Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
1
0
Höttur
Sigurður Marinó Kristjánsson '18 1-0
22.09.2012  -  14:00
Þórsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: 12° skýjað og smá gola
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('63)
Orri Freyr Hjaltalín ('63)
Orri Sigurjónsson ('45)
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
15. Janez Vrenko
16. Kristinn Þór Rósbergsson

Varamenn:
9. Jóhann Helgi Hannesson
11. Kristinn Þór Björnsson
17. Halldór Orri Hjaltason ('63)
18. Jónas Sigurbergsson ('45)
23. Chukwudi Chijindu ('63)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu héðan af Þórsvellinum þar sem heimamenn taka á móti leikmönnum Hattar sem og auðvitað deildarmeistaratitlinum eftir leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og komin upp.
Fyrir leik
Það er vitað mál fyrir leik að úrslitin hér skipa leikmönnum Þórs afar litlu máli þannig séð, einhverjir hafa verið að halda því fram að eitt markmið sé eftir hjá þeim og það sé að landa 50 stigum. Vissulega verðugt markmið en það gæti reynst erfitt hjá þjálfarateymi heimamanna að peppa menn upp í leik dagsins, vonandi ekki samt... við viljum alvöru leik hér í dag!
Fyrir leik
Það er aftur á móti gríðarlega mikið í húfi hjá leikmönnum Hattar hér í dag en tap staðfestir veru þeirra í 2. deild næsta sumar. Þeir eru einu stigi á eftir Leikni sem spila við nágranna sína í ÍR á sama tíma, jafntefli hjálpar Hetti afar lítið þar sem Leiknismenn eru með nokkuð hagstæðari markatölu.
Fyrir leik
Það er nokkuð sérstök stemming hér á Þórsvellinum. Mjög létt yfir heimamönnum en það sama verður ekki sagt um gestina, þeir vilja losna við falldrauginn af bakinu.
Fyrir leik
Eysteinn Húni þjálfari Hattar sagði fyrir leik að þetta væri leiðinleg staða sem þeir væru búnir að koma sér í en ekkert annað en þrjú stig kæmu til greina hér í dag. Þegar Páll Viðar og Hreinn þjálfarar þórs voru spurðir að því hvort að það væri vandamál að peppa sína leikmenn upp í verkefni dagsins þá var því fljótt svarað með nei, það væri oftar vesen að halda mönnum rólegum í þeirra herbúðum.
Fyrir leik
Hér er allt að verða klárt, leikmenn mættir út á völl.
1. mín
Þorvaldur Árnason flautar leikinn á
10. mín
Nokkuð rólegar upphafsmínútur hér á Þórsvellinum
15. mín
Gestirnir líflegri en ná ekki að koma sér í almennilegt skotfæri
18. mín MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Sveinn Elías með laglega stungu beint í gegnum miðja vörn Hattar sem fær ekki neitt sérstakt hrós fyrir sína frammistöðu í þessu marki, rangstöðugildran klikkaði heldur betur.
19. mín
Þetta var í raun fyrsta færi leiksins. Núna eru gestirnir heldur betur komnir með bakið upp við vegg
19. mín
Leiknismenn að komast yfir í Breiðholtinu á nánast sama tíma, eins og staðan er núna þá er Höttur á leið niður í 2. deild en það er nóg eftir ennþá.
25. mín
Sveinn Elías kemst í ágætis skotfæri á hægri vængnum en Bajkovic ver frá honum. Nokkuð skemmtilegt að markmenn dagsins heita Rajkovic og Bajkovic
30. mín
Ármann Pétur Ævarsson kemst í gott skallafæri við vítapunktinn en skalli hans fer yfir markið. Það var Sveinn Elías sem átti sendinguna fyrir úr aukaspyrnu á hægri vængnum en Ármann var alveg hressilega einn og óvaldaður.
35. mín Gult spjald: Ragnar Pétursson (Höttur)
Átti nokkuð hressa tæklingu á Ármann Pétur, Þorvaldur gerði vel og lét leikinn halda áfram en spjaldaði hann svo þegar boltinn fór úr leik.
40. mín
Kristinn Þór Rósbergsson með viðstöðulaust skot rétt fyrir utan markteigshornið á vinstri vængnum eftir flott spil... skotið fór að vísu í innkast. Heimamenn eru öflugri hér og halda áfram að sækja á meðan leikmenn Hattar virka þungir.
44. mín
Ármann Pétur með skalla rétt yfir markið, Sveinn Elías átti enn og aftur sendinguna fyrir markið af hægri vængnum.
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn verðskuldað marki yfir, Eysteinn Húni þarf heldur betur að blása lífi í sína menn í hálfleik ef þeir ætla að eiga einhverja von.
45. mín
Inn:Jónas Sigurbergsson (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
Heimamenn með skiptingu í hálfleik, einhver gæti kallað þetta kjúklingaskipti
45. mín
Þórsarar mættir út á grasið og í stöður en leikmenn Hattar eru enn inni í klefa, ræðan er greinilega löng.
46. mín
Jæja, þá eru allir komnir út og Þorvaldur flautar seinni hálfleikinn á. Vonandi fáum við að sjá hressari seinni hálfleik, sá fyrri var ekki beint tunna af gleði.
47. mín
Elvar Þór Ægisson með skot af um 20-25 metra færi en boltinn fór nokkuð duglega yfir markið.
49. mín
Vel útfærð aukaspyrna hjá leikmönnum Hattar en Srdjan Rajkovic hefur séð þetta allt áður, á úthlaup á réttum tíma og handsamar boltann.
52. mín
Ragnar Pétursson á skot rétt fyrir utan teig en boltinn dettur ofaná þaknetið, allt annað að sjá gestina hér í upphafi seinni hálfleiks.
59. mín
Inn:Runólfur Sveinn Sigmundsson (Höttur) Út:Þórarinn Máni Borgþórsson (Höttur)
59. mín
Inn:Stefán Þór Eyjólfsson (Höttur) Út:Bjartmar Þorri Hafliðason (Höttur)
62. mín
Garðar Már Grétarsson með skot rétt fyrir utan teig sem fer framhjá, munaði litlu.
63. mín
Inn:Chukwudi Chijindu (Þór ) Út:Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
63. mín
Inn:Halldór Orri Hjaltason (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
66. mín
Högni Helgason með hjólhestaspyrnu af stuttu færi sem fer yfir markið
68. mín
Inn:Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur) Út:Davíð Einarsson (Höttur)
71. mín
Ármann Pétur með skalla að marki eftir horn en Bajkovic í markinu varði vel áður en varnarmenn Hattar komu boltanum frá.
75. mín
Leikurinn er að opnast hér, liðin skiptast á að sækja hratt, loksins!
78. mín
Chuck í algjöru dauðafæri, einn á móti markmanni. Hann reynir að klobba Bajkovic sem nær að setjast á boltann, vel varið.
82. mín
Fréttir að berast úr Breiðholtinu þar sem Leiknismenn voru að bæta við marki, það þurfa ótrúlegir hlutir að gerast á næstu tíu mínútum ef Höttur á ekki að spila í 2. deild á næsta ári.
87. mín
Halldór Orri með nokkuð laglegt skot rétt fyrir utan vítateig en Bajkovic sá um að koma því frá, myndarleg sjónvarpsmarkvarsla hjá honum.
Leik lokið!
Sanngjarn og verðskuldaður sigur hjá Þórsurum sem fara núna í það að taka á móti dollu fyrir afrek sitt í sumar, deildarmeistarar. Viðtöl og umfjöllun væntanleg
Byrjunarlið:
1. Veljko Bajkovic (m)
Garðar Már Grétarsson
Þórarinn Máni Borgþórsson ('59)
2. Birkir Pálsson
4. Óttar Steinn Magnússon
6. Davíð Einarsson ('68)
7. Ragnar Pétursson
10. Högni Helgason
20. Bjartmar Þorri Hafliðason ('59)
23. Elmar Bragi Einarsson
23. Elvar Þór Ægisson

Varamenn:
12. Anton Loftsson (m)
5. Runólfur Sveinn Sigmundsson ('59)
8. Friðrik Ingi Þráinsson ('68)
8. Stefán Þór Eyjólfsson ('59)
11. Jónas Ástþór Hafsteinsson
14. Kristófer Örn Kristjánsson
19. Bjarni Þór Harðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ragnar Pétursson ('35)

Rauð spjöld: