Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Man Utd
3
2
Fulham
0-1 Damien Duff '3
Eric Bailly '10 1-1
Shinji Kagawa '36 2-1
Rafael '41 3-1
Jesse Lingaard '64 , sjálfsmark 3-2
25.08.2012  -  14:00
Old Trafford
Enska Úrvalsdeildin
Dómari: Kevin Friend
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
2. Rafael
3. Eric Bailly
5. Marcos Rojo
14. Jesse Lingaard
16. Michael Carrick
17. Daley Blind ('81)
18. Ashley Young ('68)
23. Luke Shaw
25. Antonio Valencia (f)
26. Shinji Kagawa ('68)

Varamenn:
13. Anders Lindegaard (m)
10. Wayne Rooney ('68)
11. Adnan Januzaj ('81)
11. Anthony Martial
21. Ander Herrera ('68)
22. Henrikh Mkhitaryan
27. Marouane Fellaini

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
United stóðst áhlaup Fulham og fer með sigur af hólmi. Í dag tókst heimamönnum það sem þeim tókst aldrei á síðustu leiktíð - að koma til baka eftir að hafa lent undir. Tæpt var þetta, en fyrstu stigin eru komin í hús hjá Sir Alex Ferguson og hans mönnum.

Bless og takk fyrir mig!
97. mín
Bryan Ruiz með gott skot sem var þó beint á De Gea sem sló boltann í burtu. Hörkusókn hjá Fulham.
96. mín
Tvær mínútur komnar fram yfir það sem var bætt við. Vegna meiðsla Rooney munu hinsvegar bætast við eins og 2-3 mínútur. Leikurinn er að hefjast að nýju með dómarasparki.
93. mín
Ekkert varð úr aukaspyrnunni sem fór í vegginn. Rooney henti sér fyrir frákastið sem Rodallega náði. Rodallega lenti hinsvegar á Rooney sem fékk stóran og ljótann skurð á innanvert lærið.
92. mín
Fulham á aukaspyrnu á hættulegum stað.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.

Nemanja Vidic í vandræðum í vörninn undir pressu frá Rodallega og sér þann einan kost að setja boltann í horn.
90. mín
Síðasta mínúta venjulegs leiktíma og Fulham á aukaspyrnu langt utan af velli. David De Gea kýlir boltann örugglega í burtu en Kevin Friend var búinn að flauta á brot í teignum.
88. mín
Giggs var kominn í stöðu fyrir fyrirgjöf utarlega í vítateignum en fyrirgjöf hans var skelfileg og fór framhjá öllum í teignum.
87. mín
Uniteed virðist ætla að hanga á þessu. Fulham hafa þó verið hættulegir fram á við í síðari hálfleik. Tom Cleverley á skot sem fer rétt framhjá marki gestana.
82. mín
Bæði lið hafa nú klárað skiptingar sínar. Fulham sækir að marki United og enn og aftur er Dembele maðurinn á bakvið sóknir þeirra. Skot Rodallega er blokkað og úr varð hornspyrna.
81. mín
Inn:Chris Baird (Fulham) Út:Mahamadou Diarra (Fulham)
81. mín
Inn:Adnan Januzaj (Man Utd) Út:Daley Blind (Man Utd)
77. mín
Rafael með hörkuskot við vítateigshornið sem Mark Schwarzer ver í horn.
75. mín
Fimmtán mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Úrslit leiksins munu velta mikið á því hvoru megin næsta mark kemur, en ég trúi ekki öðru en að það verði annað mark skorað í þessum leik!
74. mín
Brede Hangeland má teljast heppinn með að fá að vera áfram inná eftir að hafa tekið niður Robin van Persie. Náði örlítilli snertingu við boltann og því sleppur hann við annað gult spjal.
72. mín
Inn:Hugo Rodallega (Fulham) Út:Mladen Petric (Fulham)
71. mín
Rétt áður en Dembele fór hamförum við vítateig United gerði Sir Alex Ferguson tvær skiptingar. Rooney og Welbeck komu inn fyrir þá Kagawa og Young. Maður í manns stað, en Rooney fer væntanlega í holuna fyrir aftan Robin van Persie.
69. mín
Dembele að valda usla í vörn United. Fékk boltann upp úr horninu og tók að rás inn í teig. Náði að komast alla leið að markteig og átti skot sem De Gea varði aftur. United er búið að koma boltanum í burtu og reyna nú að sækja.
69. mín
Moussa Dembele með þrumuskot sem David De Gea ver í horn. Boltinn var þó beint á Spánverjann.
68. mín
Inn:Ander Herrera (Man Utd) Út:Ashley Young (Man Utd)
68. mín
Inn:Wayne Rooney (Man Utd) Út:Shinji Kagawa (Man Utd)
67. mín
Þetta mark setur spennu í leikinn, en frekar lélegt hjá United að hleypa spennu í leikinn. Ættu að vera búnir að gera út um þennann leik.
64. mín SJÁLFSMARK!
Jesse Lingaard (Man Utd)
Einstaklega klaufalegt mark. Fyrirgjöf utan af vinstri kantinum og ætlaði De Gea að kýla boltann í burtu. Mladen Petric stjakaði hinsvegar við honum og var Nemanja Vidic einnig í þvögunni. Boltinn lenti í hæl Serbans og þaðan í autt markið.
62. mín
Inn:Steve Sidwell (Fulham) Út:Alexander Kacaniklic (Fulham)
59. mín
Robin van Persie átti góða fyrirgjöf og aftur átti Rafael skalla að marki. Boltinn hinsvegar yfir markið. Fulham fór síðan í sókn sem United náði að stöðva.
56. mín
Ashley Young fékk sendingu inn frá Van Persie. Kom boltanum yfir á hægri fótinn við markteig en Aaron Hughes náði að komast fyrir skot hans. United aðeins að auka sóknina hér.
50. mín
Síðari hálfleikurinn byrjar rólega. Hugsanlegt að úrhellið sem byrjaði á meðan hálfleik stóð hafi áhrif á það. Það er þó ekkert nýtt í Manchesterborg, en heimamenn grínast með að það rigni átta daga í viku.
46. mín
Engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum sem koma til leiks í síðari hálfleik. Martin Jol hefur eflaust reynd að stapp stálinu í leikmenn sína í hálfleik enda er Fulham ekki svipur hjá sjón frá því sem var um síðustu helgi.
45. mín
Kevin Friend hefur haft lítið að gera í leiknum, en hann hefur nú flautað á hálfleik. Heimamenn eru 3-1 yfir og það sanngjarnt þrátt fyrir að hafa lent undir strax í byrjun. Eftir markið tók United öll völd á vellinum og hafa verið í hverri sóknninni á fætur annari. Verða þó að teljast heppnir með að fara með tveggja marka forystu í hálfleikinn eftir ótrúlegt klúður framherja Fulham nú seint í hálfleiknum.

Sjáumst aftur eftir 15 mínútur.
45. mín
Young kominn inn á aftur, allavega tímabundið en það er alveg að detta í hálfleik á Old Trafford.
45. mín
Ashley Young liggur í grasinu og heldur um hnéð eftir að hafa reynt að renna sér í boltann og lenti klaufalega. Þrem mínútum bætt við.
43. mín
ÓTRÚLEGT að Fulham hafi ekki náð að minnka muninn núna. De Gea ver frá Petric í dauðafæri. Boltinn barst í slánna og náði Bryan Ruiz frákastinu fyrir galopnu marki en hann truflaður af Michael Carrick og boltinn fer yfir markið. Heimamenn heppnir með að staðan sé enn 3-1, en þetta er fyrsta hættan sem Fulham skapar í 40 mínútur.
41. mín MARK!
Rafael (Man Utd)
Þegar Rafael skorar með skalla, þá veistu að það er verið að valta yfir þig. Fulham hafa ekki átt roð í United síðustu mínúturnar og núna skoraði Rafael löglegt skallamark eftir fyrirgjöf Ashley Young.
39. mín
Hætta við mark gestana eftir fyrirgjöf Cleverley. Robin van Persie var við það að ná boltanum en Schwzer náði að hreinsa í burtu.
38. mín
Stórsókn hjá heimamönnum þar sem Kagawa átti meðal annars skot í stöng. Frákastið hrökk til Ashley Young sem átti fyrirgjöf sem endaði á því að Rafael potaði boltanum í netið en hann var réttilega dæmdur rangstæður, þó tæpt hafi það verið.
36. mín MARK!
Shinji Kagawa (Man Utd)
Góð hornspyrna sem Robin van Persie tók. Boltanum var skallað í burtu, en fyrir utan teig var Tom Cleverley sem náði honum og átti skot að marki. Mark Scwharzer hélt ekki boltanum og hrökk hann fyrir fætur Shinji Kagawa sem gat ekki annað en skorað, einn fyrir opnu marki. Nýliðarnir að sjá um mörkin fyrir heimamenn!
35. mín Gult spjald: Brede Hangeland (Fulham)
Norðmaðurinn fær gult spjald fyrir að stíga fyrir Rafael sem var á fleygiferð og lá eftir. Spjald sem hefði mátt sleppa.
33. mín
Moussa Dembele búinn að vera bestur meðal jafningja á vellinum hingað til. Búinn að vinna boltann oft af sóknarmönnum United og er gríðarlega öflugur þegar hann tekur á rás fram á við.
31. mín
David De Gea ákvað að vera kaldur þegar Mladen Petric sótti að honum. Lék sér með boltann og kom honum síðan auðveldlega í burtu. Flott þegar þetta heppnast, en hefði getað endað illa.
30. mín
Antonio Valencia með þrumuskot utan teigs sem fer rétt framhjá markiun. Ekvadorinn fékk boltann fyrir miðju marki og ákvað að láta vaða. Fín tilraun!
29. mín
Fulham aðeins að sækja í sig veðrið og fá tvær hornspyrnur með stuttu millibili. Lítil hætta myndast þó eftir þær og United nær að koma boltanum fram á við.
23. mín
Kagawa með slakt skot af löngu færi sem Mark Schwarzer grípur auðveldlega. Leikurinn hefur aðeins róast síðustu mínútur eftir fjöruga byrjun.
19. mín
Van Persie tók spyrnuna en hún er hreinsuð auðveldlega í burtu.
18. mín
Valencia reynir að beita hraðanum til að komast framhjá Matthew Briggs á kantinum. Briggs stjakaði við honum og aukaspyrna dæmd.
13. mín
Fulham fengu hornspyrnu sem ekkert varð úr.
11. mín
Það verður að segja að markið hafi legið í loftinu. Eftir mark Fulham hafa heimamenn tekið öll völd á vellinum og ekki leyft mótherjunum að komast fram yfir miðju.
10. mín MARK!
Eric Bailly (Man Utd)
Hollendingurinn ekki lengi að stimpla sig inn í lið United! Frekar léleg fyrirgjöf frá Evra af vinstri kantinum sem Van Persie afgreiddi snyrtilega með vinstri væti utan úr teig yfir Schwarzer í markinu. Fyrsta skot Van Persie í búningi United og það endar í netinu. Ágætis byrjun!
8. mín
United fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Fín spyrna sem Aaron Hughes hreinsar í annað horn. Young spilaði stutt úr annarri spyrnunni en ekkert varð úr því.
5. mín
Valencia með stórhættulega fyrirgjöf inn á teiginn eftir flottan undirbúning frá Kagawa. Enginn náði hinsvegar að koma við boltann sem fór í gegnum teiginn.
3. mín MARK!
Damien Duff (Fulham)
Ruiz tók aukaspyrnuna og renndi boltanum inn á teiginn. Þar kom Damien Duff og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. Virkilega lélegur varnarleikur hjá heimamönnum þar sem Ashley Young hefði átt að dekka Duff. Draumabyrjun fyrir Martin Jol og leikmenn hans.
2. mín
Fulham fær aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt utan teig en færið er þröng. Hér kemur Ruiz með fyrirgjöf væntanlega.
1. mín
Gestirnir byrja með boltann og er leikurinn farinn af stað.
Fyrir leik
Stuðningsmenn United eru eflaust spenntir fyrir að sjá nýju mennina Kagawa og Van Persie leika í fyrsta sinn á heimavelli. Báðir leikmenn voru frábærir fyrir sín gömlu lið á síðustu leiktíð. Kagawa með Dortmund og Van Persie, eins og allir vita, með Arsenal.
Fyrir leik
Liðin koma inn í leikinn með gjörólikar frammistöður í fyrstu umferðinni. Fulham slátraði Norwich á heimavelli, 5-0, þar sem nýliðinn Mladen Petric skoraði meðal annars tvö mörk. United tapaði hinsvegar 1-0 fyrir Everton á útivelli og það sanngjarnt.
Fyrir leik
Hjá gestunum er ein breyting frá því í stórsigrinum á Norwich um síðustu helgi. Matthew Briggs kemur inn í vörnina í stað John Arne Riise.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.

Hjá heimamönnum eru nokkrar breytingar frá tapleiknum gegn Everton í fyrstu umferð. Nani ekki í hóp eftir vægast sagt lélega frammistöðu í leiknum og kemur Ashley Young inn í hans stað. Anderson kemur í stað Paul Scholes á miðjuna og Rooney er einnig hent úr liðinu, en í staðinn kemur enginn aukvissi - Robin van Persie er í byrjunarliði United í fyrsta sinn.
Fyrir leik
Komið sæl og velkomin í beina lýsingu á leik Manchester United og Fulham sem fram fer á Old Trafford, heimavelli United. Leikurinn er í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefst hann á slaginu 14:00.
Byrjunarlið:
1. Mark Schwarzer (m)
5. Brede Hangeland
10. Mladen Petric ('72)
11. Bryan Ruiz
16. Damien Duff
18. Aaron Hughes
19. Mahamadou Diarra ('81)
27. Sascha Riether
30. Moussa Dembele
31. Alexander Kacaniklic ('62)

Varamenn:
2. Stephen Kelly
4. Steve Sidwell ('62)
6. Chris Baird ('81)
8. Pajtim Kasami
12. David Stockdale (m)
20. Hugo Rodallega ('72)
32. Rafik Halliche

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Brede Hangeland ('35)

Rauð spjöld: