir aukaspyrnu ver Ingvar glæsilega frá Hafþóri Ægi og Stjörnumenn bjarga síðan á síðustu stundu.
59. mín SJÁLFSMARK!
Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Þvílíkur viðsnúningur á tíu mínútum. Pape Mamadou Faye á góðan sprett inn í teiginn hægra megin og hann á síðan fasta fyrirgjöf sem Tryggvi Sveinn tæklar í netið. Allt annað að sjá Grindvíkinga eftir að þeir fengu annað markið á sig. Við erum með alvöru leik hérna í Garðabænum!
66. mín
Daníel Laxdal er að fá sendingu inn fyrir vörn Grindvíkinga þegar hann fellur í kapphlaupi við Björn Berg Bryde. Örvar Sær horfir á Áskel Þór Gíslason aðstoðardómara sem er 30 metra frá atvikinu og dæmir síðan ekkert. Stjörnumenn eru afar ósáttir en Örvar hlustar ekki á það.
68. mín
Inn:Loic Ondo (Grindavík) Út:Björn Berg Bryde (Grindavík)
69. mín
Pape Mamadou Faye fær fínt færi en skot hans fer framhjá markinu.
75. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík) Út:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík)
77. mín MARK!
Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Alex Freyr átti frábæra sendingu innfyrir á Pape sem skoraði af öryggi.
Hafliði Breiðfjörð
78. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
82. mín MARK!
Tomi Ameobi (Grindavík)
Ray átti fyrirgjöf frá hægri, Alex Freyr skallaði á Tomi sem skoraði sláin inn af stuttu færi.
Hafliði Breiðfjörð
84. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
87. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Halldór Orri skoraði beint úr aukaspyrnu. Þvílík markaveisla í Garðabænum.
Hafliði Breiðfjörð
87. mín
Tomi Ameobi nálægt því að koma Grindvíkingum aftur í 2-0 en skot hans með hælnum fer rétt framhjá.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með ótrúlegum 4-3 sigri Grindvíkinga sem tóku heldur betur við sér eftir að hafa lent 2-0 undir í byrjun síðari hálfleiks. Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
3. Marko Valdimar Stefánsson
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('75)
11. Tomi Ameobi
24. Björn Berg Bryde ('68)
25. Alexander Magnússon

Varamenn:
3. Daníel Leó Grétarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('75)
10. Scott Ramsay
17. Magnús Björgvinsson

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('84)
Pape Mamadou Faye ('45)
Alexander Magnússon ('7)

Rauð spjöld: