Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
3
0
Keflavík
1-0 Magnús Þór Magnússon (f) '1 , sjálfsmark
Viktor Bjarki Arnarsson '45
Guðmundur Reynir Gunnarsson '48 2-0
Þorsteinn Már Ragnarsson '57 3-0
29.09.2012  -  14:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 501
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson ('10)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
11. Emil Atlason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
18. Aron Bjarki Jósepsson ('46)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Viktor Bjarki Arnarsson ('45)
Fyrir leik
Heil og sæl!

Velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Keflavíkur í 22. og þar með lokaumferð Pepsi-deildarinnar 2012.

Byrjunarliðin eru klár og má sjá hérna sitt hvoru megin við textann. Athygli vekur að Guðmundur Steinarsson er í byrjunarliði Keflavíkur en óttast var að hann hefði jafnvel leikið sinn síðasta leik á ferlinum eftir að hann meiddist á hné í síðasta leik gegn Breiðablik.
Fyrir leik
Það eru 7 mínútur í leik og það er afar fámennt í stúkunni sem stendur. Vonandi bætist þó aðeins við af áhorfendum.

Þóroddur Hjaltalín Jr. mun dæma leikinn og honum til aðstoðar verða Einar Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson. Varadómari er Þórður Már Gylfason og Jón Þór Ágústsson er eftirlitsmaður.
1. mín
Þetta er byrjað. Keflvíkingar byrja með boltann og sækja í átt að Miklubrautinni. KR-ingar í átt að íþróttahúsinu.
1. mín SJÁLFSMARK!
Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
KR-ingar eru komnir yfir strax á fyrstu mínútu. KR fékk aukaspyrnu á miðjum vellinum. Sendu boltann út til hægri á Viktor Bjarka sem náði góðri sendingu fyrir markið. Eftir barning í teignum endar boltinn í netinu. Emil Atlason og Þorsteinn Már voru í boltanum en svo virðist sem að boltinn hafi að endingu farið af varnarmanni Keflavíkur og að um sjálfsmark sé að ræða. Það var þó erfitt að sjá.
10. mín
Inn:Björn Jónsson (KR) Út:Baldur Sigurðsson (KR)
KR-ingar þurfa að gera breytingu. Baldur Sigurðsson þarf að fara útaf vegna meiðsla og inn á kemur Björn Jónsson.
11. mín
Guðmundur Steinarsson reynir skot utan af vellii. Ágætis skot en Hannes ver vel og heldur boltanum.
15. mín
Hættuleg sókn hjá KR. Það kemur fyrirgjöf frá vinstri. Emil Atlason fær boltann í teignum og á skot að marki. Mjög gott færi en Ómar Jóhannsson er vel staðsettur og sér við Emil.
16. mín
Hinum megin á vellinum á Guðmundur Steinarsson hörkuskalla að marki eftir fyrirgjöf frá vinstri. Hannes Þór bjargar KR með sannkallaðri sjónvarpsvörslu.
17. mín
Ljubicic á tvær skottilraunir í röð en ekkert verður úr þeim.
18. mín
KR-ingar sækja. Gary Martin á skot úr teignum sem Ómar ver út í teig. Boltinn berst á Atla Sigurjóns sem neglir í nærhornið en Ómar ver með fótunum og boltinn fer aftur fyrir. Ekkert verður úr horninu.
23. mín
Atli Sigurjónsson reynir viðstöðulaust skot utan teigs. Ómar er í vandræðum með að halda boltanum en Þorsteinn Már er aðeins of seinn til að nýta sér frákastið og Magnús Þór nær að stíga hann út.
25. mín
Flott sókn hjá Keflavík. Jóhann Birnir brýst upp vinstri kantinn og sendir góðan bolta inn í teiginn. Þar fær Hörður Sveinsson hellings pláss en setur boltann framhjá fjærstönginni.
29. mín
Tvær hornspyrnu í röð hjá KR. Ómar þarf að blaka þeirri fyrir aftur fyrir og sú seinni virtist stefna beint á kollinn á Gary Martin en hann nær ekki til boltans.
32. mín
Jóhann Ragnar Benediktsson á hörkuskot rétt framhjá af löngu færi. Boltinn barst til hans eftir hornspyrnu og hann negldi honum að marki, þarna munaði ekki miklu.
36. mín
Hörður Sveinsson á skalla nokkrum sentimetrum framhjá stönginni á KR-markinu. Það er að lifna yfir gestunum.
37. mín
Og aftur er skallafæri hjá Keflavík. Í þetta skiptið flikkar Hörður boltanum áfram á Einar Orra sem bíður á fjærstönginni en hittir boltann illa og setur hann afturfyrir úr upplögðu færi.
39. mín
Frans Elvarsson á frábæra sendingu inn á Hörð Sveinsson sem hleypur inn í teig á milli tveggja varnarmanna. Boltinn dettur fyrir framan Hörð sem hittir ekki á markið úr dauðafæri.
42. mín
Þorsteinn Már á skot að marki Keflavíkur en það er ekki nógu fast og Ómar ver örugglega.
45. mín Rautt spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
Viktor Bjarki er rekinn útaf hérna. Ekki sá ég hvað gerðist en hann hlýtur að hafa sagt eitthvað virkilega ljótt því þetta var ekki vegna leikbrots.
45. mín
Þetta hefur verið nokkuð fjörugur leikur. KR-ingar byrjuðu af krafti og voru betra liðið framan af. Keflvíkingar hafa þó verið að sækja í sig veðrið síðasta korterið eða svo og verið líklegri.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig 10 KR-ingum mun reiða af í síðari hálfleik en Viktor Bjarki fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Sagan segir að hann hafi spurt dómaratríóið hvort þeir væru þroskaheftir en við heyrðum það að sjálfsögðu ekki alla leið upp í blaðamannastúku og þorum því ekkert að fullyrða um slíkt.
46. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Björn Jónsson (KR)
KR-ingar gera eina breytingu í hálfleik. Varamaðurinn Björn Jónsson staldraði stutt við á vellinum og fer útaf. Aron Bjarki kemur inná og fer í hægri bakvörðinn.
48. mín MARK!
Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
KR-ingar byrja síðari hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og eru komnir í 2-0. Emil Atlason kom boltanum inn fyrir á Þorstein Má, hann var kominn einn gegn Ómari en Ómar náði að komast fyrir skot hans. Boltinn hrökk af Ómari og var á leið í markið en þar var Guðmundur Steinarsson mættur til að bjarga. Björgunin var þó ekki betri en svo að hann setti boltann beint út í teiginn aftur þar sem að vinstri bakvörðurinn Guðmundur Reynir var mættur til að hamra boltann í netið.
53. mín
KR-ingar fá aukaspyrnu rétt utan við vítateigslínuna vinstra megin. Brotið var á Þorsteini Má sem var kominn á fulla ferð að marki.

Bjarni tekur aukaspyrnuna og pikkar boltanum á Atla sem á fínt skot, rétt yfir markið.
57. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
KR-ingar eru komnir í 3-0. Atli Sigurjónsson tekur hornspyrnu á nærstöng. Boltinn berst á Grétar Sigfinn sem kemur honum áfram á Þorstein Má Ragnarsson sem er grimmastur í teignum og kemur boltanum yfir marklínuna.
60. mín
Keflavík fær aukaspyrnu rétt utan teigs. Guðmundur Steinarsson á hörkuskot framhjá veggnum og niður í hægra hornið en Hannes ver glæsilega.
66. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Viktor Smári Hafsteinsson (Keflavík)
Keflvíkingar með sína fyrstu skiptingu. Sóknarmaður fyrir varnarmann.
73. mín
Það er ekki að sjá að KR-ingar séu manni færri. Þeir eru miklu betri hérna.
73. mín
Dauðafæri hjá KR. Gary Martin rennir boltanum fyrir Atla Sigurjóns sem er mættur einn í teiginn. Hann missir hinsvegar jafnvægið og hrasar áður en hann nær almennilegu skoti og Ómar nær boltanum.
79. mín
Inn:Denis Selimovic (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
79. mín
Inn:Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík) Út:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá gestunum. Spurning hvort varamennirnir nái að rífa liðið sitt í gang en Keflvíkingar hafa verið arfaslakir í síðari hálfleik.
84. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Fyrsta gula spjaldið fer á loft. Magnús Þór fær að líta það fyrir brot á Þorsteini Má.
85. mín
Jóhann Birnir á skot rétt utan teigs. Boltinn fer af varnarmanni og í horn en KR-ingar bægja hættunni frá.
87. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Einar Orri straujar Emil Atlason og fær að líta gula spjaldið. Pirringsbrot.
89. mín
Magnús Sverrir gerir vel og kemst í skotfæri vinstra megin í teignum. Hann lætur vaða en Hannes er vel á verði og ver frá honum. Varnarmenn KR hreinsa frá í kjölfarið.
90. mín
Gary Martin reynir skot vinstra megin í teignum. Hann sneri á varnarmenn og reyndi að leggja boltann í fjærhornið úr heldur þröngu færi en Ómar ver í horn.
90. mín Gult spjald: Jóhann Ragnar Benediktsson (Keflavík)
Jóhann Ragnar brýtur á Gary Martin rétt utan teigs vinstra megin og fær að líta gula spjaldið. Gary tekur spyrnuna sjálfur og sendig boltanum fyrir með jörðinni. Keflvíkingar ná að hreinsa og í kjölfarið flautar Þóroddur dómari til leiksloka.
Leik lokið!
Öruggur KR-sigur í Vesturbænum og KR-ingar ljúka Íslandsmótinu í fjórða sæti. Keflvíkingar sitja hinsvegar áfram í 9. sæti og enda mótið þar.
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Einar Orri Einarsson
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('79)
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jóhann Ragnar Benediktsson ('90)
Einar Orri Einarsson ('87)
Magnús Þór Magnússon (f) ('84)

Rauð spjöld: