Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
1
3
KR
0-1 Baldur Sigurðsson '18
0-2 Baldur Sigurðsson '40
0-3 Gary Martin '66
Guðmann Þórisson '73
Hólmar Örn Rúnarsson '88 1-3
23.08.2012  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Rigning og blautur völlur
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 2.361
Maður leiksins: Baldur Sigurðsson (KR)
Byrjunarlið:
3. Guðjón Árni Antoníusson
8. Emil Pálsson ('55)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason ('78)
21. Guðmann Þórisson
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
13. Kristján Gauti Emilsson ('55)
16. Jón Ragnar Jónsson ('78)
18. Kristján Flóki Finnbogason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Freyr Bjarnason ('30)
Bjarki Gunnlaugsson ('3)

Rauð spjöld:
Guðmann Þórisson ('73)
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá STÓRLEIK FH og KR í Pepsi-deildinni. Tvö efstu lið deildarinnar mætast og þarf KR nauðsynlega á sigri að halda. Ef FH vinnur nær liðið annarri krumlunni á Íslandsmeistarabikarinn.

FH er í efsta sæti með 32 stig en KR hefur 27. Auk þess á FH leik inni.

Völlurinn er rennblautur enda hefur rignt vel í dag. Það eykur bara líkurnar á skemmtilegum leik en dómari í kvöld er Gunnar Jarl Jónsson Leiknismaður. Áskell Þór Gíslason og Birkir Sigurðarson eru aðstoðardómarar.

Valdar Twitter-færslur verða birtar hér í lýsingunni. Endilega takið þátt með því að merkja færslurnar með hashtaginu #fótbolti

Grétar Sigfinnur, leikmaður KR:
Við erum ekkert saddir. Við ætlum að gera almennilega í deildinni en maður veit ekki hvort að það sé of seint eða ekki því að FH-ingarnir hafa verið frábærir í sumar og varla stigið feilspor. Öll lið tapa, sama hversu góð þau eru og það kemur alltaf upp að menn stíga einhver feilspor. Við getum vonandi gefið þeim einhverja keppni í lokin

Freyr Bjarnason, leikmaður FH:
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þetta verður erfiður leikur. KR er með fínt sjálfstraust, gott lið og er nýbúið að vinna bikarinn. Þeir unnu okkur í Frostaskjólinu og við ætlum ekki að láta það koma fyrir aftur, við ætlum að koma tilbúnir.

Úr vefskrá KR:

- FH-ingar eru taplausir á heimavelli í sumar. Þeir unnu Fram, Breiðablik, Fylki og Selfoss á heimavelli og gerðu jafntefli við Grindavík og Stjörnuna. Markatalan í heimaleikjunum er 20-5.

- Leikurinn verður 27. deildarleikur FH og KR í Kaplakrika. Fyrsti deildarleikur félaganna fór fram í Kaplakrika 29. júní 1975. FH-ingar unnu 1-0 með marki Ólafs Danivalssonar. FH hefur sigrað í 14 leikjum af 26, KR í sex en sex sinnum hafa félögin skilið jöfn. Markatalan er 50-32 FH í hag.

- Þrír úr leikmannahópum KR og FH hafa leikið með báðum félögum í efstu deild. Emil Atlason kom til KR frá FH í vetur, Gunnleifur Gunnleifsson lék með KR árin 1998 og 1999 og Bjarki Bergmann Gunnlaugsson árin 1999 og 2003-06.

- Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, lék 216 leiki með mfl. KR frá 1985 til 1997. Hann er 20. leikjahæsti KRingurinn.
Fyrir leik
Búið er að opinbera byrjunarliðin.

Kjartan Henry Finnbogason hefur verið að glíma við meiðsli og hann byrjar á bekknum hjá KR. Viktor Bjarki og Magnús Már veita honum félagsskap en þeir þremenningar voru í startinu þegar KR vann Stjörnuna 2-1 í bikarúrslitaleiknum á laugardag.
Viðar Ingi Pétursson, stuðningsmaður Víkings Ó.:
Emil Atla vs. Þorsteinn Már - Take your pick!? #aldreispurning #ragnarssonalladaga #fotbolti
Fyrir leik
FH-ingar eru í hátíðarskapi. Þeir eru að frumsýna nýja lukkununnu sem sveiflar fána við hliðarlínuna. Svo verður nýtt stuðningsmannalag frumflutt rétt fyrir leik. Voða fínt.
Fyrir leik
Jæja, stutt í leik. Spámenn dagsins eru tilbúnir með sína spá:

Tómas Þór Þórðarson, Morgunblaðinu:
3-1 fyrir KR.

Kolbeinn Tumi Daðason, 365:
3-0 fyrir FH.

Hilmar Þór Guðmundsson, Sport:
2-2 jafntefli.

Hörður Snævarr Jónsson, 433:
3-2 fyrir FH. Danny Justin. Freyr Bjarna og Albert Brynjar með mörkin fyir FH.
Fyrir leik
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði FH, gefur Bjarna Guðjónssyni blómvönd fyrir leik. FH-ingar að óska KR-ingum til hamingju með bikarmeistaratitilinn. Sálfræði? Þá er Freyr Bjarnason verðlaunaður fyrir að vera orðinn leikjahæsti leikmaður FH frá upphafi í efstu deild.
1. mín
Leikurinn er hafinn - FH-ingar sækja í átt að Risanum.
3. mín Gult spjald: Bjarki Gunnlaugsson (FH)
Braut á Baldri Sigurðssyi sem var í ákjósanlegri stöðu. KR-ingar vildu fá rautt spjald en ég held að þetta hafi verið réttur dómur.
4. mín
SKOT Í SLÁ! Bjarni Guðjóns með skot úr aukaspyrnu sem fer í þverslánna. Gunnleifur grafkyrr í markinu.
6. mín Gult spjald: Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Of seinn í tæklingu.
Sindri Sigurjónsson, fótboltaáhugamaður:
Þetta var klárt rautt spjald ! FH heppnir þarna #toppbaráttan
10. mín
Albert Brynjar í hörkufæri! KR-ingar spiluðu hann réttstæðan en Hannes náði að verja skotið vel.
11. mín
Þessi leikur byrjar fjörlega. Mikil rigning og blautur völlur. Nóg að gerast og harkan mikil. Miðað við Twitter eru flestir á því að Bjarki Gunnlaugs hefði átt að fá rautt áðan. Ekkert sjónvarp í blaðamannastúkunni svo maður fær engar endursýningar.
18. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
KR-ingar hafa tekið forystuna! Baldur Sigurðsson skoraði af fjærstönginni eftir fyrirgjöf Óskars Arnar Haukssonar frá vinstri. Boltinn flaug framhjá varnarmönnunum á Baldur sem var í dauðafæri og kláraði vel.
Daníel Rúnarsson, stuðningsmaður KR:
Smchaaaaaaaaaaaaaalinnnnnnnn!!!
24. mín
Emil Pálsson með skalla en boltinn yfir markið. Lítil hætta.
26. mín
Stórsókn hjá KR! Gríðarlegt fimbulfamb í teignum og menn rennandi um allt. KR vildi fá hendi en ekkert dæmt.
30. mín Gult spjald: Freyr Bjarnason (FH)
Braut á Óskari Erni og uppsker gult spjald.
31. mín
KR-ingar verið miklu betri það sem af er. Miklu betri.
Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður FH:
Það er algjört reiðileysi í gangi hjá FH. KR greinilega miklu betur stemmdir.
38. mín
Jónas Guðni í fínu skotfæri en hitti ekki markið.
40. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (KR)
Frábært mark hjá Baldri! Glæsilega gert og frábær afgreiðsla. Hann er maður stóru leikjanna hann Baldur. Sending frá Emil sem splundraði vörn FH. Baldur nýtti stöðu sína vel og skoraði ansi fallegt mark.
40. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
43. mín
Þessi staða er algjörlega verðskulduð. KR-ingar hafa einfaldlega verið miklu betri.
Gísli Ólafsson, íþróttaáhugamaður:
Jónas Guðni er að sýna það af hverju hann var að spila í atvinnumennsku, yfirburðamaður þarna á miðjunni þrátt fyrir smæð :)
45. mín
Hálfleikur - KR-ingar hafa átt þennan leik. Heimir Guðjóns þarf að lesa yfir sínum mönnum í klefanum. Þeir eru laaangt frá sínu besta.
Logi Geirsson, handboltastjarna:
Þó að það sé 0-2 FH KR þá er þetta besta dómgæsla sem ég hef séð í íslenska boltanum. @GunnarJarl @pepsideildin
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn Og hann byrjar á daaauðafæri! Emil Atlason einn á móti markverði en hitti ekki rammann! KR-ingar nálægt því að komast í 3-0!
55. mín
Inn:Kristján Gauti Emilsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Emil verið mjög dapur í kvöld.
Guðmundur Marinó Ingvarsson, íþróttafréttamaður:
Það er magnað að FH sé á toppnum með Danny Thomas og Emil Páls í byrjunarliði #afrek #fótbolti
65. mín
FH-ingar eru með lífsmarki. Áttu stórsókn þar sem Emil Atlason bjargaði á línu eftir mikinn darraðadans. Svo var dæmd rangstaða.
66. mín MARK!
Gary Martin (KR)
Gary Martin hefur líklega gulltryggt sigur KR! Skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf og frábæran undirbúning frá Óskari Erni. FH-ingar eru hálf lamaðir!
67. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
71. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
71. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (FH) Út:Bjarki Gunnlaugsson (FH)
73. mín Rautt spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Ljótt brot á Mumma. Einfaldlega hárrétt hjá Gunnari Jarli dómara! Tel að Guðmann hafi átt að vera kominn með gult fyrir þar að auki.
78. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Albert Brynjar Ingason (FH)
81. mín
Atli Guðnason í fínu færi en Hannes varði. Atli varla náð að vera skugginn af sjálfum sér í kvöld.
83. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Baldur Sigurðsson (KR)
Heiðursskipting á Smalann.
85. mín
Gríðarlegur hiti hér í Krikanum. Guðjón Árni og Kjartan Henry lentu saman. Harka og erfiður leikur að dæma.
86. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
88. mín MARK!
Hólmar Örn Rúnarsson (FH)
Hólmar skorar af stuttu færi og minnkar muninn. Of lítið og of seint. Atli Guðnason með sendinguna.
88. mín Gult spjald: Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
Togaði í Atla Guðna í aðdraganda marksins.
93. mín
LEIK LOKIÐ - Þessi sigur KR eins verðskuldaður og þeir verða. Algjörlega miklu betri en FH í kvöld.
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
8. Baldur Sigurðsson ('83)
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('67)

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('71)
9. Kjartan Henry Finnbogason ('67)
23. Atli Sigurjónsson ('83)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)

Gul spjöld:
Guðmundur Reynir Gunnarsson ('88)
Atli Sigurjónsson ('86)
Aron Bjarki Jósepsson ('40)
Jónas Guðni Sævarsson ('6)

Rauð spjöld: