Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
0
4
Selfoss
0-1 Jón Daði Böðvarsson '20
0-2 Jon Andre Royrane '30
0-3 Tómas Leifsson '48
0-4 Joseph David Yoffe '86
20.08.2012  -  18:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábærar, völlurinn blautur og nánast logn í Grindavík.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson.
Áhorfendur: 439.
Maður leiksins: Jón Daði Böðvarsson.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Matthías Örn Friðriksson ('59)
11. Tomi Ameobi
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde ('59)

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
3. Daníel Leó Grétarsson
10. Scott Ramsay ('59)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson ('59)

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson

Gul spjöld:
Ray Anthony Jónsson ('19)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið margblessuð! Hér verður bein textalýsing frá botnslagnum í Grindavík. Tvö neðstu lið deildarinnar mætast, Grindavík og Selfoss. Flautað verður til leiks klukkan 18:00.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Grindavík er í neðsta sæti með 10 stig en Selfoss hefur 11 stig. Framarar eru sæti ofar með 13 stig en þeir mæta Breiðabliki í leik sem hefst 19:15 í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dofri Snorrason og Ólafur Karl Finsen eru báðir meðal varamanna hjá Selfossi. Loic Ondo er í byrjunarliði Grindvíkinga

Grindvíkingarnir Marko Valdimar Stefánsson, Alexander Magnússon og Pape Mamadou Faye taka allir út leikbann í leiknum í kvöld.

Fyrirliði Selfyssinga, Stefán Ragnar Guðlaugsson, verður einnig fjarri góðu gamni í leiknum en hann er líka í banni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ég hvet fólk endilega til að taka við sér á Twitter og endilega tagga mig, @antonleifs. Þeir sem telja sig vita hvernig leikurinn fer mega endilega henda því inn. Veglegir vinningar í boði.
Fyrir leik
Menn eru byrjaðir að spá og hérna má sjá spár tveggja spámanna, en þeir hentu á mig línu á twitter, @antonleifs:

Garðar Ingi Leifsson:
1-2! Herra Selfoss, Tómas Leifsson með tvennu og Ungfrú Grindavík, Björn Berg skorar eina mark heimamanna!

Gunnlaugur Arnar Ingason:
3-2 fyrir Selfoss. Meistari Logi fer ekki ad tapa tessum leik, Hafþór Þrastar setur ævintýrlega trennu, hjá Grindavík skorar Björn Bryde og Ondo.
Fyrir leik
Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur, kemur einnig aftur inn í liðið en hann var meiddur í síðasta leik.

Pape Faye sem átti stórleik í síðasta leik fær hér verðlaun fyrir leik frá Stöð 2 Sport, en líklega er verið að heiðra Pape sem mann umferðarinnar, til lukku með það! Kveðja, Fótbolti.net.
Fyrir leik
Menn halda áfram að spá og eru þeir sem hafa tíst á mig, margir hverjir hrikalega ánægðir með Hafþór Þrastarson! Hér kemur einn enn.

Axel Guðmundsson, umboðsmaður:
Það er ljóst að Hafþór mun eiga stóran þátt í sigri Selfoss í kvöld. Hann mun skora með arnarskoti frá miðju. 0-2 fyrir Selfoss.

Íris Eir Ægisdóttir, leikmaður kvennaliðs Grindavíkur:
Mín spá er 2-2. Tomi Ameobi með 2.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn eftir dómara leiksins, Guðmundi Ársæli. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Hræðilega fáir mættir í stúkuna. Leikur upp á líf og dauða og nánast enginn í stúkunni!
1. mín
Leikurinn er hafinn.
2. mín
Fyrsta marktilraunin kominn. Eftir fína sókn átti Magnús Björgvinsson skot á markið, en það var arfaslakt.
3. mín
Tomi í ágætis færi, en skallar boltann yfir. Grindvíkingar virka frískir hérna í byrjun.
7. mín
Hafþór Þrastar ætlaði að leggja boltann til baka, en missti boltann of langt frá sér og Magnús Björgvinsson komst inn í. Hann vippaði boltanum yfir Ismet en boltinn rétt framhjá!
14. mín
Afar lítið að gerast hérna í Grindavík þessa stundina, en Selfyssingar að sækja í sig veðrið.
19. mín Gult spjald: Ray Anthony Jónsson (Grindavík)
Fyrsta gula spjald leiksins, fyrir afar litlar sakir.
20. mín MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Þvílíkt mark. Eftir klafs í teignum dettur boltinn fyrir Jón Daða sem klínir boltanum í fjærhornið!
23. mín
Selfyssingar hafa hingað til verið sterkur í föstum leikatriðum og eiga Grindvíkingar í smá basli með þetta. Nú rétt í þessu vildi Selfoss fá víti eftir fast leikatriði, en Guðmundur Ársæll dæmdi ekkert.
28. mín Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Aftur veifar Guðmundur Ársæll gulu spjaldi á sáralítið brot.
30. mín MARK!
Jon Andre Royrane (Selfoss)
2-0. Gott skot sem endar í horninu framhjá Óskari í markinu. Set spurningamerki við hann þangað til maður sér þetta í sjónvarpinu.

Afsakið hvað ég er seinn að láta þetta inn, en vegna tæknilegra örðugleika var það ekki hægt.
40. mín
Selfyssingar eru líklegri til að bæta við þriðju markinu heldur en Grindavík að minnka muninn. Stórfurðulegt allt hérna í Grindavík.
45. mín
Kominn hálfleikur hér á Selfossi. Grindvíkingar byrjuðu betur, en eftir það tóku Selfyssingar öll völd og hafa skorað tvö mörk. Við tökum okkur stutt hlé og komum aftur eftir rúmar fimmtán mínútur.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
48. mín MARK!
Tómas Leifsson (Selfoss)
Tómas Leifsson!! Þvílíkt mark! Uppaldi FH-ingurinn fékk boltann út í teiginn frá Jóni Daða og hamraði boltanum í slánna og inn. Frábært mark.
52. mín
Magnús Björgvinsson með góðan skalla sem Ismet ver meistaralega í horn. Ekkert verður úr horninu.
56. mín
Agalega lítið að gerast hérna í Grindavík. Selfyssingar með tögl og haldir.

Hér í dag eru 439 á vellinum sem er arfaslök mæting meðað við botnbaráttuslag sem er liðunum gífurlega mikilvægur.
59. mín
Inn:Scott Ramsay (Grindavík) Út:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
59. mín
Inn:Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) Út:Björn Berg Bryde (Grindavík)
62. mín
Guðjón Þórðarson gerði rétt í þessu tvöfalda breytingu, en tveir örfættir komu inná. Annar öskufljótur, Hafþór Ægir, og hinn með frábæran skot- og sendingarfót, Scott Ramsay. Sjáum hvað þeir gera fyrir leikinn.
67. mín
Tómas Leifsson með frábæran einleik, sólar nokkra Grindvíkinga og þrumar boltanum að markinu en Óskar er vel á verði.
72. mín
Frábær sókn hjá Selfossi, spila upp allan völlinn, Viðar Örn með hörkuskot, en boltinn rétt framhjá.
73. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Selfoss) Út:Tómas Leifsson (Selfoss)
Virkilega flottur leikur hjá Tómasi.
83. mín
Inn:Bjarki Már Benediktsson (Selfoss) Út:Jon Andre Royrane (Selfoss)
Royrane bað um skiptingu og fær hana. Dofri kemur inná.
84. mín
Fyrir þá sem héldu að ég væri dauður, svo er ekki. Leikurinn hefur verið arfadapur hér síðustu mínútur, lítið sem ekkert í gangi.
86. mín
Víti! Viðar Örn fær boltann inn í teiginn, leikur á Ólaf Örn og fær víti! Klaufalegt hjá Ólafi Erni.
86. mín MARK!
Joseph David Yoffe (Selfoss)
Viðar fer sjálfur á punktinn og lætur Óskar verja frá sér. Tekur hins vegar frákastið og skorar. 0-4.
87. mín
Inn:Andri Már Hermannsson (Selfoss) Út:Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Frábær leikur hjá pilti.
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
5. Bernard Petrus Brons
8. Ingvi Rafn Óskarsson
9. Joseph David Yoffe
13. Bjarki Aðalsteinsson
19. Luka Jagacic
20. Sindri Pálmason

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
3. Bjarki Már Benediktsson ('83)
10. Ingólfur Þórarinsson
22. Andri Már Hermannsson ('87)

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson

Gul spjöld:
Ingvi Rafn Óskarsson ('28)

Rauð spjöld: