Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
2
Fylkir
Jónas Þór Næs '5 , sjálfsmark 0-1
0-2 Elís Rafn Björnsson '24
Rúnar Már Sigurjónsson '52 1-2
20.08.2012  -  18:00
Vodafonevöllurinn
Pepsídeildin
Aðstæður: Fínar, heitt í veðri en smá skúrir
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 893
Maður leiksins: Elís Rafn Björnsson
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson ('80)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
23. Andri Fannar Stefánsson ('63)

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nesta Matarr Jobe ('82)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
Jónas Þór Næs ('41)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Vals og Fylkis í Pepsí deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst eftir klukkutíma eða klukkan 18:00. Þangað til mun vera hér létt upphitun fyrir leikinn. Ég vil nú hvetja alla til að drífa sig á völlinn, það er flott veður, vel heitt í veðri og smá skúrir. Allar aðstæður bjóða upp á fínan knattspyrnuleik. Minni síðan þá sem eru á twitter að nota hashtaggið #fotbolti ef þið eruð að tísta um leikinn og þá er aldrei að vita að færslurnar rati inn í lýsinguna.
Fyrir leik
Vallarþulurinn og tónlistarstjórinn er alveg með þetta. Nú hljómar lagið Empire state of mind með meistara Jay-Z og Alicia Keys
Fyrir leik
Valsmenn gera eina breytingu frá síðasta leik sem þeir áttu en sá leikur var gegn nýkrýndum bikarmeisturum KR, en Valsmenn unnu þann leik 2 - 3 í frostaskjólinu. Haukur Páll Sigurðsson fékk tvö gul spjöld í þeim leik og er því í banni í kvöld. Andri Fannar Stefánsson tekur sæti hans í liðinu.
Fyrir leik
Fylkismenn gera þrjár breytingar frá stórtapinu gegn ÍBV í síðasta leik, en sá leikur fór 0 - 4. Ásgeir Börkur Ásgeirsson er ekki í hóp en hann er í banni. Andri Þór Jónsson er heldur ekki í hóp en hann er líka í banni. Jóhann Þórhallsson vermir aftur á móti tréverkið í þessum leik. Í þeirra stað koma þeir Finnur Ólafsson og Tómas Joð Þorsteinsson og Kristján Valdimarsson
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld skiptir bæði liðin gríðarmiklu máli. Með sigri í kvöld eru þau að blanda sér í baráttuna um evrópusæti en með tapi er enn hætta á fallbaráttu þótt enn sé nokkuð langt í liðin fyrir neðan þau.

Valsmenn geta með sigri í kvöld ef önnur úrslit verða þeim hagstæð komist í 4. sætið en Fylkismenn með sigri geta komist í 5.sætið ef önnur úrslit verða þeim í hag.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar endaði með 3 - 1 sigri Fylkismanna. Árni Freyr Guðnason skoraði 2 markana og Davíð Þór Ásbjörnsson 1. Mark Valsmanna í þeim leik skoraði Matthias Guðmundsson
Fyrir leik
Það eru fjórar mínútur í að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins flauti til leiks. Honum til aðstoðar í kvöld eru þeir Smári Stefánsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Vonandi að þetta verði frábær og ekkert annað en FRÁBÆR skemmtun. Minni á þá sem tísta að tísta með hashtaggið #fotbolti ef verið er að tísta um þennan leik.
2. mín
Kolbeinn Kárason lék snyrtilega á varnarmenn Fylkis og náði fínu skoti en Bjarni Þórður varði í horn.
5. mín SJÁLFSMARK!
Jónas Þór Næs (Valur)
Davíð Þór Ásbjörnsson byrjaði þessa flottu sókn Fylkismanna, sendi boltann á Björgólf sem skaut boltanum í stöng/slánna og þaðan fór boltinn í fæturnar á Jónasi Tór Næs og inn í markið. Þvílíkur klaufaskapur hjá Jónasi. Þessi leikur byrjar fjörlega!
11. mín
Kristján Valdimarsson liggur eftir og það er strax beðið um börur og hann er borinn útaf. Það sá enginn almennilega hvað gerðist og hann þarf að yfirgefa völlinn.
12. mín
Inn:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) Út:Kristján Valdimarsson (Fylkir)
Magnús Sigurbjörnsson @sigurbjornsson

Takefusa skorar fyrsta markið sitt en nei það er sjálfsmark. #fotbolti
16. mín
Kristján er borinn hér á börum inn í aðstöðu Valsmann og er með miklar umbúðir um hægra hnéð.
23. mín
Nú ekki mikið um að vera í þessum leik eftir frábærar fyrstu fimm mínútur leiksins.
24. mín MARK!
Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Ingimundur Níels Óskarsson átti frábæra fyrirgjöf fyrir mark Vals, þar var Elís Rafn réttur maður á réttum stað og setti boltann snyrtilega í markið.
26. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
Magnús fékk gult spjald eftir brot. Menn í stúkunni kölluðu eftir öðrum lit á kortið en Vilhjálmur dómari var ekki á því.
41. mín Gult spjald: Jónas Þór Næs (Valur)
Jónas Tór Næs fær gult spjald fyrir brot.
43. mín
Fylkismenn eru búnir að vera miklu mun betri í þessum fyrri hálfleik og Kristján þjálfari Vals hlýtur að segja nokkur vel valin orð við sína menn inn í klefa.
45. mín
Það er kominn hálfleikur á Vodafonevellinum. Leikurinn fór þrjár mínútur fram yfir sökum meiðsla Kristjáns Valdimarssonar. Fylkismenn eru búnir að yfirspila Valsmenn í þessum hálfleik og verðskulda forystuna.
Ingólfur Sigurðsson @ingolfursig

Getur einhver sagt mér hvað er að gerast á Hlíðarenda? #fotbolti
Árni Freyr Helgason @arnifreyr8

Ætli Kristján Guðmundsson fái að klára tímabilið með Val? #fotbolti
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Spurning hvað Kristján hafi sagt við sína menn inn í klefa og hvort að það breyti einhverju í þeirra leik.
50. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Markaskorarinn Elís Rafn fær gult spjald nokkrum mínútum eftir að atvikið átti sér stað því að Vilhjálmur beitti hagnaðarreglunni. Elís hélt Kristni Frey efir og fyrir það fékk hann spjald.
52. mín MARK!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
ÞVÍLIKT MARK!!!!! Rúnar Már tók aukaspyrnu af 25 metra færi næstum því beint í samúel, algjörlega óverjandi fyrir Bjarna Þórð í markinu. Nú er þetta leikur!
55. mín
Björgólfur lá hér eftir í teig Valsmanna eftir að hafa orðið fyrir bakhrindingu. Hann gekk samt útaf og virðist á leið aftur inná. En hann tók einmitt við fyrirliðabandinu af Kristjáni.
59. mín
Kolbeinn Kárason með flottan skalla sem Bjarni varði. Í kjölfarið smullu leikmaður Vals og Fylkis saman og liggja báðir hér eftir.
60. mín
Jónas Tór Næs og David Elebert smullu saman og lágu báðir óvígir eftir í smástund en eru báðir staðnir á fætur og gera sig líklega í að halda áfram.
63. mín
Inn:Guðmundur Þór Júlíusson (Valur) Út:Andri Fannar Stefánsson (Valur)
63. mín
Valsmenn hafa komið mun ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og eru skeinuhættari. Fylkismenn hafa aftur á móti dottið mjög aftarlega á völlinni og gefa þar með Valsmönnum tækifæri á að jafna leikinn. Kæmi ekki á óvart ef það kæmi jöfnunarmark innan skamms.
68. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
73. mín
Inn:Árni Freyr Guðnason (Fylkir) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Fylkir)
76. mín
Kolbeinn Kárason í dauða færi eftir flotta sendingu frá Kristni Frey en Kolbeinn fór illa að ráði sínu og setti boltann framhjá þegar hann þurfti bara að pota honum í markið.
80. mín
Inn:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur) Út:Matthías Guðmundsson (Valur)
82. mín Gult spjald: Nesta Matarr Jobe (Valur)
84. mín
Inn:Jóhann Þórhallsson (Fylkir) Út:Björgólfur Takefusa (Fylkir)
84. mín
Inn:Úlfar Hrafn Pálsson (Valur) Út:Nesta Matarr Jobe (Valur)
87. mín
Atli Þórarinsson með þrusu skalla rétt yfir markið eftir hornspyrnu.
90. mín
Jóhann Þórhallsson með flott skot að marki Vals rétt framhjá.
94. mín
Leiknum er lokið með sigri Fylkismanna. Umfjöllun og viðtöl koma á síðuna innan skamms. Síðustu sóknina áttu þrír Fylkismenn á móti tveim varnarmönnum Vals en fóru illa að ráði sínu, en það skipti ekki máli því sigurinn er þeirra.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson ('12)
4. Finnur Ólafsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
2. Ásgeir Eyþórsson ('12)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Elís Rafn Björnsson ('50)
Magnús Þórir Matthíasson ('26)

Rauð spjöld: