Noregur
1
0
Ísland
Mohammed Abdellaoue '88 , víti 1-0
02.09.2011  -  18:00
Ullevaal
Forkeppni EM - H riðill
Dómari: Ovidiu Alin Hategan, (Rúmenía)
Byrjunarlið:
1. Sten Grytebust
2. Haitam Aleesami
3. Evan Hovland
8. Henning Hauger
9. Mohammed Abdellaoue
13. Espen Ruud
14. Veton Berisha
16. Christian Grindheim ('80)
16. Jonas Svensson
18. Erik Huseklepp ('87)
20. Jonathan Parr ('68)

Varamenn:
12. Örjan Nyland (m)
4. Stefan Strandberg
6. Håvard Nordtveit
10. John Carew ('80)
15. Martin Samuelsen ('87)
19. Ruben Yttergård Jenssen
21. Vegard Forren ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Vegard Forren ('74)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Noregs og Íslands sem hefst klukkan 18 ytra. Ísland er aðeins með eitt stig á botni riðilsins og er því aðeins að keppa upp á stoltið. Norðmenn eru á hinn bóginn í baráttu við Danmörku og Portúgal um að fara upp úr riðlinum.
Fyrir leik
Endilega verið með á Twitter. Notið #fotbolti ef þið skrifið færslur um leikinn. Valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni.
Guðmundur Benediktsson, Stöð 2 Sport:
Liechtenstein,Kýpur,Malta,San Marino,Færeyjar,Lux & Andorra tapa í kvöld. Eina smàþjóðin sem tekur a.m.k. stig er vonandi Ísl. #letsdoitboys
Ásgeir Ólafsson í Noregi, leikmaður KR:
Horfi á landsleikinn í sjónvarpinu eins og hver annar Íslendingur. Miðinn kostar svo sem eitt stykki handlegg
Fyrir leik
Norðmenn spila 4-5-1 eins og búist var við. Mohammed Abdellaoue, sóknarmaður Hannover í Þýskalandi, er í fremstu víglínu en hann hefur verið í brennidepli í umfjöllun Norðmanna fyrir leikinn. Hann hefur skorað 13 mörk í 30 leikjum fyrir Hannover.
Fyrir leik
Verið er að leika þjóðsöngvana. Allt til reiðu í Osló.
1. mín
Það hefur verið flautað til leiks. Rúmeninn sem dæmir er víst spjaldaglaður og verður spennandi að sjá hvort hann lyfti kortinu oft í kvöld.
3. mín
Rúrik Gíslason með hörkuskot á markið en Rune Jarstein ver vel! Þessi leikur byrjar vel fyrir okkar lið.
8. mín
Christian Grindheim með fyrsta skot Norðmanna en boltinn beint á Stefán Loga Magnússon í marki Íslands.
Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA:
Leiðinlegt að geta ekki spilað á móti Noregi útaf meiðslunum. En þeir fá allan minn stuðning heiman frá. Koma svo strákar! #3stig
11. mín
Norðmenn virðast vera að ná tökum á leiknum eftir að hafa byrjað hægt.
18. mín
Það virðist vera einhver skrekkur í Norðmönnum sem hafa átt margar feilsendingar hér á upphafskafla leiksins.
20. mín
Hættuleg hornspyrna Noregs. Stefán Logi misreiknaði boltann og missti hann yfir sig en getur andað léttar því heimamenn náðu ekki að nýta sér þetta.
23. mín
Henning Hauger með skot fyrir utan teig en boltinn töluvert framhjá.
Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Pressunnar:
Sýnist Ísland eiga þrjár heppnaðar sendingar í röð. Sá svo endursýninguna. Þær voru bara tvær. #fotbolti
28. mín Gult spjald: Steinþór Freyr Þorsteinsson (Ísland)
Rúrik fyrstur að fara í svörtu bókina. Fær réttilega gult spjald fyrir brot á Christian Grindheim.
35. mín
Norðmenn líklegri. Íslandi gengur illa að halda boltanum innan liðsins. Noregur hefur ekki náð að skapa sér alvöru opin marktækifæri enn. Henning Hauger var með fína skottilraun en beint á Stefán Loga.
Víðir Sigurðsson, íþróttaritstjóri Morgunblaðsins:
Rúrik í banni gegn Kýpur á þriðjudaginn. Fékk áðan sitt annað gula spjald í keppninni. #fotbolti
Stefán Marteinn:
Ég get svo svarið það! Mér dauðbrá á að sjá Huseklepp ! Hann er nákvæmlega eins og Friðrik Ómar! #Tvíburar #fótbolti
41. mín
Norðmenn með fína sókn. Stefán Logi varði vel frá Alexander Tettey.
45. mín
Dómarinn bætir engu við fyrri hálfleik. Markalaust í hálfleik. Noregur hefur verið mikið mun meira með boltann en gengur erfiðlega að skapa sér opin marktækifæri. Liðið hefur þó verið hættulegt með skotum fyrir utan teig.
46. mín
Leikur hafinn á ný. Norðmenn byrjuðu með boltann í seinni hálfleiknum.
50. mín
Norðmenn ná að koma boltanum í netið eftir aukaspyrnu en réttilega dæmd rangstaða.
55. mín
Norðmenn fá frábært færi en Stefán Logi heldur áfram að standa fyrir sínu í rammanum og ver.
Oddur Helgi Guðmundsson:
Getur ekki verið langt í það að stíflan bresti! Stefán Logi að halda okkur inn í þessu! #fótbolti #goiceland
65. mín
Ísland nær ekki að ógna sóknarlega. Veigar Páll Gunnarsson er að hita upp.
66. mín Gult spjald: Ragnar Sigurðsson (Ísland)
68. mín
Hjörtur Logi Valgarðsson með frábæra fyrirgjöf á Eið Smára sem náði ekki almennilega til boltans.
68. mín
Inn:Vegard Forren (Noregur) Út:Jonathan Parr (Noregur)
69. mín
Norðmenn áttu stangarskot! Þarna vorum við heppnir að lenda ekki undir! Alexander Tettey með þetta hörkuskot.
74. mín Gult spjald: Vegard Forren (Noregur)
Fær gult spjald fyrir leikaraskap. Hárrétt hjá rúmenska dómaranum sem hefur dæmt leikinn frábærlega.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV:
Ísland leikið vel á köflum, en þó stálheppið að vera ekki lent undir ennþá. #ulleval #olía #háttverðlag #fotbolti
75. mín Gult spjald: Stefán Logi Magnússon (m) (Ísland)
78. mín
Inn:Birkir Bjarnason (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Veigar að koma inn í sínum fyrsta landsleik í nokkurn tíma. Hann spilar með Valerenga sem leikur heimaleiki sína á þessum velli.
80. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (Ísland) Út:Halldór Orri Björnsson (Ísland)
80. mín
Inn:John Carew (Noregur) Út:Christian Grindheim (Noregur)
87. mín
Inn:Martin Samuelsen (Noregur) Út:Erik Huseklepp (Noregur)
88. mín
Noregur fær víti! Stefán Logi dæmdur brotlegur. Braut á John Carew.
88. mín Mark úr víti!
Mohammed Abdellaoue (Noregur)
Gríðarlega örugg vítaspyrna og Noregur skorar. Ekki ósanngjörn staða en hrikalega svekkjandi þegar maður var farinn að sjá stig í sjónmáli. Klaufalega brotið hjá Stefáni Loga.
90. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Kári Árnason (f) (Ísland)
Hilmar Þór Guðmundsson:
Æjjj Stefán Logi minn, afhverju afhverju?
93. mín
Leik lokið. Sigur hjá Noregi 1-0 og enn er Ísland með eitt stig á botni riðilsins.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Sölvi Geir Ottesen
6. Grétar Rafn Steinsson (f)
6. Ragnar Sigurðsson
7. Halldór Orri Björnsson ('80)
8. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Kolbeinn Sigþórsson ('78)
14. Kári Árnason (f) ('90)
15. Hjörtur Logi Valgarðsson
18. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('80)
22. Eiður Smári Guðjohnsen

Varamenn:
8. Birkir Bjarnason ('78)
9. Matthías Vilhjálmsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
19. Rúrik Gíslason ('90)
21. Arnór Ingvi Traustason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Stefán Logi Magnússon (m) ('75)
Ragnar Sigurðsson ('66)
Steinþór Freyr Þorsteinsson ('28)

Rauð spjöld: