Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
0
4
Víkingur Ó.
0-1 Edin Beslija '75
0-2 Torfi Karl Ólafsson '85
0-3 Eldar Masic '87
0-4 Björn Pálsson '90
16.09.2012  -  14:00
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Skúrir, norðan gola og 4°
Dómari: Magnús Þórisson
Maður leiksins: Edin Beslija
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Davíð Rúnar Bjarnason
2. Gunnar Valur Gunnarsson
7. Bjarki Baldvinsson ('80)
8. Brian Gilmour
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Jóhann Helgason
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson ('65)
21. Kristján Freyr Óðinsson
27. Darren Lough

Varamenn:
3. Sigurjón Guðmundsson ('52)
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Bessi Víðisson
23. Fannar Freyr Gíslason ('65)
28. Jakob Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Eggert Högni Sigmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu héðan af Akureyrarvelli þar sem sannkallaður sex stiga leikur fer fram hér í dag. Veðrið gæti alveg verið betra, en þetta er þó alveg ágætis fótboltaveður.
Jóhann Már Kristinss
"Fóboltinn er æðisgengið áhugamál sem okkur þjappar saman í eina stóra sál!" KA menn standa saman sem ein sál í dag! #aframKA
Fyrir leik
Það vantar ekki fjörið hér í dag en um 100 stuðningsmenn Víkings Ó. voru að mæta á svæðið sem gerir um 10% af heildarfjölda íbúa Ólafsvíkur... geri aðrir betur!
Fyrir leik
Gunnar á Völlum var að mæta á svæðið og það varð allt vitlaust upp í stúku, svona höfðingjar fá alvöru móttökur.
Fyrir leik
Það er heldur betur mikið í húfi hér í dag. Víkingum dugar eitt stig til að spila í deild með þeim bestu á næsta sumri en heimamenn í KA verða að sigra hér í dag ef þeir ætla að halda lífi í sínum Pepsi-draumum fyrir síðustu umferðina.
Fyrir leik
Stutt í leik og spennan magnast hér á vellinum þar sem stuðningsmenn Víkinga eru í meirihluta og eiga algjörlega stúkuna.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir út á grasið. Hér fer nú fram stutt athöfn fyrir faðir Guðmundar og Hallgríms leikmanna KA sem lést fyrir stuttu en þeir eru báðir í byrjunarliði KA hér í dag.
1. mín
Magnús Þórisson flautar leikinn á.
4. mín
Gestirnir spila fyrri hálfleikinn með vindi sem er þó ekki mikill
6. mín
Völlurinn virðist vera nokkuð blautur og þungur hér í dag enda búið að vera blautt og kalt veður hér undanfarið. Leikurinn er samt nokkuð hraður og líflegur hér í upphafi, vonum að það haldi áfram.
10. mín
Liðin skiptast á að sækja hratt en færin láta standa á sér ennþá.
12. mín
Hallgrímur Mar er virkilega öflugur hér í upphafi leiks. Rétt í þessu komst hann alla leið upp vinstri vænginn og átti eftir að senda boltann fyrir á Gilmour sem var aleinn en varnarmaður víkinga komst á milli og hreinsaði í horn.
13. mín
Nokkuð gaman að því að í liði Víkinga í dag eru fjórir erlendir byrjunarmenn sem eiga það sameiginlegt að nöfn þeirra byrji á bókstafnum E... Edin, Emir, Erdzan og Eldar. Svo heitir auðvitað þjálfari þeirra Ejub, það þarf ekki alltaf mikið til þess að gleðja mann.
20. mín
Hér er lítið nýtt að gerast, liðin skiptast á að sækja en án þess að ná að skapa sér færi.
24. mín
Þarna kom fyrsta alvöru færið loksins. Guðmundur Steinn sleppur einn í gegn en á erfitt með að ná stjórn á boltanum og varnarmenn KA ná að setja pressu á hann. Guðmundur nær þó skoti sem fer í fætur Sandor Matus í marki KA og þaðan í horn, hann var ekkert langt frá því að ná að koma boltanum í gegnum klofið.
28. mín
Edin Besilja með skot í hliðarnetið af vinstri vængnum, gestirnir eru að stjórna leiknum þessa stundina.
31. mín
Stuttar sendingar eru ekkert sérstaklega vinsælar hér í dag, völlurinn jafnvel ekkert að bjóða upp á það heldur.
35. mín
Samkvæmt mjög svo áreiðanlegum iPhone tæknitröllum hér í blaðamannaherberginu hafa heimamenn í KA verið 53% með boltann en gestirnir 47%
37. mín
Guðmundur Steinn Hafsteinsson fellur rétt fyrir utan vítateig en fær ekkert, Magnús Þórisson er búinn að vera svolítið í því hér í dag að benda honum á að standa upp og halda áfram.
42. mín
Bjarki Baldvinsson kemst í gott skotfæri en varnarmenn Víkinga henda sér fyrir skotið, þeir hafa verið frábærir í því hér í dag.
44. mín
Þetta hefur ekkert verið neitt sérstaklega gott. Guðmundur Steinn fer upp í skallabolta en Sandor Matus var á undan og kom boltanum frá. Guðmundur liggur eftir enda fékk hann hressilega gott högg, hann stendur þó upp og heldur áfram.
45. mín
Hálfleikur
Hraður og hress leikur en aðstæður eru að gera mönnum erfitt fyrir.
46. mín
Inn:Kaspars Ikstens (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Alfreð var í bullandi vandræðum með Hallgrím Mar í fyrri hálfleiknum, spurning hvort að það gangi betur hjá Helga.
46. mín
Seinni hálfleikurinn hefst.
49. mín
Þetta þykir mér nokkuð furðuleg dómgæsla. Haukur Hinriksson liggur eftir og virðist vera með gat á hausnum, samkvæmt heimildum hér er þetta í fjörða sinn sem það gerist í sumar. Guðmundur Magnússon fór þarna með fótinn vel hátt og má teljast heppinn að sleppa án þess að fá spjald.
52. mín
Inn:Sigurjón Guðmundsson (KA) Út:Haukur Hinriksson (KA)
Haukur getur ekki haldið áfram
56. mín
Tæklingarnar eru farnar að verða aðeins skrautlegri hér en Magnús Þórisson er nokkuð rólegur yfir þessu öllu saman og talar við menn frekar en að taka upp spjaldið.
57. mín
Edin Beslija við það að sleppa í gegn en Kristján Freyr Óðinsson mætir á svæðið með laglega tæklingu. Víkingar fá horn en varnarmenn KA koma boltanum frá.
59. mín
Edin aftur í færi og í þetta sinn nær hann skoti á mark sem Kristján Freyr bjargar aftur, í þetta sinn nánast á marklínu.
61. mín
Dauðafæri! Guðmundur Magnússon á sendingu fyrir af hægri vængnum beint á ennið á nafna sínum og fyrirliða sem skallar yfir markið af stuttu færi. Guðmundur Steinn hefði átt að gera betur þarna
65. mín
Inn:Fannar Freyr Gíslason (KA) Út:Ívar Guðlaugur Ívarsson (KA)
65. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
69. mín
Hér er hætt að rigna og leikurinn er að opnast, stúkan er að taka við sér líka.
70. mín
Leikmenn KA vilja víti og ég skil þá vel, Hallgrímur fellur í teignum en Magnús Þórisson bendir honum að halda áfram.
71. mín
Víkingar í hraðri sókn sem endaði á því að Guðmundur Steinn komst aftur í gott skallafæri en í þetta sinn skallaði hann yfir af stuttu færi.
73. mín
Spennustigið er orðið vel hátt hér... bæði á grasinu og upp í stúku.
74. mín
Inn:Torfi Karl Ólafsson (Víkingur Ó.) Út:Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
75. mín MARK!
Edin Beslija (Víkingur Ó.)
Það held ég nú, þvílíkt mark!
76. mín
Edin er búinn að vera besti maður Víkinga hér í dag og kórónar það með þessu líka marki. Boltinn kom fyrir og hann vippaði sér bara í einn hjólhest og kom boltanum í netið með viðkomu í Sandor Matus, keppnis!
77. mín Gult spjald: Erdzan Beciri (Víkingur Ó.)
77. mín
Heimamenn þurfa núna tvö mörk til að halda lífi í Pepsi-draumum sínum en stuðningsmenn Víkinga syngja og dansa.
80. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Bjarki Baldvinsson (KA)
84. mín
Það er allt eða ekkert núna hjá KA, búið að fjölga hressilega í framlínu liðsins þar sem Brian Gilmour var aleinn í upphafi leiks.
85. mín MARK!
Torfi Karl Ólafsson (Víkingur Ó.)
Hröð sókn og Torfi fer langt með það að staðfesta sæti Víkinga í Pepsi-deild næsta sumar eftir að hann fékk sendingu fyrir og kom boltanum í opið markið, auðveld afgreiðsla.
87. mín MARK!
Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Vááááá! Þvílíkt mark og Víkingar eru komnir í Pepsi-deildina!
88. mín
Heimamenn voru komnir með svo gott sem alla fram og Víkingar brunuðu í hraða sókn, Eldar kláraði hana svo með því að setja boltann í "sammann" af 25-30 metra færi... flugeldasýning hérna undir lokin í boði Víkinga!
89. mín
"Víkingar í Pepsi" hljómar hér á Akureyrarvelli
90. mín MARK!
Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Leikmenn KA eru hættir... Björn fær þann tíma sem hann þarf fyrir utan teig og kemur á endanum með skot sem endar í netinu. Fínasta skot en Sandor var allt annað en ánægður með varnarmenn sína þarna.
90. mín
Hallgrímur Mar labbar í gegnum vörn Víkinga og á svo gott skot en einar Hjörleifsson varði glæsilega í horn.
Leik lokið!
Leik lokið og Víkingar eru komnir í efstu deild! Sigurinn full stór miðað við gang leiks en heimamenn gáfust algjörlega upp undir lokin.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('46)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
9. Guðmundur Magnússon ('65)
10. Steinar Már Ragnarsson ('74)
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic

Varamenn:
30. Kaspars Ikstens (m) ('46)
6. Torfi Karl Ólafsson ('74)
14. Arnar Sveinn Geirsson ('65)
21. Fannar Hilmarsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Erdzan Beciri ('77)

Rauð spjöld: