Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
1
Fram
0-1 Kristinn Ingi Halldórsson '36
Kjartan Henry Finnbogason '84 , víti 1-1
27.08.2012  -  18:00
KR-völlur
Pepsi-deild
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 1300
Byrjunarlið:
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson ('76)
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson ('22)
11. Emil Atlason ('59)
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('59)
23. Atli Sigurjónsson ('22)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Reynir Gunnarsson ('88)
Atli Sigurjónsson ('80)
Óskar Örn Hauksson ('52)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Fram í Pepsi-deildinni sem kokkurinn úr Sandgerði, Magnús Þórisson, flautar á klukkan 18:00.

Aðstoðardómarar eru Frosti Viðar Gunnarsson og Andri Vigfússon.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá til hliðar. Viktor Bjarki Arnarsson er í banni og er ekki með KR í kvöld. KR stillir fram sama byrjunarliði og vann glæsilegan sigur gegn FH í síðustu umferð.

Kjartan Henry Finnbogason er á bekknum áfram en athygli vekur að KR er með tvo varamarkverði á bekknum sínum.
Fyrir leik
Framarar leika ekki með neinn eiginlegan sóknarmann í dag. Skiljanlegt að Þorvaldur Örlygsson stilli fram varnarsinnaðri uppstillingu eftir sýninguna sem KR hélt í Krikanum. Sveinbjörn Jónasson er geymdur á bekknum.
Fyrir leik
KR er fimm stigum á eftir toppliði FH. Framarar eru í tíunda sæti, aðeins stigi á undan Selfossi sem er í fallsæti. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem berjast á sitthvorum enda töflunnar.

Ef KR vinnur ekki leikinn verður staða FH augljóslega enn betri svo sigur ekkert annað kemur til greina hjá heimamönnum.
Fyrir leik
Liðin hita upp við tóna frá Björgvini Halldórssyni. Gullvagninn er í spilaranum hjá Hlyni Valssyni vallarþul. Þess má geta að hann leikur með Snæfellingum frá Stykkishólmi.
Fyrir leik
Jæja, spámenn kvöldsins eru mættir:

Ingvar Örn Ákason, fréttastjóri Sport.is:
2-1 sigur KR.

Alexander Freyr Einarsson, 433:
3-0 fyrir KR. Smalinn með þrennu.

Kolbeinn Tumi Daðason, 365:
4-0. Punktur.

Kristján Jónsson, Bolvíska stálið á Morgunblaðinu:
Klassískt 2-0.

Bjarni Fel, legend:
Þetta er 2-1.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Framarar sækja í átt að KR-heimilinu. Ekki margir áhorfendur mættir á KR-völlinn, sérlega fáir Fram-megin í stúkunni.
5. mín
Hörkufæri! Fyrirgjöf frá Kristni Inga á Sam Hewson sem var í skallafæri en hitti ekki rammann.
9. mín
Framarar byrja þennan leik af krafti. Kristinn Ingi er í fremstu víglínu hjá þeim í kvöld.
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður:
Fram verður með vesen. Hæstlaunaðasti leikmaður liðsins @hjortuh er á svæðinu skilst mér. #goldenboy #toddysman
16. mín
Framarar hafa átt miðsvæðið það sem af er. Almarr var nálægt því að spóla sig í gegn en var stöðvaður á síðustu stundu.
22. mín
Þvílíkt tækifæri! Skyndisókn hjá KR-ingum sem voru komnir 2 gegn 1 en Óskar Örn fór illa að ráði sínu og sparkaði knettinum á eina staðinn sem hann átti ekki að fara á. Alan Lowing náði að verjast þessu.
22. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Meiðsli hljóta að vera ástæða þessarar skiptingar.
28. mín
Völlurinn blautur og menn eru rennandi um allt.
30. mín
Skemmtilegt atvik. Boltinn af Magnúsi dómara og í innkast. Framarar fá svo innkastið svo menn í blaðamannastúkunni grínast með að Magnús sé þá augljóslega KR-ingur.
31. mín
Er hrifinn af baráttuanda Fram-liðsins hingað til. Hörkuleikur í gangi.
36. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Kristinn var frábær gegn Breiðabliki og heldur uppteknum hætti í kvöld! Glæsilegt skot hjá honum. fékk boltann fyrir utan teig og náði fallegu skoti sem tók snúning í hornið.
38. mín
Lykilmenn KR þurfa að stíga upp. Menn eru langt frá því að sýna sömu tilþrifin og í Krikanum.
40. mín
Síðasti sigur Fram í deildarleik í Vesturbænum kom í júní árið 2000. Steinar Guðgeirsson og Sigurvin Ólafsson skoruðu mörk Framara í 2-1 sigri en Einar Þór Daníelsson skoraði þá mark KR. Mun tólf ára bið Fram ljúka í kvöld.
44. mín
Hlynur Atli Magnússon með frábæra tæklingu og kemur í veg fyrir að Óskar Örn Hauksson kemst í dauðafæri.
45. mín
Hálfleikur - Baráttuglaðir Framarar leiða. KR-ingar verið mjög daprir.
Alexander Einarsson, fótboltáhugamaður:
Rúnar Alex er bara á bekknum af því að pabbi hans er þjálfari KR. #FACT #WhatsThePoint #Pabbastrákur
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
51. mín
Kristinn Ingi með stórhættulegan bolta fyrir. KR-ingar ekki byrjaðir í seinni hálfleik og feilsendingarnar frá þeim koma á færibandi.
52. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar verið heillum horfinn í kvöld.
54. mín
Jæja! KR sýnir smá lífsmark. Gary Martin með skot yfir.
57. mín
Þvílík ringulreið í teignum hjá KR! Endar með skoti sem Hannes náði að verja frá Kristni. Vandræðagangurinn heldur áfram hjá KR.
59. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Emil Atlason (KR)
Guðmann Þórisson, leikmaður FH:
Er Frammari næstu 30 mín #caaaaaaamoon
Steingrímur Snævarr Ólafsson, Framari:
Kjartan Henry kominn inn á hjá Kr. Á hvern stígur hann óvart í kvöld? #fotbolti #ferlegaoheppinnhvernighannlendiralltafaandstaedingi
66. mín
Ég fæ ekki nóg af því að hrósa vinnusemi Framliðsins í kvöld.
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Selfoss:
JÆJA KR!!!!
69. mín
DAUÐAFÆRI!!! Sam Tillen einn á móti Hannesi en skaut beint á markvörðinn! Þarna hefði hann nánast gert út um leikinn.
73. mín
Örlítið meira líf í KR núna. En Fram á að vera búið að gera út um þennan leik! Spurning hvort gestirnir fái það í bakið að hafa ekki nýtt færin.
76. mín
Inn:Magnús Már Lúðvíksson (KR) Út:Haukur Heiðar Hauksson (KR)
77. mín
KR ansi nálægt því að jafna metin! Baldur Sigurðsson með hörkuskot fyrir utan teig sem Ögmundur náði að verja en hélt ekki boltanum. Atli Sigurjónsson kom á siglingunni en Ögmundur náði svo aftur að klófesta knöttinn.
78. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Fram) Út:Daði Guðmundsson (Fram)
80. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
83. mín
KR-ingar að sækja í sig veðrið. Útlit fyrir taugastrekkjandi lokamínútur fyrir gestina.
84. mín Mark úr víti!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kjartan jafnar úr víti! Sam Hewson braut á Atla Sigurjónssyni. Hárréttur dómur og Kjartan, hin gríðarlega örugga vítaskytta, náði að skora.
84. mín Gult spjald: Samuel Hewson (Fram)
88. mín Gult spjald: Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
91. mín
Stórsókn hjá KR! Ótrúlegt að liðið hafi ekki skorað. Kjartan Henry fékk svo færi en Fram náði að verjast þessu!
92. mín
ÓTRÚLEGAR mínútur í gangi. Bæði lið búin að fá algjör dauðafæri. Sveinbjörn fyrst hjá Fram en Hannes varði og svo Gary Martin hinumegin en Ögmundur varði.
93. mín
Inn:Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
94. mín
LEIK LOKIÐ - Jafntefli í mögnuðum leik! Framarar mun betri lengst af en KR-ingar bitu frá sér á lokasprettinum.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson ('78)
11. Almarr Ormarsson ('93)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Samuel Hewson ('84)

Rauð spjöld: